Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 16. nóvember 1993: „Hér hef- ur lengi staðið myndarlegt skólastarf í þágu sjáv- arútvegsstétta, einkum í skipstjórnar-, vélstjórnar- og fjarskiptafræðum. Rann- sóknar- og þróunarstarf er heldur ekki nýtt af nál. Minna má á Hafrann- sóknastofnun og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, sem sinna mikilvægum verk- efnum. Kennsla í sjáv- arútvegsfræðum á há- skólastigi er nýlega hafin á Akureyri. Flaggskip íslenzka skólakerfisins, Háskóli Ís- lands, hefur og stigið merki- leg skref til að styrkja tengsl sín við íslenzkt atvinnulíf. Eitt þeirra er prófess- orsstaða í fiskifræði. Í skil- greiningu á þeirri stöðu var gert ráð fyrir að prófessorinn nyti aðstöðu í Vest- mannaeyjum, til rannsókna sinna, m.a. í hinu glæsilega fiskasafni sem þar hefur ver- ið komið á fót.“ 16. nóvember 1983: „Tæp fjögur ár eru síðan utanrík- isráðherrar Atlantshafs- bandalagsríkjanna ákváðu að bandarískum eldflaugum með kjarnaoddum skyldi komið fyrir í Vestur-Evrópu ef ekki tækist samkomulag við Sovétmenn um að þeir fjarlægðu meðaldrægar kjarnorkueldflaugar sínar. Samningaviðræður við Sov- étmenn hafa ekki borið neinn árangur og í fyrradag komu fyrstu bandarísku eldflaugarnar til Bretlands en á næstu þremur til fimm árum á að koma 572 eld- flaugum fyrir í fimm Vestur-Evrópuríkjum. Annars vegar er um 108 Pershing II eldflaugar að ræða, en þær verða allar settar niður í Vestur- Þýskalandi og koma í stað Pershing I flauga þar, hins vegar eru 464 stýriflaugar en auk Vestur-Þýskalands verður þeim komið fyrir í Bretlandi, Ítalíu, Belgíu og Hollandi.“ . . . . . . . . . . 16. nóvember 1973: „Mál- gagn kommúnista á Íslandi „skorar á Íslendinga að gera sér grein fyrir því í þessu samhengi, að við erum ekki að stökkva frá neinum svo- kölluðum skyldum við Atl- antshafsbandalagið með því að reka herinn úr landi“. Kemur þessi áskorun fram í forystugrein Þjóðviljans í gær. Það er hins vegar eft- irtektarvert, að þetta mál- gagn kommúnista birtir enga áskorun til Íslendinga um, að þeir geri sér grein fyrir því, hvaða skyldur þeir bera gagnvart landi sínu og þjóð sinni og óbornum Ís- lendingum. En við því er ekki að búast, að slík áskor- un komi fram vegna þess, að það hentar ekki málstað kommúnista, að þjóðin geri sér grein fyrir slíku.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A lþýðusamband Íslands hyggst hefja stefnumótun og umræður um sam- félagslega ábyrgð stór- fyrirtækja. Í frétt í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag er haft eftir Halldóri Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóra ASÍ, að miklar breytingar hafi orðið á íslenzku atvinnulífi á undanförnum ár- um; fyrirtæki hafi stækkað og völd stórfyrir- tækjanna aukizt sífellt. „Við viljum ræða hver er hin samfélagslega ábyrgð stórfyrirtækja í þessu breytta umhverfi. Þegar þau eru komin með þessi miklu völd í hendurnar hljótum við líka að þurfa að gera ein- hverjar nýjar kröfur til þeirra um hvernig þau hegða sér. Fyrirtækin hljóta að hafa skyldur út fyrir sína hluthafa. Þetta er umræða sem hefur átt sér stað í Evrópu og hún hlýtur einnig að koma upp hér,“ sagði Halldór. Í þessu samtali við Morgunlaðið benti Halldór jafnframt á að skoða yrði hvaða reglur yrðu settar fyrirtækjum, sem réðu yfir atvinnuhags- munum fólks. Hann benti á að á vettvangi Evr- ópusambandsins væri búið að ákveða að setja tilskipun um ábyrgð stórfyrirtækja. Ekki væri nóg að vinnumarkaðurinn væri sveigjanlegur, þar yrði líka að ríkja visst öryggi. Þetta tvennt yrði að vega saman. Í Morgunblaðinu sl. mánudag tók Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, und- ir það með Halldóri að umræður um þetta mál væru þarfar. „Mér finnst að sjálfsögðu eðlilegt að menn velti þessum málum fyrir sér hér á landi eins og annars staðar,“ sagði Ari. „Það er mikið um það rætt um þessar mundir í nágrannalöndunum og einnig er farið að bera á því hér á landi að einhverju leyti, að öll þróun í efnahagslegri uppbyggingu þurfi að vera sjálf- bær, ekki bara í umhverfislegum skilningi held- ur líka í félagslegum og efnahagslegum skiln- ingi.“ Ari sagði jafnframt: „Mér finnst mjög mik- ilvægt að hafa með þessa efnahagslegu vídd, því menn mega ekki missa sjónar á því að mikilvæg- asta ábyrgð fyrirtækjanna er að skila viðunandi rekstrarárangri og að sjálfsögðu að virða öll lög og reglur sem gilda um starfsemina. Það getur verið erfitt að lögfesta óljósar kröf- ur á hendur fyrirtækjum um góða hegðun og mitt mat er að aðhald samfélagsins sé í raun mikið gagnvart fyrirtækjum. Það er dýrt að mis- stíga sig gagnvart almenningi og skaða ímynd sína. Umræðan erlendis, um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja sérstaklega, snýst að miklu leyti um ábyrgð gagnvart aðstæðum þess starfsfólks sem vinnur fyrir fyrirtækin utan heimalands, t.d. starfsfólk birgja á Indlandi og víðar. Sú umræða fjallar þess vegna yfirleitt um mjög stór fjöl- þjóðleg fyrirtæki. Hvað starfsumhverfi fyrirtækja t.d. í Evrópu sjálfri varðar, virðist mér að umræðan snúist stöðugt meira um að sveigjanleikinn sé ekki nægur, sem komi niður á hagvexti, atvinnusköp- un og lífkjarabótum.“ Frumkvæði frá fyrirtækjunum sjálfum Umræður um sam- félagslega ábyrgð fyr- irtækja hafa verið áberandi bæði í Vest- ur-Evrópu og í Bandaríkjunum a.m.k. síðastliðna tvo áratugi. Að sumu leyti hafa verkalýðshreyfingin og ýmis frjáls félagasam- tök, t.d. mannréttinda- og umhverfissamtök, átt frumkvæði að þessum umræðum, en þær hafa ekki síður farið fram að frumkvæði fyrirtækj- anna sjálfra. Eins og Ari Edwald bendir á eru það ekki sízt alþjóðleg stórfyrirtæki sem hafa áttað sig á því, að vörumerki þeirra og orðstír eru mjög viðkvæm fyrir neikvæðu umtali, sem hefur áhrif á almenningsálitið og þar af leiðandi á kaupendur framleiðslu þeirra. Kannanir hafa sýnt að stór hluti neytenda á Vesturlöndum kaupir fremur vörur af fyrirtæki sem neytand- inn telur koma fram af ábyrgð, t.d. gagnvart náttúrunni eða starfsfólki sínu, en af fyrirtæki sem þykir hafa neikvætt orðspor í þessum efn- um. Almenningur á Vesturlöndum hefur orðið meðvitaðri á undanförnum árum um bæði ástand umhverfisins og hlutskipti fátækra verkamanna í þriðja heiminum, svo dæmi séu tekin, og sýnir stórfyrirtækjum aukið aðhald hvað þetta varðar. Sömu tæknibreytingarnar og hafa gert stórfyrirtækjunum að starfa með skil- virkum hætti um allan heim gera að verkum að fréttir af umhverfisspjöllum af völdum starfsemi þeirra eða illri meðferð á starfsfólki í fátækum löndum berast hratt og vel til neytenda á Vest- urlöndum. Mörg fyrirtæki hafa því gripið til þess ráðs að eigin frumkvæði að setja sér stefnu eða siðareglur um t.d. kjör og hlutskipti starfs- manna, umgengni við umhverfið o.s.frv. Oft ná þessar reglur einnig til birgja og undirverktaka, sem fyrirtækin skipta við. Í þessu samhengi er gjarnan rætt um þre- falda rekstrarútkomu (triple bottom line á ensku); að fyrirtæki setji sér ekki eingöngu markmið um peningalegan hagnað, heldur jafn- framt um áhrif eigin starfsemi á umhverfið ann- ars vegar og samfélagið hins vegar. Mörg stærri fyrirtæki leitast við að mæla hversu vel þeim gengur að ná þessum markmiðum, halda bæði „grænt“ og „félagslegt“ bókhald og kynna út- komuna jafnt fyrir hluthöfum sínum sem starfs- mönnum, viðskiptavinum, stéttarfélögum og ýmsum hagsmunaaðilum í þeim samfélögum þar sem þau starfa. Gjarnan er þá litið svo á að ekki eigi þessir hópar aðeins mikið undir fyrirtækinu, heldur eigi fyrirtækið mikið undir þeim, skiln- ingi þeirra og samstarfsvilja. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er í raun orð- in einkar líflegur og atvinnuskapandi bransi út af fyrir sig; fjöldinn allur af ráðgjafafyrirtækj- um, vottunarstofum, almannatengslafyrirtækj- um og samtökum þrífst á því að aðstoða fyr- irtæki við að marka sér stefnu og markmið, votta vinnubrögðin, mæla árangurinn og segja frá honum. Þótt fyrirtækin setji sér þannig markmið, sem segja má að séu í almannaþágu, liggur auðvitað að baki ástæða þess að flest fyrirtæki eru stofn- uð yfirleitt; hagnaðarvonin. Fyrirtæki hafa ein- faldlega áttað sig á því að ein forsendan fyrir góðum rekstrarárangri er að þau sýni sam- félagslega ábyrgð. Íslenzk fyrirtæki og ábyrgðin Það hefur ekki farið sérstaklega mikið fyr- ir þessum umræðum á Íslandi, a.m.k. ekki með þessum for- merkjum, og „sam- félagsleg ábyrgð fyrirtækja“ er ekki orðið sama slagorðið og víða austan hafs og vestan eða búið að gera úr henni skammstöfun, sem allir vita hvað þýðir, eins og í Bandaríkjunum (CSR, Corporate Social Responsibility). Þó bera ýmsar umræður hér augljós einkenni áðurnefndrar þróunar. Mörg fyrirtæki eru orðin afar með- vituð um mikilvægi þess að marka sér umhverf- isstefnu og hafa jafnvel komið sér upp vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi. Minna hefur borið á umræðum um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, sem snýr að starfsfólki þeirra, en vaxandi áherzla á að fyrirtæki hafi t.d. jafnréttissjón- armið í huga við ráðningar og marki sér jafn- réttisstefnu er þó augljóslega af þeim toga. Þessi þróun hefur að verulegum hluta átt sér stað að frumkvæði fyrirtækjanna sjálfra, en dæmi eru um að annars vegar geri stjórnvöld kröfur til fyrirtækja um aðgerðir og hins vegar að félagasamtök beiti þau þrýstingi til slíks. Dæmi um hið fyrrnefnda eru t.a.m. nýleg laga- ákvæði um að starfsleyfisskyld fyrirtæki, t.d. fiskimjölsverksmiðjur og sorpstöðvar, haldi svo- kallað grænt bókhald, jafnframt nýlega tilkomin ákvæði jafnréttislaga um að öllum fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn beri að gera jafn- réttisáætlun. Dæmi um það síðarnefnda er til- raunir alþjóðlegra umhverfisverndarsamtaka til að fá íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki til að fallast á að taka upp umhverfismerkingar á afurðum sínum, til að sýna að þær komi úr fiskistofnum, sem stjórnað sé með sjálfbærum hætti. Á síðustu árum hafa kröfur farið vaxandi um bætt viðskiptasiðferði, gagnsæi í starfsemi fyrir- tækja og traust bókhald og reikningsskil. Slík- um kröfum hefur vaxið ásmegin eftir hneykslis- málin í Bandaríkjunum á undanförnum misserum, sem tengjast fyrirtækjum á borð við Enron og WorldCom. Mörg fyrirtæki hafa nú bætt þessum þáttum við stefnu sína um það hvernig þau geti verið góðir þjóðfélagsþegnar. Löng hefð er fyrir því að fyrirtæki gefi fé til góðra málefna, t.d. menningarstarfsemi, líkn- armála eða menntamála. Ekki sízt í menningar- lífinu skiptir stuðningur fyrirtækja mjög miklu máli og stuðlar að því að auðga samfélagið. Ekki fer á milli mála að slík starfsemi er áfram mik- ilvægur þáttur í því að fyrirtæki rækti hlutverk sitt sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar, en af fram- ansögðu má vera ljóst að hún dugir ekki ein og sér. Raunar hafa mörg stórfyrirtæki, ekki sízt í Bandaríkjunum, verið gagnrýnd fyrir að reyna með stórgjöfum að breiða yfir eða draga athygl- ina frá vanrækslu sinni eða vafasömum málstað á öðrum sviðum. Ekki er t.d. langt síðan að í The New York Times var fjallað um ásakanir um að TÍMARIT MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðinu í dag fylgirnýtt blað, Tímarit Morgun-blaðsins. Með tímaritinu er brotið blað í sögu Morgunblaðsins að því leyti að hér er á ferðinni blað, sem bæði er skorið og heft og að auki prentað á annan pappír en blaðið sjálft. Í hinu nýja blaði verður leitast við að beita nýjum efnistökum. Blaðamönnum mun gefast kostur á að leggja meiri vinnu í verkefni, en tíðkast í blaðinu daglega, hvort held- ur sem það á við að nálgast viðmæl- endur eða kynna sér þjóðfélagsmál. Einnig verður tímaritið vettvangur hinnar öflugu ljósmyndadeildar Morgunblaðsins til að sýna hvað í henni býr. Í fyrsta tölublaði Tímaritsins er gefinn tónninn fyrir það sem koma skal. Þar er að finna viðtöl við ein- staklinga, sem hafa látið að sér kveða í íslensku þjóðfélagi og teljast mega efnilegir á sínu sviði. Ingi- björg og Lilja Pálmadætur hafa látið að sér kveða í íslensku viðskipta- og menningarlífi, en þær hafa ekki ver- ið áberandi í fjölmiðlum. Í viðtali Árna Þórarinssonar koma þær hisp- urslaust fram og taka af skarið. Í Tímaritinu er einnig tekið á þjóð- félagsmálum með óvenjulegum hætti, svo ekki sé meira sagt. Kjart- an Þorbjörnsson ljósmyndari heim- sótti fangelsi landsins og kannaði að- búnað fanga á Íslandi. Afraksturinn er ritgerð, sem ekki byggist á orðum heldur myndum og mun koma mörg- um á óvart. Morgunblaðið hefur ávallt farið sér hægt í breytingum. Því má segja að upp á síðkastið hafi verið skammt stórra högga á milli. Útgáfudögum hefur verið fjölgað og nú kemur blaðið út alla sjö daga vikunnar. Um árabil höfðu aðeins verið erlendar fréttir á forsíðu blaðsins, en nú er þar blanda af innlendum og erlend- um fréttum og ræður fréttastreymið því hvort áherslan er innlend eða er- lend. Nýtt bílablað hefur hafið göngu sína á miðvikudögum. Fólkið fylgir Morgunblaðinu á föstudögum, sem er ætlað sem inngangur að við- burðum helgarinnar, sérstaklega með ungt fólk í huga. Þessar breyt- ingar hafa gerst hratt, en þær eru um leið í rökréttu samhengi við þró- un blaðsins undanfarin ár og kallast á við nýja tíma. Þegar blaðið fór að koma út daglega var einfaldlega ver- ið að bregðast við kröfum nútímans. Áhersla á erlendar fréttir á forsíðu átti fyllilega rétt á sér á árum áður þegar innlendir fjölmiðlar voru nán- ast eini glugginn, sem landsmenn höfðu til að fylgjast með umheimin- um, en nú eru breyttir tímar, sem krefjast nýrrar nálgunar. Um leið og útgáfan á sunnudögum eflist með nýju Tímariti Morgun- blaðsins hættir sérblaðið Daglegt líf göngu sinni. Daglegt líf hefur skap- að sér mikilvægan sess í Morgun- blaðinu og hann hefur endurspeglast í því að nú eru síður undir merkjum Daglegs lífs í blaðinu daglega ef frá eru taldir sunnudagar. Sérblaðið Sunnudagur hættir sömuleiðis göngu sinni. Tímarit Morgunblaðs- ins leysir bæði þessi blöð af hólmi og bætir vonandi einhverju við. Í hinu fyrsta tölublaði er tónninn gefinn. Fjölbreytni er aðall Morgunblaðsins og markmiðið að endurspegla strauma og stefnur á innlendum og erlendum vettvangi. Með Tímaritinu er leitast við að troða nýjar slóðir, en markmiðið er það sama og í blaðinu daglega. Enginn fjölmiðill getur ver- ið tæmandi, en Morgunblaðið veitir yfirgripsmikla sýn yfir atburði líð- andi stundar og með hinu nýja tíma- riti bætist við nýtt sjónarhorn. Helg- arblöð dagblaða eiga að hafa sérstakan sess, enda hafa lesendur þá allajafna meiri tíma aflögu en annars. Sunnudagsútgáfa Morgun- blaðsins hefur ávallt verið sérstak- lega vegleg og áherslur hafa verið aðrar en í hringiðu hversdagsins. Með Tímariti Morgunblaðsins er þessi sérstaða helgarútgáfunnar undirstrikuð. Góða helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.