Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ T rú okkar er sú að [mótmæli] eigi ekki að einskorðast við göngur og mótmæli á götum úti, heldur eiga þau að ná til allra sviða þekkingar. Trú okk- ar er sú að list bjóði upp á mikla möguleika sem sú ögrun er fær einstaklinga til að setja spurningarmerki við ákveðin viðfangsefni, um fyrirfram ákveðnar hugmyndir um sannleikann, um framsetn- ingu…Það er í höndum einstaklingsins að ákveða hvort þær spurningar sem rísa ná hljómgrunni á pólitískum vettvangi, á vettvangi verkalýðsbaráttunnar, á fagurfræðilegum vett- vangi, menningarlegum eða kynbundnum vett- vangi, o.s.frv.“ Þannig farast þeim orð um hugsanlegt hlut- verk listarinnar í samfélaginu, þeim Jennifer Allora og Guillermo Calzadilla, en þau vinna saman að listsköpun sinni sem meðal annars getur að líta á nýrri sýn- ingu í Tate Modern um þessar mundir. Aðrir sem sýna með þeim á sýning- unni eru þeir Thomas Hirschhorn, Carsten Höll- er og Gabriel Orozco. Common Wealth er heiti sýningarinnar og eins og fram kom í viðtali við Jessicu Morgan, í við- tali í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laug- ardag, er sýningin í raun fyrsta stóra sýningin á samtímalist sem safnið stendur fyrir, en meg- ináherslan fram að þessu hefur verið lögð á nú- tímamyndlist. Nafngiftin Common Wealth hefur auðvitað mjög sérstaka þýðingu fyrir Breta; vísar fyrst til tíðar Olivers Cromwell og sona hans á ár- unum 1649 til 1660, en síðan til Breska samveld- isins. Rithátturinn á heiti sýningarinnar er þó annar en venjulega (Commonwealth/Common- wealth of Nations) og til þess fallin að vekja upp spurningar meðal áhorfenda um raunverulega merkingu þessara orða. „Common“ þýðir sam- kvæmt orðabókinni: sameiginlegur, almennur, algengur eða jafnvel óbreyttur, ómerkilegur og ófínn; en „wealth“ auður, auðlind, gnægð eða kynstur – og er oft á tíðum tengt því sem til er í takmörkuðum mæli. Þarna er því öðrum þræði verið að leika með andstæða póla, en sameig- inlega hagsmuni og velferð ef orðin eru lesin í samhengi. Þess má geta að enginn þessara lista- manna er frá löndum breska samveldisins eða Bretlandi. Sýningin sjálf ber augljós merki þeirrarhugmyndafræði er liggur að baki nafn-giftinni því þar gefur að líta verk ólíkralistamanna sem nánast verða sameig- inleg vegna þess hvernig þau skarast í rýminu, verk sem byggjast á samleik eða samstöðu bæði listamannanna og áhorfenda þeirra, og önnur sem byggjast á hugmyndum um hið hversdags- lega. Öll eru þau með einhverjum hætti pólitísk og lúta að skilningi okkar á heiminum og þeirri hugmyndafræði sem þar ræður ríkjum. Verk þeirra Allora og Calzadilla, sem vinna saman að listsköpun sinni, hverfast um söguleg, félagsleg og pólitísk málefni. Nálgun þeirra er í fullu samræmi við það sem margir hafa bent á sem eitt einkenni samtímalistar; erfiðleikana við að greina á milli listsköpunar, markaðs- setningar eða auglýsinga í umhverfi okkar. Því eins og sýningarstjórinn, Jessica Morgan, bend- ir á lítur margt í samtímalistum út eins og hver önnur söluvara og listamennirnir sjálfir eigi stundum erfitt með að vinna úr þeirri stað- reynd, ekki síst þeir sem vinna að skúlptúrum eða þrívíddarverkum. Með þessari sýningu var meðal annars reynt að vekja áhorfandann til umhugsunar um í hverju munurinn liggi – hver munurinn sé á venjulegu umhverfi og því um- hverfi sem áhorandinn upplifir inni í sýning- arrými. Morgan segir að vegna þess hve hug-takið Common Wealth sé ögrandifalli titillinn vel að tilfinningu okk-ar fyrir sögulegri framvindu, „ekki síst eins og hún kemur fram í stjórnmála- og hagfræði Bretlands. Við getum byrjað á Hob- bes, rakið þráðinn til Adam Smith og William Morris. Karl Marx tók þetta hugtak upp á sína arma þegar hann var í Englandi og flestir á eftir honum – og ég vona að það sé vegna þess að það felur svo margvíslega möguleika í sér, eins kon- ar fyrirheit.“ Fyrirheitið er meðal annars fólgið í því sem hið opinbera rými sýningarsalar getur staðið fyrir í samfélaginu – sem sameiginleg auðlegð. Sú hugsun á ekki síst við um sali á borð við þá sem eru í Tate Modern, þar sem aðsókn hefur verið með miklum ólíkindum. Morgan segir suma gesti safnsins einungis koma til þess að skoða bygginguna, aðra bara til að skoða list og enn aðra til að skemmta sér með ýmsum hætti – versla, borða og vera menningarlegir um leið. „Eigum við að taka á þessum gestum með sama hætti og önnur söfn?“ spyr hún. „Við getum auðvitað reynt það sama og aðrir og uppfrætt þá þannig að þeir verði dæmigerðir safngestir, en við getum einnig gert eitthvað öðruvísi. Mín skoðun er sú að betra sé að bjóða upp á aðrar leiðir. Ég veit þó ekki nákvæmlega hverjar þær eru en finnst við sem vinnum hér verða að gera tilraunir sem miðast við að bregðast við öllum þeim fjölda sem kemur hingað og virkja athygli hans.“ Verkin á sýningunni bera því hlutverkiaugljós merki. Carsten Höller, semþekktur er fyrir að virkja áhorfandanní list sinni, sýnir verk þar sem áhorf- endum er boðið að leika sér að svifdiskum í hvítu tjaldi, og annað þar sem áhorfendur ganga í gegnum göng sjálfvirkra speglahurða sem opnast og lokast við ákveðna nálgun. Bæði verk- in fela í sér sálfræðilega og líkamlega tilraun er ögrar því óvirka sambandi er samkvæmt hefð- inni ríkir á milli áhorfandans og listaverksins. Tjaldið með svifdiskunum býður ennfremur upp á samskipti við aðra áhorfendur, samskipti sem þó er auðvelt að hafna. Hið sama á við um hurð- agöngin, þar sem áhorfandinn getur rannsakað hvort heldur sem er sína eigin mynd og tengsl við umhverfið eða óvæntar myndir annarra og tengsl þeirra við hann. Carsten Höller lauk námi í vísindum áður en hann tók að leggja stund á listsköpun og margir telja sig sjá merki um þann bakgrunn í verkum hans; þar sem áhorfandinn sjálfur er undir smásjánni – það rannsóknarefni er verkið snýst um. Thomas Hirschhorn er vel þekktur fyrir þrí- víddarverk og innsetningar sem búnar eru til úr ódýrum og hversdagslegum efnum á borð við pappa, plast, pappír og álpappír sem iðulega er hróflað saman með dæmigerðu brúnu límbandi. Hann safnar einnig saman ótrúlegu magni af upplýsingum af ýmsu tagi, ljósritum sem áhorf- endur geta ýmist flett í gegnum á staðnum eða borið með sér heim. Annað verkanna á sýning- unni nefnir hann Hotel Democracy (Hótel Lýð- ræði), en þar reynir hann að gera sér í hug- arlund hvernig ólíkir hótelgestir myndu útbúa herbergi sín ef þau ættu að endurspegla hug- myndir þeirra um lýðræði. Túlkanirnar eru margar og mjög mismunandi. Listamaðurinn tekur sjálfur sem dæmi; „kínverski diplómatinn sem heldur að lýðræðið sé kapítalismi, og svo er trúaði íraski lýðræðissinninn sem heldur að lýð- ræðið sé Kóraninn, og ameríski lýðræðissinninn sem er sannfærður um að hægt sé að beita her- valdi til að koma á lýðræði.“ Gabriel Orosco gengur lengst lista-mannanna í því að nota gagnvirkni,eða leik, sem afhjúpandi þátt í upp-lifun áhorfendanna. Hann sýnir e.k. billjardborð, sem þó hefur enga vasa og er reyndar sporöskjulagað, auk borðtennisborðs með lítilli skrauttjörn í miðjunni sem hannað er fyrir fjóra þátttakendur. Með þessum óvenju- legu „leiktækjum“ hvetur listamaðurinn áhorf- andann til að endurskoða fastmótaðar „leik- reglur“ sem flestir sætta sig umhugsunarlaust við og beinir athygli hans að þeim möguleikum sem allir eiga á því að hafa áhrif á umhverfi sitt. Eitt áhrifamesta verk sýningarinnar tilheyrir þeim Allora og Calzadilla, sem vitnað var til hér í upphafi. Það er einskonar landakort úr fíltefni, sem lagt er á gólfið eins og púsluspil og sýnir gígamyndun eftir sprengjutilraunir Banda- ríkjamanna á eyjunni Vieques, rétt við Puerto Rico. Sjónrænt er landakortið mjög fallegt á að líta, en sem undirstaða undir öðrum verkum sýningarinnar er það jafnframt mjög ógnvekj- andi – ekki síst í með tilliti til þróunar alþjóða- mála. Sú kortlagning yfir gjörðir einstaklinga ogsamfélagsins sem svo augljóslega birtistáhorfendum á sýningu eins og CommonWealth, er því vissulega pólitísk. Hún spannar bæði persónuleg líf okkar, gagnvirkni samfélagsins og þá ábyrgð sem við öll berum á öllum þeim auðæfum er heimurinn býr yfir; bæði áþreifanlegum og afstæðum. Hún er okkur áminning um hlutverk okkar sem áhrifavalda í eigin lífi og annarra, hvatning til að taka afstöðu um málefni sem skipta okkur máli og varða velferð okkar. Rétt eins og önnur póli- tísk list í gegnum tíðina, verður Common Wealth sýningin að áleitinni táknmynd fyrir knýjandi málefni er lúta að sameiginlegri vel- ferð og hlutverki okkar allra í orðræðu samtímans. Leikið með kortlagningu auðæfanna Svifdiskatjald Carstens Höllers liggur ofan á korti Jennifer Allora og Guillermo Calzadilla af sprengigígum. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Ping Pond Table, borðtennisleikur að hætti Gabriels Orozco. Hotel Democracy, verk Thomasar Hirsch- horn, þar sem hann myndgerir í hótelher- bergjum ólíkar hugmyndir um lýðræði. BÆKUR sem gefnar eru út í til- efni af myndlistarsýningum eru yfir- leitt annars vegar sýningarskrár sem eiga að gefa innsýn inn í verk lista- mannsins og feril, eða sjálfstæð verk í bókarformi sem tengjast ekki endi- lega sýningunni sem slíkri, þar sem bókarformið sjálft er notað sem list- form. Einnig kemur fyrir að lista- maðurinn vinnur með öðrum lista- manni, þá t.d. rithöfundi eða skáldi að sameiginlegu höfundarverki, eins og t.d. bækur sem þýski málarinn Bernd Koberling hefur unnið með íslensk- um skáldum. Sú bók sem hér er til umfjöllunar, Inn og út um gluggann, er afrakstur af samstarfi þriggja listamanna, þeirra Önnu Hallin og Óskar Vil- hjálmsdóttur myndlistarmanna, og skáldsins Kristínar Ómarsdóttur. Hún er gefin út í tilefni af athygl- isverðri sýningu Önnu og Óskar í Ás- mundarsal við Freyjugötu nú á haustmánuðum. Aftur á móti er ekki auðvelt að flokka bókina annaðhvort sem sýningarskrá eða sjálfstætt höf- undarverk. Bókin býr yfir ýmsum einkennum sýningarskrár, t.d. hefur hún formála eftir listagagnrýnand- ann Rögnu Sigurðardóttur og stutta umfjöllun um list og feril listamann- anna. En aftur á móti er hún að mörgu öðru leyti ólík sýningarskrám, það er t.d. hvergi minnst á sýninguna sem slíka, hvar eða hvenær hún fór fram, meginhluti bókarinnar hefur að geyma ljósmyndir (án neinna sér- stakra merkinga, eins og titil) ásamt skáldskap Kristínar. Það er greini- lega verið að reyna að afmarka bók- ina sem sjálfstætt verk og gera hana þannig úr garði að hún standi án skír- skotunar í myndlistarsýninguna í Ás- mundarsal. Eins og segir á bakhlið bókarinnar fjallaði sýning þeirra Önnu og Óskar um listrýmið, en á annan hátt en al- mennt gerist. Þær völdu sér sýning- arvettvang, Ásmundarsal við Freyju- götu, sem hefur verið sýningarsalur um árabil og þar sem Listasafn ASÍ hefur aðsetur núna, en í staðinn fyrir að nota salinn sem umgjörð fyrir list- sköpun sína ákváðu þær að gera rými salarins að viðfangsefni sínu. Þær smíðuðu nákvæmt líkan af salnum innanverðum í smækkaðri mynd og ferðuðust með það um allt eins og sal- urinn sjálfur væri lifandi persóna sem þyrfti að sinna daglegu amstri, fara út í búð, í vinnuna, á spítala, á barinn. Ferðalagið var rækilega skrásett á myndband. Á sýningunni sjálfri var lítill skáli smíðaður inn í salnum þar sem líkaninu var komið fyrir og myndbandinu var varpað á vegg inni í skálanum. Það er ýmislegt sem ekki kemur í gegn í bókinni en sem áhorf- endur að sýningunni gátu upplifað í verkinu, og gera ljósmyndirnar í bók- inni miklu meira lifandi fyrir þá sem voru svo lánsamir að sjá sýninguna, t.d. myndbandsverkið sem sýnir ferðalag líkansins um hina ólíkleg- ustu og hversdagslegustu staði, með tilheyrandi búkhljóðum, andardrætti og hjartslætti, sem skerpti líkinguna um húsið sem lifandi heild, líkama með eigin sál. Það er erfitt að átta sig á hvernig sá sem hefur enga hug- mynd um sýninguna kemur til með að túlka myndirnar, enda forðast Ragna að gefa uppi of mikið í formálanum. Aðkoma Krístínar Ómarsdóttur að bókinni er í raun allt annars eðlis. Texti hennar er eins og skáldskap- arbálkur sem er felldur inn í bókina innan um ljósmyndirnar, og inntak textans er í engu augljósu samhengi við þá hugmynd sem býr að baki myndlistarverkinu. Stuttir textar Kristínar Ómarsdóttur eru eins og broddgeltir eða ígulker, sem beina nálum sínum í allar áttir. Í textanum talar rödd sem hefur ekki samfellda og heillega sögu að segja, heldur er dansað „berfætt á glerbrotagólfi“, eins og segir á einum stað. Andinn í skáldskap hennar er því gjörólíkur þeim yfirvegaða og heimspekilega anda sem býr að baki verkefni þeirra Önnu og Óskar, þar sem ljósmyndir þeirra birtast okkur sem heimildir um tilraun sem hefur sterkar fé- lagslegar og pólitískar skírskotanir, og sem tengist þeirri þrætu sem lengi hefur staðið um listrýmið og stöðu listarinnar í samfélaginu. Texti Krist- ínar er „inni“, að því leyti að hug- myndaflugið er algerlega látið ráða ferðinni, nánast stjórnlaust. Ljós- myndaverk Önnu og Óskar, og þær hugmyndir sem þar liggja að baki, eru „úti“, að því leyti að þær eru að fást við ytri kringumstæður og skil- yrði listrænnar upplifunar. Bókin er ákveðin tilraun til að skapa eitthvað „á milli“, eins og segir á baksíðu, og ég skil það þannig að eitthvað nýtt eigi að skapast í huga lesandans með þessu samstuði ólíkra listamanna og listhugmynda. Les- andinn er í hálfgerðri klemmu á milli sterkra listamanna sem eru kröfu- harðir á athygli hver út frá sínum ólíku forsendum. Ef við lítum á bók- ina sem „listrými“ þar sem listamenn úr ólíkum áttum mætast þá hallar frekar á Kristínu Ómarsdóttur í þessu samstarfi, þar sem útgangs- punktur bókarinnar, kynning hennar á baksíðu og formáli gefa til kynna að Anna og Ósk eru í hlutverki gestgjafa og Kristín kemur inn í samstarfið sem gestur. Þetta þarf ekki að vera þannig og skapar ákveðið misvægi sem verður til þess að maður fer ósjálfrátt að lesa texta Kristínar sem athugasemdir við myndirnar, þótt það sé í rauninni ekki fótur fyrir slíkri túlkun. Það má velta fyrir sér hvort ekki hefði farið betur á því að slíta tengslin við sýningarskráarformið með öllu og láta ljósmyndirnar standa einar og sér, án vísbendinga um hvernig túlka beri inntak þeirra, og láta lesandan- um alfarið eftir að vinna úr þessum andstæðum orða og mynda. Þrátt fyrir þetta misvægi er bókin áræðin tilraun til að kveikja í ímyndunarafl- inu með neistaflugi úr samstuði ólíkra elementa. Salur sinnir daglegu amstri BÆKUR Myndlist Eftir Ósk Vihjálmsdóttur, Anna Hallin, Kristínu Ómarsdóttur.Salka 2003. INN OG ÚT UM GLUGGANN Gunnar J. Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.