Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 35
Í raun er fátt sem hefur eins sterk áhrif á mann eins og það að ferðast og kynnast góðu fólki svo það eitt og sér var ofboðslega magn- að. Við það bættist að ég var að horfa og hlusta á undurfagra tón- leika í forkunnarfallegum óperuhús- um um allan heim tvisvar í viku. Þetta hafði allt saman svo mikil áhrif á mig að ég varð væmnari og væmnari eftir því sem á ferðina leið og kom heim allt önnur manneskja. En auðvitað hefur maður náð að herða sig aftur síðan,“ segir Ragn- heiður og hlær. „Björk talar einmitt um það í myndinni hvernig tónleikaferðalag getur ekki annað en haft ofsalega sterk áhrif á alla þátttakendur. Maður gengur í gegnum ákveðinn rússíbana, bæði með sjálfan sig og t.d. hvernig maður bregst við fólki og aðstæðum. Þannig að þetta er örugglega besta og hollasta sjálfs- skoðunin sem maður getur lent í. Það hefur kannski líka verið ein or- saka þess að ég lenti í hálfgerðri krísu með myndina þegar túrnum lauk og var svona lengi að finna út hvaða stefnu ég ætti að taka.“ Þegar tónleikaferðinni lauk segir Ragnheiður það hafi tekið sig rúmt ár, með hléum, að klippa myndina og koma öllu efninu í endanlegt form. „Fyrstu þremur mánuðunum eyddi ég í að skoða allt upptekna efnið og klippa síðan saman sýn- ishorn sem gefið gæti innsýn í hvaða hugmynd ég hefði að heimilidar- mynd, ef hún yrði gerð, því það var allt enn óráðið. Hugmyndin mín að mynd fékk síðan samþykki. Eftir það klippti ég saman stutta viðtals- kafla við alla listamennina sem sett- ir var aftan við upptökur BBC á tón- leikum Bjarkar í Royal Opera House í Lundúnum, en sú upptaka kom út á DVD fyrr á árinu. Að því loknu tók ég loks til við að klippa mína eigin mynd. Ég var nokkuð lengi að finna út úr því hvaða áherslu ég vildi leggja, að sumu leyti vegna þess að mér fannst ég verða að skapa eitthvað stórbrotið sem raunverulega gæti endurspeglað hversu tilkomumikill túrinn og tónleikarnir voru. Mér fannst að ég yrði að koma orkunni sem einkenndi hvort tveggja til skila og það reyndist frekar vandasamt. En þó tónleikaferðin hafi verið til- komumikil þá er tónlistin á sama tíma svo innhverf og það átti engan veginn við að setja á svið einhverja flugeldasýningu. Á sama tími vildi ég auðvitað finna minn eigin vinkil á efnið og mér fannst ég vissulega hafa ákveðnum skyldum að gegna gagnvart náminu og mannfræðinni. Ég varð að skila einhverju af mér sem ég gæti verið stolt af út frá þeim forsendum og valdi þess vegna m.a. að fara þessa persónulegu leið að byggja myndina fyrst og fremst á viðtölum, auk þess sem ég valdi að leggja áherslu á tónlistina sjálfa. Raunar má segja að ég hafi verið meira og minna í taugaáfalli allan þann tíma sem ég var að klippa myndina, þó ég hafi auðvitað ekkert áttað mig á því fyrr en verkinu var lokið,“ segir Ragnheiður og brosir út í annað við tilhugsunina. Áhuginn á viðfangsefninu lykilatriðið Að sögn Ragnheiðar fannst henni mikilvægt að reyna að fanga þann heim og þá stemningu sem Björk var sjálf að reyna að skapa fyrst á plötunni og síðan í tónleikaferðinni. „Ég var náttúrlega búin að taka við- töl við alla og var með myndefni af öllu þessu klassíska, þ.e. tónleikum, æfingum, rútuferðum og stemning- unni baksviðs, en langaði til að nota eitthvert annað myndefni líka til að færa áhorfandann nær „upplifels- inu“, t.d. þegar Björk talar um tón- listina sína.“ Til að fanga þennan anda segist Ragnheiður hafa fengið myndefni lánað úr ólíkum áttum. „Ég var svo ótrúlega lánsöm að fá að nota myndefni úr náttúrulífs- myndum eftir Sir David Attenbor- ough, en það var eitthvað sem kom upp í huga minn mjög fljótlega eftir að ég fór að hlusta á plötuna. Mér fannst það einhvern veginn passa fullkomlega saman. Markús Þór Andrésson myndlist- armaður og Ólafur Breiðfjörð tón- listarmaður gerðu litla millikafla fyrir mig þar sem reynt var að fanga þá tilfinningu plötunnar að maður sé að heyra og sjá eitthvað sem er aðeins of persónulegt fyrir mann. Síðan fékk ég að nota verk eftir Helga Þórsson myndlistar- mann þar sem pinkulítil leikfanga- lest ferðast um skrýtinn ævintýra- heim, en mér fannst það verk fanga stemninguna af Vespertine-tón- leikaferðinni í hnotskurn.“ Ragnheiður segir að í raun hefði verið hægt að vinna myndina enda- laust. „Það er náttúrlega alltaf þannig með svona heimildarmyndir, því söguna er hægt að segja á millj- ón mismunandi vegu. Ég var alveg að verða vitlaus á vinnuferlinu, vegna þess að um leið og ég var al- veg að sjá fyrir endann á myndinni sá ég allt í einu einhverja nýja nálg- unarleið og fannst hún að sjálfsögðu langtum betri! Ef ég hefði ekki haft einhvern yfir mér eins og One Little Indian væri ég án efa enn að vasast í þessu.“ Spurð hvernig viðbrögðin við myndinni hafa verið segir Ragn- heiður þau hafa verið mjög jákvæð. „Auðvitað skipti mig mestu máli hvort Björk yrði ánægð með útkom- una þar sem myndin fjallar að svo stórum hluta um hana og hennar list og mér var þess vegna mjög létt þegar ég fékk jákvæð viðbrögð frá henni. Ég trúi varla enn hvað ég hef ver- ið heppin, því ég lét mig aldrei dreyma um að fá svona drauma- verkefni nánast upp í hendurnar og það meira að segja áður en ég hafði lokið skólanum formlega. Enda get ég alveg viðurkennt að á sínum tíma var ég eiginlega bara hundfúl yfir að vera að fá svona fáránlega stórt verkefni strax þar sem ég mundi efl- ast geta leyst það mun betur af hendi eftir nokkur ár þegar ég hef öðlast meiri reynslu. En það var mjög hollt að gera sér grein fyrir því strax að það skiptir í raun engu máli hversu stórt verkefnið er eða hversu þekkt manneskjan er sem þú ert að fjalla um. Það eina sem skipt- ir máli er hvað þú hefur mikinn áhuga á viðfangsefninu og af hve miklum heilindum þú vinnur verk- ið.“ Björk með grænlenska stúlknakórinn í baksýn úr heimildarmyndinni Minuscule. silja@mbl.is LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 35 GALTALIND 8 - OPIÐ HÚS - BÍLSKÚR Glæsileg 4ra herbergja 106 fm endaíbúð á 2. hæð í fallegu húsi ásamt 33,9 fm bílskúr sem innangengt er í úr sameign. Stutt er í skóla og leikskóla. Íbúðin er fullbúin í alla staði. Parket, flísar og korkur á gólfum. Stórar svalir eru út af eldhúsi. Upphituð hellulögn er fyrir framan bílskúr. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16. V. 18,9 m. 3710 VÍÐIHVAMMUR - 2JA ÍBÚÐA EINBÝLISHÚS Fallegt, reisulegt 315 fm 2ja íbúða hús í suð- urhlíð Kópavogs með garði sem snýr í suður- átt. Eignin skiptist m.a. þannig: Efri hæðin skiptist í forstofu, hol, snyrtingu, fimm her- bergi, baðherbergi, stofu, borðstofu og eld- hús. Á millipalli er þvottahús og gott 20-25 fm herbergi. Á jarðhæð er 3ja-4ra herbergja íbúð sem skiptist í forstofu, þvottahús, hol, baðherbergi, eldhús, tvö herbergi (annað lítið) og tvær samliggjandi stofur. Húsinu hefur verið mjög vel viðhaldið að utan. Eignin er frábær- lega staðsett með útsýni yfir Breiðabliksvöllinn, nálægt Sporthúsinu, gönguleiðum o.fl. V. 28,5 m. 3749 LANGABREKKA - EINBÝLISHÚS Gott 173 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist þannig að á aðalhæð hússins er stofa, borð- stofa, forstofa, hol og eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi, svefnherbergin eru fjögur en búið er að gera stofu úr tveimur herbergj- um, en auðvelt er að breyta aftur. Á neðri hæð er innbyggður bílskúr, þvottahús og íbúðarherbergi með sérinngangi. V. 19,5 m. 3751 HOLTSGATA - HF. - BÍLSKÚR - 4RA HERB. 4ra herb. mjög falleg og mikið endurnýjuð hæð ásamt 21 fm bílskúr. Sérinng. Nýbúið að að standsetja lóð og húsið. Mjög áhugaverð eign. V. 14,9 m. 3759 KELDULAND - 4RA HERB. Falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjöl- býli í Fossvoginum. Íbúðin skiptist í hol, bað- herbergi, eldhús, stofu og þrjú herbergi. Sér- geymsla og sameiginlegt þvottahús fylgir í kjallara. Góðar svalir eru meðfram allri íbúð- inni að sunnanverðu og fallegt útsýni. V. 14,2 m. 3752 SPÍTALASTÍGUR - GLÆSILEG EIGN - 3JA HERB. Sérlega glæsileg uppgerð 80 fm neðri hæð í húsi sem tekið hefur verið allt í gegn að utan. Eignin skiptist m.a. í hol, baðherbergi, eldhús, tvö herbergi og stofu. Nýjar raflagnir. Ný tafla. Allt húsið er nýklætt að utan. Búið er að endurnýja glugga og gler. Þak er yfirfarið. Glæsileg eign. V. 13,3 m. 3735 BALDURSGATA - ÚTSÝNI - 3JA HERB. Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 66 fm íbúð með tvennum svölum og glæsilegu útsýni á 4. hæð í fjórbýlishúsi. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, baðherbergi, stofu og tvö svefnherbergi. Íbúðinni fylgir í kjallara sér- geymsla og sameiginlegt þvottahús. V. 12,3 m. 3748 BALDURSGATA - ÚTSÝNI - 2JA HERB. Falleg og opin 2ja herbergja ca 50 fm risíbúð með glæsilegu útsýni. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu (eitt rými), svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Íbúðin er mikið endurnýjuð. V. 8,9 m. 3754 SKIPHOLT - M. BÍLSKÚR - 5 HERB. 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum ásamt 28 fm bílskúr. Á 1. hæðinni er hol, eldhús, tvær samliggjandi stofur, eitt herbergi og baðher- bergi. Í kjallara eru tvö góð herbergi, þvotta- hús og lítil geymsla. V. 15,7 m. 3768 Skólavörðust íg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 husav ik@husav ik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag frá kl. 14-16 www.husavik.net Mjög glæsileg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 86 fm íbúð á 1. hæð (aðalhæð) auk ca 24 fm bílskúrs í fallegu steinhúsi við Hrefnugötu 7 í Reykjavík. Glæsilegt eld- hús með kirsuberjainnréttingu, gashellum og stálháf. Fallegur náttúrusteinn á holi, eldhúsi og á hluta hjónaherbergis. Tvær bjartar og rúmgóðar stofur, hægt að nýta aðra stofuna sem svefnherbergi. Nýlegt kirsuberjaparket á stofum og hjónaherbergi. Baðherbergi með glugga og baðkari. Suðvestursvalir. Sjá myndir á www.husavik.net. Áhv. 8,1 millj. Verð 14,4 millj. Kjartan og Soffía bjóða gesti velkomna í dag frá kl. 14:00 til 16:00 Hrefnugata 7 - Reykjavík - Bílskúr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.