Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 2 og 4. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 Sýnd kl. 10. B.i. 12. 3D gleraugu fylgja hverjum miða Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Beint átoppinn í USA! Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. FRUMSÝNING Power sýning kl. 10. 20 Sýnd kl. 5.40, 8 og powersýning kl. 10.20. B.i. 16 kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára Stranglega bönnuð innan 16 ára!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Með íslensku tali. FRUMSÝNING Will Ferrell Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Með íslensku tali. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 2. Með íslensku tali. Miða verð kr. 50 0 FRUMSÝNING Will Ferrell Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 4. LJÓÐADISKAR eru torkennileg- ar listafurðir. Falla einhvern veginn á milli þilja; of óhreinir fyrir hinn al- varlega ljóðaunnanda en of skrítnir fyrir dægurtónlistarunnandann. Foreldrar þessa olnbogabarns, þ.e. bækurnar og hljómplöturnar eru því frekar málið á meðan afkvæmið virð- ist dæmt til að lifa neðan jörðu. En þessar stað- reyndir/vanga- veltur segja samt nákvæm- lega ekkert um hið listræna gildi sem er auðvitað upp og ofan eins og með allt. Hér höfum við t.d. fínt verk í þessum oft afskipta geira, verk sem gæti opnað fordómafull eyru. Hér er á ferðinni samstarfsverk- efni þeirra feðga, Þórarins og Krist- jáns Eldjárns. Sá fyrstnefndi leggur til ljóðin á meðan sonur hans, sem var mikilhæfur gítarleikari í lifanda lífi, leikur á gítar undir. Um þrjátíu ljóðahljóðverk er að ræða, flest um mínúta að lengd. Skemmst frá að segja virkar sam- sláttur feðganna vel. Undirleikur eða öllu heldur meðleikur Kristjáns gæti til að mynda hæglega staðið einn og sér, svo mikið er í hann spunnið. Lítið er um óhljóð eins og ýjað er að í titli, heldur eru stemm- urnar dulúðugar, flestar fremur myrkar. Fegurðinni skýtur þó reglu- lega upp og það er einhver heillandi hlýja og mýkt í gangi sem erfitt er að henda reiður á. Kristján vinnur úr þjóðlögum, djassi og rokki í þessum stemmum en sveipar þær svo allar með óræðri óhljóðaáru – en óhljóð- listina stundaði þessi fjölhæfi gítar- leikari þónokkuð meðfram öðrum stílum. Upplestur Þórarins er mjög „venjulegur“, hann er hreinn og beinn – enginn reiðilestur eða leik- ræn tilþrif í gangi. Sem þjónar bæði ljóðunum svo og spilamennskunni vel. Oft myndast skemmtileg spenna á milli látlauss lestursins og undur- furðulegra hljómanna. Það er líkt og þeir feðgar sitji saman í fallegri and- akt inni í myrkvuðu herbergi þegar hlustað er. Ljóð Þórarins eru skemmtileg og oft frábærlega glúrin. Gjarnan þá hnyttin og stundum enda þau á óvæntan, næsta súrrealískan hátt. Bestu ljóðin eru svo þau sem búa yfir rammalvarlegum boðskap, sem oft er lyklaður inn í grínið. T.a.m. mað- urinn sem vinnur hjá gildismati rík- isins og er alltaf í sömu sporum, þótt hann sé ætíð að skipta um skó. Oft koma svo litlar hendingar sem svínvirka, t.d. krókódílarnir sem gráta mannstárum, það að vera jú- kvæður frekar en jákvæður og að- dáunin á Adolfi Sax og tregahorninu hans. Umbúðir og frágangur þeirra er til fyrirmyndar. Sérstök myndin sem prýðir hulstrið er byggð á draumi sem Úlfur Eldjárn, sem er sonur Þórarins og bróðir Kristjáns, átti en hann sér um hönnunina. Það er viss fegurð í því að hlusta á tvo menn, tengda svo nánum blóð- böndum, skapa saman. Þetta er inn- siglað með fallegum texta í umbúð- um disksins, þar sem Þórarinn rekur upptökuferlið og ástæðurnar fyrir því að diskurinn varð til. Það er viss sorg og angurværð í orðum hans, sem hittir í hjartastað. Ljóðadiskar geta verið hundleið- inlegir, og margir þeirra lítt til þess fallnir að stinga oftar en einu sinni undir geislann. Þveröfugt er farið með hann þennan, sem er alveg af- spyrnu vel heppnaður. Tónlist (Ó)(h)ljóð Kristján Eldjárn og Þórarinn Eldjárn Ljóð, hljóð og óhljóð Óhljóð Ljóðadiskur þar sem feðgarnir Kristján og Þórarinn Eldjárn sameina krafta. Upp- taka gerð af Kristjáni og Guðmundi Pét- urssyni. Arnar Eggert Thoroddsen GUÐMUNDUR Steingrímsson stendur í ströngu þessa dagana. Meðfram starfi sínu sem blaðamað- ur er hann á fullu að kynna fyrstu skáldsögu sína, sem ber titilinn Áhrif mín á mannkynssöguna. Nú, svo er það spilamennska með póst- módernísku poppsveitinni Ske og barn á leiðinni. En verra gæti það verið … Hvernig hefurðu það? Ég er bara nokkuð brattur. Í svona skemmtilega kæruleysislegu skapi. Hvað ertu með í vösunum? Þrjár krumpaðar og gamlar vísanót- ur. Eina úr barnafataverslun í Kringl- unni, aðra frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar og þá þriðju af Kaffi París. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Uppvaskið. Ég er með tíu þumalfing- ur þegar kemur að því að skræla hluti. Þarf að vinna betur í fínhreyf- ingunum. Hins vegar hef ég unun af því að hreinsa skítugan disk með heitu vatni og horfa á skítinn hörfa eftir fletinum undan vatnsgusunni og niður í vaskinn. Hefurðu tárast í bíói? Nei, ég næ yfirleitt að bíta saman jöxlunum og halda aftur af tárunum. En það verður erfiðara með árunum. Hins vegar hef ég einu sinni óvart klappað í bíó. Það var á About Schmidt. Í myndinni var sena þar sem allir klöppuðu að lokinni ræðu í brúðkaupi. Ég gleymdi mér alveg og klappaði líka. Blóðroðnaði náttúr- lega og leit í kringum mig. Held að enginn hafi tekið eftir þessu. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Fine Young Cannibals, Madness, Lloyd Cole og Simply Red í Höllinni á Listahátíð einhvern tímann. Þetta voru tvö kvöld í röð. Töfrandi reynsla. Ef þú værir ekki rithöfundur hvað vildirðu þá vera? Tónlistarmaður. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Mér finnst Ben Affleck alltaf vera með eitthvert einkennilegt glott, eins og hann sé svo ánægður með að vera orðinn leikari og svona ríkur þegar hann er að leika. Hver er þinn helsti veikleiki? Á það til að stökkva upp á nef mér í þvermóðsku. En það varir yfirleitt ekki lengi. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Opinn, forvitinn, skilningsríkur, ákaf- ur, þverhaus. Bítlarnir eða Stones? Stones. Maður spilaði þá í hljóm- sveitum á menntaskólaárunum, og svo fór ég á tónleika með þeim á Wembley fyrir nokkrum árum. Þeir eru magnaðir. Aldrei kveikt almenni- lega á Bítlunum. Humar eða hamborgari? Í dag myndi mig langa í humar. Hver var síðasta bók sem þú last? Lygasaga eftir Lindu Vilhjálmsdótt- ur. Mjög góð bók. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? „Mein Herz Brennt“ með Ramm- stein. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Ég fór á plötumarkað um daginn og keypti einhvern slatta. Queen, Blur, Bob Dylan, Cowboy Junkies og The Beach Boys, svo eitthvað sé nefnt. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Svona óræður þefur af sjó, þegar maður stendur í fjöru einhvers stað- ar og veðrið er sæmilegt. Annars held ég að ég sé að missa þefskyn. Það er eitt áhyggjuefnið um þessar mundir. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Þau eru nokkur. Ég gerði einu sinni afsteypu af bíllykli vinar míns og svo vaknaði ég nokkrum sinnum eld- snemma á morgnana og færði bílinn hans. Svo skemmti ég mér við það að horfa á hann leita að bílnum sín- um. Ég hafði mjög gaman af þessu. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Ég er algjör heigull þegar kemur að mat. Ég segi bara hákarl. Ég smakk- aði hann einu sinni og fékk stuð upp í heila. Trúirðu á líf eftir dauðann? Ég veit það ekki. Mér finnst þetta ekki vera raunverulegt „issjú“. Maður á nóg með að lifa þessu, í bili. SOS SPURT & SVARAÐ Guðmundur Steingrímsson „Aldrei kveikt almenni- lega á Bítlunum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.