Morgunblaðið - 16.11.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.11.2003, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 17 HRAFNKELL V. Gíslason, for- stjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi sækjast eftir að fá úthlutað UHF- rásum til að senda út sjónvarpsdag- skrá á stafrænu formi. Hægt sé að úthluta 16 rásum á því tíðnisviði. Það sé þó ekki mögulegt fyrr en stafrænar útsendingar hefjist því ekki sé svigrúm til að senda út hlið- rænt á þessum rásum án þess að trufla nærliggjandi útsendingar. „Við teljum okkur vera í fullum rétti til að fara með tíðnirnar í útboð. Ég tel að okkur beri skylda til þess sem stjórnvaldi og ef við gerðum það einhvern veginn öðruvísi, væru það vítaverð vinnubrögð af okkar hálfu,“ segir Hrafnkell. Miðað við stöðuna í dag er ekki hægt að fjölga sjónvarpstíðnum á suðvesturhorni landsins til að dreifa hliðrænt um loftið. Tíðnirnar eru takmarkaðar og notaðar til að senda út og endurvarpa þeim dagskrám sem þegar eru í loftinu. Félög í eigu Norðurljósa ráða í dag yfir flestum sjónvarps- og hljóðvarpsrásum á þessu svæði. Með stafrænum sjónvarpssend- ingum er hægt að nýta hverja tíðni betur og þar af leiðandi fjölga út- sendum dagskrám. Unnið hefur verið að stefnu innan samgöngu- ráðuneytisins um hvernig þessum nýju nýtanlegu tíðnum verði úthlut- að þegar ný tækni verður tekin upp. Erfitt hefur verið fyrir markaðs- aðila að vinna saman að sameigin- legri lausn og hefur það átt sinn þátt í að tefja framgang málsins. Hefur enginn viljað gefa eftir núverandi tíðnir svo mögulegt sé að senda staf- rænt út á þeim. Forsvarsmenn fyr- irtækjanna eru líka smeykir við að breytingarnar raski jafnvægi sem ríkir nú á markaðnum og sam- keppnisaðilar nýti sér svigrúm til að auka dreifingu eða framboð á dag- skrám. Því hefur biðstaða ríkt og niðurstaðan að aðhafast lítið á með- an stjórnvöld taka ekki frumkvæðið. Þá er deilt um hvaða skref stjórn- völd ættu að taka enda miklir hags- munir fjölmiðlafyrirtækjanna í húfi. Norðurljós með sérstöðu Guðbergur Davíðsson, fram- leiðslustjóri Íslenska sjónvarps- félagsins, segir Norðurljós hafa sér- stöðu á þessum markaði þar sem fyrirtækið ráði yfir nær öllum fjöl- varpsrásunum. Norðurljós hafa fengið heimild Póst- og fjarskipta- stofnunar til að senda út stafræna dagskrá á fjölvarpinu. Nú sendir fyrirtækið út á 17 rásum en það margfaldast þegar hægt verður að koma fyrir fleiri dagskrám á hverri þeirra. Aðspurður hvort uppboð sé heppileg leið til að úthluta sendi- tíðnum segist Guðbergur halda að ekki sé markaður fyrir það. Þetta séu margar rásir og það væri ekki neinum til góðs að hækka verðið á þeim. Hann segir Landssímann sjá um dreifingu SkjásEins í dag þótt Ís- lenska sjónvarpsfélagið sé handhafi útvarpsleyfisins og fái úthlutað tíðn- unum. Heppilegra sé að eitt fyrir- tæki sjái um dreifingu á sjónvarps- efni og svo keppi stöðvarnar á grundvelli dagskrárefnisins. „Við erum opnir fyrir samstarfi við aðra og erum í samstarfi við Landssím- ann í dag. Helst vildum við að fleiri kæmu inn í það, þess vegna Sjón- varpið og Stöð2. Við sjáum það sem vænlegasta kostinn,“ segir Guð- bergur. Til að gera UHF-rásirnar staf- rænar þarf að taka hluta þeirra af núverandi notendum. Stjórnvöld hafi ekki mótað stefnu um hvernig eigi að framkvæma þetta og beðið sé eftir frumkvæði þeirra. „Þeir þurfa að leggja einhvers konar línur.“ Unnið innan ráðuneytisins Viðhorf Guðbergs hvernig eigi að dreifa sjónarpsefni svipar til stefnu sem starfshópur samgönguráðherra boðaði þegar unnin var skýrsla um innleiðingu stafræns sjónvarps á Ís- landi. Forstjóri Póst- og fjarskipta- stofnunar segir að verið sé að reyna að ýta þessu máli áfram en stjórn- völd hafi viljað stíga varlega til jarð- ar. Samgönguráðherra er ekki tilbú- inn að svo stöddu að útlista stefnu stjórnvalda í þessum málum. Berg- þór Ólason, aðstoðarmaður ráð- herra, segir stefnumótunarvinnu í gangi innan ráðuneytisins á grund- velli skýrslu starfshópsins um inn- leiðingu stafræns sjónvarps. Niður- staða þeirrar vinnu verði ljós innan skamms. Hrafnkell vill ekki svara því hvort núverandi leyfishafar og notendur tíðnanna ættu tilkall til nýrra tíðna á grundvelli nýtingarréttar. Það viðhorft kom hins vegar fram hjá yf- irmanni tæknideildar Norðurljósa í Morgunblaðinu á fimmtudag. Hrafnkell segir meginmarkmið Póst- og fjarskiptastofnunar að skapa samkeppnismarkað með senditíðnir og stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra samkvæmt fjar- skiptalögunum. Ef skortur sé á tíðn- um eigi að fara fram samkeppni um bestu heildarlausnina sem sé öllum landsmönnum til framdráttar. Markaðurinn hafi þá aðgang að þessum takmörkuðu auðlindum og noti þær til að búa til afurð, sem seld sé almenningi á hagkvæman hátt. „Þetta er lykilatriðið í hugs- uninni hjá okkur,“ segir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun útdeili tíðnum meira og minna á hverjum einasta degi án mikilla vandkvæða. „Það getur vel verið að í dag sé staðan þannig á ákveðnum markaði með ákveðnum tíðnum að útboð komi til greina. Á öðrum markaði geta aðrar aðstæður ríkt sem rétt- læti annað fyrirkomulag. Það er því ekki rétt að svara með skýrum hætti hvort bjóða eigi allar tíðnir út eða ekki,“ segir Hrafnkell. Ríkisútvarpið hefur hafið tilraun- ir með stafrænar útsendingar á sínu sjónvarpsefni í samstarfi við Há- skóla Íslands. Eyjólfur Valdimars- son, forstöðumaður þróunardeildar, segir þetta hliðstæða tilraun og Norðurljós framkvæmi á fjölvarp- inu nema sent sé út á tíðnisviði UHF-rása. Á næstunni verði fleiri dagskrár settar inn á þessar staf- rænu rásir. Hann segir aðspurður að hags- munaaðilar séu að tala saman um innleiðingu stafræns sjónvarps á ís- landi og gerir lítið úr erfiðleikum í þeim efnum. „Ég á von á því að línur skýrist fljótlega um frekari aðgerð- ir,“ segir Eyjólfur. Stjórnvöld vinna að innleiðingu stafræns sjónvarps sem nýtir hverja tíðni betur Í fullum rétti til að bjóða sjónvarpsrásirnar út
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.