Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Furstinn af Liechtenstein,Hans-Adam II, segistfagna því að EFTA-löndinhafi nú skrifað undirstækkunarsamning EES en viðurkennir að í Liechtenstein hafi menn gert sér vonir um að Tékkland og Slóvakía kæmu að minnsta kosti á einhvern hátt til móts við kröfur furstadæmisins. Furstadæmið hafi í reynd verið sjálfstætt allt frá árinu 1806 og hlutlaust frá árinu 1866. Furstinn segir Tékkóslóvakíu hins vegar ekki hafa viðurkennt sjálfstæði Liechtensteins fyrr en 1938 en að allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar hafi Tékkó- slóvakía litið á furstadæmið líkt og það hefði verið hluti af Þýskalandi og í stórum dráttum megi segja að svo sé enn. Viðurkenndum ekki innlimun Tékkóslóvakíu „Og það þrátt fyrir að við værum eitt af fáum ríkjum í Evrópu sem ekki viðurkenndu München-sátt- málann frá árinu 1938, bæði vegna tengslanna á þeim tíma við Tékkó- slóvakíu og eins vegna þess að við studdum útlagastjórn Tékkóslóv- akíu og samþykktum ekki innlimun Bæheims og Mæris í Þriðja ríkið. Á þeim tíma áttum við landamæri að Þýskalandi þannig að staða okkar var vissulega engan veginn auð- veld.“ Hans-Adam II segir kröfuna um viðurkenningu á sjálfstæði koma á undan kröfunni um fjárhagslegar bætur vegna eignaupptöku landa sem ríkisborgarar Liechtensteins áttu í Tékkóslóvakíu. „Fyrir okkur var afar mikilvægt að þeir viðurkenndu að fullu sjálf- stæði Liechtensteins og ég hef raunar sjálfur lengi barist lengi fyr- ir því að sjálfstæði okkar væri við- urkennt og raunar eins fyrir því að við yrðum aðilar að Sameinuðu þjóðunum, sem við urðum 1990, og að við hlytum alþjóðlega viðurkenn- ingu sem sjálfstætt og hlutlaust ríki. Það má segja að lengi vel hafi menn sett spurningamerki við sjálf- stæði Liechtensteins og jafnvel meðal stærri lýðræðisþjóðanna var það viðhorf uppi hér áður fyrr að land eða ríki, sem ekki næði tiltek- inni stærð, væri ekki raunverulega sjálfstætt. Þetta var vandamál fyrir okkur, eins og menn geta ímyndað sér.“ Alois erfðaprins leggur áherslu á að að því er varðar stækkunar- samning EES hafi Liechtenstein aðskilið fjárhagslegar kröfur frá kröfunum um viðurkenningu Tékka og Slóvaka á sjálfstæði þjóðarinar. „Málið snerist fyrst og fremst um það að þessar þjóðir viðurkenndu furstadæmið að fullu sem sjálfstætt ríki eins og öll önnur ríki í Evrópu hafa gert. Að því er fjárhagslegu kröfurnar varðar vegna upptöku eigna íbúa Liechtensteins er þar fyrst og fremst um upptöku jarða í Tékklandi að ræða. Hvers virði þær jarðir eru núna er vitaskuld erfitt að segja til um,“ segir prins Alois. Hans-Adam II segir að út frá efnahagslegum forsendum væri skynsamlegast af hálfu Tékka og Slóvaka að skila umræddum land- svæðum aftur. „Raunar skilja sum- ir þar að það væri mjög skynsam- leg ráðstöfun. Þarna er að miklu leyti um gamlar, sögulegar bygg- ingar að ræða, gamla kastala, kirkjur o.s.fr.v. auk landbúnaðar- lands og skóga. Það hefur nær ekk- ert verið gert fyrir þessar bygg- ingar frá árinu 1938 og því geta menn gert sér í hugarlund í hvers konar ástandi þær eru og hversu gríðarlega mikla fjárfestingu þarf til þess að koma byggingunum í sæmilegt lag aftur. Það er alveg ljóst að landbúnaðurinn og skóg- arhögg á þessum landsvæðum stendur ekki undir slíkri fjárfest- ingu. Við höfum hvað eftir annað bent á að við séum bæði reiðubúin og höfum til þess fjárhagslegt bol- magn að leggja í þá fjárfestingu sem þarf vegna þessara bygginga og eins að fjárfesta í landbúnaði og skógrækt. Landsvæðin sjálf í Tékk- landi og efnahagslífið þar myndi því hagnast á því að við fengjum landið aftur. Þetta væri klárlega efnahags- lega skynsamlegasta lausnin en því miður hefur skynsemin ekki alltaf völdin þegar pólitík og tilfinningar eru annars vegar.“ Full aðild að ESB hentar Liechtenstein ekki Furstinn segir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í reynd vera bestu hugsanlegu lausnina í utanríkismálum Liechtensteins. „Hann færir okkur eiginlega alla þá kosti sem fylgja fullri aðild að ESB án þess að kostnaðurinn verði alltof mikill fyrir okkur þó hann hafi raunar aðeins hækkað með stækkuninni. En miðað við fulla að- ild er kostnaðurinn samt viðráð- anlegur og mun minni en kostirnir sem fylgja því að vera aðili að EES. Við gerum okkur engar falskar hugmyndir – ef við yrðum fullgildir aðilar að Evrópusambandinu væru áhrif okkar þar hverfandi og við myndum missa meira sjálfræði en við ynnum á móti. Þess vegna held ég að það komi vart til greina nema þá að alger breyting yrði á sam- bandinu.“ Hans-Adam II segir meðaltekjur á mann í Liechtenstein vera mjög háar og landið sé eitt fárra landa sem fái til sín „Gastarbeiter“ eða vinnuafl frá Sviss! „Okkur vegnar vel, atvinnuleysi er ekki nema 2,2%, atvinnulífið er fjölbreytt og landið er eitt iðnvæddasta þjóðfélag í Evr- ópu, liðlega 45% vinnuaflsins starfa í iðnaði og 54% við alls konar þjón- ustu og þá ekki síst í fjármálaþjón- ustu. Ég myndi því segja að við séum með breitt og öflugt atvinnu- líf.“ Hans Adam II segir að vissulega hafi Liechtenstein dregist inn í eins konar „skandínavískt bandalag“ með Noregi og Íslandi innan EFTA-EES. „Ég var á þeim tíma mjög fylgj- andi því að við gerðumst aðilar að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, jafnvel þótt Sviss myndi hafna því, eins og raunin varð. Það mátti og búast við því að sum EFTA-landanna myndu ganga til liðs við ESB. En mér finnst að við höfum átt gott samstarf með Íslandi og Nor- egi og mér þykir það ekki ókostur að við séum bara þrjú lönd sem eig- um í þessu samstarfi. Hagsmunir okkar eru í stórum dráttum ekki svo ólíkir. Liechtenstein á að vísu engar fiskiauðlindir eða olíu, en þrátt fyrir það eru sameiginlegu hagsmunirnar það miklir varðandi aðgang að innri markaði Evrópu- sambandsins að samstarfið hefur gengið mjög vel. Ég held að öll löndin þrjú séu sammála um að efnahagslega sé þetta mjög góð lausn,“ segir hans Adam II. Prins Hans-Adam II segir Tékkóslóvakíu hafa litið á og meðhöndlað Liechtenstein sem hluta af Þýskalandi EES besta lausnin AP Alois prins og Hans-Adam II, fursti af Liechtenstein, lyfta glösum í garði Liechtensteinkastala í Vaduz. Að lokinni undirritun samningsins um stækkun EES í Vaduz í Liechtenstein hélt Arnór Gísli Ólafsson til furstahallarinnar og ræddi þar við furstann, prins Hans-Adam II, og erfðaprinsinn Alois.                               " ##$%        &     '  (  ) *+         !        -#.%/&#.%% 0 #%11   2 ( (      *  3 4  #5#.'6&7   + *     0 #89%    !   :       "7 4 #8#/0 #8%%      "7     !                  #1#;&#1#862  ,,<   +      2  ,, ! #1$8        4 "              #1$1&#1;/ 0 #181 2  ,, (,,    =          ! > ?4+     @.99.A   arnorg@mbl.is MÖRGUM var létt þegar Noregur, Ísland og Liechtenstein undirrituðu stækkunarsamning EES í Vaduz í Liechtenstein á þriðjudaginn en Hans-Adam II, furstinn af Liechtenstein og sonur hans, erfðaprinsinn Alois, lýstu í samtali við Morgunblaðið strax nokkrum vonbrigðum með að ekki hefði tekist að fá Tékka og Slóvaka til þess að skipta um skoðun. Furstinn og prins- inn töldu engu að síður að töluvert hefði áunn- ist; tekist hefði að vinna réttmætum kröfum Liechtenstein hljómgrunn meðal ríkja Evrópu og að það myndi vissulega koma Liechtenstein til góða í framtíðinni enda stæði ekki til að leggja til hliðar kröfur um fulla sjálfstæðisvið- urkenningu frá Tékkum og Slóvökum. Upphaflega var gert ráð fyrir að EFTA-ríkin myndu undirrita samninginn um miðjan októ- ber en málið tafðist um fjórar vikur vegna þess að Liechtenstein neitaði að skrifa undir nema því aðeins að Tékkaland og Slóvakía lýstu því yfir að furstadæmið hefði um langt skeið verið fullvalda ríki. Tékkland og Slóvakía töldu sig aftur á móti ekki geta viðurkennt sjálfstæði Liechtensteins nema frá þeim tíma þegar Tékkóslóvakíu var skipt árið 1992 . Ríkisstjórn Liechtenstein sat fast við sinn keip og furstinn sagði opinberlega að fullveldi furstadæmisins væri mikilvægara en stækkun EES. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að umtals- verðar eignir furstafjölskyldunnar í Tékklandi, og raunar fleiri Liechtensteinbúa einnig, voru gerðar upptækar samkvæmt svokölluðum Be- nes-tilskipunum eftir lok síðari heimsstyrjald- arinnar. Alls er um að ræða um 900 ferkíló- metra lands í Tékklandi og þar af átti furstafjölskyldan um 700 ferkílómetra og er verðmæti eignanna talið hlaupa á hundruðum milljóna svissneskra franka. Raunar hefur komið fram að furstinn er ekki nema rétt mátu- lega bjartsýnn á að fá þau lönd afhent aftur. Sumir fjölmiðlar í Liechtenstein héldu því fram að bankamenn þar hefðu loks knúið ríkisstjórn- ina og furstann til að undirrita samninginn; ekki væri hægt að fórna gífurlegum fjárhags- legum og efnahagslegum hagsmunum á altari gamalla sjálfstæðisdeilna. Hvernig sem því er varið var málið ákaflega viðkvæmt og komu Ís- lendingar að lausn þess; Halldór Ásgrímssson utanríkisráðherra sagði raunar að málið væri eitt hið viðkvæmasta sem hann hefði fengist við á pólitískum ferli sínum. Sumir hafa fullyrt að í furstadæminu sé að finna eina konunglega einveldið í Evrópu en það er kannski fulldjörf fullyrðing. Furstinn er þjóðhöfðingi Liechtensteins og engin lög öðlast gildi nema hann undirriti þau. Hann er fulltrúi landsins út á við og hann útnefnir að tilllögu þingsins ríkisstjórn og hefur raunar vald til að leysa hana upp. Þá útnefnir hann og hæsta- réttadómara. Furstinn hefur því vissulega mik- il völd og haft var „náið samráð“ við hann áður en ríkisstjórnin ákvað að neita að skrifa undir stækkunarsamninginn. Og utanríkisráðherrar Noregs, Íslands og Liechtenstein héldu fyrst til hallar furstans og ræddu við hann áður en skrifað var undir samninginn. Barátta sem hafði áhrif Morgunblaðið/Arnór Gísli Hans Adam II og Halldór Ásgrímsson ræðast við í höll furstans fyrir undirritun samningsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.