Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 31 HUGMYNDIR SKAL SENDA Á HÖFUÐBORGARSTOFU, AÐALSTRÆTI 2, 101 REYKJAVÍK, MERKT VETRARHÁTÍÐ EÐA FYLLA ÚT EYÐUBLAÐ Á VEFSVÆÐINU WWW.REYKJAVIK.IS/VETRARHATID NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR SIF GUNNARSDÓTTIR, SIF@VISITREYKJAVIK.IS, 590 1500 / 693 9361 Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin í þriðja sinn dagana 19. til 22. febrúar 2004 og er undirbúningur þegar hafinn. Höfuðborgarstofa hefur umsjón með framkvæmd og skipulagningu Vetrarhátíðar. Listamenn og listunnendur, íþróttafélög og önnur félagasamtök, skólafólk, söfn, gallerí, veitingahús, verslanir, fyrirtæki - og allir þeir sem hafa áhuga á að gæða borgina fjölbreyttu og leikandi lífi í febrúar eru hvattir til að senda inn hugmyndir og tillögur að dagskráratriðum fyrir Vetrarhátíð 2004 fyrir laugardaginn 13. desember. Hlutverk stjórnar Vetrarhátíðar er almenn samræming og kynning á Vetrarhátíð. Um takmörkuð fjárframlög til atriða getur verið að ræða og mun stjórn hátíðarinnar meta framlög á grundvelli framkvæmdar- og kostnaðaráætlanna. STJÓRN VETRARHÁTÍÐAR AUGLÝSIR EFTIR DAGSKRÁRATRIÐUM VETRARLEIKAR z e t o r MARGIR kannast við nafnið Dave Pelzer, hann er jú maðurinn sem skrifaði hina margumtöluðu bók Hann var kallaður „þetta“, þar sem hann segir frá skefjalausu ofbeldi sem hann varð fyrir í æsku af hendi móður sinnar. Dave Pelzer skrifaði aðra bók í framhaldinu, Umkomu- lausa drenginn, en þar seg- ir hann frá því sem tók við eftir að hann var tekinn frá móður sinni og komið í fóst- ur og var það ekki síður erf- iður tími, þó að á annan hátt væri. Þessi þriðja og síðasta bók í þríleik Dave Peltzer um þyrnum stráða lífs- göngu, segir frá fullorðinsárum hans, eða frá því hann verður 18 ára og þarf að fara að sjá fyrir sér sjálfur og standa á eigin fótum í lífinu. Hér segir frá baráttunni á vinnumark- aðnum, fyrstu ástinni, fyrsta (og eina) barninu og stóru ástinni. En hér segir fyrst og fremst frá innri baráttu hans vegna reynslu þar sem hann var brotinn svo markvisst nið- ur að það er enginn hægðarleikur fyrir hann að vera innan um „venju- legt“ fólk og taka þátt í lífinu yfir- leitt. Baráttan við að hata ekki held- ur fyrirgefa foreldrunum, baráttan við að verða ekki eins og þau og bar- áttan við að verða ekki beiskur og sökkva sér í sjálfsvorkunn. Baráttan við að verða ekki geðveikur, barátt- an við að gefast ekki upp. Baráttan við að halda haus og lifa af. Dave er bráttumaður af fyrstu gráðu, ótrúlega einbeittur og fylginn ákvörðunum sínum. Og í þessari bók nær hann loks að verða maður sem stendur undir nafni, rétt eins og bók- artitillinn vitnar um. Þó að hér sé að finna stórmerka sögu þessa ótrúlega manns er bókin ekki meistarastykki í bókmenntaleg- um skilningi. Hana skortir stílfræði- lega spretti og skáldlegt líkingamál og hún verður á köflum endurtekn- ingasöm. En henni er eflaust ekki æltað að vera neitt annað en hrá saga þessa manns og erfið- leikanna sem hann þarf að takast á við. En það hefði ekki skemmt að klæða a.m.k. hluta textans í litríkari klæði. Eins þótti mér hún svolítið langdregin á köflum, sérstaklega þegar Dave fjallar um herinn, þar missir hann sig stundum í flugvéla- maníunni og hernaðarlegum útlistunum, sem ekki koma efni bókarinnar við. Aftur á móti var mjög fróðlegt að komast að því hversu miklar „þrælabúðir“ herinn raunverulega er. Mér þótti höfundur teygja lopann helst til of mikið í bókarlok, þar sem hann rekur samtöl við sína heittelsk- uðu lið fyrir lið. Það verður leiði- gjarnt og hættir að vera einlægt og fer yfir í að vera væmið. En saga þessa manns er með mikl- um ólíkindum og bókarskrif hans hafa sannarlega tilgang. Þau eru leið hans til að vinna sig út úr erfiðleik- unum, aðferð til að vekja athygli og umræðu um ofbeldi sem börn verða fyrir á heimilum sínum og ekki síst eru þessar bækur öðrum til uppörv- unar sem standa í svipuðum sporum og eiga erfitt með að trúa að hægt sé að vinna sig út úr vítinu. Þetta er bók sigursins. Sigurs vonarinnar, kær- leikans og einstaklingsins á sjálfum sér. Seigla og sigur BÆKUR Sjálfsævisaga Dave Pelzer. Sigrún Árnadóttir þýddi. JPV-útgáfa 2003, 391 bls. Maður að nafni Dave Kristín Heiða Kristinsdóttir Dave Pelzer Hundrað og 1 ljóð hefur að geyma ljóð eftir 101 sam- tímaskáld sem skráð hafa ljóð sín á www.ljod.is. Bókin kemur út í dag, á Degi ís- lenskrar tungu. „Fyrir sjö árum síðan gaf ég út mína fyrstu ljóðabók og hef síðan þvælst um borg og sveit- ir undir merkjum ljóðsins,“ segir Dav- íð Á. Stefánsson einn aðstandenda ljod.is. „Við byrjuðum fyrir tveimur ár- um síðan, 16. nóvember 2001, á Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Fyrsta ljóð dagsins var Helvíti, eftir Jónas sjálf- an. Fljótlega var almenningi boðið að skrá sig með notandanafni og lyk- ilorði og ljóðin tóku að hlaðast inn. Í dag eru ljóðin orðin hartnær 7.000 talsins. Hluta af afrakstrinum má svo líta í bókinni sem við gefum út í tilefni af tveggja ára afmælinu.“ Ljóð KVENNAKÓRINN Vox feminae efnir til útgáfuhófs í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi kl. 17 í dag, sunnudag. Hófið er haldið í til- efni af útgáfu geisladisksins Himna- drottning. Kórinn syngja nokkur lög af geisladisknum ásamt því að kynna tónleika kórsins í Tate Gallery í London sem haldnir verða þann 21. nóvember nk. en þar flytur kórinn að mestu íslensk lög í dagskránni Late at Tate. Útgáfuhóf Vox feminae ♦ ♦ ♦ ALLTAF öðru hvoru birtast fréttir af múslimskum konum sem orðið hafa fórnarlömb svonefndra sæmdar- morða þ.e. verið myrtar af fjölskyldu- meðlimum fyrir þær sakir að hafa sett blett á heiður fjölskyldunnar með ósæmilegu athæfi. Og við hryllum okkur og tölum um grimmd og villi- mennsku, yppum öxlum og gleymum að velta því fyrir okkur um hvað málið snýst í raun og veru. Því sæmdarg- læpir eru auðvitað aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem hlutskipti kvenna í íslömskum löndum er, einsog Árni Snævarr bendir á í upplýsandi eftir- mála bókarinnar Brennd lifandi. Í bókinni rekur jórdanska konan Souad sögu sína frá bernsku til dags- ins í dag og þar kemur glögglega fram að í hennar heimkynnum eru konur húsdýr, eign höfuðs fjölskyld- unnar og verðmæti þeirra liggur ein- göngu í meydómnum. Það er nefni- lega greitt í gulli fyrir hreinar meyjar á hjónabandsmarkaði og fjárhagsleg afkoma fjölskyldunnar getur því ver- ið í hættu ef þær farga meydómnum frítt. Jafnvel þótt þeim sé nauðgað eru þær réttdræpar. Afmeyjuð kona er óþörf kona. Kona sem ekki er hægt að koma í verð. Souad lýsir kúguninni mjög vel. Barsmíðar eru daglegt brauð og eðli- legur hluti af tilverunni. Meybörn eru kæfð í fæðingu því það er blettur á karlmennsku manna að eiga margar dætur og fáa syni. Konur hverfa spor- laust án þess að nokkur láti sig það neinu skipta. Einasta upphefð konu er að giftast og því meira gull sem fæst fyrir hana því meiri er upphefð- in. Einföld staðreynd sem enginn vé- fengir í samfélaginu. Málið flækist reyndar vegna þeirrar ófrávíkjanlegu reglu að systur verði að giftast í réttri aldursröð, sú elsta fyrst og síðan koll af kolli til þeirrar yngstu. Ef einhver systranna gengur ekki út eiga þær yngri enga möguleika á giftingu. Og það er einmitt þessi regla sem veldur ógæfu Souad. Hún verður ástfangin af manni sem hefur beðið um hönd hennar og verið sagt að bíða þar til eldri systir hennar væri gift. Hún vill ekki bíða. Hún vill elska hér og nú og verður ófrísk. Brúðguminn tilvonandi lætur sig auðvitað hverfa þegar svo er komið og fjölskyldan ákveður að Souad skuli tekin af lífi. Fyrir krafta- verk sleppur hún lifandi, er bjargað af franskri konu og flutt til Evrópu en þar með er hörmungum hennar þó engan veginn lokið. Þessi óhugnan- lega lífsreynsla hefur tekið sinn toll og nærri helmingur bókarinnar fjallar um þá sálrænu og líkamlegu erfiðleika sem hún gengur í gegnum næstu tuttugu árin eftir björgunina. Og í því liggur styrkur þessarar sögu. Það vill nefnilega brenna við í þeim lífsreynslusögum kvenna frá þriðja heiminum sem flætt hafa yfir Vest- urlönd á seinni árum að látið sé líta svo út að hamingjan stökkvi alsköpuð í fangið á þeim um leið og þær komist til „hins siðmenntaða heims“. Svo ein- falt er málið ekki. Engin kemur ósködduð út úr svona reynslu og það kostar margra ára baráttu við sjálfa sig og umhverfið að losna úr viðjum uppeldis og fortíðar. Bókin er fantavel skrifuð, einlæg og grípandi, vekur spurningar, svarar spurningum og ber höfuð og herðar yfir aðrar bækur af þessum meiði sem ég hef lesið. Þýðing Árna Snæv- arrs er vel unnin og rennur vel og mikill fengur að fyrrnefndum eftir- mála hans. Útgefendur auglýsa gjarna bækur með klisjunni: „bók sem allir ættu að lesa“ og aldrei slíku vant er ég nærri því sammála. Brennd lifandi er að minnsta kosti bók sem allir hefðu gott af að lesa. Friðrika Benónýs Sæmd og sálarangist BÆKUR Sönn frásögn Souad, þýðandi Árni Snævarr, Vaka- Helgafell 2003, 256 bls. BRENND LIFANDI Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.