Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 til jóla ... er m eð a llt f yr ir jó lin Jóladagskrá í dag 16.30 Lína langsokkur í jólaskapi með jólasveinunum. 17.00 Sigga Beinteins, Grétar Örvars og jólasveinarnir. T vær konur raða dreifimiðum í plastvasa, sem dreift er á bílrúður í miðbænum til kynningar á betri þjónustu Bílastæðasjóðs. Konurnar eru með ljóst yfirbragð, frísk- legar og glaðsinna. Þær eru stöðumælaverðir. Þegar blaðamaður gengur niður stigann til þeirra, þá heyrir hann að önnur segir: – Þarna kemur nýi stöðumælavörðurinn. Hún tekur brosandi á móti honum. – Má bjóða þér kaffibolla, spyr hún alúðlega. – Já, takk. – Viltu mjólk eða sykur? – Nei, takk. Bara svart. Þessi geðþekka kona kemur færandi hendi með svart kaffi, bláa peysu, úlpu og húfu. Það er undarleg tilfinning að klæða sig í bún- ing stöðumælavarðar. Eiginlega miklu furðulegri en blaðamann hafði órað fyrir. Að klæðast eigin fordómum. Þetta starf er svo gildishlaðið. Allir hafa skoðanir á stöðumælavörðum. Sem er nokkuð merkilegt þegar haft er í huga að einungis níu stöðumælaverðir eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu. – Fáið þið launauppbót fyrir að skrifa út margar sektir, spyr blaðamaður forvitinn þegar hann setur á sig húfuna. – Það spyrja margir að þessu, en við fáum engan bónus, svarar konan. Við erum líka spurð hvort við fáum „kikk“ út úr þessu. Því er alls ekki þannig farið. Ég vil endilega að fólk borgi í mælana. Blaðamaður er gerður út af örkinni með alúðlegu konunni, sem raunar er menntuð sem hjúkr- unarfræðingur og byrjaði í þessu starfi fyrir ári. – Það eru margir hissa á mér. En mér finnst þetta fínt. Það er jákvætt að ganga úti og eiga oft ánægjuleg samskipti við fólk af öllum þjóðfélagsstigum. Hún stundaði áður heimahjúkrun og gekk þá allra sinna ferða, jafnvel þótt hún væri fyrir vikið svolítið lengur í vinnunni. Þá rakst hún oft á stöðumælaverði. Við erum ekki komin nema hundrað metra niður Hverfisgötuna þegar fólk er farið að skipta sér af okkur. Þrír fílefldir og gleiðbros- andi karlmenn skrýddir svörtum flóka og flíkum mæta okkur þar sem hún er að skrifa út sekt. – Geriði þetta nú almennilega, segir eitt kjötfjallið. – Andskotans, bölvar annar ofan í hálsmálið. Þetta fer greinilega í taugarnar á honum, jafnvel þótt bíllinn sé ekki hans. Á gatnamótum Hverfisgötu og Lækjargötu ætlar blaðamaður að arka yfir á rauðu gönguljósi, en heyrir rödd fyrir aftan sig: – Maður reynir að sýna gott fordæmi. Hann staðnæmist í skrefinu. Lífið er öðruvísi í bláum búningi. Það kallar á viðbrögð fólks. Einn hleypur á eftir stöðumælaverð- inum og segist ætla að rífa nokkurra daga gamla sekt. Hann heldur því fram að hann hafi aldrei langað í þetta hús. Og talar um maf- íósa. Önnur kemur hlaupandi með kynningarseðilinn; það er farið að fjúka í hana. Hún heldur að þetta sé stöðumælasekt. Þegar hún heyrir að svo sé ekki brosir hún og segir: – Ég ætlaði að hella mér yfir þig. Nú var komið að því að hún stæði á rétti sínum, – og léti stöðu- mælavörð heyra það! Oft kemur fólk hlaupandi ýmist með miðann til að kvarta eða seg- ist vera á leiðinni að borga. Alltaf mætir fólkið skilningi hjá stöðu- mælaverðinum. – Ég er ekki illkvittin eins og fólk heldur, segir hún einlæglega á meðan hún skrifar sektarmiða. Mér þykir þetta ekki skemmtilegt. Hún er ekkert að flýta sér þegar hún skrifar, ef ske kynni að eig- andinn uggði að sér, og leggur miðann á samúðarfullan hátt undir rúðuþurrkuna. Blaðamanni finnst starfið þeim mun skemmtilegra. Hann gengur á undan fullur af keppnismóði og hrópar upp yfir sig af spenningi ef einhver hefur gleymt að greiða í stöðumæli. Hristir höfuðið í vand- lætingu ef fullfrískt fólk hefur lagt í stæði fatlaðra. Spyr hvort það freisti aldrei að bíða pínulítið ef ein mínúta er eftir á stöðumæl- inum. – Nei, ég flýti mér í burtu, segir stöðumælavörðurinn og hryllir sig. En smám saman dofnar yfir blaðamanni. Honum er orðið kalt á höndunum. Hann sýgur upp í nefið. Er loppinn á fótunum. Enda gat á skósólunum. Í ofanálag er mígandi rigning. Mannlífið í Austurstræti er heldur ekki uppörvandi síðdegis á föstudegi. Fullorðinn maður tínir upp úr ruslafötum, yngri maður með hanakamb galar ókvæðisorð að vegfarendum, ungri konu er vísað úr Ríkinu og missir brjóstin úr bolnum hágrátandi. – Það getur verið erfitt að horfa á eymdina, segir stöðumælavörð- urinn innilega. Í vissum skilningi eru stöðumælar kvarði á breyskleika fólks eða óreiðuna í lífi þess. Glugginn á mælinum gefur vísbendingu um lífs- mynstrið. Stöðumælaverðir horfa inn um gluggana. Þeir afhjúpa fólk. Eftir þessa upplifun verður aldrei eins að ganga fram hjá stöðumæli. Gluggar sálarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg SKISSA Pétur Blöndal gerðist stöðumæla- vörður FRAMKVÆMDIR við stækkun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefjast í febrúar, og er ráðgert að stækka í áföngum innritunarsal, aðstöðu í brottfararsal á 2. hæð og móttöku- sal og fríhöfn fyrir komufarþega. Verkið verður unnið í tveimur áföngum. Í þeim fyrri, sem hefst í janúar 2004 og lýkur í maí, verður innritunarsalur stækkaður um tæp- lega 1.000 fermetra til vesturs, for- garður fluttur, settir upp skjólvegg- ir við bílastæði, bílastæðum austan við húsið fjölgað og aðstaða bíla- leiga bætt. Meðal nýjunga sem verða inn- leiddar í brottfararsalinn verða sex sjálfsafgreiðslustöðvar þar sem fólk getur innritað sig sjálft og fengið brottfararspjaldið, segir Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri flugstöðvarinnar. Ekkert verður unnið næsta sum- ar, enda háannatími í flugstöðinni. Framkvæmdir við síðari áfanga hefjast í september 2004 og þeim lýkur í júní 2005. Þá verður mót- tökusalur komufarþega stækkaður um tæpa 1.000 fermetra. Skrif- stofur á annarri hlið verða færðar og plássið nýtt fyrir verslunarrými og afþreyingu fyrir brottfararf- arþega. Skrifstofurnar sem nú eru á annarri hæð verða færðar á þriðju hæð, og búið til rými fyrir þær með því að hækka þakið á hluta bygging- arinnar til að búa til auka hæð. Að lokum verður landgangurinn sem liggur á milli eldri norðurbygg- ingar og nýrri suðurbyggingar end- urbættur, sett upp veitingaaðstaða í honum miðjum og innréttingum breytt. Fríhöfn nær tvöfölduð „Hugmyndin er að færa vopna- leitina, sem er núna við hliðina á innritunarsalnum, upp á aðra hæð. Til þess að við getum gert það þurf- um við að færa skrifstofurnar sem þar eru upp á þriðju hæð og þá rýmkast mikið í innritunarsalnum,“ segir Höskuldur. Móttökusvæðið fyrir komufar- þega verður stækkað, en það hefur verið nokkuð aðþrengt. Fríhöfn fyr- ir komufarþega verður einnig stækkuð umtalsvert, úr 400 fer- metrum í 7–800 fermetra, segir Höskuldur. „Við munum einnig laga alla að- stöðuna þarna, bæði fyrir tolleftir- lit, aðstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að þjónusta farþega sem koma til landsins eins og bílaleigur og ferðaþjónustur. Hugsanlega mun- um við líka koma upp einhverri veit- ingaaðstöðu fyrir þá sem eru að bíða þarna og þá sem eru að koma inn í landið. Það hefur vantað svolít- ið þarna. Einnig gjaldeyrisþjónustu og annað sem fólk þarf að fá þegar það kemur inn í landið,“ segir Hösk- uldur. Kostnaður við stækkunina er áætlaður 1.100 til 1.200 milljónir, og verður hún fjármögnuð af hluta- félaginu sem rekur flugstöðina og með lánum. Höskuldur segir að áætlanir geri ráð fyrir því að á bilinu 50 til 70 störf muni skapast við framkvæmdirnar, og að eftir að þeim ljúki muni störfum í flugstöð- inni fjölga eitthvað með aukinni þjónustu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar stækkuð um rúma 2.000 fermetra Framkvæmdum verði lokið í júní 2005 Flugstöðin verður stækkuð til austurs og vesturs með glerbyggingum. RÍKISVALDINU er óheimilt að innheimta hærri skatt vegna far- þega sem ferðast frá Íslandi til út- landa en vegna farþega sem ferðast innanlands samkvæmt dómi sem EFTA-dómstólinn kvað upp í fyrradag. Það var Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem höfðaði mál gegn íslenska ríkinu þar sem hún taldi þetta misræmi í skattlagningu fela í sér brot á reglum EES-samn- ingsins um frelsi til að veita þjón- ustu. „Samgönguráðuneytið telur nið- urstöðu ESA á miklum misskilningi byggða enda fráleitt að halda því fram að innanlandsflug á Íslandi sé í samkeppni við millilandaflug í Evrópu,“ voru viðbrögð Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, við dómnum. „Það er ljóst að nú þarf að endurskoða þessi mál öll vegna þessa dóms, hversu órétt- mætur sem hann kann að vera. Í því samhengi má benda á að sam- gönguráðherra hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að skattar á millilandaflugi ættu að lækka enn frekar,“ sagði hann og vitnaði til ummæla sinna á ferðamálaráð- stefnu á Mývatni. Í stað þess að hækka skatt á farþega í innan- landsflugi ætlar Sturla að lækka farþegaskatt í millilandaflugi. Að mati EFTA-dómstólsins gat ríkisstjórnin ekki sýnt fram á að samhengi væri á milli þess mis- munar sem felst í skattlagningunni og þess kostnaðar sem liggur að baki þjónustu við innanlandsflug annars vegar og flugs til Evrópska efnahagssvæðisins hins vegar. Rök um byggðasjónarmið, sem haldið var fram af stjórnvöldum, réttlæti ekki framangreindan mismunum. Gjaldið á hvern fullorðinn ein- stakling í millilandaflugi er 1.250 krónur og 165 í innanlandsflugi og hefur verið óbreytt í krónum talið allar götur frá árinu 1991 en fjölg- un farþega í millilandafluginu hefur vegið upp á móti raunlækkun gjaldsins. Gífurlegt misræmi Eftirlitsstofnun EFTA lagði fram skýrslu frá GJ fjármálaráð- gjöf til að sýna fram á að mismun- andi skattlagning á millilandaflug og innanlandsflug yrði ekki rétt- lætt af mismunandi kostnaði við slíkt flug. „Ef t.d. skipting fram- laga á flugmálaáætlun er borin saman við skiptingu tekna á flug- málaáætlun kemur fram gífurlegt misræmi. Kostnaður af millilanda- flugi var talsvert minni en helm- ingur af heildarkostnaði þrátt fyrir að varlegar forsendur séu notaðar, en tekjur jafnvel 90% af heildar- tekjum af farþegaskattinum, eftir því við hvaða ár er miðað,“ segir þar. Óheimilt að innheimta mismunandi farþegaskatt „Skattar á millilanda- flug ættu að lækka“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.