Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 37 árum frá 1978 til 1983 ríkti stríðsástand innan Sjálfstæðisflokksins. Sá sem uppi stóð að lokum sem pólitískur og siðferðilegur sigurvegari í þeim átökum var Geir Hallgrímsson. Í hópi þeirra, sem nutu pólitísks framgangs í skjóli Geirs Hallgrímssonar á þessum tíma, voru Sverrir Hermannsson og þeir félagar hans, sem áður voru nefndir, og hægt að ætlast til að þeir horfist í augu við þann veruleika. Þessa söguskoðun staðfestir Sverrir Her- mannsson í bók sinni í grundvallaratriðum þegar hann segir um Geir: „Fyrir því sem hann taldi flokknum fyrir beztu varð allt að víkja og hans eigin hagsmunir fyrst.“ Sverrir Hermannsson víkur enn að stjórnar- mynduninni 1980 og segir: „Geir var með umboð- ið til stjórnarmyndunar og það sýndi sig þá hvað Geir var svifaseinn að hann skyldi missa öll tögl og hagldir.“ Sennilega veit Sverrir Hermannsson meira en flestir núlifandi menn um aðdraganda stjórnar- myndunarinnar í febrúar 1980. Og einmitt þess vegna er hægt að ætlast til dýpri umfjöllunar af hans hálfu um það mál. Síðustu árin hafa komið fram vísbendingar um, að línur hafi verið lagðar um þá stjórnarmyndun fyrir kosningarnar í des- ember 1979. Þegar saman fara svik innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og samstarf við aðra flokka er ekki við góðu að búast. Morgunblaðið og kvótakerfið Á milli Morgunblaðs- ins og Sverris Her- mannssonar hafa ver- ið mikil tengsl í nær hálfa öld. Fyrir því voru og eru bæði persónu- legar og pólitískar ástæður. Þetta samband hefur oft verið sviptingasamt en þráðurinn samt aldrei slitnað. Leiðir Sverris Hermannssonar og Sjálfstæð- isflokksins skildi í kjölfar Landsbankamálsins 1998. Í margra augum hlaut Sverrir uppreisn eft- ir það mál þegar hann náði kjöri til þings á ný í þingkosningunum 1999. Hann fann ólguna í kringum sjávarútvegsmálin og stofnaði Frjáls- lynda flokkinn á þeim forsendum. Morgunblaðið hafði frá því seint á níunda áratugnum og í stór- auknum mæli á tíunda áratugnum tekið upp harða baráttu fyrir því, að útgerðin greiddi eig- anda auðlindarinnar, þjóðinni, gjald fyrir afnot af fiskimiðunum. Vegna þeirrar baráttu blaðsins og í ljósi þess, að Frjálslyndi flokkurinn lagði höf- uðáherzlu á breytingar í sjávarútvegsmálum, hefur Sverrir sennilega gert sér vonir um meiri stuðning Morgunblaðsins við sína stefnu en raun varð á. Eftir að skrif Morgunblaðsins um kvótakerfið voru farin að vekja verulega athygli fór það ekki fram hjá forráðamönnum blaðsins, að margir og ólíkir hagsmunahópar innan sjávarútvegsins litu til blaðsins um stuðning við sín sjónarmið, þótt þeir hinir sömu væru ekki endilega stuðnings- menn auðlindagjalds. Þegar í ljós kom, að barátta blaðsins snerist fyrst og fremst og nær eingöngu um að komið yrði á auðlindagjaldi í sjávarútvegi, fer ekki á milli mála, að sumir þessara manna urðu fyrir vonbrigðum. Skrif Sverris Her- mannssonar hér í blaðið seinni árin og umfjöllun hans um kvótamálið og Morgunblaðið í bók hans nú benda til þess, að hann sé í þeim hópi. Sverrir Hermannsson segir: „Sérstaklega fell- ur mér þungt hvernig blaðið gekk og gengur und- ir jarðarmen kvótaflokkanna. Vafalaust er að Morgunblaðið réð mestu um að ráðstjórnarflokk- unum tókst í kosningunum 1999 að blekkja alþjóð með yfirlýsingum um þjóðarsátt í fiskveiðistjórn- armálinu. Morgunblaðið var í raun höfuðvígi lénsherranna og auðlindagjaldstal blaðsins yfir- skin eitt og fánýti.“ Og ennfremur: „En hvernig víkst Morgunblað- ið við þeirri aðferð stjórnvalda að afhenda gefins lungann úr þjóðarauði Íslendinga, sjávarauð- lindina, örfáum lénsherrum til persónulegrar fé- nýtingar sér? Morgunblaðið svarar: Með því að láta þá greiða auðlindagjald! Þar með sé vandinn leystur. Og ráðstjórnin íslenzka hefur í skjóli áróðurs blaðsins fastbundið lausnina í lög: Lög- fest auðlindagjald á útveginn, sem nær ekki þeirri fjárhæð að standi undir því sem á að létta um leið af útgerðinni og styrkjum í sköttum og öðru, sem til hennar rennur.“ Hvernig horfir þessi saga við Morgunblaðinu? Svona: Í kjölfar kvótalaganna sem komu til fram- kvæmda 1984 hóf Matthías Johannessen að ræða það við samstarfsmenn sína á ritstjórn Morgun- blaðsins, að í kvótalögunum væri falinn vísir að nýju lénsskipulagi. Þessar hugleiðingar fundu í fyrstu lítinn hljómgrunn innan ritstjórnar blaðs- ins en meir og meir eftir því sem á leið. Undir lok þess áratugar og alveg sérstaklega fram eftir tí- unda áratugnum hóf Morgunblaðið harða baráttu fyrir einu grundvallaratriði: þar sem kveðið væri á um það í lögum, sem Alþingi hefði sett (m.a. með atkvæði Sverris Hermannssonar), að fiski- miðin við Íslandsstrendur væru sameign íslenzku þjóðarinnar og þar sem útgerðinni væri heimilt að selja veiðiheimildir sín í milli fyrir háar fjár- hæðir væri eðlilegt að áður en þessi viðskipti færu fram greiddi útgerðin ákveðið gjald í sam- eiginlegan sjóð eigendanna, þ.e. þjóðarinnar. Um þetta snerist barátta Morgunblaðsins. Um þetta eina grundvallaratriði og ekkert annað. Og vegna þessarar baráttu voru ritstjórar Morgunblaðsins kallaðir sósíalistar á fundum LÍÚ og víðar. Sverri Hermannssyni er þetta ljóst enda fóru fram á milli hans og ritstjóra Morgunblaðsins fjölmörg samtöl um þessi mál áður en hann fór úr Lands- bankanum og hóf stjórnmálaafskipti á nýjan leik. Vorið 1998 gerast þau tíðindi, að stjórnarflokk- arnir ákveða að taka stjórnarandstæðinga á orð- inu og setja á fót nefnd til þess að freista þess að ná samkomulagi um fiskveiðistjórnarkerfið. Þess var óskað að annar ritstjóra Morgunblaðsins tæki sæti í þeirri nefnd. Með samþykki helztu eigenda Morgunblaðsins var ákveðið að verða við þeirri ósk, þótt óvenjuleg væri, í ljósi þeirrar gíf- urlegu áherzlu, sem blaðið hafði lagt á þetta mál. Hver varð niðurstaðan? Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins samþykkti þá grundvallarstefnu að tekið skyldi upp auðlindagjald. Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti sömu grund- vallarstefnu. Alþingi Íslendinga setti lög um auð- lindagjald. Þau lög koma til framkvæmda að tæpu ári liðnu. Það er hægt að deila um upphæð auðlinda- gjaldsins en ekki verður um það deilt að barátta Morgunblaðsins fyrir auðlindagjaldi í á annan áratug bar árangur í grundvallaratriðum. Hvern- ig er í ljósi þessarar sögu hægt að halda því fram, að Morgunblaðið hafi verið „höfuðvígi lénsherr- anna“?! Sverrir Hermannsson á erfitt með að skilja stuðning Morgunblaðsins við þá afstöðu núver- andi ríkisstjórnar að styðja innrás Bandaríkj- anna í Írak. Þá afstöðu blaðsins verður að skoða í samhengi við alla utanríkispólitík þess frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðar og upphafi kalda stríðsins. Við Íslendingar eigum mikilla hags- muna að gæta í samskiptum við Bandaríkjamenn. Stundum höfum við þurft á stuðningi þeirra að halda eins og t.d. í þorskastríðunum. Á öðrum tímabilum hafa þeir þurft á okkar stuðningi að halda. Vinátta þjóða í milli hefur litla þýðingu ef hún kemur einungis fram, þegar engu þarf að fórna. Morgunblaðið hefur staðið traustan vörð um þau grundvallaratriði í utanríkisstefnu íslenzka lýðveldisins, sem mótuð voru á fyrstu árum þess. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka gert en það er umhugsunarverð söguleg staðreynd, að innan Sjálfstæðisflokksins hafa tiltölulega fáir einstak- lingar komið að því að halda utan um þá stefnu- mörkun. Á allmörgum undanförnum árum hafa komið út nokkrar bækur, sem eru framlag til sögurit- unar um fyrstu hálfa öld lýðveldisins. Í Reykja- víkurbréfum Morgunblaðsins hefur verið fjallað um margar þessara bóka eftir því sem tilefni er til. Vonandi munu umræður af þessu tagi auð- velda sagnfræðingum framtíðarinnar að fjalla um stjórnmálaþróun þessara ára þegar þar að kem- ur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í hópi þeirra, sem nutu pólitísks fram- gangs í skjóli Geirs Hallgrímssonar á þessum tíma, voru Sverrir Her- mannsson og þeir félagar hans, sem áður voru nefndir, og hægt að ætlast til að þeir horfist í augu við þann veru- leika. Þessa söguskoðun staðfestir Sverrir Hermannsson í bók sinni í grundvall- aratriðum þegar hann segir um Geir: „Fyrir því sem hann taldi flokknum fyrir beztu varð allt að víkja og hans eigin hagsmunir fyrst.“ Laugardagur 14. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.