Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H ekla hf. skipti um eigendur í nóvember í fyrra þegar Tryggvi Jóns- son forstjóri keypti ásamt fleirum hlut bræðranna Sverris og Sigfúsar, sona Sigfúsar Bjarnasonar stofn- anda fyrirtækisins. Tryggvi starf- aði hjá Baugi þegar kaupin voru gerð, lengst af sem aðstoðarfor- stjóri, en þekkti vel til reksturs Heklu og hafði starfað með fyrri eigendum. Börn Sigfúsar, Sverrir, Sigfús og Margrét keyptu hlut Ingimundar bróður síns í fyrirtækinu árið 1994. Tryggvi segir að þá hafi verið erf- iðir tímar hjá bílainnflytjendum og þess vegna stofnuðu þáverandi eig- endur Heklu svonefnt ráðgjafaráð. Þeir fengu Tryggva, sem þá starf- aði sem löggiltur endurskoðandi, Gunnar Felixson, forstjóra Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf., og Bene- dikt Jóhannesson framkvæmda- stjóra í ráðið. Það fór í gegnum reksturinn og gerði tillögur um ýmsar breytingar, sem m.a. leiddu til uppsagna starfsmanna. Tryggvi segir að þegar ráðgjafaráðið lauk hlutverki sínu 1996 hafi Margrét ákveðið að selja sinn hlut Trygg- ingamiðstöðinni. Í framhaldi af því settist Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, í stjórn Heklu og Tryggvi var kjörinn end- urskoðandi fyrirtækisins. Tryggvi gegndi því starfi til 1998 að hann varð aðstoðarforstjóri Baugs. Langaði í eigin rekstur Tryggvi segir að hann hafi haft áhuga á að fara sjálfur út í viðskipti og þegar Hekla reyndist vera föl hafi hann slegið til. En hverjir eiga Heklu hf. í dag? „Tryggingamiðstöðin átti þriðj- ung í fyrirtækinu og heldur þeim hlut. Ég stofnaði, ásamt Kaupþingi, félagið Herðubreið hf. – af því mað- ur vill vera í fjallanöfnunum – sem við eigum að jöfnu. Herðubreið hf. á 57% hlut í Heklu. Skarðsheiði hf. – annað félag sem heitir eftir fjalli – sem er í jafnri eigu Fjárfestingar- félagsins Straums og Prentsmiðj- unnar Odda á 9,7% hlut.“ Í stjórn Heklu sitja Sigfús Sigfússon, sem er stjórnarformaður, Gunnar Fel- ixson varaformaður, Þorgeir Bald- ursson, forstjóri Odda, Gunnar Jó- hann Birgisson hrl. og Tryggvi Jónsson. Tryggvi segir að það sé töluverð- ur munur á því að starfa sem lög- giltur endurskoðandi og því að sitja við stjórnvöl fyrirtækis. Hann segir það algengt, sérstaklega erlendis, að endurskoðendur verði stjórn- endur fyrirtækja. Viðbrigðin fyrir hann að gerast stjórnandi, fyrst sem aðstoðarforstjóri hjá Baugi og svo sem forstjóri hjá Heklu, voru þó ekki eins mikil og ætla mætti. „Þegar ég var hjá KPMG var ég mikið í ráðgjafarvinnu,“ segir Tryggvi. „Endurskoðunarvinna, sem slík, var orðin mun minni hluti af mínu starfi. Stökkið var því minna en margir ætla. Í mínum huga var þetta eðlileg þróun.“ Hver skyldi vera meginmunurinn á því að stýra fyrirtæki og að vera endurskoðandi þess? „Ætli hann sé ekki sá að sem endurskoðandi kemur maður að rekstri fyrirtækis til að skoða hvað hafi gerst í fortíðinni, gefa ráð um hvað þurfi að gera og hvað sé æski- legt að gera. Í því hlutverki sem ég er í nú ber mér að hafa frumkvæði og að framkvæma, í stað þess að skoða einungis fortíðina eða gefa ráð.“ Tryggvi segir að sér hafi liðið mjög vel í báðum hlutverkum. Hon- um hafi líkað vel í starfi sínu sem löggiltur endurskoðandi og sem aðstoðarforstjóri Baugs og hann finni sig einnig vel í forstjórastóln- um hjá Heklu. „Ég ákvað að skipta um starfsvett- vang af því mér fannst ég þurfa að reyna eitthvað nýtt,“ segir Tryggvi. Gjörbreytt skipulag Í kjölfar eigendaskipt- anna fyrir rúmu ári urðu talsverðar breytingar á starfsemi þessa rótgróna fyrirtækis. Má segja að nýir vindar hafi blásið þar um sali. Í lok nóvember í fyrra var sagt upp 33 af 183 starfsmönnum Heklu, boðaður 20% niðurskurð- ur á reksturskostnaði og skipulagsbreytingar. Eft- ir uppsagnirnar í fyrra hefur starfsfólki ekki fjölgað mikið, að sögn Tryggva. „Við höfum ver- ið íhaldssamir á nýráðn- ingar. Þó hafa umsvifin aukist hjá félaginu þannig að það hafa bæst við fleiri starfsmenn, en eingöngu við tekjumyndun. Við höfum ekki bætt við fólki í stoðdeildum eða bakvinnslu. Nú eru um 160 stöðu- gildi hjá fyrirtækinu.“ En skyldu áætlanir sem gerðar voru í fyrra um hagræðingu hafa gengið eftir? „Ég held að sumt hafi gengið bet- ur en við þorðum að vona, annað hefur farið hægar af stað. Markmið okkar var að koma rekstrinum í jafnvægi á þessu ári, en síðustu þrjú ár hafa verið félaginu mjög erfið. Þau markmið sem við settum okkur fyrir yfirstandandi ár munu vonandi nást, nema eitthvað óvænt gerist síðustu vikur ársins. Árið 2004 horfir mjög vel og mér sýnist það geta orðið eitt besta ár Heklu í mjög langan tíma.“ Tryggvi segir að búið sé að gjör- breyta skipulagi fyrirtækisins. Ákvarðanatökunni hefur verið dreift þannig að millistjórnendur eru orðnir sjálfstæðari og bera jafnframt meiri ábyrgð á sínum rekstri. Við þessar skipulagsbreyt- ingar hefur Hekla notið krafta Bjarna Snæbjörns Jónssonar frá IMG Gallup. „Ég heyri ekki annað en að starfsfólk sé ánægt með breytingarnar,“ segir Tryggvi. Betri horfur í bílainnflutningi Innflutningur fólksbíla hefur sveiflast mikið milli ára og talar Tryggvi um sjö ára sveiflu í því sambandi. Hann bendir á að árið 1999 hafi verið fluttar inn um 16 þúsund bifreiðar. Árið 2000 voru þær um 14 þúsund, árið 2001 um 7.500 og árið 2002 ekki nema 6.800 bifreiðar. Á þessu samdráttarskeiði stóð Hekla í miklum fjárfestingum, að sögn Tryggva. Reist var stór- bygging í Klettagörðum fyrir Véla- svið Heklu, auk þess sem fjárfest var í nýju upplýsingakerfi svo nokkuð sé nefnt. Reksturinn reynd- ist Heklu, líkt og mörgum öðrum bifreiðaumboðum, þungur á þessum tíma. Að sögn Tryggva hefur þró- unin snúist við á þessu ári og stefnir í að fluttar verði um 10 þúsund bif- reiðar til landsins í ár og horfur á að þær verði enn fleiri á næsta ári. Tryggvi segir að aukning í bíla- sölu Heklu hf. það sem af er þessu Ferskir vindar blása um Hekla hf. var lengst af í eigu fjölskyldu Sigfúsar Bjarnasonar en nýir eigendur eru komnir að fyrir- tækinu. Guðni Einarsson ræddi við Tryggva Jóns- son forstjóra sem ásamt fleirum keypti meirihluta í fyrirtækinu í fyrra. Vélasvið Heklu hf. flutti í október síðastliðnum í nýja 4.350 m2 þjónustumiðstöð við Klettagarða í Reykjavík. Þar eru söludeildir fyrir Scania-vörubíla og rútur, Caterpillar-vinnuvélar, lyftara, skipavélar og rafstöðvar. Einnig er í húsinu stærsta þjónustuverkstæði landsins fyrir atvinnutæki ásamt fullkomnu hjólbarðaverkstæði. Morgunblaðið/Jim Smart Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu hf., hefur stýrt fyrirtækinu í gegnum miklar skipulagsbreytingar. ÞAÐ ER sagt að grundvallarregla Sigfúsar í Heklu í viðskiptum hafi verið: „Það er enginn bisness nema báðir aðilar séu ánægðir með sinn hlut.“ Með þessa reglu að leiðarljósi tókst þessum unga bóndasyni úr Miðfirði að byggja upp eitt stærsta verslunarfyrirtæki landsins, þrátt fyrir heimskreppu, heimsstyrjöld og haftastefnu stjórnvalda. Með aleiguna á bakinu Sigfús Bergmann Bjarnason, eða Sigfús í Heklu eins og hann var gjarnan kallaður, fæddist í Núps- dalstungu í Miðfirði hinn 4. maí 1913. Hann hleypti heimdraganum aðeins 17 ára gamall, eftir að hafa al- ist upp við sveitastörf í Miðfirðinum. Sigfús gekk suður í Borgarnes með eigur sínar á bakinu og tók sér far með Suðurlandinu yfir Faxaflóann til Reykjavíkur. Tilgangur hans með þessu ferðalagi var að afla tekna til að létta undir með foreldrum sínum. Hann fékk vinnu við saltfiskverkun suður í Hafnarfirði, vann á stakk- stæði og við uppskipun á fiski. Þótt sjóveikur væri fór hann einn túr á togara sem hjálparkokkur. Sigfús sneri aftur heim og settist í Reykjaskóla í Hrútafirði. Jafnframt námi stýrði hann mötuneyti skólans og seldi samnemendum sínum rit- föng. Sigfús fluttist til Reykjavíkur haustið 1932, orðinn 19 ára, með það í huga að setjast í undirbúningsdeild Verzlunarskóla Íslands. Hann átti að baki tólf vikna nám í farskóla og hálfan annan vetur í Reykjaskóla. Áform Sigfúsar um verslunarnám gengu ekki eftir. Kreppan var í al- gleymingi og lífsbaráttan hörð. Sig- fús vann fyrir sér sem mjólkurpóst- ur, í fiskvinnu hjá Kveldúlfi og fór síðan að selja tryggingar í auka- vinnu. Honum gekk vel í sölu- mennskunni og gerði hana að aðal- starfi. Sigfús hafði kynnst Magnúsi Víglundssyni í fiskvinnunni hjá Kveldúlfi og ákváðu þeir að fara saman út í verslunarrekstur. Þrátt fyrir heimskreppu og erfiðleika sáu þeir möguleika á innflutningi frá Spáni, vegna mikillar saltfisksölu þangað. Magnús fór til Spánar að afla viðskiptasambanda en Sigfús undirbjó stofnun fyrirtækisins og móttöku vörusendinga. Sigfús reyndist farsæll forstjóri hins ört vaxandi fyrirtækis. Fyrstu árin reyndi hann fyrir sér á ýmsum sviðum innflutnings og framleiðslu- iðnaðar. Hekla flutti inn ferska og þurrkaða ávexti frá Spáni og vefn- aðarvöru frá Ítalíu og Þýskalandi svo nokkuð sé nefnt. Sigfús reyndi fyrir sér á sviði fataframleiðslu og stofnaði Vinnufataverksmiðjuna hf. Eins rak hann Kvenfataverksmiðj- una Herkúles og Hekla flutti inn vefnaðarvöru til framleiðslu beggja verksmiðjanna. Sigfús rak einnig um tíma leðurverksmiðjuna Merkúr sem saumaði veski, töskur og belti úr leðri. Á stríðsárunum beindust viðskipt- in í auknum mæli til Bandaríkjanna. Sigfús fékk til liðs við sig Hjálmar Finnson viðskiptafræðing, sem var á leið til náms í Bandaríkjunum. Hjálmar hvarf frá námi og opnaði innkaupaskrifstofu í New York. Annaðist Hjálmar Finnson innkaup fyrir Heklu í Bandaríkjunum á stríðsárunum, m.a. á bílum, bílvél- um, heimilistækjum, nælonsokkum o.fl. Sigfús opnaði glæsilega verslun með heimilistæki 1943, Véla- og raf- tækjaverslun Heklu, sem var sjálf- stætt fyrirtæki. Þar var m.a. tekin upp sú nýlunda að selja heimilistæki með afborgunum. Bílainnflutningur hefst Hjálmar útvegaði Heklu umboð fyrir International Harvester-vöru- bíla sem voru fluttir til landsins í hlutum og settir saman á bílaverk- stæðinu Þrótti, sem var í eigu Heklu. Einnig fékk Hekla umboð fyrir Hudson-fólksbíla og voru þeir fluttir inn í töluverðum mæli. Vinnu- vélar bættust við þegar Hekla fékk umboð fyrir Caterpillar 1947. Starf- semi Heklu beindist þannig í aukn- Sigfús Bergmann Bjarnason, eða Sigfús í Heklu, stofnaði Heildverslunina Heklu hf. 20. desember 1933. Ódrepandi dugnaður, út- sjónarsemi og meðfæddir kaupmannshæfileikar gerðu bóndasyninum unga úr Miðfirði kleift að byggja upp eitt stærsta versl- unarfyrirtæki landsins sem nú fagnar 70 ára starfsafmæli. Viðskipti svo báðum líki Sigfús Bjarnason, forstjóri Heklu hf., við sýningarbíl frá Land Rover í nóvember 1948. Myndin er úr nýrri bók um Sigfús í Heklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.