Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 57 NÝ endurbætt hárgreiðslustofa var opnuð á dögunum í Háholti 14 í Mosfellsbæ þar sem áður var Hár- hús Önnu Silfu. Nýja hárgreiðslu- stofan heitir ARISTÓ – hárstofa og eru eigendur hennar fyrrum starfs- menn Hárhússins þær Inga Lilja, Jónheiður og Guðrún Elva. Boðið er upp á alla almenna hárþjónustu og hefur vöruúrval verið aukið. Opnunartími ARISTÓ – hárstofu er virka daga kl. 9-18 og laugar- daga kl. 9-13 eða eftir samkomu- lagi, segir í fréttatilkynningu. Eigendur stofunnar, þær Inga Lilja, Jónheiður og Guðrún Elva. Ný hárgreiðslustofa opnuð HÆSTIRÉTTUR telur að Heilsa ehf. hafi brotið samkeppnislög með ófullnægjandi verðmerkingum í versluninni Heilsuhúsinu við Skóla- vörðustíg. Hefur rétturinn því sýkn- að samkeppnisráð af kröfum Heilsu sem krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að sekta fyrir- tækið um 400 þúsund krónur. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að skv. 31. gr. samkeppnislaga skuli fyrirtæki sem selji vörur til neyt- enda, merkja vöru sína með sölu- verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyr- ir neytendur að sjá það. Hæstiréttur segir að hluti söluvarnings Heilsu hafi ekki verið verðmerktur með þeim hætti sem mælt sé fyrir um í samkeppnislögum og reglum þar að lútandi. Þess í stað hafi fyrirtækið komið fyrir í verslun sinni svoköll- uðum verðskanna en með því að bera strikamerkingu á söluhlut að skann- anum kom söluverðið fram á honum. Þessi aðferð gat að mati réttarins ekki komið í stað þeirra aðferða við verðmerkingar sem lög og reglur mæla fyrir um. Málið var dæmt ný- verið af hæstaréttardómurunum Gunnlaugi Claessen, Árna Kolbeins- syni og Ingibjörgu Benediktsdóttur. Lögmaður Heilsu ehf. var Stefán Geir Þórisson hrl. og lögmaður sam- keppnisráðs Karl Axelsson hrl. Samkeppnislög brotin með ónógum verðmerkingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.