Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 42
SKOÐUN 42 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins 27. ágúst sl. var frétt þess efnis að breyt- ingar verði á starfi Siglingastofnunar um næstu áramót, og aðalfyrirsögn fréttar þessi: ,,Skipaskoðun til einkaaðila“. Í inngangi fréttar segir svo: ,,Sam- gönguráðuneytið og Siglinga(mála)stofnun vinna nú að tillögum um breytt fyr- irkomulag skipaskoð- ana í samráði við ráð- gjafarnefnd forsætisráðherra um opinberar eftirlits- reglur. Vinna hófst hjá ráðuneytinu að breyt- ingum á skoðun skipa árið 2001 og samþykkt var á alþingi síðastliðið vor að heimila öðrum skoð- un skipa og veitingu starfsleyfis.“ Þá segir svo: ,,Lögð hefur verið áhersla á að eftirlit með bátum og skipum, sem framkvæmt er í dag af mörgum aðilum, verði samþætt eins og unnt er til þess að ná fram sem mestri hagræðingu við eftirlitið til hagsbóta bæði fyrir stjórnvöld og eigendur báta og skipa.“ Í stefnuræðu for- sætisráðherra, sem hann flutti á Al- þingi 2. október sl., vék hann að þessu máli og segir svo: ,,Undanfarin ár hefur samgönguráðuneytið lagt ríka áherslu á öryggismál sjófarenda í samvinnu við sjómenn og útvegs- menn. Haldið verður áfram á þeirri braut. Einkavæðing skipaskoðunar hér á landi er liður í þeirri stefnu, enda á því byggt að hvergi sé slegið af kröfum og unnið verði í samræmi við langtíma áætlun um öryggismál sjófarenda.“ Umræðan Það verður að segjast að undirritaður hefur lítið orðið var við opinbera um- ræðu um þessa fyrirhuguðu breytingu á skoðunarferli skipa, sem í reynd ef af verður er grundvallar breyting. Þeir sem lítið þekkja til skipa telja þetta ef- laust eðlilegt skref í einkavæðingunni, og benda á að svona fyrirkomulag sé í bifreiðaskoðunum. Að mínu áliti er ekkert líkt með skoðunum á bifreiðum og skipum. Því er ekki að neita að þeir sem starfa í skipaumhverfi hafa rætt þetta sín á milli, hvíslast á á göngum, haft af þessu áhyggjur, en lengra virð- ist umræðan ekki hafa náð. Á vegum Siglingastofnunar og áðurnefndrar ráðgjafarnefndar forsætisráðherra hafa verið haldnir fundir, hinn fyrsti 29. ágúst sl., þar sem einkum voru samankomnir starfsmenn flokk- unarfélaga hér á landi, auk skiparáð- gjafa. Í september var haldinn fundur með skoðunaraðilum, sem skoða sér- tækan búnað, svonefndar ,,B- skoðunarstofur“, og einnig með starfs- mönnum Siglingastofnunar. Frá sam- tökum útgerðarmanna og sjómanna hefur lítið heyrst, en í stefnuræðu for- sætisráðherra segir að þetta sé liður í langtíma áætlun um öryggismál sjó- farenda og unnið í samvinnu við sjó- menn og útvegsmenn. Skipaumhverfið ,,Viðurkenningar og tæknilegar kröf- ur til skipa eiga sér mikla sérstöðu, bæði innan samgöngugeirans og einnig í samanburði við flestar starfs- greinar. Tæknikröfur til skipa eru fyrst og fremst mótaðar og fylgt eftir af svonefndum flokkunarfélögum. Flokkunarfélög, eða ,,classification societes“ eins og þau heita á al- þjóðlegu skipamáli, eru sjálfseign- arstofnanir sem er stjórnað sameig- inlega af helstu hagsmunaaðilum í útgerð, þ.e. skipaeigendum, tryggj- endum skipa, skipabyggjendum og framleiðendum skipsbúnaðar.“ Þannig skrifar Einar Hermannsson skipaverkfræðingur í Ægi 1988. Þetta er í fullu gildi nú 15 árum síðar. Siglingastofnun Íslands er lægra sett stjórnvald undir samgöngu- ráðuneytinu og fer með málefni er varða skip og siglingar, auk mála- flokka er snerta vita- og hafnamál. Ísland á að sjálfsögðu aðild að Al- þjóða Siglingamálastofnuninni (IMO) og flokkunarfélögin einnig í gegnum samtök sín (IACS). Náið samstarf er á milli stjórnvalda viðkomandi landa, sem fara með siglingamál, og flokk- unarfélaga. Siglingastofnun hefur stuðst við reglur flokk- unarfélaga, og vísað til þeirra varðandi ýmis tæknileg atriði, þar sem um er að ræða smíði skipa hérlendis sem ekki eru byggð í flokki. Flokkunarfélögin eru að láta Siglingastofnun í té samþykktar teikn- ingar er taka til smíði skips. Flokkunarfélög Starfsemi flokk- unarfélaga fer þannig fram að félögin gefa út nákvæmar kröfur og staðla um alla þætti bygginga skipa, svo sem efnis- eiginleika, fyrirkomulag, styrkleika, vélar, rafkerfi, rörakerfi o.s.frv. Ef skipaeigandi óskar eftir flokkun á skipi sínu í byggingu, ber að senda flokkunarfélaginu sem útgerðin velur allar teikningar og smíðalýsingu og flokkunarfélagið yfirfer þessar upp- lýsingar og leiðréttir með hliðsjón af reglum þess. Fulltrúi flokk- unarfélagsins fylgist síðan með smíði, að farið sé eftir samþykktum teikn- ingum og kröfur flokkunarfélagsins uppfylltar. Flokkunarfélög gera einnig kröfur um reglubundnar skoð- anir skipa í rekstri ef útgerðin óskar að halda flokkun óbreyttri. Slíkar skoðanir og eftirlit ná til allra helstu þátta skipsins og er lengsta tímabil á milli skoðana einstakra þátta fimm ár, en þorri hluta skipsins er skoð- aður árlega af flokkunarfélagi. Fyrir þjónustu sína þiggja flokkunarfélög- in föst gjöld, sem gefa þeim rekstr- arfé, allflest eru sjálseignarstofnanir og í flestum tilfellum mega þau ekki skila hagnaði, en eru þá einnig und- anþegin fyrirtækjasköttum. Um samskipti flokkunarfélaga og stjórnvalda er einnig fjallað í grein Einars, m.a. hvernig það hefur færst í vöxt að stjórnvöld framselji til flokkunarfélaga ýmsar skoðanir vegna alþjóðasamþykkta ríkisstjórna (björgunarbúnaður o.þ.h.) sem þær eru framkvæmdaaðilar að, einnig umboð til öryggisskoðana. Skoðanir Siglingastofnunar Segja má að öll stærri fiskiskip hér- lendis séu undir eftirliti flokk- unarfélags, þ.e. skuttogarar, nóta- og flotvörpuskip og nokkur fjöldi fiski- skipa tilheyrandi hinum svonefnda bátaflota. Miðað við sl. áramót voru 162 skip á íslenskri skipaskrá í flokki, þar af um 139 fiskiskip. Í þessum skipum sér Siglingastofnun eingöngu um árlega búnaðarskoðun, en flokk- unarfélög um annað, þar á meðal ýmsar árlegar skoðanir. Skip sem ekki eru í flokki fylgja al- farið eftirliti Siglingastofnunar, og miðað við skipaskrá 1. janúar sl. voru það 2.246 skip og bátar, sem skiptist þannig að þilfarsskip voru 973 en opnir bátar 1.273. Á grundvelli skoð- ana sem Siglingastofnun fram- kvæmir, og upplýsinga um að kröfur flokkunarfélaga í flokkuðum skipum séu uppfylltar, gefur Siglingastofnun út haffærisskírteini. Skoðanir á sértækum búnaði Hluti af árlegri búnaðarskoðun er skoðun á sértækum öryggis- og björgunarbúnaði, svo sem gúmmí- björgunarbátum, sjósetningarbún- aði, handslökkvitækjum, föstum eld- viðvörunar- og slökkvibúnaði, lyfjakistum o.fl. Þessar skoðanir ann- ast sérhæfðir skoðunaraðilar, sem margir hverjir framleiða, selja, við- halda og þjónusta þennan búnað. Þessir aðilar hafa starfsleyfi frá Sigl- ingastofnun, en almennt ekki sér- staka faggildingu. Þá hefur Póst- og fjarskiptastofnun annast skoðanir á fjarskiptabúnaði í skipum yfir 24 m í skráningarlengd. Skoðanir á vegum Fiskistofu Frá 1993 hafa verið starfandi sjálf- stæðar skoðunarstofur, sem starfa í umboði og undir eftirliti Fiskistofu og annast skoðun á búnaði og hrein- læti við meðferð afla um borð í öllum fiskiskipum sem hafa veiðileyfi. Í dag eru þessar stofur tvær, hafa það sem kallast A-faggildingu (óháðar), önnur orðin svið hjá Frumherja, sem eink- um er þekktur á sviði bifreiðaskoð- ana, hin dótturfyrirtæki Aðalskoð- unar hf., hitt fyrirtækið á bifreiðaskoðunarsviði. Í bátum allt að 10 brúttótonn er árleg skoðun, í flakavinnsluskipum þarf að skoða fjórum sinnum á ári, og í öðrum skip- um tvisvar. Skoðanir sem hér um ræðir hafa ekkert með öryggi skips og áhafnar að gera, þ.e. atriði sem mótuð eru af starfi flokkunarfélaga, IMO og þeirra stofnana sem eru aðilar að IMO. Það verður að segjast að þessi skoðun er ekki yfirgripsmikil í þorra báta og skipa, sem dæmi í bátum undir 10 brúttótonn – margir þeirra ekki búnir eiginlegri lest, aðeins kör sem koma og fara. Nýtt skoðunarkerfi Í drögum dagsettum 15. ágúst 2003 frá Siglingastofnun er nýtt skoð- unarferli (skipurit) kynnt. Þar er undirstrikað að ákvæði í lögum og reglugerðum um gerð og búnað skipa falli undir ábyrgðasvið fjögurra ráðu- neyta, þ.e. samgönguráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins, umhverf- isráðuneytisins og heilbrigðisráðu- neytisins. Ráðuneytin gefa út reglu- gerðir og skoðunarhandbækur. Þá úrskurða ráðuneytin um túlkunar- og vafaatriði sem vísað er til ráðuneyt- anna hvert á sínu sviði. Stofnanir sem koma undir þessi ráðuneyti eru Sigl- ingastofnun, Póst- og fjarskipta- stofnun, Fiskistofa, Umhverf- isstofnun og Lyfjastofnun, þar af tvær þær fyrstnefndu undir sam- gönguráðuneytið. Þá segir: ,,Stofn- anir sem fram koma á skipuritinu annast alla daglega framkvæmd laga og reglugerða hver á sínu sviði og er ekki gert ráð fyrir að ábyrgð þeirra verði breytt. Stofnanirnar annast all- ar stjórnvaldslegar aðgerðir og byggja á niðurstöðum skýrslna sem skoðunarstofurnar senda stofn- ununum. Skoðunarstofurnar vinna samkvæmt leiðbeiningum sem stofn- anirnar gera og setja fram í skoð- unarhandbókum en ráðuneytin gefa skoðunarhandbækurnar út þannig að réttarleg staða ákvæða í skoð- unarhandbók sé skilgreind.“ A-faggiltar skoðunarstofur: Um þessar stofur segir svo í drögunum. ,,Skoðunarstofur sem hlotið hafa A- faggildingu skv. EN 45004 og starfs- leyfi frá viðkomandi stofnun geta skoðað skip og báta eftir þeim kröf- um sem fram eru settar í skoð- unarhandbókum stjórnvalda. Skoð- unarstofa hefur með höndum skoðun við nýsmíðar, breytingar og að- alskoðun á skipum sem felur í sér skoðun á búnaði, vél og bol skipa og báta, aukaskoðanir, skoðun á meng- unarvarnarbúnaði og fjarskiptabún- aði.“ Samkvæmt þessu er hún komin í skoðunarhlutverk Siglingastofn- unar, þegar um er að ræða skip sem ekki eru í flokki, og þá jafnframt í hlutverk Póst- og fjarskiptastofn- unar ef um er að ræða skip yfir 24 m. A-faggild flokkunarfélög: Um þau segir svo í drögunum: ,,Flokk- unarfélög sem hlotið hafa A- faggildingu skv. EN 45004 og starfs- leyfi frá viðkomandi íslenskri fag- stofnun geta framkvæmt búnaðarskoðun á skipum sem eru í flokki enda fari þau eftir þeim kröf- um sem fram eru settar í skoð- unarhandbókum stjórnvalda.“ B-faggiltar skoðunarstofur: Um þessar stofur segir svo í drögunum: ,,Skoðunarstofur sem hlotið hafa B- faggildingu skv. EN 45004 koma til með að starfa með svipuðum hætti og þær gera í dag. Hér falla undir þær skoðunarstöðvar sem hafa með hlutaskoðun að gera: Áttavitar, björgunarbúningar, eldviðvör- unarkerfi, gúmmíbjörgunarbátar, handslökkvitæki, fastur slökkvibún- aður, sjósetningarbúnaður, lyfjakist- ur, reykköfunartæki, eldskynjunar- og viðvörunarbúnaður og fastur slökkvibúnaður.“ Hins vegar er sér- tækur búnaður eins og fjar- skiptatækjabúnaður ekki settur á bás með þessum búnaði, en ætti að vera það að mínu áliti. Forsvarsmenn einkavæðingar vilja hafa óbreytt ferli í þessum sérskoðunum, en krefjast svokallaðrar B-faggildingar (eða C í sumum tilvikum?). ,,Umsvif Siglingastofnunar minnka“ Í áðurnefndri frétt í Morgunblaðinu segir: ,,Þessar breytingar munu hafa þau áhrif á starfsemi Siglingastofn- unar Íslands að störfum á skoð- anasviði mun fækka um um það bil 10 stöðugildi og starfsemi 6 umdæm- isskrifstofa mun breytast eða leggj- ast af. Líklegt er að þeir starfsmenn Siglingastofnunar, sem nú stunda skoðun skipa, muni fá störf hjá þeim skoðunarstofum sem vilja sinna skipaskoðun.“ Þá segir ennfremur: ,,Siglingastofnun Íslands mun eftir sem áður þurfa á nokkrum starfs- mönnum með reynslu að halda til starfa við skyndiskoðanir, hafnarrík- iseftirlit, eftirlit með skoðunarstofum og útgáfu haffærisskírteina.“ Um fyrra atriðið er það að segja að á fundi með starfsmönnum Sigl- ingastofnunar í september kom fram að halda eigi starfsemi á tveimur um- dæmisskrifstofum en leggja fjórar niður, þar sem starfa munu 5 menn. Þá hlýtur að vera eðlilegt að setja spurningarmerki við það sem segir í fréttinni að líklegt er að þeir starfs- menn Siglingastofnunar sem nú stunda skoðun skipa, muni fá störf hjá þeim skoðunarstofum sem vilja sinna skipaskoðun? Hvernig geta stjórnvöld sem fara með þennan málaflokk ákveðið hvernig vænt- anlegir einkaaðilar skipuleggja og haga starfsemi sinni, hverja þeir ráða, hvar þeir verða staðsettir o.s.frv., nema reglugerðin kveði á um slíkt? Hvað varðar síðara atriðið þá er talið heppilegt að halda í reynda eft- irlitsmenn til að sinna svonefndu hafnarríkiseftirliti. Hverjir vilja sinna skipaskoðunum? Mér er kunnugt um það að á kynn- ingarfundi 29. ágúst hafi forsvars- menn skiparáðgjafarfyrirtækis sýnt því áhuga að fá frekari upplýsingar um ýmsa þætti þessa nýja skoð- unarferlis til að undirbúa sig sem best þegar af þessu yrði. Skilaboð til þeirra munu hafa verið þau að þeir gætu engan veginn talist hæfir til verksins, aðilar sem hafa áratuga reynslu í hönnun og ráðgjöf, skoð- unum skipa, rekstri skipa og áfram mætti telja – þeir gætu ekki talist óháðir og gætu ekki öðlast hina margumtöluðu A-faggildingu, sér- íslenskt fyrirbrigði í alþjóðlega ski- paumhverfinu sem við erum örlítið brot af. Það liggur hins vegar fyrir að bif- reiðaskoðunarstofurnar hafi sýnt þessu áhuga, a.m.k. Frumherji. Þær hafa A-faggildingu samkvæmt EN 45004. Það fæst ekki betur séð en að forsvarsmenn einkavæðingarinnar hafi biðlað til þeirra ef marka má það sem segir í kafla 1.2.1 áðurnefndra draga: ,,Framkvæmd tæknilegs eft- irlits verður í höndum sjálfstætt starfandi faggiltra skoðunarstofa en stjórnvaldsleg ábyrgð á framkvæmd eftirlitsins verður eftir sem áður í höndum viðkomandi eftirlits- stjórnvalda. Sérstaklega skal tekið fram að Fiskistofa hefur á und- anförnum árum beitt sömu eftirlits- aðferðum og hér á eftir verður lýst. Samþætting eftirlits Fiskistofu við framkvæmd eftirlits hinna stofn- ananna mun því væntanlega gerast með því að sömu skoðunarstofur munu framkvæma skoðanir á vegum allra eftirlitsstofnananna samtímis.“ Síðasta setningin verður vart öðru- vísi skilin en að þær sjálfstæðu óháðu skoðunarstofur sem annast eftirlit fyrir Fiskistofu, séu tilvaldar að bæta hinum eiginlegu skipaskoðunum við það sem fyrir er, í reynd að byggja ofan á mikinn grunn á skipasviði sem fyrir er hjá fyrirtækjunum, eða hitt þó heldur! ,,Samþætting – hagræðing“ Í inngangi áðurnefndra draga er lögð áhersla á hvaða árangri þetta nýja ferli komi til með að skila:  Skilvirkari stjórnsýslu  Hagræðingu  Betra og árangursríkara eftirliti  Einfaldari þjónustu Það síðastnefnda vísar til þeirra sem verða fyrir þjónustunni eins og það er orðað. Skilvirkari stjórnsýsla: Stjórnsýsl- an virðist ekkert hafa breyst, sömu ráðuneyti. Varla fer Lyfjastofnun, sem lægra sett stjórnvald undir heil- brigðisráðuneytinu, að framselja sitt umboð, er snertir hvaða lyf og lækn- isáhöld megi og skuli vera um borð í skipum, til Umhverfisstofnunar, svo dæmi sé tekið. Fyrir liggur að tækni- leg atriði er snerta mengunarvarnir í skipum o.þ.h. hafa á engan hátt verið skoðuð af starfsmönnum Umhverf- isstofnunar, heldur af Sigl- ingastofnun og flokkunarfélögum. Að mínu áliti væri eðlilegt að það svið sem nú heyrir undir Póst- og fjar- skiptastofnun fari undir Sigl- ingastofnun – stofnanir sem heyra undir sama ráðuneyti, auk þess sem þær eru að skiptast á og skoða sömu gögn. Fiskistofa undir sjávarútvegsráðu- neytinu hefur áfram sitt stjórn- sýsluvald varðandi eftirlit með með- ferð sjávarafurða um borð í fiskiskipum, sem kallar á það að eft- irlitsmenn komi um borð, misjafn- lega oft á ári, eftir stærð skips og eðli meðhöndlunar og vinnslu afla. Betra eftirlit: Eðlilegt er að spurt sé hvað gerir þetta eftirlit betra? Eru það ný skoðunargögn (gæða- handbækur og skoðunareyðublöð), sem unnin eru á Siglingastofnun? Gæðasvið hefur verið starfrækt hjá stofnuninni í nokkur ár, og hæg heimatökin að auka gæði skoðana hjá eigin starfsmönnum, ef talin er þörf á því. Einfaldari þjónusta: Verður það einfaldari þjónusta fyrir útgerð- armanninn að bætt sé við svonefndri A-skoðunarstofu, sem sér um bún- aðarskoðun með tilheyrandi upplýs- ingaflæði í gegnum gagnagrunna til Siglingastofnunar fram og aftur; flokkunarfélagið áfram með sínar skoðanir; Siglingastofnun með út- gáfu haffærisskírteinis og annarra vottorða o.þ.h., svo og stunda skyndi- skoðanir og eftirlit með A-stofunni? Starfsmenn Siglingastofnunar þurfa að meta hvort dæming búnaðarskoð- unar sé í lagi. Kemur útgerðarmað- urinn hugsanlegum kvörtunum vegna skoðunar til A-stofu eða Sigl- ingastofnunar? Ekki fæst betur séð en það sé verið að fjölga skoðunar- aðilum og flækja kerfið. Skilin í alþjóðaumhverfinu Ef litið er á ýmsar samþykktir sem við erum aðilar að, þá eru nokkuð skörp skil við 24 metra í skráning- arlengd. Má þar nefna að alþjóða- samþykktin um mælingu skipa sem kennd er við London 1969 tekur að- eins til skipa stærri eða samasem 24 m; STCW-F samþykktin um mennt- un og þjálfun, skírteini og vaktstöðu tekur einungis til fiskiskipa sem eru stærri en 24 m í skráningarlengd og með aðalvél stærri en 750 kW; og til- skipun Evrópuráðsins nr. 97/70/EC, safety regims for fishing vessels of 24 m in length and over. Það mætti því staldra við þessi mörk skipa. Skref í átt til breytinga Greinarhöfundur telur að það megi endurskoða vissa þætti í því ferli sem Nýbreytni í skipaskoðunum Eftir Emil Ragnarsson ’Fyrirhugað breyttskoðunarferli virðist ekki til þess fallið að byggja frekari brýr milli skipasviðs, gæðasviðs og skoðunarsviðs Sigl- ingastofnunar, fá nauð- synlegt flæði á milli sviða. ‘ Emil Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.