Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 25 ar g u s – 0 3- 05 63 Kjúklingastandur frá Weber Tilvalin jólagjöf matgæðingsins Skútuvogur 1h - Barkarvogsmegin. Sími: 585 8900 - www.jarngler.is Bjórkjúklingurinn - að grilla kjúkling sem komið hefur verið fyrir ofaná bjórdós - er þegar orðinn vinsæll hjá mörgum grillurum. En að ná kjúklingnum tignarlega af aftur án vandræða getur verið snúið, fyrir utan það að þú veist ekki hvar dósin hefur komið við. Nú hefur Weber gert það mögulegt að ná sama safaríka árangrinum án dósarinnar. Fyllið einfaldlega hólfið með bjór, víni eða ávaxtasafa. Komið kjúklingnum fyrir á keilulaga standinum sem kemur yfir hólfið og gufuilmurinn eldar fuglinn á fullkominn safaríkan hátt á styttri tíma en hefðbundin steiking. Þú getur einnig bætt kryddi í hólfið til frekari bragðauka. Hafið grillið lokað við steikingu. Líka er hægt að nota í ofni. Verð kr. 3.685. rænum bókmenntum. Álfar geta ekki dáið og þó að ekki sé auðvelt að lýsa eilífðinni reynir skógarálfurinn Legolas Þrændilsson það í sögunni á einum stað. Lýsingin er tregablandin. Eilífðinni fylgir stöðugur missir stundlegra hluta. Um leið hefur hún í för með sér skeytingarleysi um tímann. Hvaða tilgangi þjónar það fyrir hinn eilífa að telja árin? Samt sem áður lýkur lýs- ingu Legolasar á vitund um feigð. Ei- lífðin á sér takmörk. Allt mun að lok- um eyðast. Líka álfarnir. Álfarnir í Miðgarði eru ævafornir en eigi að síður eru ekki margar kyn- slóðir álfa uppi. Legolas á föðurinn Þrændil en um fleiri ættliði virðist ekki að ræða. Það fréttist ekki af álfabörnum. Tími álfa í Miðgarði er senn á enda. Galadríel segir þau Sel- eborn hafa um aldir þreyð saman ósigurinn langa. Hjá álfunum stefnir allt að glötun og sigur yfir Sauroni fær engu breytt um það. Lóríenskógur er töfrastaður þar sem föruneyti hringsins safnar kröft- um eftir fall Gandalfs. Í sögunni kemur fram að flestir aðrir en álfar og vinir þeirra óttast Lóríenskóg. Jafnvel Faramír sem er hugfanginn af álfum telur skóginn hættulegan stað en Sómi svarar honum því til að kannski taki fólk eigin hættur með sér inn í skóginn og rekist þar á þær aðeins af því að það bar þær þangað. En svona er afstaðan til álfa undir lok þriðju aldar, þegar stríðið um hring- inn á sér stað. Þeir eru orðnir dul- arfull þjóð og hættuleg og fyrir þeim liggur það eitt að hverfa úr heimin- um. Upplýsingar um álfa eru af skorn- um skammti í sögunni sjálfri en frek- ari fróðleik má finna í viðaukum hennar og Silmerilnum. Saga álfanna og ættfræði er flókin en þær flækjur skipta litlu máli í Hringadróttins- sögu. Í Miðgarði búa tvær tegundir álfa sem eru þó sömu ættar: Háálfar (Eldar) og skógarálfar. Þeir fyrr- nefndu tala forna álfamálið quenya en hinir tala sindarin sem er mun al- gengara í Miðgarði. Þeir síðast- nefndu eru íbúar Myrkviðar og Lórí- enskógar sem er þó stjórnað af háálfum, Þrændil og Galadríel. Legolas er þannig góður fulltrúi fyrir báðar tegundir þar sem hann er af ætt háálfa en alinn upp meðal skóg- arálfa. Hann er sá álfur sem mest kemur við sögu í Hringadróttins- sögu, ásamt Galadríel og Elrond. Þó að Legolas sé úr Myrkviði en ekki Lóríen er hann svipaður henni. Legolas getur hlaupið yfir snjóskafla án þess að skilja eftir sig mikil um- merki. Hann talar hátíðlega og spak- lega en samt er hann enginn spek- ingur því hann virðist ekki leggja sig eftir slíku. Hann rýnir oft út í fjarsk- ann og kemur dálítið fyrir sjónir eins og sveimhugi. Legolas er aldrei hræddur – ekki einu sinni við hina dauðu, enda getur hann ekki tengt þá við sig á sama hátt og dauðlegir. En er yfirhöfuð hægt að segja að sá sem deyr ekki sé lifandi? Já, því að þó að eilífðin geri Legolas fjarlægari mönnum er hann þeim mun nánari lífinu í náttúrunni. Kannski er það sakir óttaleysisins að grimmd er Legolas fjarri. Hann er blíður og hefur ríka samúð með öllu sem er smátt og varnarlaust, til dæmis með Pípin og Kát þegar þeir hafa verið teknir höndum. Samt er hann líka stórhættulegur. Hann fellir Orka eins og búfé með boga sínum en án þess að finnast mikið til þess koma eða finna til með fórnarlömbum sín- um. Í fari Legolasar má finna bæði nánd og fjarlægð. Hann skilur skóga kannski betur en fólk. Stríð manna og stjórnmál eru honum hins vegar fjarlæg og hann sýnir hringnum og völdum hans aldrei neinn áhuga. Þau eru ekki fyrir álfa. Álfar og Eddukvæðin Hugmyndir sínar um álfa sótti Tol- kien víða. Um álfa er annars fátt að finna í Eddukvæðum. Þó kemur fram í Al- víssmálum að heiti þeirra á náttúru- fyrirbærum (til dæmis himni og jörðu, sól og mána) eru fremur blíð og jákvæð og bera vott um bjartsýni. Himin kalla þeir fagraræfur og sól- ina fagrahvel. Jörðin heitir gróandi, nóttin svefngaman, viðurinn fagur- limi og lognið dagsefi. Nöfn annarra tegunda vitna um annars konar hug- arfar. Þannig kalla jötnar nóttina óljós, lognið ofhlý og vindinn æpi. Þó að nöfn segi ekki alla sögu hafa þau svo sannarlega merkingu og enginn var ákafari túlkandi þeirra en Tol- kien. Nöfn álfanna á náttúrufyrir- bærum benda til þess að þeir séu já- kvæðir náttúruunnendur, líkt og Legolas. Í Snorra-Eddu (17. kafla Gylfa- ginningar) fullyrðir Snorri Sturluson að álfar séu af tvennu tagi. Annars vegar séu fagrir ljósálfar, hins vegar kolsvartir dökkálfar. Hér er kannski á ferðinni vitund um tvíbent eðli álfa sem víða kemur síðan fram í yngri þjóðsögum þar sem álfar eru ekki að- eins fagrir, heldur einnig viðsjár- verðir. Einmitt þannig birtast álfar í Hobbitanum. Bilbó og förunauta hans fýsir í veislur þeirra en þeim er ekki boðið og eru handteknir þegar þeir reyna að vera með. Enda eru flestir menn orðnir dauðhræddir við álfa á sögutíma Hringadróttinssögu og ekki síst skógarálfana. En hug- mynd Snorra um ljósálfa og dökkálfa birtist kannski líka á annan hátt. Trjáskeggur segir Pípin og Kát að Orkar hafi átt að vera eftirlíking álfa. Meira kemur ekki fram um það í Hringadróttinssögu en í Silmerilnum kemur fram að Melkor sem síðar varð Morgot, óvinurinn mikli og hús- bóndi Saurons, hafi skapað Orka úr álfum sem hann hafði tekið til fanga. Ef til vill hefur Tolkien verið þeirrar skoðunar að dökkálfarnir sem Snorri minnist á séu einhvers konar Orkar. En af þessu má ráða að Tolkien gjör- nýtti sér norræna goðsagnahefð við sköpun álfa sinna þó að hann hefði úr litlu að moða og skapaði úr mun flóknari kerfi. Tolkien og Hringurinn eftir Ármann Jakobsson kemur út hjá Forlaginu. Bókin er 254 bls. að lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.