Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lukku Láki Bubbi og Billi framhald ... EN HVAR Í ÓSKÖPUNUM ERU FÖTIN MÍN? HVAÐ ER AÐ SJÁ YKKUR!! © DARGAUD © DARGAUD HVA? ÞAU ERU ÚTI Á GÖTU ... EN ÁN MÍN ...! EFTIR RÖDDINNI AÐ DÆMA ERTU TAUGA- ÓSTYRKUR KÚREKI ÉG VONA AÐ ÉG NÁI! EKKI SEGJA MÉR AÐ ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ SITJA HÉRNA OG HORFA Á SJÓNVARPIÐ MEÐAN SÓLIN SKÍN ÚTI ÚT MEÐ YKKUR! UNGT OG HRAUST FÓLK Á AÐ VERA ÚTI AÐ LEIKA SÉR Í SVONA VEÐRI!! JÁ,JÁ ÉG FER EINS HRATT OG ÉG GET! STUNA STUNA STUNA HEYRÐU! ... BSSSSSS ..... JÁ ALLT Í LAGI ... BSSSS ... STUNA BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ GERIR mig reiðan, já ofsa- lega reiðan að sjá ráðamenn lands- ins og stjórnendur fyrirtækja hvað eftir annað hunsa og traðka á vilja þjóðarinnar með heimskulegum eig- ingjörnum geðþóttaákvörðunum, sem gefur örfáum milljónir og millj- arða til að leika sér með, þeir eru teknir af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, þeir eru fengnir með samráðum fyrirtækja, sem hafa bundist böndum í því að arðræna lýðinn, þeir eru fengnir með fjöl- skyldu-, vina-, hagsmuna-, flokks- og klíkutengslum, af mönnum sem telja sig eiga skilið allt það besta í lífinu vegna þess að þeir eru betri en annað fólk; það telur sig eiga að ákveða laun sín sjálft, því það telur engan annan geta metið það, hættan á því að vera ekki metinn af verð- leikum er mikil þegar aðrir misvitrir menn fá slíka ábyrgð. Blindaðir af of mikilli umgengni við milljarðamær- inga erlendis og lúxushótelherbergi og dýrindis máltíðir skammta þeir sér lúxuslaun og eftirlaun svo þeir geti haldið standardinum um aldur og ævi og þurfi ekki að lifa eins og almúginn. Þeir gefa skít í þig enda ert þú bara leiguþý og værir ekkert ef þeirra nyti ekki við. Þeir töldu sig óhulta enda búnir að borga vernd- artolla til sinna manna, hafa gefið þeim auðlindinna okkar og bundist vina- og fjölskylduböndum sem vernda þá, en margur verður af aur- um api eins og þar segir. Hvað eftir annað hafa þeir farið á móti vilja fólksins, við vildum ekki Írakstríðið, við vildum ekki traðka á öryrkjum, við vildum ekki hærri skatta, við viljum ekki lægri atvinnuleysisbæt- ur, við viljum ekki að þeir hækki laun sín, við vildum ekki kvótakerf- ið, við vildum ekki útlenskt þræla- fyrirtæki, við viljum ekki skrifa upp á tuttugu milljarða króna banka- ábyrgð, við vildum ekki fátækt á Ís- landi, við viljum ekki að helmingur Íslendinga lifi á geðlyfum til að tóra í gegnum lífið, við viljum ekki aukn- ingu á hörðum glæpum og fíkniefn- um vegna þess að sumir hafa allt og aðrir ekkert, við viljum ekki svikin kosningaloforð, við viljum ekki að gamla fólkið okkar lifi í fátækt og einangrað bíðandi á biðlista til að fá bót meina sinna og að lokum viljum við ekki að stjórnendur og ráða- menn Íslands lifi í fílabeinsturni, allavega ekki án símasambands við fólkið í landinu. Virðingarfyllst, KONRÁÐ RAGNARSSON, Leirubakka 24, 109 Reykjavík. Heimskir hvítir (íslenskir) stjórn- endur og ráðamenn! Frá Konráð Ragnarssyni GILDI íþrótta er óþarfi að ræða. Eða hvað? Eru fremstu íþróttamenn þjóðarinnar góð fyrirmynd? Flestir eru það að mínu mati. En hvernig starfa stjórnir stærsta sérsam- bandsins innan ÍSÍ, þ.e. KSÍ? Árangur knattspyrnulandsliðsins hefur verið frábær eftir að Ásgeir og Logi tóku við og tel ég ráðningu þeirra hafa verið mikið gæfuspor fyrir íslenska landsliðið. Þess vegna þótti mér afar sárt að sjá heimild- armynd um ferð landsliðsins til Bandaríkjanna nú nýverið. Efni skrifa minna tengist síauk- inni og viðurkenndri, já ég segi við- urkenndri munntóbaksnotkun liðs- manna íslenska landsliðsins í knattspyrnu. ,,Hvernig geturðu sagt þetta?“ Eftir frækilegt jafntefli gegn Mexíkó voru nýliðar í landsliðinu heiðraðir sem venja er. Mér brá því í brún að sjá á Sýn síðastliðið laug- ardagskvöld að forsvarsmaður KSÍ heiðraði einn þeirra fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar með út- troðna vör. Í gegnum tíðina hafa komið upp ýmis agavandamál sem KSÍ hefur reynt að leysa úr til að ímynd liðsins biði ekki hnekki. Nú er mér nóg boð- ið og vil fá svör. Er það leyfilegt að leikmenn ís- lenska landsliðsins noti tóbak inni í búningsklefum, og þá kannski fyrir leiki líka? Er KSÍ og þjálfurum liðsins ekki annt um ímynd knattspyrnunnar og ímynd íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu? Hvaða áhrif hefur það á áhorfend- ur að sjá landsliðsmenn með út- troðna vör í beinum tengslum við keppni? Er búið að skipta út nammipoka Gauja fyrir „eina sprautu“ þegar skorað er og eru leikmenn verðlaun- aðir með munntóbaki þegar þeim er skipt út af? Lítið vandamál en geigvænleg áhrif. Forvarnarfulltrúar geta hætt sinni baráttu ef þetta á að líðast því það eru alltaf fyrirmyndirnar sem ungviðið tekur mest eftir. Ég er stoltur af íslenska landslið- inu og árangri þess og vona að leik- menn muni í framtíðinni sjá sóma sinn í því nota ekki tóbak í tengslum við æfingar og keppni. Þið eruð að keppa fyrir hönd íslensku þjóðarinn- ar. Sýnið sjálfir ábyrgð ef KSÍ eða þjálfarar treysta sér ekki að setja reglur. Er til of mikil mælst? Ég óska KSÍ og leikmönnum góðs gengis í baráttunni við tóbakið. ELMAR SINDRI EIRÍKSSON, Sunnubraut 10, Dalvík. Opið bréf til KSÍ Frá Elmari Sindra Eiríkssyni, áhugamanni um góða ímynd ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu email: elmare@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.