Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 65 Vegna mikillar aðsóknar í fyrra, pantið borð tímanlega! Síminn er 568 0878 • www.kringlukrain.is 23. desember Verð aðeins kr.2.490 Skötuveisla og fiskihlaðborð Þorláksmessuskatan Sterk kæst skata Lítið kæst skata Kæst tindabikkja Kæstur hákarl Saltfiskur Sigin ýsa Ný soðin ýsa Djúpsteikt ýsa Pönnusteikt rauðspretta Soðinn lax Fiskibollur Plokkfiskur Hnoðmör og hamsatólg Brætt smjör Gulrætur og rófur Soðnar kartöflur Rúgbrauð og smjör Nýbakað brauð staddur hana en það var í miðri at- höfninni sem einn vinur Jims og samstarfsmaður lyfti allt í einu upp brúðu úr Prúðuleikurunum og byrjar að syngja lag. Kom á dag- inn að einir fimmtíu manns sem voru við athöfnina höfðu brúður faldar í kjöltunum uns þeir tóku undir einn af öðrum, allt í kringum mann. Fyrr en varði voru fimmtíu syngjandi brúður í minningarat- höfninni sem reyndist reglulega áhrifaríkt og viðeigandi. Þaðan fékk ég hugmyndina.“ – Er það svona sem þú færð hugmyndir þínar, beint upp úr líf- inu sjálfu? „Mjög gjarnan, en oftar skrifa ég um eitthvað sem gæti hafa gerst ef maður hefði haft kjark til að láta til skarar skríða. Út á það gekk t.d. Fjögur brúðkaup, að grípa tækifærin sem gefast eða guggna á þeim. Fyrsta myndin sem ég skrifaði Tall Guy (með Jeff Goldblum og Rowan Atkinson) fjallaði um mann sem féll fyrir hjúkku og náði á endanum í hana. Ég féll einu sinni fyrir hjúkku sjálfur en þorði aldrei að bjóða henni út. Og eitt sinn var ég í sum- arfríi í Portúgal og þurfti að keyra reglulega heim til sín gullfallega portúgalska stúlku en varð þó aldrei ástfanginn af henni, lærði ekki portúgölsku og bað hennar aldrei,“ segir Curtis og hlær. „Ég skrifa þannig um óskhyggj- una.“ Stútfull af rómantík – Love Actually hefur verið lýst sem hinni einu sönnu rómantísku gamanmynd, mynd sem hefur allt til að bera sem slík mynd þarf að hafa. Var markmiðið að toppa sig í rómantíkinni, í eitt skipti fyrir öll? „Það er margar ástæður, eig- inlega fjórar. Fyrsta er að ég dái rómantískar bíómyndir en það get- ur samt vel verið að ég hætti hér með að skrifa slíkar myndir. Önnur ástæða er sú að ég skrifa mjög hægt og mig langaði ekki eyða þremur árum í að skrifa um bara eitt ástarsamband. Því lýsti ég yfir við sjálfan mig og aðra að ég ætlaði að gera næstu níu mynd- ir að einni, svona til að geta sparað mér smá tíma, eins og ein tuttugu og sjö ár. Þriðja ástæðan hefur með það að gera að farinn var að læðast að mér sá grunur að rómantískar gamanmyndir hefðu dregist svolít- ið aftur úr öðrum. Þegar við vor- um ung voru spennumyndir þannig að heill klukkutími fór í eitthvert blaður milli lögreglumanna eða allt þar til eini eltingarleikurinn kom í blálokin. En nú eru spennumyndir eltingarleikur frá upphafi til enda, kannski með einu stuttu blaðurat- riði. Mig langaði til að prófa að gera slíkt hið sama við rómantísku myndina, skrúfa upp hraðann, stútfylla hana af rómantík á sams- konar hátt og Tarantino stútfyllir Kill Bill af hasar. Það leiddi til þessara níu ástarsagna í einni mynd, níu upphafa, níu miðjukafla og níu endaloka og engin lang- dregin leiðindi þar á milli. Fjórða og síðasta ástæðan fyrir því að myndin er eins og hún er tengist áhuga mínum á einmitt svona margbrotinni atburðarás og öðrum myndum sem segja margar sögur í einni; myndum eins og þeim sem Woody Allen var að gera á miðjum ferli sínum, Crimes and Misdemeanors og Hannah and Her Sisters eru dæmi um þær, myndum Robert Altmans eins og Nashville og Short Cuts og Smoke Waynes Wangs. Ég áttaði mig eitt sinn á því að slíkar myndir höfða mjög sterkt til mín.“ – Svo virkar Love Actually svo- lítið á mann eins og Pollýönnu- útgáfan af Magnolia. Curtis brosir, að virðist, og dregur andann snöggt eins og til að gefa til kynna að blaðamaður hafi þar hitt naglann á höfuðið. „Það er fyndið að þú skulir segja það því á vissan hátt sá ég mynd- ina sem svar mitt við Magnolia, sem mér þótti alveg mögnuð mynd. Svo yfirfull af bölsýni. Eða að minnsta kosti um fólk sem á í svo miklum lífsþrengingum. Ég hefði ekki getað skrifað þá mynd því þannig sé ég hvorki né upplifi lífið í kringum mig.“ Rómantíkin á enda? – En þú segist sjá myndina sem nokkurskonar endalok rómantíska skeiðsins þíns? „Hugsanlega. Því ég er hræddur um að ef ég reyni að skrifa aðra rómantíska mynd þá verði ég of meðvitaður um fyrri verk mín, of upptekinn við að bera það sem ég skrifa saman við allt hitt, veltandi mér uppúr hvort það sé of líkt, betra eða verra. Það er hættulegt fyrir handritshöfund. Ég er bara hræddur um að ég sé búinn að klára rómantíska kvótann að sinni og of mikil hætta sé á að ég fari að endurtaka mig og skrifa eftir upp- skrift, sem mig langar ekki að gera.“ – Má sem sagt líta á Love Actu- ally sem þína B-hlið á Abbey Road (Bítlanna)? „Já, hví ekki,“ segir Curtis óviðbúinn svona nördalegri samlík- ingu. „Eða White Album, nei B-hliðina á Abbey Road. Það gleð- ur mig að þú skulir nota þessa samlíkingu því ég er einmitt á því að hægt sé að nota Bítlana til að lýsa allri mannlegri hegðan.“ – Og þú trúir því að ástin sé allt í kringum okkur? „Já, ég geri það. Auðvitað lifum við í mjög flóknum og grimmum heimi. Það er alltaf verið að gera kvikmyndir um þessar hörmungar, myrkustu hliðar á samfélaginu en ég trúi staðfastlega að í miklum meirihluta séum við venjulegt góð- hjartað fólk og elskum fjölskyldur okkar, maka og náungann. Allt í kringum okkur er fólk sem er ást- fangið. Miklu fleiri en fjöldamorð- ingjarnir eru en samt dembast yfir okkur allar þessar myndir um fjöldamorðingja en ekkert sérlega margar um venjulegt fólk sem verður ástfangið og giftir sig.“ – Hver er töfrauppskriftin að góðri og heiðarlegri rómantískri gamanmynd? Curtis hlær og segir: „Þú komst með svarið. Hún má ekki vera fölsk. Fólk kemur alltaf auga á til- gerð og uppskrúfaða rómantík. Svo hafa brandararnir alltaf skipt mig öllu máli. Þeir verða að vera til staðar.“ Love Actually er fyrsta leik- stjórnarverkefni Richards Curtis. Spurður hversvegna það gerðist núna þá sagði hann einfaldlega tíma til kominn. Hann hefði verið farinn að skipta sér það mikið af leikstjórninni hvort eð var að ann- ar leikstjóri hefði gengið frá sér. „Sem hefði verið slæmt fyrir okk- ur báða.“ Hann sagðist ekki vita hvort hann ætti eftir að geta skrif- að handrit fyrir aðra nú þegar hann væri farinn að leikstýra sjálf- ur. „Ef ég skrifa stríðsmynd þá leyfi ég kannski einhverjum öðrum að gera hana enda kann ég það ekki sjálfur.“ Richard Curtis er 46 ára gamall, fjög- urra barna faðir, í óvígðri sambúð. Ástin er allt í kring: Hugh Grant leikur forsætisráðherra Bretlands sem fellur fyrir þjónustustúlku sinni, leikinni af Martine McCutcheon. skarpi@mbl.is leikstjóri og höfundur rómantísku gamanmyndarinnar Love Actually SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.