Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 60
DAGBÓK
60 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss, og Queen T.
koma í dag.
Fréttir
Bókatíðindi 2003.
Númer sunnudagsins
14. desember er
041705.
Mannamót
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellssveit.
Jólahátíðarstund verð-
ur á Hlaðhömrum
þriðjud. 16. des. kl. 14.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli
Pútt og billjardsalir
opnir virka daga kl. 9–
16.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur í
kvöld kl. 20, Caprí-tríó
leikur fyrir dansi, síð-
asti dansleikur á þessu
ári, næst verður dans-
að 4. janúar. Ferð
föstud. 19. des. Ljósa-
skreytingar á Reykja-
víkursvæðinu og
Reykjanesi. Kaffi og
meðlæti. Brottför frá
Ásgarði kl. 15. Upplýs-
ingar og skráning á
skrifstofu FEB.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Fjölbreytt,
vetrardagskrá hvern
virkan dag kl. 9–16.30,
s. 575 7720.
Gullsmári, Gullsmára
13, árlega jólahlaðborði
í Gullsmára verður
laugardaginn 20. des-
ember og hefst kl. 19,
húsið opnað kl. 18.30
með fordrykk, dagskrá
auglýst síðar, skráning
fyrir 17. des.
Vesturgata 7. Mið-
vikud. 17. des. kl. 13
verður jólabingó, heitt
súkkulaði með rjóma
og pönnukökur í kaffi-
tímanum. Fimmtud.
18. des. kl. 10.30 verður
séra Hjálmar Jónsson
dómkirkjuprestur með
fyrirbænastund, rifjuð
verða upp jól úr
bernsku. Fimmtud. 18.
des. býður Sonet-
útgáfan og fl. eldri
borgurum til aðventu-
skemmtunar í Aust-
urbæ. Dagskrá: Rúdólf
syngur í anddyri, boðið
upp á jólaöl og konfekt.
Ómar Ragnarsson
spjallar og sýnir nokk-
ur lög af Ómar lands og
þjóðar. Róbertino
kynntur á myndbandi.
KK og Maggi syngja
lög af nýlegum geisla-
diski.
Rútuferð frá Vest-
urgötu 7 kl.13.15
skráning í s. 562 7077.
Ferðaklúbbur eldri
borgara. Ljósaskreyt-
ingarferð til Grindavík-
ur og Keflavíkur
þriðjudaginn 16. des-
ember. Kaffihlaðborð.
Sími hjá Ferðaklúbbi
eldri borgara er
892 3011.
Kristniboðsfélag
karla. Fundur í
kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60
mánudagskvöldið 15.
desember. kl. 20. Sr.
Sigurjón Árni Eyjólfs-
son sér um fund-
arefnið. Allir karlmenn
velkomnir.
NA (Ónefndir fíklar).
Neyðar- og upplýs-
ingasími 661 2915.
Opnir fundir kl. 21 á
þriðjudögum í Héðins-
húsinu og á fimmtu-
dögum í KFUM&K,
Austurstræti.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi:
Penninn Bókabúð
Andrésar, Kirkjubraut
54 Akranesi, s.
431 1855 Dalbrún ehf,
Brákarbraut 3, Borg-
arnesi, s. 437 1421
Hrannarbúðin, Hrann-
arstíg 5, Grundarfirði,
s. 438 6725 Verslunin
Heimahornið, Borg-
arbraut 1, Stykk-
ishólmi, s. 438 1110
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Vestfjörðum:
Jón Jóhann Jónsson,
Hlíf II, Ísafirði, s.
456 3380 Jónína
Högnadóttir, Esso-
verslunin, Ísafirði, s.
456 3990 Jóhann Kára-
son, Engjavegi 8, Ísa-
firði, s. 456 3538 Krist-
ín Karvelsdóttir,
Miðstræti 14, Bolung-
arvík, s. 456 7358
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Norðurlandi:
Blómabúðin Bæj-
arblómið, Húnabraut
4, Blönduós, s.
452 4643 Blóma- og
gjafabúðin, Hólavegi
22, Sauðárkróki, s.
453 5253 Blómaskúr-
inn, Kirkjuvegi 14b,
Ólafsfirði, s. 466 2700
Hafdís Kristjánsdóttir,
Ólafsvegi 30, Ólafsfirði,
s. 466 2260 Blómabúðin
Ilex, Hafnarbraut 7,
Dalvík, s. 466 1212
Bókabúð Jónasar,
Hafnarstræti 108, Ak-
ureyri, 462 2685 Bóka-
búðin Möppudýrið,
Sunnuhlíð 12c, Ak-
ureyri, s. 462 6368
Penninn Bókval, Hafn-
arstræti 91-93, Ak-
ureyri, s. 461 5050
Blómabúðin Akur,
Kaupangi, Mýrarvegi,
Akureyri, s. 462 4800
Blómabúðin Tamara,
Garðarsbraut 62,
Húsavík, s. 464 1565
Bókaverslun Þórarins
Stefánssonar, Garð-
arsbraut 9, Húsavík, s.
464 1234.
Í dag er sunnudagur 14. desem-
ber, 14. dagur ársins 2003. Orð
dagsins: Þú skalt ekki framar hafa
sólina til að lýsa þér um daga, og
tunglið skal ekki skína til að gefa
þér birtu, heldur skal Drottinn
vera þér eilíft ljós og Guð þinn
vera þér geislandi röðull.
(Jes. 60, 19.)
Pétur Mack Þor-steinsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri
Stúdentaráðs Háskóla Ís-
lands, finnur að pólitískri
sannfæringu fyrrum
samherja síns í Röskvu,
samtökum félagshyggju-
fólks, á vefsíðunni Sell-
an.is. Segir hann að ekki
þurfi samviskan að trufla
nýjan þingmann Fram-
sóknarflokksins, Dagnýju
Jónsdóttur, þar sem hún
fari ekki eftir eigin sann-
færingu heldur því sem
flokkurinn vilji.
Vitnar Pétur í viðtalvið þingmanninn:
„Það sem kom á óvart
við svör Dagnýjar Jóns-
dóttur var að hún við-
urkenndi undan-
bragðalaust að
Flokkurinn kemur fyrst
af því að rétt eins og fót-
bolti snýst þingmennska
um liðsheild en ekki sóló-
ista. Það virðist Dagný
að minnsta kosti vera
sannfærð um. Hennar
sannfæring er því sann-
færing flokksins. Þetta
er auðvitað afar hentugt,
það þýðir að sannfær-
ingin og þar með sam-
viskan kemur ekki til
með að trufla hana á
meðan hún gegnir þing-
mennsku,“ segir Pétur.
Dagný er ekki einiþingmaðurinn sem
Pétur deilir á vegna
flöktandi sannfæringar.
„Það kom líka í ljós strax
að loknum þingkosning-
unum í vor að það var
líklega aldrei sannfæring
Birkis Jóns Jónssonar að
Siglfirðingar þyrftu að
fá jarðgöng. Annaðhvort
það eða sannfæring hans
breyttist strax eftir kosn-
ingar. Svo getur líka
verið að þessi jarðgöng
hafi einfaldlega aldrei
komið nálægt sannfær-
ingu Birkis Jóns, það
getur rétt eins verið að
sannfæring hans sé sú að
kæmist hann inn á þing
ætti hann bara eftir að
hafa það skratti gott
næstu árin takk fyrir. Að
ekki sé nú talað um feita
eftirlaunatékkann sem
þingmenn virðast sann-
færðir um að sé nauðsyn-
legur.“
Pétur segir að síðanAlþingi kom saman
hafi kjósendur geta velt
því fyrir sér hvað 48.
grein stjórnarskrárinnar,
sem segi að þingmenn
séu eingöngu bundnir af
sannfæringu sinni, merki
í hugum kjörinna full-
trúa. „Er sannfæring og
trú sem á henni byggir
til dæmis næg réttlæting
fyrir því að ljúga? Er
sannfæring næg ástæða
til að svíkja það sem fólk
hefur barist ötullega fyr-
ir áður en það sest á
þing? Hver er yfir höfuð
sannfæring fulltrúa okk-
ar á hinu háa Alþingi?
Er kannski réttara að
spyrja hvort að þeir hafi
sannfæringu?“ spyr hann
í pistlinum og segir
menn ekki kippa sér upp
þegar miðaldra fólk snúi
út úr sannfæringu sinni
en sorglegt sé þegar
ungt fólk steypist í sama
mót.
STAKSTEINAR
Fylgja þingmenn sann-
færingu sinni?
Víkverji skrifar...
Víkverja er afar annt um Hlíð-arnar, enda er það prýðilegt
hverfi þar sem ægir saman ungu
fólki, gömlu fólki, börnum, hundum
og köttum. Í Hlíðunum er gott að
búa, enda hefur Víkverji nú búið í
hverfinu í rúm tólf ár. Þarna eru
góðir skólar, grónar götur og prýði-
legir nágrannar. En það er þó ým-
islegt sem betur mætti fara. Til
dæmis eru tvö risastór skörð í gegn-
um þetta annars fallega hverfi, ann-
ars vegar Miklabrautin, sem lítið er
svo sem hægt að gera í og hins vegar
Langahlíðin, sem ýmislegt er hægt
að gera til að laga.
Víkverji fær sting í brjóstið þegar
hann horfir á börnin labba yfir
Lönguhlíðina, honum finnst heil ei-
lífð líða þangað til þau eru loksins
komin réttum megin yfir, samt eru
yfirleitt ósköp fáir bílar á ferðinni.
Af hverju væri ekki hægt að mjókka
blessaða Lönguhlíðina niður í eina
akrein í hvora átt og nýta það pláss
sem þannig myndast, til dæmis fyrir
langþráð bílastæði eða jafnvel
planta þar trjám? Það ku víst líka
hægja á umferðarhraða að þrengja
götur, sem gerir þær um leið örugg-
ari.
Víkverja blöskrar líka subbuskap-ur sumra þeirra sem ganga um
hverfið hans. Fólk fleygir samloku-
umbúðum á götuna eins og þær
væru einhvers konar plöntunæring.
Að vísu skilur Víkverji þessa breytni
að hluta til, enda er leitandi að rusla-
fötum meðfram Lönguhlíðinni.
Þakklæti Víkverja yrði mikið ef
ruslafötum yrði fjölgað og jafnvel
sendir bæklingar í hús til að kenna
fólki að nýta sér þennan flókna, nú-
tímalega búnað. Jafnvel væri hægt
að lappa upp á atvinnuástandið með
því að ráða fólk í vinnu við að ganga í
hús og berja þessa kunnáttu inn í
kollinn á fólki. Ein dásemdin í Hlíð-
unum er sú að þar eru þrjár versl-
anir í göngufæri. Það er einhver
rómantískur og heimsborgarlegur
blær yfir því að hafa kaupmann á
horninu, þrátt fyrir að verðið sé tvö-
falt hærra, Víkverji þarf þá ekki að
nota bílinn eins mikið. Að vísu mætti
vera meira úrval af hollri matvöru
og grænmeti, en ekki verður á allt
kosið.
x x x
Talandi um matvöru, Víkverji hef-ur undanfarin ár orðið var við sí-
aukinn barlóm vegna þess að þjóðin
kaupi frekar kjúkling og svínakjöt
en lambakjöt. Kannski ef Víkverji
fengi að sjá þetta blessaða lamba-
kjöt í búðum myndi hann kaupa það.
Víkverji elskar að elda lambagúllas
og búa til spaghetti bolognese og la-
sagna úr lambahakki, því að lamba-
hakk er margfalt betra til slíkrar
matseldar en nokkurn tíma nauta-
hakk eða svínahakk. Satt að segja
gerir svínakjöt Víkverja dauð-
þreyttan og fer illa í maga. En
lambakjöt er hreinlega ekki í boði í
verslunum, nema þá frosið og í kílóa-
vís.
Morgunblaðið/Kristinn
Umferðin er lítil um Lönguhlíð en
samt er gatan tvöföld
Hnefaleikar
og Alþingi
ÞAÐ var um 1960 að ég var
í Englandi. Á kvöldin horfði
ég oft á BBC-sjónvarpið.
Þá sá ég stóran umræðu-
þátt þar um boxið, rætt var
um hvort ætti að banna það
í Bretlandi.
Þátttakendur voru
margir, áhugamenn um box
og þeir sem voru á móti
boxi. Þeir sem voru á móti
voru aðallega fólk úr heil-
brigðisstéttum, læknar,
hjúkrunarfræðingar og
hjúkrunarfólk. Þetta frá-
bæra fólk sem þurfti að
sinna heilasködduðum box-
urum oft árum saman benti
á að það væri engin skyn-
semi í því að leyfa box og til
stuðnings málstaðnum
voru sýndar myndir af
þeim, sem höfðu orðið fyrir
barðinu á boxinu og talað
við þá og aðstandendur
þeirra, sem voru allir orðn-
ir á móti boxi. Þetta fannst
mér vera marktækt.
Það sem vakti aðallega
athygli mína var að heil-
brigðisstéttirnar og þeir
sem voru á móti boxinu
hrósuðu lítilli þjóð og Al-
þingi (elsta starfandi þingi
veraldar) sem væri það
skynsamt að banna box og
vera þannig öðrum þjóðum
góð fyrirmynd.
Núna er alltaf talað bara
um boxarana í hringnum,
en þá var líka talað um auk-
ið ofbeldi í kjölfar boxins
úti í þjóðfélaginu og slys
sem höfðu orðið af völdum
þess, en þar eru ekki not-
aðir hanskar eða hjálmar.
Í þá daga voru orðin
slysavarnir og björgun fal-
leg orð í huga þjóðarinnar
og þeir voru taldar hetjur,
sem tókst að bjarga manns-
lífi og öll þjóðin gladdist ef
tókst að bjarga einu
mannslífi og þannig er
þjóðin raunverulega ennþá.
Ég held að þjóðin geti
aldrei unnið sigra með því
að rækta ofbeldi með sér,
en ég held að hún geti unn-
ið stóra sigra með því að
gefa öðrum þjóðum gott
fordæmi.
Jav.
Vel heppnaðir
tónleikar
MIG langar að skrifa
nokkrar línur um einstak-
lega vel heppnaða tónleika
sem ég upplifði í Fíladelfíu,
hinn 2. desember sl.
Á þessum tónleikum kom
fram gospelkór Fíladelfíu
ásamt frábærum einsöngv-
urum. Það er óhætt að
segja að um mann hafi farið
ánægjustraumar, frá
upphafi til enda tón-
leikanna þar sem hljómlist-
arfólkinu, sem ég tel að sé á
heimsmælikvarða, tókst
einstaklega vel upp með
flutning laganna sem sung-
in voru.
Tónleikarnir enduðu á
því að kveikt var á kertum
og Diddú söng ásamt tón-
leikagestum Heims um ból,
sem sagt hátíðleikinn full-
kominn.
Þetta kvöld voru tvennir
tónleikar haldnir og veit ég
að færri komust að en
vildu. Þeim sem af misstu
vil ég benda á að upptaka af
tónleikunum verður sýnd í
Ríkissjónvarpinu á að-
fangadagskvöld.
Að lokum vil ég óska
Fíladelfíu til hamingju með
þessa vel heppnuðu tón-
leika og með sinn frábæra
gospelkór og hljóðfæraleik-
ara.
Takk fyrir mig,
Sigurjón Aðalsteinsson.
Óánægja með
myndasögur
ÉG ER mjög óánægð með
að myndasögurnar Ferdin-
and og Ljóska skuli vera
hættar hér í Morgun-
blaðinu, þær ásamt Gretti
voru þær sögur sem menn
hlökkuðu til að lesa í
blaðinu á hverjum degi.
Finnst mér þessar langlok-
ur um ævintýri Lukku-
Láka og Leonardo frekar
ófyndnar og lítið spenn-
andi. Skora ég á Morgun-
blaðið að birta aftur
myndasögurnar með þess-
um gömlu vinum, sem hafa
verið á hverjum degi í
blaðinu í mörg ár.
Inga.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
LÁRÉTT
1 erfiðleikarnir, 8 verður
fljótt mótt, 9 enda, 10
fugl, 11 snaga, 13 stal, 15
heilbrigð, 18 spilið, 21
ótta, 22 sorp, 23 hindra,
24 skjall.
LÓÐRÉTT
2 rík, 3 ávöxtur, 4 álítur,
5 ástundun, 6 hneisa, 7
opi, 12 lofttegund, 14
kyn, 15 vatnsfall, 16 Evr-
ópubúa, 17 þekktu, 18
óskunda, 19 nafnbót, 20
askar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kusan, 4 kolla, 7 kyrrt, 8 regns, 9 afl, 11 röng,
13 iðin, 14 ræðið, 15 strá, 17 nagg, 20 orm, 22 rætur, 23
eisan, 24 tunna, 25 nærir.
Lóðrétt: 1 kækur, 2 sýran, 3 nota, 4 karl, 5 logið, 6 aus-
an, 10 fæðir, 12 grá, 13 iðn, 15 strút, 16 rætin, 18 ansar,
19 ganar, 20 orga, 21 mein.
Krossgáta
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16