Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 19
unina, því allir vitibornir menn hljóta að skilja það, að þó hægt sé að pína menn áfram langtímum saman, þá á allt sín takmörk. Mað- ur, sem ekki fær lágmarkshvíld, er aðeins partur af manni eftir sólar- hring, og eftir tvo sólarhringa er hann orðinn hættulegur sjálfum sér og öðrum og afköstin á núlli. Þeir, sem mest sköðuðust á því að hvíla ekki fólkið, voru því útgerð- armennirnir. Vökulögin voru því sett þeim til hagsbóta ekki síður en togaramönnum. Allt rövlið og þvargið um hvíld- artíma var því í raun og veru pex um vitsmuni, en ekki hagsmuni. Vit- leysan var þessi: Það var nógur fiskur í sjónum svona yfirleitt. Þeg- ar byrjað var að veiða, voru allir svo til óþreyttir. Svo var haldið áfram vinnunni sólarhringum saman. Eftir einn sólarhring fóru afköstin niður úr öllu valdi og eftir tvo, þrjá sólar- hringa gekk vinnan bókstaflega ekkert. Það hefur sannazt síðar, eft- ir að hvíldin komst á, að vinnan gengur betur, ef mennirnir eru hvíldir kerfisbundið. Þetta er nú sannleikur, sem fáir útgerðarmenn og skipstjórar skildu, þó einfaldur væri. Margar fleiri sögur í þessum dúr mætti rifja upp, en ástæður vinnu- hörkunnar eru auðsæjar. Allir, út- gerðarmenn, skipstjórar og hásetar vildu að togararnir kæmu með sem mestan afla að landi á sem skemmstum tíma. Útgerðarmönn- um var augljóslega hagur í því, enda nógur fiskur í sjónum, og fyrir fyrri heimsstyrjöld voru markaðir fyrir fisk góðir. Þá skipti einnig miklu að fá fiskinn sem ferskastan til verkunar. Skipverjar áttu einnig mikilla hagsmuna að gæta. Þeir fengu allir, yfirmenn jafnt sem und- irmenn, fast mánaðarkaup og þar að auki hlut, eða premíu, af lifr- arafla, sem á skipið kom. Meiri afli þýddi því hærri laun, og fyrir þau voru menn reiðubúnir að leggja á sig vinnu og vökur. Þá kepptust skipstjórar um að verða aflakóngar og útgerðarmenn kepptu um bestu skipstjórana og ýttu undir sam- keppnina á milli þeirra. Mikil samkeppni um skipsrúm En hér kom fleira til. Fyrsta ára- tuginn í sögu íslenskrar togaraút- gerðar voru engin samtök sjómanna á togurum til, og átti það jafnt við um yfirmenn og undirmenn. Mikil samkeppni ríkti hins vegar um skipsrúm á togurum, allir vildu komast á togara og margir voru um hvert laust pláss. Skipstjórar, sem ekki fiskuðu, gátu ekki vænst þess að halda stöðu sinni lengi, og und- irmenn, sem fengu á sig orð fyrir ódugnað, voru umsvifalaust látnir taka pokann sinn. Það var meira en lítil skömm og því létu menn sig hafa það að þræla sér út, enda átti togaramaður, sem rekinn var í land fyrir ódugnað, sér vart viðreisnar von. Magnús Runólfsson, síðar skipstjóri, lýsti þessu viðhorfi í ævi- minningum sínum, en hann var einn þeirra „heppnu“ og fékk pláss á togara kornungur: Oft var ég kominn að því að gef- ast upp fyrsta árið en þá minntist ég alltaf krakkanna í Vesturbænum og sá fyrir mér glottið á þeim, þeg- ar ég kæmi heim og hefði gefist upp, svo að ég harkaði alltaf af mér og fór aftur. Ég hafði miklast af togarasjómennsku minni og jafn- aldrar mínir öfunduðu mig. Mér var það óbærileg tilhugsun að játa upp- gjöf mína fyrir Vesturbæjarstrák- unum. Ég, sem hafði verið hetja, yrði hafður að háði og spotti. Mikið yrði mitt fall. Það mátti aldrei verða. Ekki leikur á tvennu, að tog- arasjómenn höfðu hærri laun en aðrir íslenskir erfiðismenn þessa tíma, þótt víst megi deila um hve hátt tímakaup þeirra var. Á árunum 1912–1915 námu árslaun háseta á góðu aflaskipi frá tæpum 1.100 krónum til rúmlega 1.600 króna, sem þótti gott á þeim árum. Gat lifrarpremía þá numið allt að 2⁄3 hlutum heildarlaunanna. Sem dæmi um laun einstakra sjómanna má nefna, að Tryggvi Ófeigsson kveðst hafa unnið sér inn 600 krónur fyrstu tvo mánuðina á Braga. Um þetta leyti voru meðaldagvinnulaun verkamanna í Reykjavík um 40 aur- ar á tímann, og gat verkamaður því haft um 4 krónur í laun á dag fyrir tíu tíma vinnu, eða um 120 krónur á mánuði, ef hann vann alla daga jafnt, sem vitaskuld gerðist aldrei. En þótt kaupið væri hátt og aðbún- aður allur betri á togurum en skút- um, leið brátt að því að mönnum of- bauð vinnuþrælkunin og efndu til samtaka. Ljósmynd/ Steingrímur Kristinsson Síldarsöltun á Siglufirði. Uppgangsár og barningsskeið – Saga sjávarútvegs á Íslandi II. bindi 1902– 1939 eftir Jón Þ. Þór er gefin út af Hól- um. Bókin er 296 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 19 Skartgripaverðlaun 2003 á Bretlandseyjum ER ÚR ÁRSINS 2003! Laugavegi 62, sími 551 4100 · Grindavík, sími 426 8110 UK Jewellery Awards Rotary var kosið úr ársins af seljendum á Bretlandseyjum vegna gæða og frábærrar þjónustu. Jólagjöf fjölskyldunnar Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888 Fæst í næstu bókabú› Fjölskyldusaga um köttinn Markús Árelíus sem sér lífi› frá skemmtilegu sjónarhorni. 2 geisladiskar. Höfundur les.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.