Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 23
ári, miðað við í fyrra, sé á bilinu 23– 24%. Hann segir að markmiðið sé ekki að stækka skerf Heklu af kök- unni heldur að auka arðsemi af bíla- sölunni. „Við höfum verið íhalds- samir hvað varðar að taka notaða bíla upp í nýja. Við seljum ekki bara til að selja heldur verður salan að skila viðunandi arði.“ Í ársbyrjun hélt Hekla hf. mikla útsölu á not- uðum bílum og segir Tryggvi að það hafi tekist að halda þeirri birgða- stöðu sem þá náðist fram undir það síðasta, þrátt fyrir aukna sölu á nýj- um bílum. Hann segir að meðal breytinga í rekstrinum hafi verið að gera sölu notuðu bílanna sjálfstæð- ari þannig að deildin yrði færari um að skila hagnaði. Aukning í vinnuvélum Bílasvið Heklu hf. skilar um 2⁄3 af ársveltu fyrirtækisins og Vélasviðið og önnur starfsemi um 1⁄3 í venju- legu árferði, að sögn Tryggva. „Vélasviðið hefur verið mjög öflugt á þessu ári og reksturinn þar sífellt að vaxa. Við fluttum starfsemina nú í byrjun október í nýja þjónustu- miðstöð í Klettagörðum,“ segir Tryggvi. Í vor er leið gerði Hekla hf., í samstarfi við Caterpillar um- boðið á Ítalíu, samning við Imp- regilo um sölu á Caterpillar-vinnu- vélum vegna Kárahnjúkavirkjunar upp á 1,6 milljarða króna. Var það ekki mikill búhnykkur? „Jú, þetta kom á hárréttum tíma fyrir okkur. Þessi mikla sala kemur ekki inn í okkar veltu, nema í formi umboðslauna,“ segir Tryggvi. Hann segir að formlega hafi kaupin verið gerð milli framleiðanda vélanna og kaupanda og framleiðandinn annist fjármögnun samningsins. Hekla hf. mun annast útvegun varahluta og þjónustu við vélarnar þannig að sal- an skapar væntanlega tekjur á næstu árum einnig. Skarpari fókus Meðal annarra hagræðingarað- gerða sem gripið var til í Heklu í fyrra var að selja eignir. Meðal ann- ars var húseignin á Laugavegi 170– 172 seld og eins ýmsir eignarhlutir í öðrum félögum sem ekki tengdust rekstri Heklu hf. með beinum hætti. Þá segir Tryggvi að félagið hafi átt í viðræðum um sölu á ein- stökum deildum sem ekki tengjast beint kjarnastarfsemi félagsins. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir enn sem komið er. Aðspurður hverjar þessar deildir eru nefnir Tryggvi til dæmis heimilistækja- deild Heklu hf. Rekstrarfyrirkomu- laginu þar hefur verið breytt og rekstri verkstæðis hætt. Þá er deild sem selur lækningatæki orðin sjálf- stætt dótturfélag. Þótt þessar eign- ir hafi ekki verið seldar telur Tryggvi að „fókusinn“ í rekstri Heklu sé orðinn skýrari með breyt- ingunum. En skyldu frekari skipu- lagsbreytingar vera á döfinni? „Við teljum að skipulag fyrirtæk- isins sé komið í það horf sem við viljum. Stjórnin samþykkti nýtt skipurit sem tekur gildi um næstu áramót og við teljum að það geti gilt næstu árin. Við höfum ekki neinar frekari breytingar á prjón- unum, erum þó með opin augun fyr- ir öllum möguleikum sem við teljum geta nýst okkur og snúa að kjarna- starfsemi fyrirtækisins – bílasviði og vélasviði.“ Tryggvi sagði að lokum að sér liði vel að starfa í Heklu hf. „Hér er frá- bær starfsandi og gott starfsfólk, allir glaðir og jákvæðir og gaman að koma í vinnuna á morgnana.“ Heklu Morgunblaðið/Sverrir TENGLAR ..................................................... www.hekla.is gudni@mbl.is um mæli að innflutningi bifreiða og véla og þjónustu við þau svið þegar leið á 5. áratug 20. aldar. Innflutn- ingur bifreiða og vinnuvéla og þjón- usta á því sviði hefur síðan verið kjölfestan í rekstri fyrirtækisins. Hekla var með umboð fyrir bresku Rover-bílaverksmiðjurnar og seldi Land-Rover jeppa svo þúsundum skipti. Síðar bættust við merki á borð við Volkswagen, Audi, Mitsub- ishi og Skoda. Reksturinn reyndist svo farsæll að þessi fyrrum fátæki bóndasonur úr Miðfirði festi kaup á Þingeyrum, höfuðbóli Húnaþings. Þar rak Sigfús búskap um árabil. Farsæll fjölskyldufaðir Sigfús var sívakandi yfir rekstr- inum og svo virðist að hver hindrun hafi reynst honum áskorun. Hann var vel liðinn af samstarfsfólki og vakti yfir velferð starfsmanna sinna, jafnt á vinnustað og í einkalífi þeirra. Auk þess að stýra umsvifa- miklu fyrirtæki tók Sigfús þátt í stjórnmálastarfi og kom að útgáfu dagblaðsins Vísis um tíma. Sigfús var ekki síður farsæll í sínu einkalífi en í viðskiptum. Hann kvæntist Rannveigu Ingimundar- dóttur og eignuðust þau fjögur börn, Ingimund, Sverri, Sigfús Ragnar og Margréti Ingibjörgu. Erfiðið og annirnar tóku sinn toll. Heilsu Sigfúsar og starfsþreki hrak- aði þegar hann komst á sextugsald- urinn. Hann andaðist að heimili sínu aðfaranótt 19. september 1967, 54 ára gamall. Heimild: Vilhelm G. Kristinsson: Sigfús í Heklu. Reykjavík 2003, Hekla hf. Hjónin Rannveig Ingimundardóttir og Sigfús Bjarnason á fimmtugsafmælisdegi Sigfúsar, 4. maí 1963. Heilsu og starfsþreki Sigfúsar var þá tekið að hraka. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 23 1933 Heildverslunin Hekla var stofnuð 20. desember og stofn- endur voru, auk Sigfúsar Bjarna- sonar, þeir Magnús Víglundsson og Pétur Þórðarson verslunarmaður. Nafn fyrirtækisins var valið með til- liti til þess að það var hjartfólgið Ís- lendingum og þekkt víða um lönd, auk þess sem það var þjált í munni Íslendinga jafnt sem útlendinga. 1934 Innflutningur á ávöxtum frá Spáni hefst. Þessum innflutningi var hætt árið 1939. 1942 Sigfús Bjarnason eignast fyrirtækið og gerir það að hluta- félagi. Rannveig Ingimundardóttir, eiginkona hans, Bjarni Björnsson, Björn Bjarnason og Ásgerður Bjarnadóttir voru einnig skrifuð fyr- ir hlutum í félaginu. Innkaupaskrif- stofan H. Finnson Exporters opnuð í New York. 1943 Raftækjaverslun Heklu er stofnuð og rekin sem alhliða raf- tækjaverslun með höfuðáherslu á heimilistæki. 1947 Hekla fær umboð á Íslandi fyrir Caterpillar-þungavinnuvélar. Sigfús bauð fulltrúa Caterpillar austur að Heklu til að skoða eldgos í fjallinu sem fyrirtækið dró nafn af. Hekla fékk einnig umboð fyrir Kenwood-heimilistæki á árinu og er Hekla elsti starfandi umboðsaðili Kenwood í Evrópu. 1948 Hekla fær umboð fyrir bresku Rover-verksmiðjurnar. Land-Roverar urðu algengustu jeppar landsins á þeim árum. 1952 Hekla fær umboð fyrir Volkswagen á Íslandi. „Bjallan“ náði strax miklum vinsældum, enda átti hún vel við íslenskar aðstæður og var á viðráðanlegu verði fyrir al- menning. Sama ár hefur Hekla inn- flutning á hjólbörðum frá Goodyear. 1963 Hekla flytur í nýbyggð húsa- kynni á Laugavegi 170–172. Þar voru sýningarsalir fyrir bíla, glæsi- legt bifreiðaverkstæði, þvottastöð, varahlutaverslun og skrifstofur fyr- irtækisins. 1970 Innflutningur hefst á Audi, þegar Volkswagen-samsteypan og Audi-verksmiðjurnar sameinast. 1978 Hekla verður umboðsaðili G.E. – General Electric frá Banda- ríkjunum, fyrst með heimilistæki en á seinni árum hafa bæst við há- tækni lækningatæki frá G.E. 1979 Innflutningur hefst á bifreið- um frá Mitsubishi Motors í Japan. Áratug síðar höfðu Mitsubishi- bifreiðar náð yfir 20% markaðs- hlutdeild hér á landi. Sama ár gerist Hekla umboðsaðili Mitsubishi Heavy Industries en hverflar og túrbínur frá þeim hafa verið settar í fjölmargar virkjanir á landinu. 1980 Hekla gerist umboðsaðili Ingersoll Rand frá Bandaríkjunum. 1985 Innflutningur hefst á Pana- sonicsímtækjum frá Japan. 1990 Núverandi húsnæði Heklu við Laugaveg 174-176 tekið í notk- un. 1994 Ingimundur Sigfússon selur systkinum sínum hlut sinn í Heklu hf. 1995 Hekla hf. fær umboð fyrir Scania-vöruflutningabifreiðir frá Svíþjóð. 1996 Tryggingamiðstöðin hf. kaup- ir hlut Margrétar Sigfúsdóttur og verður þar með þriðjungseigandi að Heklu hf. 1997 Innflutningur hefst á Gallop- er-jeppanum frá Suður-Kóreu, en hann náði strax miklum vinsældum. Innflutningi lauk árið 2001. 1998 Hekla hf. hefur innflutning á Skoda-bifreiðum frá Tékklandi, en fyrirtækið er í meirihlutaeigu Volkswagen-samsteypunnar. 2000 Hekla fær umboð fyrir Scana Volda-gíra og -skrúfubúnað frá Noregi. 2002 Bræðurnir Sverrir og Sigfús Sigfússynir selja hluti sína í Heklu hf. Nýir hluthafar eru Herðubreið hf. og Skarðsheiði hf. Hekla hf. ger- ist sölu- og þjónustuaðili fyrir HIAB-krana frá Svíþjóð. 2003 Ný þjónustumiðstöð Véla- sviðs Heklu hf. opnuð í Klettagörð- um í Reykjavík. Hekla hf. stofnar dótturfélagið GEM ehf. utan um lækningatækjasviðið. Heimild: Vilhelm G. Kristinsson: Sigfús í Heklu. Reykja- vík 2003, Hekla hf. Heimasíða Heklu: www.hekla.is. Stiklað á stóru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.