Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 8
Það gat ekki verið að við létum það tækifæri framhjá okkur fara að bæta okkar
víkinga-stjörnum á himinhvolfið.
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Armæða og gremja rjúpnaskyttna
Við skjótum
ekki rjúpu meir
Bann við rjúpnaveið-um í vetur ognæstu tvö ár hefur
vart farið fram hjá nokkr-
um manni. Skotveiðimenn
eru flestir ósáttir. Nokkr-
ir þeirra hafa gengið fram
fyrir skjöldu og gerst mál-
svarar hópsins, einn
þeirra er Eggert Skúla-
son, fyrrum fréttamaður.
Hvernig gengur að
sætta sig við rjúpnaveiði-
bannið?
„Það gengur illa. Eigin-
lega alls ekki. Ég fer
svekktur að sofa á kvöldin
og ég vakna svekktur á
morgnana. Það er ekki
hægt að sætta sig við
svona lagað. Þessi ákvörð-
un umhverfisráðherrans
er illa ígrunduð og illa
rökstudd. Mér finnst þetta
rjúpnaveiðibann álíka vitlaust og
ef banna ætti saumaklúbbum að
prjóna af því að lítið væri til af ull
í landinu. Ég kaupi ekki þau rök
sem lögð hafa verið fram. Fugla-
talningarmenn hafa staðfest að
rjúpnastofninn er á uppleið, eins
og hann átti að vera einmitt nú og
mér finnst hér vera um gerræð-
islega og vonda stjórnsýslu að
ræða.“
Er þetta bara þú, eða er þetta
hið almenna geðslag rjúpna-
skyttna?
„Þetta er ekki bara ég. Þetta er
hljóðið í mönnum almennt. Og
eftir því sem nær dregur að-
fangadagskvöldi, þeim mun
meira mun gremjan aukast. Ég
bíð þess núna, að sonur minn
spyrji mig grátandi, pabbi, hvar
er góði maturinn og ég verð bara
að segja honum að konan hafi
stolið jólunum.“
Hvað borða rjúpnaskyttur og
fjölskyldur þeirra í staðinn á að-
fangadagskvöld?
„Ég á eina sundurskotna gæs í
kistunni og ætla að gera henni
góð skil með fjölskyldunni. Ég
íhugaði að fara í hreindýrakjötið,
en finnst gæsin vera nær rjúp-
unni að ýmsu leyti. Mér heyrist
að svona yfirleitt standi valið á
milli gæsar og hreindýrs. Menn
vilja villibráð.“
Af hverju ekki bara skoska
rjúpu?
„Mér er sagt að þetta sé það
sem kallað er „grouse“, sem er
svo sem hænsfugl, en engin
rjúpa. Mér er líka sagt að þessi
fugl sé mun bragðminni heldur
en rjúpa og það væri bara að kór-
óna skömmina að borga 1.400
krónur fyrir stykkið af einhverri
gervirjúpu frá útlöndum. Þetta
minnir mig eiginlega á það þegar
bjórlíkið átti að sinna Íslending-
um. Það fór ekki vel í landann og
hér er líka um eftirlíkingu að
ræða.“
Telurðu að mikið hafi verið um
veiðiþjófnað í vetur?
„Það er lítið í fréttum um slíkt
þótt einhver tilvik hafi verið. Ég
hef á tilfinningunni að í
ákveðnum landshlutum ríki
þögnin, en það er varla
þorandi að svara þess-
ari spurningu með já-i
og það sem ég segi hér
byggist á grunsemd-
um sem stafa af umtali
manna í millum. Sjálfur velti ég
því fyrir mér í haust hvort ég ætti
ekki bara að læðast til rjúpna. Ég
spurði lögmann minn hvað hon-
um fyndist um það. Hann svaraði
mér með þeim orðum að enginn
glæpur sem ég gæti framið væri
svo stór að hann myndi ekki taka
vörnina að sér. En hann sagði að
ég myndi tapa slíku máli.“
Því er fleygt að ótrúlega marg-
ir lumi nú á „gömlum“ rjúpum...
„Það er nú alveg öruggt að ein-
hver slatti veiðimanna á eitthvað
eftir af rjúpu síðan í fyrra. En
menn hafa talað mikið á þessum
línum í tvíræðum skilningi, líkt
og gefið sé í skyn að þetta sé ný-
veiddur fugl. Það kann að vera í
stöku tilvikum. Annars geymist
rjúpa fugla best í frosti ef hún er
pökkuð rétt og geymd í hamnum.
Ég myndi treysta mér til að út-
búa dýrindis mat úr 4-5 ára göml-
um rjúpum.“
Það er talað um að þessir fugl-
ar, gamlir eða nýir, gangi kaup-
um og sölum og boðnar séu allt að
10 þúsund krónur fyrir stykkið...
„Já, það var frétt um svoleiðis í
Morgunblaðinu um daginn. Það
hæsta sem ég hef heyrt er þó
miklu lægra, eða um 2.500 krónur
stykkið. Verðið á þó eftir að
hækka verulega þegar nær dreg-
ur jólum og örvænting matmanna
fer vaxandi.“
Því er líka fleygt að skotveiði-
menn hyggi á hefndir, þeir ætli
sér að skemma veiðikortakerfið
með röngum upplýsingum...
„Það er mjög almennt talað
svona meðal skotveiðimanna. Ég
er þess fullviss að menn munu
ekki láta sitja við orðin tóm. Það
eru ýmsar leiðir færar til að falsa
veiðiskýrslur ef menn vilja fara
út í svoleiðis.“
En banninu verður þó aflétt,
ekki satt?
„Í mínum huga er það klárt
mál að við skjótum ekki rjúpu
meir. Umhverfissjónarmið eiga
vaxandi fylgi að fagna og þeim
fylgir að tilfinninga-
sjónarmið ráða um of
fremur en skynsemi.
Maður gæti orðið að
flytja til einhvers sið-
menntaðs lands eins og
Grænlands í framtíðinni þar sem
karlmenn geta verið karlmenn í
friði.“
Þetta var nú fremur karl-
rembuleg athugasemd, vaxandi
fjöldi kvenna stundar jú skot-
veiði...
„Þetta er ekki þannig meint.
Guð blessi þær allar sem stunda
skotveiði. Ef þær væru fleiri væri
þessi staða ekki komin upp.“
Eggert Skúlason
Eggert Skúlason er fæddur 5.
apríl 1963 í Reykjavík. Stúdent
frá Menntaskólanumm í Hamra-
hlíð 1983. Lauk prófi sem verð-
bréfamiðlari vorið 2001. Var
blaðamaður og fréttastjóri við
NT og Tímann 1984-1990, síðan
fréttamaður og dagskrárgerð-
armaður hjá Íslenska útvarps-
félaginu, Stöð 2, frá 1990 til vors
2001. Síðan rekið fyrirtækið
Emax ehf. Maki er Anna Guð-
mundsdóttir og eiga þau soninn
Hafþór, f. 1994.
og ég vakna
svekktur á
morgnana