Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 14. desember 1993: „Það er mikið áhyggjuefni að allt bendir til þess að ótvíræður sigurvegari kosninganna í Rússlandi á sunnudag sé Vla- dímír Zhírínovskí og stjórn- málahreyfing hans, Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn. Reynist tölur þær sem birtar voru í gær réttar er þjóðern- issinnaður öfgaflokkur þar með orðinn að áhrifamesta aflinu á fyrsta lýðræðislega kjörna þingi Rússlands. Þá vekur athygli allmikið fylgi Rússneska komm- únistaflokksins. Flokkurinn fékk tæp 11% atkvæða og munaði því litlu að hann yrði næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu. Svo virðist sem þessir tveir flokkar, sem eru tákn alls þess í rússneskum stjórn- málum, sem Vesturlönd von- uðu að myndi hverfa með lýð- ræðislegra stjórnkerfi, muni fá fleiri þingmenn en flokkar umbótasinna.“ . . . . . . . . . . 14. desember 1983: „Að venju er störfum alþingis hagað með þeim hætti að öll mál eru afgreidd í tímahraki vegna jólaleyfis þingmanna. Nú verður fjárlaga- frumvarpið hespað af, tekin afstaða til frumvarpsins um nauðsynlegar lagabreytingar til að koma á kvótakerfinu í fiskveiðum og stefnan í hús- næðismálum ákveðin með nýjum lögum um það efni. Þannig mætti áfram telja og er þó ekki minnst á útgerð- ardæmið aftur sem að ofan er getið. En hvað er það sem stjórn- arandstaðan telur brýnast að afgreiða á alþingi fyrir jóla- leyfi nú á þessum tímum vax- andi atvinnuleysis og magn- aðrar óvissu um alla afkomu þjóðarinnar? Jú, að frum- kvæði Alþýðubandalagsins er það sett sem skilyrði fyrir því að þingmönnum gefist kostur á að greiða úr brýnum úrlausnarefnum, að tillaga um afvopnunarmál nái fram að ganga á alþingi fyrir jóla- leyfið, hvaða tillaga er óljóst, enda eru þær fjórar sem nú liggja fyrir þinginu.“ . . . . . . . . . . 14. desember 1973: „Eins og alþjóð er kunnugt magnast nú efnahags- öngþveitið, sem leiðir af óða- verðbólgu og stjórnleysi, með viku hverri. Verðhækk- anir dynja yfir nær daglega og kjör manna fara versn- andi. Þjóðviljinn boðar stór- fellda kjaraskerðingu og Tíminn segir í ritstjórn- argrein í gær: „Af þessum ástæðum má bú- ast við enn stórfelldari hækk- unum á aðfluttum vörum yf- irleitt á næsta ári en þeim, sem hafa orðið á þessu ári, og hafa þær þó verið stórkost- legar.“ Bæði reyna blöðin að láta líta svo út, að hækkun á olíuverði sé meginástæðan fyrir erf- iðleikunum. Ekki skal lítið gert úr þeim hækkunum, en þó er fráleitt að kenna þeim um allan vandann.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S verrir Hermannsson, fyrrver- andi alþingismaður, ráðherra og bankastjóri, hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í nær hálfa öld. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið innan Sjálf- stæðisflokksins á sjötta ára- tugnum. Var einn þeirra ungu manna, sem áttu hvað mestan þátt í að styrkja og efla stöðu Sjálfstæðisflokksins innan verkalýðs- hreyfingarinnar, sem skipti miklu máli í stjórn- málabaráttu þess tíma. Í þeim hópi voru menn á borð við Pétur Sigurðsson, Guðmund H. Garð- arsson, Guðjón Sigurðsson, Björn Þórhallsson, Gunnar Helgason o.fl. Á þessari tæpu hálfu öld hefur Sverrir átt fjöl- breyttan feril í stjórnmálum, aðallega innan Sjálfstæðisflokksins. Hann rakst hins vegar aldr- ei í flokki. Og hefur jafnan verið umdeildur. Það á reyndar við um flesta Vestfirðinga, sem hafa komið nálægt stjórnmálum, svo sem Hannibal Valdimarsson, Matthías Bjarnason, Einar Odd Kristjánsson, Jón Baldvin Hannibalsson o.fl. Skapferli þeirra hefur verið með þeim hætti, að það hefur staðið styr um þá og stendur enn. Í nýrri bók, Skuldaskil, sem Pálmi Jónasson fréttamaður hefur skráð, gerir Sverrir upp liðna tíð og þá sérstaklega Landsbankamálið 1998 en einnig samskipti sín við forystumenn Sjálfstæðis- flokksins og að nokkru leyti Morgunblaðið. Í bókinni lýsir Sverrir því, þegar honum var boðið annað sætið á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi vorið 1963, og segir: „Þetta kom náttúrlega yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti. En ég vissi um leið að ef ég hikaði yrði ekkert úr þessu því miðstjórnin og aðal- valdamenn flokksins í Reykjavík myndu ekkert kæra sig um þetta.“ Á þeim tíma voru menn innan Sjálfstæðis- flokksins ekki vissir um, að tilboðið um sæti á framboðslistanum hefði komið Sverri á óvart, og töldu sumir hverjir að hann hefði lagt drög að því í erindrekstri fyrir Sjálfstæðisflokkinn snemma á því ári. En það er áreiðanlega rétt, að þetta fram- boð var ekki endilega þóknanlegt þeim sem mestu réðu um málefni flokksins á þeim tíma. Á árunum fyrir og eftir 1960 voru mikil átök innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á milli stuðn- ingsmanna Bjarna Benediktssonar og Gunnars Thoroddsens og Sverrir var á þeim tíma talinn hallur undir Gunnar. Hann upplýsir að vísu nú, að sambandið á milli þeirra hafi kólnað á þessum sömu árum vegna útgáfu Vísis, sem Sverrir kom að um skeið. En frá og með þingkosningunum 1971 var Sverrir Hermannsson einn þeirra ungu þing- manna Sjálfstæðisflokksins, sem einna mest áhrif höfðu í u.þ.b. einn og hálfan áratug eftir það. Í þeim hópi voru auk hans Matthías Á. Mathiesen og Matthías Bjarnason, en við sögu komu einnig á þeim árum Ragnhildur Helgadóttir og Ólafur G. Einarsson. Eitt af fyrstu verkum vinstri stjórnar Ólafs Jó- hannessonar sem tók við völdum 1971 var að setja á fót svonefnda Framkvæmdastofnun rík- isins. Sjálfstæðisflokkurinn barðist hart gegn því á þeim tíma og taldi, að tilgangur hinnar nýju stofnunar væri að úthluta fjármunum að pólitísk- um geðþótta ráðamanna. Þess vegna kom það mörgum á óvart að sú stofnun skyldi ekki lögð niður eftir kosningarnar 1974 við myndun rík- isstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Það var aug- ljóslega ekki hægt um vik þar sem Framsókn- arflokkurinn átti aðild að ríkisstjórninni og Ólafur Jóhannesson átti sjálfur sæti í henni. Hins vegar kom það illa við marga innan Sjálfstæð- isflokksins, að nýr stjórnarformaður Fram- kvæmdastofnunar skyldi verða einn af mestu áhrifamönnum flokksins á þeirri tíð, Ingólfur Jónsson frá Hellu, en þó alveg sérstaklega að Sverrir Hermannsson skyldi ráðinn annar af tveimur framkvæmdastjórum Framkvæmda- stofnunar. Geir Hallgrímsson tók á sig mikla póli- tíska ágjöf innan Sjálfstæðisflokksins vegna þessa máls á þeim tíma. Stuðningsmenn hans skildu þessa ráðstöfun illa og ungir sjálfstæðis- menn alls ekki en flestir töldu, að hann hefði talið sig eiga Sverri Hermannssyni pólitíska skuld að gjalda eftir varaformannskosningarnar á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins árið 1971. Kosningarnar 1978 Í bók þeirra Pálma Jónassonar segir Sverrir: „Flokkurinn tapaði kosningunum 1978. Fyrst og fremst vegna leift- ursóknar ungu frjálshyggjumannanna, sem voru að ná tökum á flokknum. Ég snerist mjög gegn þessari leiftursókn. Ég fékk kannski að kenna meira á byltingarmönnunum en flestir aðrir, því ég var náttúrlega ekki varkár og bar aldrei káp- una á báðum öxlum. Matthías Á. Mathiesen var til dæmis miklu liprari og varkárari. Eftir þetta er Geir meira og minna á pólitískum vergangi, þótt hann væri studdur af feiknarlegu afli Morg- unblaðsins. Það náðust engin tök á neinu í þjóð- málum eftir kosningarnar 1978 og þess vegna kosið á ný eftir aðeins eitt og hálft ár í desember 1979. Og þá varð sama upp á teningnum. Sjálf- stæðisflokkurinn náði ekki tökum á málum.“ Við þessa söguskýringu Sverris Her- mannssonar er ýmislegt að athuga. Það er rétt, að Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir miklu áfalli í sveitarstjórnarkosningum og þingkosningum 1978 en ekki í þeim kosningum vegna „leiftur- sóknar ungu frjálshyggjumannanna“. Í borgarstjórnarkosningunum 1978 komu upp ýmis staðbundin vandamál, sem skýra að ein- hverju leyti fall meirihluta Sjálfstæðisflokksins í þeim kosningum. Kjarni málsins að því er þing- kosningarnar varðar er hins vegar sá, að frá og með febrúarlögunum 1978 stóð yfir heilagt stríð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar gegn þáver- andi ríkisstjórn. Þetta fór ekki fram hjá nokkrum manni enda snerust stjórnmálaátökin veturinn og vorið 1978 um deilur verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar. Í nánasta stuðningsmannahópi Geirs Hallgrímssonar á þessum tíma voru uppi tvær skoðanir: önnur var sú, að bíða ætti með að- gerðir í efnahagsmálum fram yfir kosningarnar um vorið til þess að stofna þeim ekki í hættu. Hin að slík afstaða væri fullkomið ábyrgðarleysi, rík- isstjórnin yrði að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að allt færi úr böndum. Áhrifa- mestu talsmenn þeirrar leiðar voru Geir Hall- grímsson sjálfur og einn nánasti vinur hans og ráðgjafi dr. Jóhannes Nordal. Síðari leiðin var farin. Verkalýðshreyfingin hóf mikla sókn og var studd af bæði Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Fleiri sjónarmið komu við sögu í þeirri sókn. Sú skoðun hefur áður verið sett fram á þessum vett- vangi, að þessari sókn hafi ekki sízt verið beint að Framsóknarflokknum og Ólafi Jóhannessyni. Sú skoðun byggist á einkasamtali sem annar rit- stjóri Morgunblaðsins á þeirri tíð átti við Björn Jónsson, þáverandi forseta ASÍ, á skrifstofu hans í húsakynnum Alþýðusambandsins tveimur dög- um áður en hann varð fyrir alvarlegu veikinda- áfalli. Eftir kosningarnar 1978 myndaði Ólafur Jó- hannesson nýja vinstri stjórn, sem var gersam- lega misheppnuð og hrökklaðist frá haustið 1979. En jafnframt hófst mikið uppgjör innan Sjálf- stæðisflokksins vegna ófaranna í kosningunum um vorið 1978. Þá kom ný kynslóð í fyrsta sinn fram á sjónarsviðið, sem tók svo við Sjálfstæð- isflokknum á níunda áratugnum og stjórnar hon- um enn. Eitt af því, sem þetta unga fólk sagði, var að flokkurinn ætti að segja fyrir kosningar hvað hann ætlaði að gera eftir kosningar og það var í krafti þeirra röksemda, sem hin umtalaða kosn- ingastefnuskrá Leiftursókn gegn verðbólgu var sett fram fyrir kosningarnar 1979. Þessi ráðgjöf hinnar ungu kynslóðar þess tíma reyndist ekki vel í þeim kosningum og það er rétt, sem fram kemur hjá Sverri Hermannssyni, að hann fylgdi þeirri stefnumörkun ekki eftir í kosningabaráttu sinni á Austurlandi. Það er hins vegar undarleg söguskýring hjá Sverri Hermannssyni, að Geir Hallgrímsson hafi verið á „pólitískum vergangi“ eftir kosningarnar 1978. Í hita leiks er hægt að segja ýmislegt en þegar horft er til baka er hægt að gera kröfu um meiri og dýpri greiningu á því, sem gerzt hefur á liðinni tíð. Formaður í Sjálfstæðisflokki hefur eina skyldu umfram allar aðrar – að halda flokki sínum sam- an. Afleiðingar forsetakosninganna 1952 fylgdu Sjálfstæðisflokknum eins og skugginn í 30 ár. Þær höfðu áhrif á ráðherraval í Viðreisnarstjórn- ina 1959 eins og lesa má um í ævisögu Ólafs Thors eftir Matthías Johannessen. Þær mörkuðu inn- anflokksátök í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík fyrir og eftir 1960. Þær komu upp í kjölfar for- setakosninganna 1968 og mótuðu átökin innan Sjálfstæðisflokksins frá 1971 til 1983. Kosningaúrslitin vorið 1978 urðu til þess, að andstæðingar Geirs Hallgrímssonar, sem var hinn pólitíski arftaki Ólafs Thors, Bjarna Bene- diktssonar og Jóhanns Hafsteins, ákváðu að láta til skarar skríða. Þá er átt við þá Gunnar Thor- oddsen og Albert Guðmundsson. Strax á kosn- inganóttina í kjölfar borgarstjórnarkosninganna þetta vor var Geir Hallgrímssyni ljóst hvað í vændum var enda raunsærri en flestir menn. Frá þeirri stundu leit hann á það sem höfuðskyldu sína að halda Sjálfstæðisflokknum saman en ekki hugsa um eigin hag. Það gerði hann með þeim glæsibrag að fela sameinaðan og samhentan Sjálfstæðisflokk í hendur nýrri kynslóð á lands- fundi 1983 en hann hafði tryggt flokki sínum aðild að ríkisstjórn á ný þá um vorið. Á þessum fimm ÚTBOÐ OG UPPBYGGING ÍRAKS Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-anna hefur að því er kom fram íliðinni viku gefið út tilskipun um að aðeins fyrirtæki frá tilteknum löndum fái að taka þátt í útboðum vegna fram- kvæmda í Írak. Á listanum eru rúmlega 60 lönd, þar á meðal Bretland, Ítalía, Japan og Ísland. Þar eru einnig Rúanda, Albanía og Eritrea. Á listanum eru hins vegar ekki Frakkar, Kanadamenn, Rússar og Þjóðverjar, allt þjóðir, sem lögðust gegn innrás Bandaríkjamanna í Írak. „Þetta er mjög einfalt,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti þegar hann varði þessa ákvörðun. „Fólkið okk- ar hætti lífi sínu; fólk bandamanna okkar hætti lífi sínu. Samningarnir munu end- urspegla þetta. Og þetta er það sem bandarískir skattgreiðendur búast við.“ Paul Wolfowitz er höfundur tilskipun- arinnar um það hverjir fái að taka þátt í útboðunum, en andvirði þeirra samn- inga, sem um ræðir, er talið vera um 19 milljarðar dollara, sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt að veita til endurreisnar Íraks. Wolfowitz segir að þetta sé nauð- synlegt til að „vernda grundvallarörygg- ishagsmuni Bandaríkjanna“. Hann bæt- ir við að þetta fyrirkomulag muni ýta undir aukna „alþjóðlega samvinnu í Írak og verkefnum framtíðarinnar“, orðalag, sem ýmsir hafa staldrað við vegna þess að gefið er í skyn að fjárhagslegur ávinn- ingur eigi að hvetja þjóðir til að leggja Bandaríkjamönnum lið. Þessi tilskipun mun ekki hafa í för með sér að fyrirtæki frá þessum löndum verði með öllu útilokuð frá verkefnum í Írak. Þýska fyrirtækið Siemens starfar til dæmis nú þegar sem undirverktaki bandaríska verktakans Bechtel við verk- efni í Írak. Þá má ætla að bandarísk fyrirtæki hefðu hvort sem er fengið bróðurpart verkefnanna. Tilskipunin um útboðin kemur fram á sama tíma og George Bush hefur fengið James Baker, sem meðal annars gegndi embættum utanríkisráðherra og fjár- málaráðherra í stjórn föður hans, til að ræða við lánardrottna Íraka um að gefa eftir gríðarlegar skuldir þeirra, en þær nema rúmlega 100 milljörðum dollara. Þar á meðal eru Frakkar, Rússar og Þjóðverjar. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna og kvaðst efast um að hún stæðist alþjóðalög. Írakar skulda Rússum átta milljarða dollara og segjast þeir nú ætla að neita að gefa þá skuld eft- ir. Kanadamenn eru einnig reiðir. Þeir hafa lagt fram fé til uppbyggingar í Írak, en ný stjórn landsins kveðst ætla að endurskoða framlag sitt. Aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak hafa farið á annan veg en ætlað var. Stöðugur skæruhernaður og hryðjuverk á hendur Bandaríkjamönnum og því al- þjóðlega liði, sem er í Írak, hefur gert þeim erfitt fyrir. Uppbygging gengur hægar en ráð var fyrir gert. Heima fyrir er Írak farið að baka forsetanum óvin- sældir. Bandaríkjamenn eru því í þeirri stöðu um þessar mundir að mátt hefði ætla að þeir legðu áherslu á að setja nið- ur gamlar deilur við bandamenn á borð við Frakka, Kanadamenn, Rússa og Þjóðverja í stað þess að ýfa upp gömul sár. Það hefur verið kenning náinna samstarfsmanna Bush á borð við Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, Dick Cheney varaforseta og áðurnefnds Wolfowitz um fyrirbyggjandi stríð að Bandaríkjamenn gætu farið einförum í alþjóðamálum. Írak átti að vera kennslu- bókardæmi um þessa stefnu. Sú ákvörð- un að kalla James Baker til að leita sátta við gamla bandamenn hefur orðið tilefni vangaveltna um að gamlir samherjar George Bush eldra hyggist hafa áhrif á Bush yngra og hjálpa honum að finna leið út úr ógöngunum í Írak. Útspil Wolfowitz hafi verið tilraun til að grafa undan slíkum sáttatilraunum. Hvað sem slíkum kenningum líður er ljóst að það er Bandaríkjamönnum ekki til framdráttar í Írak að hrinda frá sér hugsanlegum samherjum. Það er ljóst að það mun þurfa samhent átak til að snúa þróun mála við í Írak. Biturleiki og gremja vegna deilna, sem urðu milli bandamanna í aðdraganda innrásarinn- ar í Írak, má ekki verða dragbítur á sam- starf um uppbyggingu landsins. Það er of mikið í húfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.