Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 11
inu og sá þáttur sé raunar sífellt að verða betri. „Svo er okkar styrkur líka hversu stutt er til Akureyrar. Það er örstutt í Fjórðungs- sjúkrahúsið þar og Háskólann – þar eru sér- fræðingar á öllum sviðum, nánast í næsta húsi við okkur! Þess vegna leggjum við áherslu á samvinnu; að þetta sé eitt svæði. Við berjumst hér en erum jafnframt miklir samvinnusinnar í heilbrigðismálum. Og höf- um haft frumkvæði í þeim málum,“ sagði Friðfinnur. Athygli Friðfinns var á sínum tíma vakin á því hvað Írar höfðu gert í þessum efnum varðandi starfsendurmenntun öryrkja. „Ráð- gjafi sem var hér hjá Atvinnuþróunarfélag- inu sýndi mér gögn um það, en það er ótrú- legt hve miklum árangri Írar hafa náð. Þeir byrjuðu reyndar á þessu fyrir nokkuð löngu og nýttu sér hversu gott er að fá styrki frá Evrópusambandinu í verkefni af þessu tagi.“ Hann segir Íra hafa valið fólk sem þeim leist sérstaklega vel á til þátttöku í verkefn- inu; „fólk sem þeir héldu að myndi geta spjarað sig, til dæmis vel menntað fólk sem hafði lent í slysi og gat ekki unnið sömu vinnu og áður en var hægt að þjálfa upp í annað. Þetta gekk miklu betur en þeir þorðu að vona en vandamálið var reyndar að þegar þjálfuninni lauk var litla eða enga vinnu að hafa; atvinnuleysi á Írlandi var 30–40% á þessum árum. Þeir leystu það mál með því að stofna eig- in fyrirtæki og gekk vel. Á Íslandi er hug- myndafræðin á bak við „atvinnu með stuðn- ingi“ byggð á þessu írska módeli og við munum koma til með að nýta okkur þá reynslu við okkar verkefni. Einnig höfðum við Soffía Gísladóttir, félagsmálastjóri Fé- lags- og skólaþjónustu Þingeyinga, velt ýms- um hugmyndum á milli okkar um það hvað okkar stofnanir gætu gert sameiginlega til að taka á þessum málum.“ Á síðasta ári boðaði Friðfinnur til fundar þar sem hittust fulltrúar Félags- og skóla- þjónustu Þingeyinga, Framhaldsskólans á Húsavík, Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Verkalýðsfélags Húsavíkur og Atvinnuþró- unarfélags Þingeyinga. Mikil reynsla Eftir það var í raun ekki aftur snúið. „Við gerðum okkur grein fyrir því að við erum hér með einstaklinga sem hafa heilmikla reynslu í þessum málum,“ segir Friðfinnur og nefnir Geirlaugu G. Björnsdóttur, þroska- þjálfa, sem er ráðgjafi hjá félags- og skóla- þjónustunni en hefur unnið mikið í Reykja- vík að ámóta verkefnum með „ótrúlegum árangri, bæði hjá Reykjavíkurborg og í Örva. Svo er hér iðjuþjálfi, Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, sem byggði upp starfsemina hjá MS-félaginu í Reykjavík. Þá hefur Hall- veig Höskuldsdóttir, sem er kennari hér í Framhaldsskólanum, mikla reynslu af að vinna í svipuðum málum varðandi kennsl- una.“ Þá koma læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræð- ingar og fleiri að starfinu. Hugmyndir starfshópsins lúta í fyrstu að þjónustu við fólk á svæðinu, en að því gæti komið að Ísland allt yrði markaðssvæðið. „Sumir hafa einmitt mjög gott af því að skipta um umhverfi. Þetta gæti eflt Fram- haldsskólann verulega, gæti líka styrkt stoð- ir undir það að við byggðum heimavist, sem væri jafnvel að einhverju leyti sérhæfð fyrir fatlaða. Þess vegna tel ég þetta verða stór- iðju ef af verður.“ Gæti orðið bylting í þjón- ustu hér á landi, segir hann. Friðfinnur segir hér um verulega spenn- andi tilraun að ræða og allir stjórnendur verkefnisins séu afar jákvæðir. „Við sjáum öll hvað þetta skiptir miklu máli og erum staðráðin í því að láta dæmið ganga upp.“ Hann segir þátttakendurna sjálfa líka mjög spennta. „Þeim finnst svo gaman og það gengur svo vel að við erum næstum því hrædd við það. Vegna þess að stóra málið er eftir; að koma fólkinu áfram og út á vinnu- markaðinn eða í frekara nám.“ Friðfinnur segist finna fyrir talsverðri gagnrýni á sig; sumum þyki hann allt of bjartsýnn og með of háleitar hugmyndir. Þetta sé nú ljóta vitleysan; hann ætti bara að halda sig við bókhaldið! „En ég hef lagt á það áherslu, og tala af eigin reynslu, að það sem skiptir máli er að við erum komin af stað. Hvar sem við endum erum við að fara eitthvert!“ Gaman Hann leggur áherslu á að fólki finnist gaman. „Ég hef að minnsta kosti alltaf verið þannig. Þegar ég var í fótboltanum hjá KA fannst mér til dæmis alveg jafn gaman hvort sem við féllum eða fórum upp. Það var bara alltaf gaman! Gleðin fólst í því að vera með í hópi sem var að vinna saman að sameig- inlegu markmiði. Það er það sem máli skipt- ir. Þess vegna get ég sagt við þátttakendur í verkefninu að við brotnum ekki saman þó ekki verði allir komnir í vinnu eða nám á næsta ári. Við erum komin af stað og ætlum okkur að halda áfram.“ Hann leggur áherslu á að ekki sé um að ræða þau og okkur, „heldur erum það við sem vinnum að verkefninu saman. Ábyrgð þeirra er hins vegar mikil því það á eftir að dæma verkefni út frá þessum hópi.“ Eftir áramót verður hver og einn þátttak- andi metinn og hver einstaklingur setur sér raunhæf markmið í samvinnu við sérfræð- ingana sem koma að verkefninu. Tölvufyrirtækið Anza hefur starfað að verkefninu með Þingeyingunum og vonast Friðfinnur til þess að einhverjir úr hópnum fái vinnu hjá fyrirtækinu eða með aðstoð þess. Og í framtíðinni telur hann æskilegt að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi við fyrirtæki. „Þau komi þá að náminu, segi hvernig starfsmenn þau vilji og fólk yrði síð- an þjálfað í þau störf. Þetta er ekki einfalt en við höfum heldur aldrei haldið því fram. Við vitum ekki hvaða árangri við náum; 50% ár- angur væri stórkostlegur en markmið okkar er auðvitað að hjálpa öllum til að ná betri lífsgæðum.“ Fimm milljónir króna fengust frá fjár- laganefnd á þessu ári til að koma verkefninu af stað og fimm milljónir á næsta ári. Nú er unnið að áframhaldandi fjármögnun og sótti verkefnisstjórnin um þróunarstyrk á vegum Leonardo-áætlunar Evrópusambandsins. „Með okkur í umsókninni eru Háskólinn á Akureyri, Anza, Uppeldisháskóli í Flórens á Ítalíu, hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjálfun öryrkja fyrir vinnumarkaðinn og svipað fyrirtæki í Litháen. Við erum þegar komin í gegnum fyrstu síu í umsóknarferlinu og ef við fáum fullan styrk er fjármögnun tryggð næstu tvö árin.“ Í framtíðinni vonast Friðfinnur til að ná samningi við Tryggingastofnun ríkisins. „Þegar við verðum búin að sanna okkur,“ segir Friðfinnur Hermannsson. fsendurmenntun skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Öryrkjar, sem taka þátt í starfsmenntun á Húsavík, í tölvufræðslutíma. mér var boðin þátttaka. Ég var viss um að ég hefði gagn af þessu, sem hefur gerst. Ég er því mjög ánægð með að vera með.“ Hún starfaði sem sölumaður í mörg ár en flutti til Húsavíkur á sínum tíma. En vegna bakmeiðsla hefur hún ekki getað sinnt lík- amlega erfiðri vinnu síðan í ársbyrjun, eins og að framan greinir. „Það eru allir mjög uppörvandi sem koma að þessu og maður getur því ekki annað en verið uppörvandi sjálfur og verið hamingjusamur með tækifærið. Þetta er stærsti happdrættisvinningur sem ég hef fengið á ævinni.“ Misnotaði lyf „Ég er menntaður lyfjatæknir og var bú- in að vinna við það í mörg ár, en hef líka unnið sem læknaritari,“ segir 42 ára, frá- skilda fjögurra barna móðirin. Hún skildi við eiginmann sinn 1993 og greindist um svipað leyti með geðhvarfa- sýki. „Ég var í vinnu og tók lyf við sjúk- dómnum, en leiddist svo út í lyfjamisnotkun og 1998 var ég komin í slæm mál.“ Vegna þunglyndis var hún orðin óvinnufær og fór á örorku. „Áfram misnotaði ég róandi lyf og verkjalyf. En ég misnotaði hins vegar aldrei vín, það var ekki minn vímugjafi.“ Hún fór í meðferð á Vog bæði 1999 og 2000, en hafði ekki erindi sem erfiði. Fyrir rúmi ári fór hún svo enn í meðferð, fyrst á Landspítalanum og í framhaldi þess í sex vikur á Teigi, sem spítalinn rekur í íbúðarhúsi í borginni. „Það var alveg meiri- háttar. Reyndar alveg ofboðslega erfitt en ótrúlega góð reynsla og ég hef verið edrú síðan. Ég hef farið suður nokkrum sinnum síðan og það er yndislegt að fara á AA-fund á Teigi. Það er eins og að koma heim.“ Meðan konan var í neyslu, og raunar eft- ir að hún hætti, var hún í töluverðu sam- bandi við Geirlaugu ráðgjafa hjá Félags- þjónustunni og Geirlaug bauð henni að taka þátt í verkefninu. „Ég sló til og sé ekki eft- ir því. Hér er ég og finnst þetta alveg meiriháttar. Ég er svo þakklát þessu fólki að fá tækifæri.“ Eins og að verða ástfangin… Hún segir sömu tilfinningu fylgja því að taka þátt í verkefninu og að verða ástfang- inn. „Mér finnst ég ástfangin af lífinu! Hef náð að byrja algjörlega upp á nýtt. Þetta er sko allt annað en vera í feluleik heima á bak við gardínur. Nú er tilgangur með því að vakna; ég veit ég fer að gera eitthvað og hitti fólk.“ Þær eru sammála um að tækifæri eins og þær fengu geti verið stórt skref inn í fram- tíðina. Margir í hópnum íhugi framhalds- nám og sumir séu þegar ákveðnir við hvað þeir ætli sér að starfa í framtíðinni. „Það má heldur ekki gleyma því að það að taka þátt í svona verkefni eflir sjálfs- traustið ofboðslega mikið. Og það er eitt það allra mikilvægasta fyrir okkur sem höf- um setið úti í horni. Öryrki er niðrandi orð á Íslandi; mér finnst stundum eins og fólk líti á öryrkja sem bagga á þjóðfélaginu,“ segir önnur þeirra. hef fengið“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 11 ’Þeir þingmenn sem samþykkja þettafrumvarp hafa gleymt þeirri skyldu sinni að hlusta á rödd almennings.‘Grétar Þorsteinsson , forseti ASÍ, á mótmælafundi verkalýðshreyfingarinnar vegna þverpólitísks frum- varps um breytingar á kjörum æðstu handhafa fram- kvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. ’Það er allt svo taktlaust sem þeirgera.‘Halldóra Friðjónsdóttir , formaður Bandalags há- skólamanna, um alþingismenn eftir að frumvarpið um lífeyrisréttindi var lagt fram. ’Þegar menn kynna sér þetta mál liggurþað fyrir eins og opin bók. Það eru engin leynd réttindi í þessu máli.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra um lífeyrismálið. ’Það er eins og svona rán séu komin ítísku, en maður bjóst ekki við að menn kæmu og ógnuðu manni með byssu.‘Einn starfsmanna Bónuss á Smiðjuvegi, þar sem tveir menn vopnaðir afsöguðum haglabyssum frömdu rán á mánudag. ’Þetta er mjög einfalt: fólkið okkar hættilífi sínu; fólk bandamanna okkar hætti lífi sínu. Samningarnir munu endurspegla þetta.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti ver ákvörðun sína um að banna fyrirtækjum í Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kanada að bjóða í verk í Írak. ’Við sjómenn munum ekki sætta okkurvið að þessi kjör okkar verði skert með einhliða valdboði.‘Sævar Gunnarsson , formaður Sjómannasambands Ís- lands, um frumvarp fjármálaráðherra um að afnema sjómannaafslátt. ’Okkur finnst naktar konur ekki tengj-ast sælgæti og skiljum ekkert í sælgæt- isgerðinni að vera með svona auglýsingu. Einu sinni var í tísku að nota berar konur í auglýsingum en nú finnst okkur það vera virðingarleysi við stelpur og konur, þar á meðal stelpur í bekknum okkar, systur okkar, mæður og allar konur.‘Úr yfirlýsingu nemenda í 5. bekk L í Laugarnesskóla sem lesin var upp er þeir tóku við viðurkenningu fyrir gagnrýni á kynferðislega tengingu í auglýsingum. Krakkarnir skrifuðu mótmælabréf til Sælgætisgerð- arinnar Freyju, en berar konur birtast í auglýsingum fyrirtækisins fyrir Lakkrísdraum. ’Ég er stoltur af því að fá tækifæri til aðlýsa því yfir að ég styð Howard Dean til að verða næsti forseti Bandaríkjanna.‘Al Gore , forsetaframbjóðandi demókrata í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, varð á þriðjudag fyrsti þungavigtarmaðurinn innan Demókrataflokks- ins til að lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda í for- kosningum flokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. ’Ég hef ákveðið að leggja frumvarpiðekki fram að sinni.‘Árni Magnússon félagsmálaráðherra hætti við að leggja fram frumvarp um að atvinnulausir fái ekki greiddar bætur þrjá fyrstu daga í atvinnuleysi. ’Frjálsar en alls ekki sanngjarnar.‘Þingmannasamkunda Evrópuráðsins felldi þennan dóm um þingkosningarnar í Rússlandi um síðustu helgi. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Kristinn Mótmælastaða við Alþingi Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli til að mótmæla frumvarpi um hækkun eftirlauna æðstu ráðamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.