Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÝRÐFINNA VÍDALÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Safamýri 31, Reykjavík, andaðist á Landspítala Fossvogi laugardaginn 29. nóvember. Útförin hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-6 fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Vídalín Kristjánsdóttir, Kristján Vídalín Óskarsson. Elskuleg móðir mín og amma okkar, INGVELDUR JÓHANNESDÓTTIR frá Skáleyjum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 17. desember kl. 15.00. Hrafnhildur Bergsveinsdóttir, Kristín J. Björnsdóttir, Ingveldur B. Björnsdóttir, María D. Björnsdóttir og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VALGERÐUR HANNA VALDIMARSDÓTTIR, Miðvangi 13, Hafnarfirði, andaðist á líknardeild Landspítalans fimmtu- daginn 4. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir einstaka umönnun. Ragnar Pétursson, Guðrún Valdís Ragnarsdóttir, Pétur Ragnarsson, Sjöfn Ágústsdóttir, Jónína Ragnarsdóttir, Ólafur Jónsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigurjón Ásgeirsson, Hanna Ragnarsdóttir, Kristinn Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuathöfn vegna okkar ástkæra, HALLDÓRS BJÖRNSSONAR, Engihlíð, Vopnafirði, verður í Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. des- ember kl. 10.30. Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju mánu- daginn 22. desember. Nánar auglýst síðar. Aðstandendur. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SVEINSSON, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 12. desember. Sveinn Andri Sigurðsson, Lára Ólafsdóttir og barnabörn. ÓSKAR ÁSTVALDUR GARÐARSSON, Hávegi 14, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar miðvikudaginn 10. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónasdóttir. ✝ Dýrðfinna Vídal-ín Kristjánsdótt- ir fæddist í Hafnar- firði 22. júní 1912. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi 29. nóvember 2003. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Þorláks- dóttir og Kristján Vídalín Brandsson stýrimaður. Systkin: Sigursteinn Bragi Vídalín Kristjánsson verkamaður, d. 1996, Ásdís Vídalín Kristjánsdóttir húsmóðir, d. 1992, Þormar Grétar Vídalín Kristjánsson verkamaður, d. 1986, og Eggert Kristján Vídalín Kristjánsson verkamaður, d. 1999. Dýrðfinna ólst upp í Hafnar- firði en fluttist til Reykjavíkur skömmu eftir fermingu. Hún giftist Óskari Þórðarsyni húsa- smíðameistara, f. 15.11. 1906, d. 3.3. 1970, árið 1930 og bjuggu þau fyrst að Grettisgötu 46 en fluttust fljótlega í nýbyggingu að Njálsgötu 33. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu í nýbyggt hús, Safa- mýri 31, árið 1967, og þar átti Dýrðfinna síðan heima til dán- ardægurs. Börn þeirra Dýrð- finnu og Óskars: a) Guðbjörg Ósk Ví- dalín Óskarsdóttir húsmóðir, f. 6.4. 1931, maki Lýður Björnsson sagn- fræðingur, f. 6.7. 1933. Dóttir þeirra er Valgerður Birna Lýðsdóttir hjúkrun- arfræðingur, f. 22.6. 1959. b) Kristján Ví- dalín Óskarsson, iðnrekandi í Mos- fellsbæ, f. 26.1. 1948, maki Anna María Pálsdóttir húsmóðir, f. 25.11. 1949, þau skildu. Börn þeirra a) Óskar Ví- dalín Kristjánsson, húsasmiður í Reykjavík, f. 29.10. 1970. b) Dýr- finna Vídalín Kristjánsdóttir, húsmóðir í Mosfellsbæ, f. 24.2. 1974. c) Sandra Vídalín Krist- jánsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 17.3. 1975. Barn með Ástu Björgvinsdóttur, f. 30.6. 1948, Sólveig Vídalín Kristjánsdóttir, húsmóðir í Bandaríkjunum, f. 4.7. 1965. Barn með Unni Rún- arsdóttur, f. 26.9. 1967, Kristján Vídalín Kristjánsson, f. 29.7. 1996. Barnabörn Dýrðfinnu eru átta. Jarðarför Dýrðfinnu fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Löngum og farsælum starfsferli er lokið. Día tengdamóðir fæddist og ólst upp þar sem hraunið er feg- urra og mosinn grænni en annars staðar á landinu, stofnaði heimili í heimskreppunni miklu og lifði síðan uppganginn og óðaverðbólguna í heimsstyrjöldinni síðari og bak- slagið í kjölfar hennar. Allt setti þetta svip á viðhorf hennar til til- verunnar en bjartsýn var hún þó ætíð á framtíðina í landinu. Ég kynntist þeim hjónum, Dýrð- finnu og Óskari, fyrst árið 1956 og eftir það bjuggum við hjónin og Dýrðfinna að mestu samfellt undir sama þaki í 46 ár. Fyrstu sjö árin eða á meðan við vorum að koma okkur upp þaki yfir höfuðið bjugg- um við hjónin á heimili þeirra. Íbúðin að Njálsgötu 33 var ekki stór, aðeins um 30 fermetrar auk herbergis í risi sem við hjónin höfð- um til umráða. Ekki var þó kvartað um þrengsli. Síðar höguðu forlögin því svo að tengdaforeldrarnir fluttu inn á heimili okkar og þar bjó Dýrðfinna síðan. Hún var heilsu- hraust og varð lítt misdægurt ef undan eru skilin alvarleg veikindi fyrir sjö árum. Þá greindist Dýrð- finna með krabbamein sem hún vann bug á. Síðustu árin bagaði sjónleysi en þá stytti Hljóðbóka- safn Blindrafélagsins henni dag- ana. Hún var við allgóða heilsu fram á síðastliðið haust en í nóv- embermánuði hrakaði henni hratt. Dýrðfinna andaðist síðan áður en sá mánuður var allur. Banameinið var krabbamein. Dýrðfinna var glaðlynd kona og félagslynd. Hún starfaði mikið inn- an kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands á árum áður og sat þar í stjórn um árabil, vann kappsam- lega að undirbúningi hinnar árlegu hlutaveltu deildarinnar og kunni margar sögur af viðbrögðum for- svarsmanna fyrirtækja þegar þeir voru beðnir að gefa muni á hana. Síðustu árin tók hún þátt í tóm- stundastarfi Blindrafélagsins og sótti samkomur þess og Bergmáls. Skal forustumönnum þessara fé- laga þökkuð vináttan við Dýrð- finnu. Hún fylgdist vel með til hins síðasta og hafði skoðun á hinum margvíslegustu málefnum. Hugur- inn var þó ætíð hjá afkomendunum og leitaði yngri og yngsta kynslóðin oft til hennar með vandamál sín, til dæmis dótturdóttursonur hennar sem þakkar af alhug fyrir stuðning og uppörvun á erfiðum stundum. Dóttur sinni veitti hún styrk í veik- indum enda voru þær mjög sam- rýndar. Sjálfur þakka ég langa samfylgd. Hvíl í friði. Lýður Björnsson. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa þig nálæga á lífsleiðinni þá rúmu fjóra áratugi sem ég hef lifað. Aðeins þegar ég flutti út á land í nokkur ár vorum við ekki saman en þú varst dugleg að heimsækja okkur þá. Það er margs að minnast, allar ferðirnar sem þú og Óskar afi fóruð með mig niður í bæ á Þorláks- messukvöld þegar ég var barn. Í mörg ár vildi ég hvergi sofa nema uppi í hjá þér og fékk að vera þar þótt vafalaust hafi oft verið lítið pláss fyrir þig í rúminu. Hann var ekki gamall Lýður Óskar sonur okkar Halla þegar hann var farinn að venja komu sína í langömmu holu. Aðstæður höguðu því þannig að þú fórst með mig upp á fæðing- ardeild þegar Lýður Óskar fæddist og stoltið leyndi sér ekki. Hnokk- inn var svo skírður í höfuðið á öfum sínum en, Óskar afa misstir þú tíu árum áður en drengurinn fæddist. Snillingur varst þú í matargerð og ófá skiptin leitaði ég til þín við slátur-, sultu- og ekki síst ufsa- bollugerð en þær voru í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum sem og öllum í fjölskyldunni. Dugði þá ekk- ert nema stærsti potturinn. Þú hefur veitt mér og fjölskyldu minni ómetanlega hjálp og styrk í gegnum súrt og sætt og fyrir það og þann tíma sem við höfum átt með þér erum við ævarandi þakk- lát. Sem betur fer hélst þú góðri heilsu fram á það síðasta en sjónin fór þó minnkandi með árunum. Atorkan hjá þér var líka ótrúlega DÝRÐFINNA VÍDALÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Hún Ása ömmusystir mín er nú lögð af stað í langferð, ekki með Akraborginni í þetta sinn heldur öðru feg- urra fleyi. Ég man enn hvað það var skemmtilegt þegar Ása frænka kom frá Akranesi til að heimsækja ömmu. Þær systurnar voru svo fjörugar og það var nú ekki leiðinlegt að fá að sitja hjá þeim og hlusta á þær sprella og syngja og þegar Ása dró upp munnhörpuna var gaman að vera til. Ég var alltaf klár á því að lagið sem fjallaði um „langömmu sem spilaði og söng, spilaði og söng“, það væri í raun og veru um hana Ásu frænku. Ég gat nefnilega alveg séð hana fyrir mér eins og sagði í laginu, sitjandi á hús- þökum eða borðstokkum báta, spil- andi og syngjandi. Nú situr hún á himninum ásamt ömmu og hinum systkinum sínum og ég þykist viss ÁSDÍS M. ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Ásdís MaríaÞórðardóttir fæddist á Uppsölum í Seyðisfirði við Djúp 10. mars 1908. Hún lést 3. desember síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 9. desember. um að þaðan óma nú fagrir munnhörputón- ar. Guðna og fjölskyldu sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Sigurrós Jóna Odds- dóttir. Nú hefur hún Ása móðursystir mín kvatt þennan heim en hún er sú síðasta af móður- systkinum mínum til að kveðja. Þær voru fimm systurnar, Ósk, Guð- rún, Kristín Ásdís María og Vilborg Sigurrós og einn bróðir, Rögnvaldur, sem dó innan við miðjan aldur og annar bróðir, Kristján, dó í æsku. Þau fæddust öll á Uppsölum í Seyð- isfirði við Ísafjarðardjúp og ólust þar upp saman fyrstu árin en vegna veik- inda móður þeirra var Ásu komið í fóstur að Hesti í Hestfirði. Ekki missti hún þó tengslin við systkini sín því þau voru mjög góð alla tíð. Ása bjó lengst af á Akranesi og á meðan hún hafði góða heilsu og gat farið hjálparlaust á milli kom hún oft með Akraborginni og heimsótti þá eins marga og hún gat hverju sinni. Hún elskaði líka að fara vestur í Bolung- arvík og hitta fólkið sitt þar. Mér eru svo minnisstæðar stundirnar þegar þær systur voru að koma í heimsókn til mömmu bæði fyrr og síðar á með- an hver og ein hafði heilsu og þrek til. Ég var svo lánsöm að búa í sama húsi og móðir mín og var því ekki fjarri góðu gamni þegar slíkar heimsóknir áttu sér stað. Þær systur höfðu allar svo gaman af glensi og voru svo skemmtilegar. Já, það var glatt á hjalla og mikið grínast og bæði Ása og mamma voru ágætar eftirhermur. Það var líka svo skemmtilegt að heyra þær rifja upp ýmislegt úr sinni bernsku. Svo beið maður alltaf spenntur eftir að Ása tæki upp munn- hörpuna en hún var ótrúlega góð að spila á munnhörpu. Sem betur fer var tekinn upp diskur í tilefni af 95 ára af- mæli Ásu sl. vetur þar sem hún spilar ýmis gömul lög sem henni voru hug- leikin. Það er ómetanlegur fjársjóður að eiga það. Ásu var mjög annt um ættingja sína og vildi fylgjast með systkinabörnum sínum og síðan þeirra börnum og ótrúlegt hvað hún mundi allt sem henni hafði verið sagt. Hún dvaldi nú síðustu árin á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi og þar fannst henni gott að vera. Þar var haldið upp á afmælið hennar þegar hún varð 95 ára. Það var greinilegt að hún naut þess vel á afmælinu sínu að hitta ættingja og vini og taka lagið við harmonikuundirleik Gísla Einarsson- ar frænda síns og vinar. Ég sendi Guðna fóstursyni Ásu og hans fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau og blessa. Ragna Kristín Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.