Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 53 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar HINSTA KVEÐJA mamma minn besti vinur, alltaf til staðar, alltaf úrræðagóð. Hún kenndi mér að virða eigin tilfinn- ingar, en einnig að breyta eftir heil- brigðri skynsemi. Hún átti það til að hringja óvænt, rétt til að leggja til málanna og gefa ráð, þegar hún vissi að erfiðleikar steðjuðu að, á góðum stundum, eða bara til að miðla skemmtilegum hugmyndum sínum um eitt og annað. Mamma var kjarkmikil, sterk og áræðin, eiginleiki sem kom skýrt fram í erfiðum veikindum. Áður en veikindin fóru að hafa sín áhrif var hún félagslynd og hafði ánægju af skemmtunum. Á síðari árum var hennar helsta skemmtun að fá börn og barnabörn í heimsókn og ríkti þá gleði og gaman, enda var hún glett- in og fjörug. Mamma hafði mikla ánægju af barnabörnunum og fylgdist af áhuga með lífi þeirra og störfum. Hún tók þeim opnum örm- um allt til hinsta dags. Þau sakna hennar nú sárt. Mamma var opin fyrir lífinu í allri sinni mynd, var víðlesin og hafði mikla ánægju af ýmiss konar bókmenntum, svo og margs konar tónlist. Hún fylgdist vel með og hlustaði á ungt tónlistarfólk, nú- tímatónlist til jafns við klassíska tónlist. Hún hafði skarpa hugsun, var rökföst og víðsýn. Andleg mál- efni, jafnt og málefni líðandi stund- ar vöktu áhuga hennar. Hún hafði gaman af að fylgjast með því sem við systkinin vorum að gera hverju sinni og við ræddum oft nám mitt, rannsóknir og önnur störf. Hún hafði ánægju af að ferðast og fór margar ferðir um ævina innanlands sem utan með pabba, okkur systk- inunum og vinafólki. Mér er sér- staklega minnisstæð ferðin okkar um hringveginn, hennar fyrsta, sumarið 2000. Þá var hún orðin las- in og þreytt, en ákveðin í að „loka hringnum“, fara suðurleiðina sem hún hafði aldrei áður farið. Ferðin tók á, en hún var stolt og ánægð yf- ir að hafa farið hana. Mamma hafði einnig mikla ánægju af að heim- sækja æskustöðvarnar á Stokkseyri meðan heilsa hennar leyfði, við fór- um þangað næstum hvert sumar og hún rifjaði upp æskuminningar, ekki síst úr fjörunni sem henni þótti svo vænt um. Mamma var falleg og glæsileg kona. Hún var iðin og myndarleg húsmóðir, verklagin, hvort sem var við saumaskap, húsmóðurstörf, eða önnur störf. Hún hafði mikla ánægju af handavinnu ýmiss konar og var fjölhæf í þeim efnum. Hún hannaði og saumaði falleg föt á okk- ur systkinin og var þá mjög vandað til verka. Þann hæfileika hafði hún eflaust frá móður sinni, sem var mikil og vandvirk saumakona. Mamma lagði metnað sinn í að halda heimili okkar hreinu og fal- legu og að við börnin værum snyrti- leg til fara og vel klædd. Þá hafði hún mikla ánægju af og var sér- staklega lagin við blóma- og garð- rækt og sinnti henni eins lengi og heilsan leyfði. Elsku mamma, þær eru margar samverustundirnar sem ég minnist nú, minningarnar lifa, en það verð- ur erfitt að fylla upp í tómarúmið. Minningar af Strandgötunni, þar sem við bjuggum til 1973 og þar sem þú varst enn heilbrigð og hress, þar sem þið pabbi hélduð miklar veislur og þar sem var mikill gestagangur. Minningar um hvern- ig þú brást við með þolinmæði þeg- ar uppátæki og prakkarastrik okk- ar Röggu gengu of langt og við lærðum af mistökunum. Úr Gerð- inu, sumarbústaðnum okkar, sem tilheyrði fjölskyldunni í tuttugu ár, til 1972. Þar áttum við yndislegar stundir, við leik og störf, allt frá heyskap til alifuglaræktar. Þar tókst þú á móti gestum af þinni ein- stöku gestrisni og hélst heimili við frumstæðar aðstæður þrjá mánuði á ári hverju. Af Miðvangnum, fyrsta og eina húsinu sem þið pabbi byggðuð saman, sem var miðstöð og helsti samkomustaður stórfjöl- skyldunnar í þrjátíu ár. Þar var oft mikið fjör um helgar, þegar allt fylltist af börnum og barnabörnum, allt fram á síðustu daga þína heima, þegar þú varst rúmföst og við skiptumst á að sitja hjá þér, spjalla og færa þér eitthvað gott. Alltaf var stutt í glens og grín, þó að þú og við öll vissum hvert stefndi. Loks minn- ist ég allra heimsóknanna ykkar pabba til okkar í Hátúnið, þeirrar síðustu á afmælisdaginn minn í ágústlok. Allt fram á síðustu dag- ana náðum við góðu sambandi og gátum rætt saman, þó að vökustu- ndir þínar styttust með hverjum degi. Það var alltaf jafn gott að koma til þín, þó mig tæki sárt að horfa upp á erfiðleika þína. Um- hyggjusemi þinni er vel lýst með því að síðustu dagana hafðir þú mestar áhyggjur af börnunum mín- um, ef mér dvaldist hjá þér og sendir mig heim til að sinna þeim. Ég kveð þig nú, elsku mamma. Ég þakka þér samveruna og lífið sem þú gafst mér. Guð veri með þér. Þín Hanna. Ég grét ekki þegar mér var til- kynnt að amma væri farin, hún var búin að berjast svo lengi, hún gat ekki þjáðst lengur. En þegar ég skrifa þessar línur og hugsa um hana sleppur eitt tár og ég á erfitt með mig. Ég sakna hennar. Hún passaði mig og hugsaði um mig af svo mik- illi hlýju þegar ég var barn og for- eldrar mínir að vinna, hún gaf mér að borða eftir skóla árum saman, hjálpaði mér þegar eitthvað bjátaði á hjá mér. Hún hafði gríðarlegt innsæi, eins og hún vissi allt eða væri skyggn. Þegar ég sat og talaði við hana leið mér ekki eins og ég væri að tala við ömmu gömlu, heldur bráð- gáfaða heimskonu með mikinn þokka og útgeislun, sem skein alltaf í gegn, sama hversu grátt veikindi hennar léku hana. Hún var, fyrir mér, höfuð fjölskyldunnar, svona ekta klettur. Henni var svo margt til lista lagt og hafði vit á öllu. Hún var raunsæ og einlæg og mikill húmoristi. Hún var aldrei með neinn leikaraskap og aldrei gerðist hún, að mínu viti, sek um falskt bros. Ég hitti hana ekki oft í seinni tíð, allavega ekki nærri nógu oft. Því hún var þvílík gersemi. Mér fannst við alltaf ná svo vel saman eins og við skildum hvort annað. Það, að fara að hitta hana þegar hún var komin á líknardeildina, óx mér í augum. En um leið og ég kom inn á stofuna hennar fann ég að hún var enn að. Hún lét mér ennþá líða vel. Töfr- um líkast. Þrátt fyrir að hún væri langt frá því að vera upp á sitt besta. Ég fór aftur daginn eftir. Það var hlegið á líknardeildinni. Ég kveð hana hér alveg eins og þegar ég kvaddi hana síðasta skipt- ið sem ég sá hana, þakklátur, fullur aðdáunar á þessari stórkostlegu konu, með kökk í hálsinum en yl í hjartanu. Ragnar Pétursson yngri. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðsson). Það er alltaf erfitt að finna réttu orðin til að kveðja þá sem maður elskar, en við vitum að þú verður alltaf hjá okkur. Guð geymi þig, elsku amma. Berglind og Hlín. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson). Ég kveð Hönnu með vinsemd og virðingu og þakka henni áralanga vináttu og samveru í þessu lífi. Ástvinum hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Ólafsdóttir. HINSTA KVEÐJA Ég hugsa sæll og glaður um þær minn- ingar sem ég á um þig, afi minn. Ég man þegar ég var í heimsókn hjá ykkur ömmu. Um helgar varstu allt- af vaknaður á undan og beiðst eftir því að ég kæmi niður til að fá mér morgunverð og síðan var farið af stað í bíltúr. Fyrst niður á Sögu í vinnuna og síðan var ekið eitthvað út úr bænum en alltaf stoppað í sjoppu og við fengum okkur litla kók í gleri og hraun með í nesti. Ég man hvernig þú þuldir upp örnefnin hér í kring um bæinn og ég reyndi að leggja þau öll á minnið. Mér fannst fátt skemmtilegra en þessir bíltúrar. Það var greinilegt að úti í náttúrunni undir þú þér best. Á virkum dögum vaktir þú mig þegar þú fórst í vinnuna og ég skreið þá INGIMAR RÓSAR SIGURTRYGGVASON ✝ Ingimar RósarSigurtryggva- son fæddist að Litlu-Völlum í Bárð- ardal 19. desember 1928. Hann lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 27. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Kópa- vogskirkju 5. des- ember. upp í þitt ból og sofn- aði aftur. Ég man hvernig við spiluðum í litla herberginu, eftir kvöldmat á meðan fréttirnar voru og fram eftir kvöldi. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því hvað ég væri að gera og hvernig mér gengi og alltaf varstu tilbúinn að veita mér aðstoð og hjálp þegar ég þurfti – hvað sem er. Það var alltaf hægt að leita til þín þegar mann vantaði aðstoð eða greiða. Góðmennska þín og gæska skein í gegn og við fundum hana öll. Þú gafst þér alltaf tíma til að leika við Fanneyju og Aron þegar við Inga komum í heimsókn til ykk- ar ömmu. Ýmist í boltaleik eða ein- hverju öðru. Þau hlökkuðu alltaf til að koma í heimsókn til ykkar. Elsku afi, þú hefur haft mikil áhrif á líf mitt og eignað þér stóran hluta í mínu hjarta. Ég er stoltur af því að bera nafn þitt og mun ætíð heiðra minningu þína. Við kveðjum þig með miklum söknuði en um leið vitum við að nú ert þú á betri stað og horfir niður á okkur öll og gætir okkar. Takk fyrir allt og guð geymi þig. Ingimar. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.