Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 17
Styrkirnir verða veittir tónlistarfólki, 30 ára eða yngri, sem er að ljúka framhaldsnámi
eða hefur nýlega lokið því. Styrkirnir eru ætlaðir til þess að auðvelda umsækjendum að
hasla sér völl í listgrein sinni. Veittir verða allt að fjórir styrkir að fjárhæð 500 þúsund
krónur hver.
Upplýsingar um umsóknargögn og reglur má nálgast í afgreiðslu Íslandsbanka á Kirkju-
sandi eða á vef Íslandsbanka á slóðinni www.isb.is/menningarsjodur.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar nk. og skal senda umsóknir á eftirfarandi heimilisfang:
Menningarsjóður Íslandsbanka – Ungir tónlistarmenn, Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
MENNINGARSJÓÐUR ÍSLANDSBANKA FAGNAR 15 ÁRA AFMÆLI Á ÞESSU ÁRI. HANN ER EINN ÖFLUGASTI SJÓÐUR SINNAR
TEGUNDAR HÉR Á LANDI OG ÁRLEGA NÝTUR FJÖLDI LISTAMANNA OG MENNINGARSTOFNANA STUÐNINGS HANS.
MENNINGARSJÓÐUR
ÍSLANDSBANKA
AUGLÝSIR TIL UMSÓKNAR
STYRKI TIL UNGRA
HLJÓÐFÆRALEIKARA
OG SÖNGVARA
Styrkir fyrir efnilegt tónlistarfólk
F
í
t
o
n
F
I
0
0
7
8
1
9
HÚSFYLLIR var á vel heppnaðri aðventuhátíð sem
haldin var í Húsavíkurkirkju um síðustu helgi. Kirkju-
bekkir voru þéttsetnir auk þess sem um 80 söngmenn
sungu með kórum sínum. Kórarnir sem um ræðir eru
Kirkjukór Húsavíkurkirkju og Karlakórinn Hreimur.
Kórarnir sungu fyrst hvor um sig og síðan samein-
uðust þeir í söngnum við góðar undirtektir kirkju-
gesta. Um söngstjórn sáu þau Robert Faulkner,
stjórnandi Hreims, og Judit Györgysem, sem stjórnar
kirkjukórnum. Judit söng einnig einsöng með kór-
unum sem og þeir Baldur Baldvinsson, Sigurður Þór-
arinsson og Ásgeir Böðvarsson. Undirleikarar kór-
anna voru þau Juliet Faulkner og Aladár Racz, þá
léku þeir Guðni Bragason og Steingrímur Hall-
grímsson á trompet í nokkrum lögum.
Sigurbjörn Einarsson biskup flutti kirkjugestum
hugvekju og aðventuhátíðinni lauk samkvæmt venju
með því að allir viðstaddir sungu saman Heims um ból.
Morgunblaðið/Hafþór
Kirkjukór Húsavíkurkirkju og Karlakórinn Hreimur sungu saman í Húsavíkurkirkju á aðventuhátíð.
Húsfyllir á aðventuhátíð