Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F ríkirkjusöfnuðurinn í Hafn- arfirði var stofnaður sumar- daginn fyrsta árið 1913. Til- efni þess var að íbúar Hafnar- fjarðar vildu fá kirkju í bæinn en höfðu sótt hana að Görðum á Álftanesi. Erindinu höfðu yf- irvöld þjóðkirkjunnar dregið að sinna. Ólga vegna prests- kosninga í hinu gamla Garða- prestakalli hafði eflaust líka áhrif á þetta mál. Það var því ekki deila um boð- skap eða kenningu kirkjunnar sem varð til þess að söfnuðurinn klofnaði heldur afstaða manna til ytri skipulagsþátta,“ segir Einar Eyjólfsson, safnaðarprestur kirkjunnar. „Fram hjá því má hins vegar ekki líta að fríkirkjuhugsjónin, hug- sjónin um aðskilnað ríkis og kirkju, var mikið til umræðu á þessum árum og hafði örugglega áhrif á það hversu margir kusu að yfirgefa sinn þjóð- kirkjusöfnuð og ganga til liðs við hinn nýstofnaða Fríkirkjusöfnuð. Ég finn það enn í dag að margir sem ganga í söfnuðinn gera það út af hugsjóninni um aðskilnað ríkis og kirkju.“ Einar segir að strax eftir stofnun safnaðarins hafi verið hafist handa við byggingu kirkjunnar og var hún vígð rúmum fjórum mánuðum síðar, 14. desember. „Til gamans má segja frá því að Fríkirkjan í Hafnarfirði var fyrsta raflýsta kirkjan á landinu. Rafmagn var af skornum skammti á þessum tíma og þegar athafnir fóru fram í kirkjunni og nota þurfti rafmagn slökkti safnaðarfólkið ljósin heima hjá sér, annars sló allt út.“ Í stuttri upprifjun Einars á sögu safnaðarins kemur fram að stofnendur hans voru um eitt hundrað á fyrsta starfsárinu en nú eru í söfnuð- inum 4.100 manns. „Fyrsti prestur kirkjunnar var Ólafur Ólafsson, þekktur ræðu- og stjórn- málamaður. Þjónaði hann Fríkirkjunni í Reykja- vík. Margir Hafnfirðingar minnast þess að Ólafur kom í hestvagni til kirkjunnar frá Reykjavík þar sem hann bjó. Síðan hafa margir prestar þjónað kirkjunni í lengri eða skemmri tíma.“ Barnastarfið blómlegt Einar er sá prestur sem þjónað hefur einna lengst við Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Á næsta ári hefur hann verið prestur safnaðarins í 20 ár. „Kirkjustarfið hefur tekið miklum breytingum á þessum árum sem ég hef verið prestur hér. Þegar ég kom að starfinu voru 1.800 manns í söfnuð- inum. Ég, organistinn og kirkjuvörðurinn vorum einu starfsmennirnir á sínum tíma og ekkert okk- ar í fullu starfi. Nú erum við prestarnir tveir. Sig- ríður Kristín Helgadóttir vígðist hingað haustið 2000 en hún kemur úr mínum fyrsta fermingar- hópi. Auk okkar eru tíu starfsmenn í hlutastörf- um. Starfsemi er í kirkjunni eða safnaðarheim- ilinu alla daga vikunnar.“ Einar segir barnafólk margt í söfnuðinum, því sé mikið um skírnarathafnir og öflugt ferming- arstarf. „Höfum við sett okkur það markmið að bjóða upp á markvisst barna- og unglingastarf, alveg fram undir tvítugsaldurinn en 300–400 börn og ungmenni sækja starfið vikulega. Í kirkjunni er starfræktur sunnudagaskóli fyr- ir yngstu börnin og Æskulýðsfélag fyrir 13–15 ára og eldri. Við erum stolt af því hvað krakkarnir eru lengi í starfi hjá kirkjunni. Skýringin á því er m.a. sú að tekist hefur að fá mjög gott fólk til að leiða barna- og ungmenna- starfið. Sigríður Valdimarsdóttir djákni og Hera Elvarsdóttir guðfræðinemi hafa byggt það upp. Hér starfar líka öflugt kvenfélag sem varð 80 ára á þessu ári og kirkjukór. Það sem hefur verið sérstakt við starf kven- félagsins er hvað áhugi þeirra er mikill á safn- aðarstarfinu sjálfu. Konurnar áttu frumkvæði að því að hefja barnastarf við kirkjuna á sínum tíma og hafa styrkt það fjárhagslega alla tíð. Breyttar áherslur í tónlistarflutningi Kirkjukórinn hefur vaxið mjög á seinni árum. Við höfum verið að breyta um áherslur í tónlist- arflutningi innan kirkjunnar. Stofnuð hefur verið hljómsveit undir forystu Arnars Arnarsonar, tón- listarstjóra kirkjunnar, sem leikur á gítar. Með tilkomu hljómsveitarinnar hefur skapast meira svigrúm til léttleika. Finnst mörgum sem okkar góðu sálmar úr sálmabókinni öðlist nýtt líf þar sem önnur hljóðfæri en orgelið koma við sögu. Hljómsveitin leikur við messur og á kvöldvök- um, sem eru einu sinni í mánuði. Þá setjum við messuformið til hliðar og tökum fyrir ákveðið um- fjöllunarefni og fáum leikmenn til að tala. Eins höfum við prestarnir við kirkjuna lagt áherslu á samtalspredikanir í helgihaldi okkar. Þá ræðum við saman um predikunarefni dagsins.“ Einar er spurður álits á þeirri þróun að farið er í meira mæli að leika dægurlög við athafnir eins og brúðkaup og jarðarfarir. „Ég leyfi að velja dægurlög við giftingar ef textarnir eru fallegir og uppbyggilegir og hvet til þess að textarnir séu á íslensku. Eins hef ég í vaxandi mæli hvatt fólk til að skoða okkar fal- legu íslensku sálma. Margt ungt fólk vill forðast sálmana en staðreyndin er sú að brúðkaups- sálmarnir okkar eru gullfallegir. Varðandi jarð- arfarirnar gildir það sama. Ef um er að ræða eftirlætislag hins látna ber sömuleiðis að gæta að því að textinn sé fallegur og falli vel að at- höfninni. Falleg dægurlög geta svo sannarlega verið guði þóknanleg.“ Einar segir að fyrir tveimur árum hafi Frí- kirkjan í Hafnarfirði byrjað með tólfspora verk- efnið þar sem byggt er á reynslusporum AA- samtakanna. „Þetta starf er ekki sérstaklega fyrir alkóhólista heldur alla þá sem kunna að hafa orðið fyrir einhverri neikvæðri reynslu í líf- inu. Starfið miðar að því að byggja upp jákvæða ímynd einstaklingsins á ný. Nú sækja þessa fundi, sem eru einu sinni í viku, um 40 manns. Hér er um að ræða grasrótarstarf innan safn- aðarins og sjálfboðaliðar leiða það. Á þennan hátt er verið að mæta mikilli þörf fyrir stuðn- ing.“ Mikil fjölskyldukirkja Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði tilheyrir evangelísk-lúthersku fríkirkjuhreyfingunni. En hver er munurinn á fríkirkjusöfnuði og söfnuði innan þjóðkirkjunnar? „Segja má að við þurfum að hafa meira fyrir hlutunum fjárhagslega. Við fáum aðeins sókn- argjöld frá ríkinu en laun prestanna eru ekki greidd úr ríkissjóði. Eins höfum við ekki aðgang að öðrum sjóðum kirkjunnar eins og jöfn- unarsjóði sókna. Hins vegar má segja að við störfum á sama grunni og þjóðkirkjan og við hennar hlið. Biskup Íslands vígir til dæmis presta til safnaðarins og kallar okkur fríkirkju- prestana á prestastefnur.“ „Þar eð við störfum utan þjóðkirkjunnar höf- um við sannarlega ekki eins mikið fé til að byggja upp safnaðarstarf okkar og þurfum meira að byggja á sjálfboðaliðastarfi. Til dæmis hafa kórfélagar aldrei fengið greitt fyrir söng í kirkjunni svo dæmi sé nefnt. Við reynum að laða til okkar fólk með góðu og öflugu starfi. Ef til vill má segja að það ríki meiri samkennd í frí- kirkjusöfnuði vegna þess að fólk tilheyrir söfn- uðinum óháð búsetu. Fólk er í Fríkirkjusöfn- uðinum þó að það flytji milli hverfa. Þetta er mikil fjölskyldukirkja vegna þess að fjölskyldur hafa tilheyrt kirkjunni kynslóð fram af kynslóð. Presturinn kynnist söfnuðinum mjög vel vegna þessara fjölskyldutengsla.“ Vakið hefur athygli að formaður Prestafélags Íslands hefur hvatt presta þjóðkirkjunnar til að athuga hvort fermingarbörn séu skráð í þjóð- kirkjuna og skrá þau ef svo er ekki, hvað segir Einar um það? „Við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði höfum engar áhyggjur af þessu máli. Yfirleitt skila ferming- arbörnin sér til okkar auk þess sem talsvert mörg börn úr þjóðkirkjunni fermast í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði. Skráð eru 60 fermingarbörn í söfnuðinum í ár en þau eru nærri hundrað sem fermast hér í vor.“ Einar tekur fram að prestar Fríkirkjusafn- aðarins og prestar þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði hafi með sér vaxandi samstarf. „Við hittumst á fundum einu sinni í mánuði og ræðum sameig- inleg málefni. Talsvert samband er á milli æsku- lýðsfélaga kirknanna og við höfum velt því fyrir okkur hvernig kirkjan getur unnið að öflugum forvörnum í þágu barna.“ Í tilefni afmælis Fríkirkjusafnaðarins verður efnt til hátíðardagskrár í dag. Hún hefst með barna- og fjölskylduhátíð kl. 11. Koma góðir gestir í heimsókn, Leikbrúðuland, með Helgu Jónsdóttur og Helgu Steffensen. Hátíðarguðs- þjónusta er kl. 13.00 og verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur að hátíð lokinni. Afmæl- is- og jólatónleikar kirkjukórsins verða kl. 15.00. Einar segir það hafa verið mjög gaman að þjóna og búa í Hafnarfirði. „Ég hef notið þess að þjóna í söfnuði þar sem svona mikil samkennd og vinátta ríkir, “ segir hann. Í dag er þess minnst að 90 ár eru liðin frá vígslu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, fyrstu kirkju Hafnfirðinga. Af því tilefni verður hátíðardagskrá í kirkjunni. Hildur Einarsdóttir fræðist um starfsemi Fríkirkjusafnaðarins og rifjar upp sögu hans. Morgunblaðið/Ómar Fríkirkjan Í Hafnarfirði. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði er barnmargur og lögð er áhersla á gott barnastarf. Sóknarprestar Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði, Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Samkennd einkennir safnaðarstarfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.