Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 44
SKOÐUN 44 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Litli vísirinn á klukkunnigömlu og slitnu bentiniður á við, til merkisum að nú væri að-fangadagskvöld loksins komið. Móðirin var þá fyrir nokkru búin að undirbúa hlutina alla, eins og frekast var unnt, og klæða börnin sín í hátíðarfötin, þó engin dýrindisklæði, heldur bara örlítið skárri larfa en alla jafna. Þetta var nefnilega stórt heimili og fátækt, og sjálf átti hún engan kjól til að vera í á þessari mestu gleðihátíð kristindómsins. Faðirinn hafði náð sér í brenni- vín daginn áður, á Þorláksmessu, og mikið af því, og drukkið sleitu- laust og af áfergju. Hafði vafalítið fóðrað það á einhvern dúnmjúkan og fagran hátt gagnvart samvisk- unni, að hann ætti þetta skilið eftir allt erfiðið undanfarið, að fá nú loksins að slappa ærlega af, eða eitthvað í þeim dúr. Vælið í kerl- ingunni hafði ekkert verið annað en pirrandi röfl; hún skildi þetta ekki, fattaði ekki hvernig karl- menn voru gerðir. Hún um það. Að morgni aðfangadags var byrjað á ný, en upp úr hádegi gat hann ekki meira í bili, og ákvað því að halla sér. Móðirin og börnin læddust næstu klukkustundir um gólfin eins hljóðlega og unnt var, líkt og framliðnar sálir, til að raska nú ekki svefnró heimilisföðurins, og innst inni bjó sú von í hjörtum þeirra, dauf samt, að hann mætti ná að sofa þannig fram á jóladag. Enda vissu þau, að eini möguleik- inn á friðsælu og gleðilegu kvöldi væri fólginn í einhverju slíku. Þetta var ekkert nýtt. Svona hafði formið verið alla tíð, en óvenju slæmt var ástandið þetta árið. Þeim varð ekki að ósk sinni. Upp úr klukkan sex vaknaði hann, leit ringlaður og hissa á uppábúna fjölskylduna og sagði: „Hvað í and- skotanum stendur eiginlega til á þessu heimili?“ Hann mundi ekki hvaða dagur var. Þessi saga er ekki uppspuni, þótt ótrúlegt sé. Mér var sögð hún fyrir nokkrum árum, en hún gerð- ist fyrir löngu. Og ég veit, að hún er ekkert einsdæmi. Um allt land og víða jörð gerist eitthvað svipað á hverjum einustu jólum. Það er svakaleg tilhugsun. Bindindisdagur fjölskyldunnar var að þessu sinni 29. nóvember síðastliðinn, við upphaf nýs kirkju- árs. Af því tilefni ritaði Dagný Jónsdóttir alþingismaður athygl- isverða grein í Morgunblaðið, sem bar yfirskriftina „Börn eiga rétt á gleði jólanna“. Þar sagði hún m.a.: Það er ekki að ástæðulausu að þessum degi er valin dagsetning í byrjun að- ventu, en áfengi, vímuefni og jólahald eiga enga samleið. Okkur er flestum ljóst að börnum líður oft illa þegar for- eldrar þeirra eru undir áhrifum áfengis. Ekkert foreldri hefur leyfi til að hafa gleði jólanna af barni sínu og því munu ýmis samtök minna á í dag hversu mik- ilvægt það er fyrir börn að foreldrar þeirri neyti ekki áfengis á jólunum. Í þessu tilliti eru forvarnir afar mik- ilvægar og má aldrei slaka á í þeim mál- um. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að fyrirmyndir skipti mestu máli. Fyr- irmyndir barna eru eðlilega foreldrarnir og því er heimilisuppeldið öðru fremur lykill að farsæld uppvaxandi kynslóðar. Oft er sagt að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins, það er mikið rétt. Því er hlutverk okkar allra að treysta þennan hornstein með öllum tiltækum ráðum. Jólamánuðurinn reynir mikið á fjöl- skyldur og alla einstaklinga. Hraðinn verður mikill í samfélaginu næstu vikur, kröfur miklar og væntingar fram úr öllu hófi. Allt aukaáreiti eins og ofdrykkja og vandræði henni tengd verður enn erf- iðara um jól en á öðrum tímum. Tökum höndum saman, stöldrum við og tryggj- um öllum möguleika á að njóta jólanna þar sem ríkir öryggi og kærleikur. Ef þú, faðir eða móðir, sem lest þessi orð mín og Dagnýjar, átt fjölskyldu, og ert að hugsa um að gera eitthvað svipað og húsbónd- inn sem ég nefndi í upphafi, þá bið ég þig um að staldra við og líta rétt augnablik í innstu fylgsni huga þíns. Eitthvað hlýtur að vera úr lagi þar, eða hvað? Og ef svo er, væri þér ekki best að leita eftir að- stoð færra manna og kvenna, til að finna bót á þessu, áður en glæp- urinn er framinn? Að fá hjálp við að sjá, að það er fátt, ef þá nokkuð, ónáttúrulegra til en að nauðga með drykkju og yfirgangi sálum kærustu ástvina þinna á helgasta tíma ársins, sem einnig og fyrst og síðast er og á að vera mesta gleði- stund í lífi allra barna ár hvert? Slík ör eru lengi að hverfa, og sum ná því aldrei. Ef einhver mann- dómur lifir ennþá í þér, ef vínand- inn er ekki nú þegar búinn að drekkja öllu siðferðisþreki þínu, verðurðu að grípa í taumana. Þetta er dauðans alvara. Fyrsta skrefið gæti verið að sleppa drykkju um þessi jól, og annað það að spenna greipar og biðja meistarann um fyrirgefningu og hjálp, Guðs son í jötunni, því maðurinn er stærstur þegar hann krýpur í einlægri bæn við fótskör hans. „Komið til mín, öll þið sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita ykkur hvíld,“ segir hann, og er þekktur fyrir að ganga aldrei á bak orða sinna. Takirðu boði hans, muntu finna kraft, sem nægir til að halda áfram á braut- inni, í átt til eðlilegs lífs. Megi hann ná um þig á komandi dögum, ljúka upp augum þínum og hreinsa ærlega til. Það yrði besta jólagjöf þín til ástvinanna frá upp- hafi. Og Jesúbarnsins. Ekki spurning. Áfengið og jólin sigurdur.aegisson.kirkjan.is Hátíð ljóssins, bjartasti og gleðilegasti tími árs- ins, er innan seilingar og börnin farin að hlakka til mest allra. Sigurður Ægisson fjallar þó í dag um nokkuð, sem auðveld- lega gæti eyðilagt fyrir þeim jólin og gert í staðinn að tíma angistar og myrkurs. SUNNUDAGINN 7. des. birtist skondin grein eftir Einar Fal Ing- ólfsson í Morgunblaðinu. Þar legg- ur EFI orð í belg þeirrar deilu sem upp er komin í Grafarvogi vegna staðsetningar listaverks í fjörunni neðan Staðahverfis. Greinin er skondin fyrst og fremst vegna þess að höfundur mis- skilur um hvað málið snýst. Nokkur hluti greinar EFI fer í að rifja upp sögu Vatns- berans eftir Ásmund Sveinsson. Þar á að reyna að draga ein- hverja hliðstæðu milli þess máls og deil- unnar í dag. EFI hefði betur tal- að við einhvern hérna megin lín- unnar, það hefði sparað honum þessa hneisu. Reyndar er óskiljanlegt hvernig hámenntaður maðurinn leggur svo mikið í söguskoðun sína án þess að minnast einu orði á hafmeyjuna frægu við tjörnina. Það hefði verið gaman að lesa skoðun EFI á því hverjir voru þar að baki. En það er önnur saga. Vatnsberinn var fluttur út á víða- vang vegna mótmæla sem snerust um verkið, við hins vegar viljum að Klettur Brynhildar verði fluttur af víðavangi og eitthvað annað, t.d. inn í byggð, vegna þess að við viljum halda í sem mest af ósnortinni nátt- úru innan borgarmarkanna. Auka fjölbreytni í umhverfi okkar en ekki öfugt. Þetta hefur aldrei farið á milli mála. Þetta grundvallaratriði hefur týnst hjá sérfræðingi Morg- unblaðsins í listum. Ég endurtek, deilan snýst ekki um listaverkið heldur staðsetningu þess, á þessu hefði EFI átt að gæta sín. Eins og oft vill verða þegar menn hefja dans á röngum fæti fer dans- inn út um víðan völl og þannig fór nú fyrir Einari. Hann belgist upp í vandlætingu sinni á svokölluðum listhöturum. Þetta er mér algerlega framandi hugtak, en þá verður þess líka að gæta að ég er ekki há- menntaður sérfræðingur í að búa til smekk fyrir fólk né neinu því er lýt- ur að miðstýringu menningar. Þar sem ég hef verið að skipta mér af þessu staðsetningarmáli telst ég væntanlega til svokallaðra listhatara. En hvernig má það vera? Hvorki ég né nokkur annar hér hefur, svo ég viti, opinberlega viðrað skoðanir á verkinu. Sjálfur hef ég enga skoðun á sumum verk- um hér upp frá, en mjög jákvæða skoðun á öðrum. Tökum sem dæmi Demant við Borgarholtsskóla, hann má standa þarna hálfur inni í blómabeði til eilífðarnóns mín vegna. Og mjög ánægður var ég að sjá verk Rúríar sem nýlega var af- hjúpað í Grafarvogskirkjugarði, þar finnst mér vera kjöt á beinum (ég bið forláts á alþýðlegu orðalagi). Því verður mér svo tíðrætt um sérfræð- inga? Jú EFI gengur nú í humátt eftir ýms- um öðrum sérmennt- uðum, sérfróðum og sérlega sérvitrum, sem undanfarið hafa haft miklar áhyggjur af því hvað venjulegt fólk er farið að færa sig upp á skaftið. T.d. eru settar upp sýningar án þess að skipaðar hafi verið nefndir sérfróðra til að fjalla um hvað telst sýningarhæft, hvað megi sýna fólki og íbúasamtök með úthverfa-idiótum hafa nú vog- að sér að hafa skoðun á því hvernig þeirra nánasta umhverfi á að líta út. EFI telur það einungis vera á færi kjörinna fulltrúa að taka þær ákvarðanir og það einvörðungu í samráði við, jú sérfræðinga! Og hvers vegna? Spyr sá sem ekki veit. En að mér læðist illur grunur, hér er greinilega mikið í húfi. Nýlega mátti lesa í grein eftir Stefán Jón Hafstein að Reykjavík- urborg setji 1,1 milljarð beint í menningarstarfsemi, fyrir utan allt það óbeina. Erum við ekki búin að ala upp heila stétt sérfræðinga sem vita sem er, að það er eftir miklu að slægjast? Þeir gætu jafnvel verið fleiri en þeir sem stunda myndlist að einhverju gagni hér í þessu landi. Ég er að verða þeirrar skoð- unar að við sitjum nú uppi með of- gnótt prófessora í myndlist, bæði eiginlegra og óeiginlegra. Það er farið að harðna á dalnum og þeim finnst sér ógnað. Þetta myndi skýra svona dans eins og þann sem EFI sýndi hér á sunnudaginn. Þó er ég ekki alveg viss. Kannski er þessi vandlæting meira í ætt við trúarhita, eða eiga ekki allir alvöru myndlistarspek- ingar sér röð af eins konar dýr- lingum, óskeikulum snillingum sem varða veginn fyrir rétttrúaða list- dýrkendur? EFI fer líka fram á að eins konar trúboð sé hafið í þessum menningarlega útnára hér í Graf- arvogi svo almúginn geti notið list- arinnar á forsendum sérfræðings- ins. Eða sjá sérfræðingarnir bara fyrir sér nýja tekjulind við launað trúboð í úthverfum? Og enn er ég ekki viss. En náttúruótti, hvað er nú það? Þetta nýyrði má nota til að reyna að lýsa skilningi mínum á út- þenslustefnu listframleiðenda, lista- verkavíxlara og listsérfræðinga. Getur verið að þeir séu beinlínis óttaslegnir ef þeir finna sig á ströndu án manngerðra hluta? Álíka heilkenni er alþekkt í dýra- ríkinu. Mörg dýr míga til að mynda víðsvegar um sitt umráðasvæði og hendi það síðan að eitthvert þeirra rambi óvart út fyrir merkt svæði og finni ekki lengur hlandlyktina sem það eða önnur úr þess flokki hafa skilið eftir, þá verður dýrið ótta- slegið og fyllist vanlíðan. Getur þetta verið skýring? Enn og aftur er ég ekki viss, kannski er skýr- ingin miklu einfaldari þ.e. að sér- fræðingarnir eru búnir að átta sig á því að þeir hafa fjarlægst gráa al- múgamanninn svo mjög að „pöpull- inn“ skilur ekki lengur „bofs“ í hvað þeir eru að fara og kærir sig því ekki um afurðir sérfræði- mennskunnar inni í hverfunum sín- um, því er nauðsyn fyrir áframhald- andi listútgerð að finna ný mið … hvar gætu þau verið, jú úti í nátt- úrunni. Ég óttast að sérfræðingarnir muni reyna að sjá okkur fyrir sífellt fleiri stórkostlegum verkum. Einn vill risahúfu á Esjuna, það verður væntanlega aldrei, en myndum við vilja eitthvert stórvirkið t.d. framan í Úlfarsfellið? Ég er viss um að ein- hver spekingurinn er þegar búinn að fá þá hugmynd og þarf bara að selja hana í hendur sérfræðing- anna. Nú þegar eigum við ljós- mengandi furðuverk uppi á Sand- skeiði sem reyndar styður kenninguna um náttúruóttann. Steinsúlur víðsvegar um Viðey og ýmislegt fleira misslæmt, sumt sjálfsagt meinlaust. En að listin sé svo heilög að ekki megi gera tillögu um aðra staðsetningu á þessum skúlptúr er fulllangt gengið. Kæri EFI, það var gerð skrifleg kurteis- isleg beiðni til þeirra aðila sem með valdið fara um að finna verkinu nýja staðsetningu. Þá fyrst byrjaði ballið, og þú fórst að dansa. Hver er mesti hatarinn? Ekki meir að sinni. Listdýrkun eða náttúruótti? Jón Baldur Hlíðberg skrifar um listaverk, umhverfi og sérfræðinga ’Eins og oft vill verðaþegar menn hefja dans á röngum fæti fer dans- inn út um víðan völl og þannig fór nú fyrir Einari.‘ Jón Baldur Hlíðberg Höfundur er teiknari. HUGVEKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.