Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NIÐARÓS hefur þanist út, stækkað og blómstrað frá því Ólafur kon- ungur Tryggvason lét reisa hús á Niðarbakka og skipaði svo árið 997 að þar skyldi vera kaupstaður. Álit- ið er að bæjarmynd hafi smám sam- an komið á Niðarós fram eftir ell- eftu öldinni og dómkirkjan, sem reist var við ósinn, verið undirstaða byggðarinnar því völd kirkjunnar manna voru mikil á þessum tímum. En vöxtur og viðgangur bæjarins er þó ekki síður þakkaður því að um miðja elleftu öld tóku pílagrímar að streyma þangað til að líta augum helga dóma heilags Ólafs Haralds- sonar í Ólafskirkjunni. Það hefur verið fyrsti ferðamannastraumur í Noregi og þeir ferðamenn hafa þurft sína fyrirgreiðslu. Fyrir 1200 var allt héraðið nefnt Þrándheimur en þá var farið að nota það nafn um þennan vaxandi bæ sem áður var nefndur Niðarós en Þrændalög um héraðið, sem varð Tröndelag. Árið 1930 var ákveðið á Stórþinginu að hafa gamla Niðaróssnafnið um bæ- inn en bæjarbúum líkaði það stórilla og ári síðar tók þingið aftur þá til- skipun. Á úthallandi viku í júlílok sat ég í íbúð Kolbrúnar Ragnarsdóttur, frænku minnar, á efri hæð í gömlu og fallegu húsi við enda blindgötu í hæðunum fyrir austan ána Nið. Gat- an er kennd við skóg eða mörk og nefnd Markveien. Meðan Þrænda- sólin vermdi suðurgluggana hamr- aði ég á ferðatölvuna mína þá skuld sem ég batt mig til að gjalda hlust- endum Rásar eitt, gömlu gufunnar, einu sinni í viku á þessari ferð minni. Ég fékk upptökutíma hjá norska ríkisútvarpinu, NRK, morg- uninn eftir og setti þá saman með góðri hjálp lipurs og áhugasams tæknimanns pistil með upptökum frá söguleiknum „Olav den heilige“, sem hafði verið fluttur á útisviðinu á Stiklarstöðum, og sendi hann heim til Íslands um stafræna símalínu. Fundurinn í Vísindasafninu Hann hellti úr sér kröftugri skúr um miðjan daginn þegar ég hafði lokið störfum við hljóðvinnslu, en fljótlega glaðnaði til á ný. Ég fékk mér góðan hádegisverð á veitinga- stað efst í háum útvarps- og sjón- varpsturni við hliðina á NRK-hús- inu við Jónsvatn, einum af þessum veitingastöðum sem snúast um sjálfa sig, og hafði góða útsýn yfir Þrándheim og næsta nágrenni með- an ég mataðist. Og nú átti ég aðeins einu erindi eftir ólokið í höfuðbæ Þrænda, að finna bein Gunnlaugs ormstungu. Á gömlum bókum, sem ég hafði fundið í bókasafninu í Levanger, stendur að beinunum hafi verið komið til Oldsaksamlingen og Pet- ersen safnstjóri tilgreinir á einum stað númerið sem þeim var gefið á safninu þegar þau voru skráð þar. Nú finnst ekkert í Þrándheimi sem heitir Oldsaksamlingen og ég ákvað að reyna Vitenskapsmuseet, Vís- indasafnið. Þar náði ég sambandi við mann að nafni Ole Bjørn Pet- ersen og spurði hvort þar á safninu væri hugsanlega að finna hauskúpu og lærlegg íslenska fornkappans Gunnlaugs ormstungu. Andartaks þögn varð í símanum og ég notaði hana til að bæta því við að ég hefði við höndina númer sem beinum þessum hefði verið gefið árið 1919 og gaf honum það upp. Enn varð andartaksþögn. Síðan sagðist Pet- ersen yngri skyldu athuga málið og Hauskúpa Gunn- laugs ormstungu Bókarkafli Í Íslendingasögum segir margt frá atburðum á söguöld og stöðum sem landnámsmenn komu frá til Íslands. Þorgrímur Gestsson fór um Noreg og kynnti sér sögusvið margra þessara atburða. Hér segir frá dvöl hans í Nið- arósi og hauskúpu Gunnars Ormstungu. Ljósmynd/ Vitenskapsmuseet, Trondheim Hauskúpa og lærleggur sem hafa verið varðveitt á forngripasafninu í Þránd- heimi frá því 1919 og eru talin vera af sjálfum Gunnlaugi ormstungu, þar til ann- að sannast.    Líf og fjör á Lækjartorgi Jólamarkaður á Lækjartorgi Jólamarkaðurinn Opið í dag, sunnudag, frá 13–18 Kl. 13.30 Dagskráin hefst með jólahugvekju Jónu Hrannar Bolladóttur miðborgarprests. Stúlknakór Hallgrímskirkju syngur. Kl. 15.00 Steindór Andersen kveður rímur á torginu. Milli kl. 15 og 16 30 Brassband miðborgarinnar, Harmonikkuleikur og jólasveinar mæta á torginu. Kl. 16.30 Hera syngur nokkur lög og áritar nýútkominn geisladisk. Mætum í hjarta Miðborgarinnar TOPP 20 mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.