Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 14. des. kl. 14. uppselt Sun. 21. des. kl. 14. Lau. 27. des. kl. 14. uppselt Lau. 27. des. kl. 16. uppselt Sun. 28. des. kl. 14. Sun. 28. des. kl. 16. örfá sæti Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT, Su 28/12 kl 14 - UPPSELT Lau 3/1 kl 14 - UPPSELT, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14, Lau 24/1 kl 14 - UPPSELT, Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14 Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 SAUNA UNDER MY SKIN Gestasýning Inclusive Dance Company - Noregi Í kvöld kl 20 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! TIL SÖLU ALLA DAGA: LÍNU-BOLIR, LÍNU-DÚKKUR **************************************************************** LÍNU-LYKLAKIPPUR, HERRA NÍELS, HESTURINN **************************************************************** GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900 **************************************************************** GJAFAKORT Á CHICAGO KR. 2.900 **************************************************************** ALMENN GJAFAKORT - GILDA ENDALAUST SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500 FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT Su 28/12 kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20 Árbæjarsafn Jólasýning opin í dag kl. 13-17. Kertagerð, laufabrauðsskurður, jólasveinar - jólasöngvar og margt fleira. Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn Sunnudag 14. des. kl. 20.00 - laus sæti Sveinsstykki Arnars Jónssonar Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson Jólaskemmtun í Kaffileikhúsinu lau. 13. des. og sun. 14. des. kl. 20.00 Miðapantanir í síma 661 2525 og á hugleik@mi.is Dansleikur Ásgarði í Glæsibæ Caprí tríó leikur í kvöld, sunnudag 14. desember, frá kl. 20:00. Ath. síðasti dansleikurinn á þessu ári. Næsti dansleikur verður 4. janúar á nýju ári. SUN. 14/12 - KL. 19 UPPSELT LAU. 20/12 - KL. 15 ÖRFÁ SÆTI LAUS SUN. 21/12 - KL. 15 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA SUNNUD. 14. DES. KL. 16 OG 20 TÍBRÁ: JÓLATÓNLEIKAR. Nokkur sæti laus! Sígildar perlur og jólalög. Kammerhópur Salarins og Skólakór Kársness. Stórfjölskyldan velkomin, ókeypis fyrir yngri en 20 og eldri en 60 ára. FIMMTUDAGUR 18. DES. KL. 20 TÍBRÁ: FIÐLUSÓNÖTUR BRAHMS Sigurbjörn Bernharðsson og Anna G. Guðmundsdóttir. Fiðlusónötur Jóhannesar Brahms eru meðal gersema tónbókmenntanna og heyrast hér allar þrjár á sömu tónleikum. Miðaverð: 1.500 / 1.200 kr. NETSALA: www.salurinn.is Miðasala opin virka daga kl. 9-16 Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Carmen Tónleikar gullmolar úr Carmen Fös. 19. des. Tenórinn Í kvöld 14. des. kl. 20.00. Örfá sæti Lau. 27. des. kl. 20.00. Laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Þri. 30. des. kl. 21.00. örfá sæti Fös. 2. jan. kl. 21.00. nokkur sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Hann er enskur séntilmað-ur og þess vegna byrj-aði hann á að afsakasig. „Ég má til með að biðja þig að fyrirgefa mér ef ég virka eitthvað upptrekktur,“ sagði Curtis kurt- eisislega en greinilega upptrekkt- ur. „Þannig er að ég er að bíða eftir símtali frá kærustunni. Hún á von á sér á hverri stundu.“ Þessi tíðindi komu eitthvað svo innilega lítið á óvart. Að þessi maður skuli vera í hamingjusömu sambandi, hlaðandi niður börnum (á þrjú fyrir) og allt í lífsins blóma. Myndir hans bera þess svo glöggt merki, og húmorinn, sem hefur breyst töluvert síðan þessi Oxford- menntaði handritshöfundur lét fyrst að sér kveða. Þá skrifaði hann grínþætti fyrir sjónvarp, sem einkenndust af kaldhæðni og út- úrsnúningi. Not The Nine O’Clock News hétu þeir fyrstu og nutu vin- sælda uppúr 1980. Þar steig líka sín fyrstu skref á grínsenunni Rowan nokkur Atkinson sem átti eftir að vinna meira með Curtis, fyrst í sjónvarpsþáttunum Black Adder og síðan sem Mr. Bean sem var hugarfóstur þeirra félaga. Það var svo fyrir 12 árum síðan sem ferillinn tók nýja stefnu þegar hann skrifaði handrit að róman- tískri gamanmynd sem hann nefndi Four Weddings and a Funeral. Myndin sló rækilega í gegn um heim allan og gerði ann- ars fremur væskilslegan og óör- uggan Hugh Grant að einum helsta hjartaknúsara heimsbyggð- arinnar. Síðan þá hefur Curtis ítrekað sannað hæfni sína sem ást- mögur, höfundur rómantískra gamanmynda; Notting Hill sem var hans eigin saga frá grunni og svo Dagbók Bridget Jones en hann skrifaði kvikmyndahandritið uppúr metsölubók Helen Fieldings. Og nú er komin enn ein rómantíska gamanmyndin frá honum, sem jafnframt er hans fyrsta leik- stjórnarverkefni, Ást í reynd eða Love Actually eins og hún heitir á frummálinu. Ógiftur en alltaf í brúðkaupum Þannig eru þau greinileg um- skiptin sem urðu hjá Curtis fyrir 12 árum, með Fjórum brúðkaup- um. Lék því blaðamanni Morgun- blaðsins forvitni á því hvað olli, hvort hann hefði fundið réttu upp- skriftina að farsælum ferli eða hvort öll þessi rómantík hefði eitt- hvað að gera með líf hans sjálft. „Ja, það má vera að það hafi haft eitthvað að segja að ég kynnt- ist kærustunni minni einmitt fyrir 12 árum, um það leyti sem ég var að skrifa Fjögur brúðkaup,“ segir Curtis á þann veg að hann er klár- lega búinn að ganga í gegnum þessa sálgreiningu áður. „Líf mitt breyttist vissulega þegar ég fann stóru ástina og ætli það hafi ekki líka áhrif á húmorinn hjá mér og val á viðfangefnum.“ – En þú talar um kærustu, mað- urinn sem skrifað hefur fleiri brúðkaup fyrir hvíta tjaldið en nokkur annar á liðnum árum. Hvernig má það vera? „Jú, brúðkaupin eru eiginlega óumflýjanleg þegar koma á því til leiðar í ástarsögu að parið ást- fangna muni enda saman. Ég skrifaði Fjögur brúðkaup stuttu eftir að við byrjuðum saman og hugmyndin að því handriti er einmitt sprottin af því að síðustu fimm árin eða svo hafði ég farið í svo óskaplega mörg brúðkaup. Þá gátum við hreinlega ekki hugsað okkur að giftast, vorum uppi- skroppa með hugmyndir um hvernig við gætum gert okkar eig- ið frábrugðið öllum hinum. Það má því segja að ég hafi byrjað að skrifa svona mikið um brúðkaup vegna þess að ég var alltaf í brúðkaupum.“ – En nú þegar þú ert búinn að spreða svona mörgum góðum og rómantískum hugmyndum fyrir eftirminnilegan brúðkaupsdag í myndir þínar … Curtis grípur inn í: „Ég vona að þær nýtist einhverjum.“ …ertu ekki hræddur um að þú sért búinn að setja markið of hátt fyrir þitt eigið brúðkaup, komi til þess að þú giftir þig? „Jú, örugglega. Þetta er vanda- mál sem ég hef velt fyrir mér í laumi. Ætli ég þyrfti ekki bara að nota einhverja af þeim sem voru í myndunum.“ – Eins og t.d. þessa frábæru hugmynd í Love Actually þar sem kirkjuathöfnin leysist upp í söng? „Það atriði er reyndar byggt á sönnum atburðum, minningarat- höfn fyrir Jim Henson (skapara Prúðuleikaranna). Ég var við- ichard og ómantíkin Rómantískar gamanmyndir eru hans fag. Fjögur brúðkaup og jarðarför, Notting Hill og Dagbók Bridget Jones eru nægar sannanir fyrir því. Samt er hann Breti og viðurkennir að það sé einmitt það fyndna við það. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Richard Curtis, kurteisan en upptrekktan, um nýjustu mynd hans, Love Actually, og ástina. R Richard Curtis er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.