Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Lárétt 1.Er plantan nefnd eftir stjörnunni Vegu? (11) 6.Þrjósk drýpur höfði við brattan stað. (9) 10.Það sem varð úr konu bróðursonar Abrahams. (11) 11.Geðillur en samt greiðvikinn. (8) 12.Það sem sagt er við dyr lendir fremst í bók. (11) 14.Deila út af smáræði (8) 18.Gjálfur í svallsömum. (8) 19.Bor styrki af krafti. (6) 20.Fölur mjög vegna aldraðrar. (9) 22.Fjölskyldu skráir í bók. (8) 24.Guðshús að rykfalla. (5) 27.Fiskimið sem sjást eru viðhorf. (9) 29.Afdrep fyrir mjóa ræmu á skipshlið. (10) 30.Línið léð eftir á. (8) 31.Verkstæði sem finnst nálægt snauðum og einföldum. (7) Lóðrétt 1.Nakinn blasir augljóslega við (12) 2.Skattur sláttumanns? (11) 3.Krjúpa til að sjá fugl. (5) 4.Lamdi besta vin Vals á eyju. (9) 5.Þjóðskipulag sem felur í sér að ein tali. (7) 7.Afkomandi manna og trölla. (9) 8.Bardaga ara er bölvaður. (6) 9.Læri að finna ótakmarkað vald. (6) 13.Þrífir í dembum. (6) 15.Skraut fyrir sort í garði. (9) 16.Virkileg keyri draga fram ábúðarfullt andlit. (12) 17.Pú á eiginmanninn í 10 lárétt og hans fall. (8) 20.Keppnisgrein hjá íþróttafélagi er hreyfing á skriðjökli. (9) 21.Flæki slyngur vel hálfur vegna meðala. (9) 23.Svörð æsa í hindrun. (7) 24.Messa sí og æ með tónverki. (7) 25.Já, skrif valda því að braki. (7) 26.Ávæningur um að þú klippir. (6) 28.Ræfill finnur erfiðan yfirferðar. (6) 1. Hvað heitir plata Skyttnanna? 2. Hverjir hituðu upp fyrir Muse í Laugardalshöll? 3. Hver leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Undralandi (Wonderland)? 4. Hver leikstýrir myndinni Ástin er allt (It’s All About Love)? 5. Hvað heitir ný plata Einars Arnar Benediktssonar? 6. Hvaðan er hljómsveitin Kanis? 7. Hvert er draumahlutverk Johnnys Depps? 8. Hvað heita börn Toms Cruise og Nicole Kidman? 9. Hvaða íslenska plata er á toppi Tónlistans? 10. Hvað heitir hryllings- myndin eftir Íslandsvininn Eli Roth? 11. Hvað heitir sonur Ladda? 12. Eftir hvern er bókin The Da Vinci Code? 13. Hvað var kúbanski píanist- inn Ruben Gonzales gamall er hann lést? 14. Hver leikstýrði myndinni Stronger than the Sun, sem er frá árinu 1977? 15. Hvað heitir hljómsveitin? 1. Illgresi. 2. Mínus. 3. Val Kilmer. 4. Thomas Vinterberg. 5. Ghostigital. 6. Hún er frá Akureyri. 7. Hamlet. 8. Isabella og Conor. 9. Nýtt upphaf eftir Írafár. 10. Kofakvillinn (Cabin Fever). 11. Þór- hallur. 12. Dan Brown. 13. Hann var 84 ára að aldri. 14. Stephen Poliakoff. 15. Forgotten Lores. Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má ásíðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. Lárétt: 1. Landnámsmaður, 9. Viðdvöl, 10. Tor- tímandinn, 12. Víxlari, 13. Yngvar, 15. Stað- arfall, 17. Fálkaorða, 19. Veira, 23. Eþíópía, 24. Trampólín, 26. Trúarvingl, 28. Ellimörk, 29. Ávallt, 30. Sultarlaun, 31. Smávindill, 32. Ísr- ael. Lóðrétt: 1. Listamannsheiti, 2. Nöðrukyn, 3. Slöngur, 4. Angist, 5. Utangátta, 6. Viðlíkar, 7. Hvítabandið, 8. Alheill, 11. Íhugull, 14. Aldaf- aðir, 16. Broddgöltur, 18. Ábótavant, 20. Auðnulítill, 21. Pútnamamma, 22. Kampakátir, 25. Lorelei, 27. Kruss. Vinningshafi krossgátu Árni Ingimundarson, Hlíðarhjalla 72, 200 Kópavogi. Hann hlýtur í verðlaun bókina Bettý eftir Arnald Indriðason sem gefin er út af Vöku-Helgafelli. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgát- unnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu Krossgáta Sunnudagsblaðsins, Morgunblaðið, Kringlan 1, 103 Reykjavík. Skila- frestur á úrlausn kross- gátunnar rennur út fimmtudaginn 18.desember Heppinn þátttakandi hlýtur bók af bóksölu- lista, sem birtur er í Morgunblaðinu. VINNINGUR ER GEFINN AF FÉLAGI ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFANDA. K r o s s g á t u v e r ð l a u n HEIMILSFANG PÓSTFANG NAFN Þorsteinn Jóhannesson og Stefán Benediktsson Siglufjarðarmeistarar Mánudaginn 24. nóvember lauk Siglufjarðarmótinu í tvímenningi (Sigurðarmót). Mótið er kennt við Sigurð Kristjánsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra sem var mikill eld- hugi og frumkvöðull bridgeíþróttar- innar á Siglufirði. Mjög góð þátttaka var í mótinu, en 19 pör mættu til leiks. Spilaður var „barometer“, allir við alla, fimm spil á milli para. Eftir gríðalega jafna baráttu stóðu uppi sem sigurvegarar þeir Þorsteinn Jó- hannsson og Stefán Benediktsson sem hlutu 123 stig. Röð næstu para varð þessi: Anton Sigurbjörnss. – Bogi Sigurbj. 121 Birgir Björnss. – Þorsteinn Jóhanness. 120 Reynir Karlsson – Georg Ragnarsson 108 Ólafur Jónsson – Guðlaug Márusdóttir 90 Hreinn Magnúss. – Friðfinnur Haukss. 80 Nú er lokið tveimur umferðum af þremum í blandaðri hraðsveita- keppni, þar sem efsta og neðsta pari úr Siglufjarðarmótinu í tvímenningi var raðað saman í sveit, par tvö og næst neðsta pari og svo framvegis. Þannig taka níu sveitir þátt í mótinu. Að loknum tveimur umferðum er staða efstu sveita. Sveit Georgs Hermannssonar 959 Georg – Þórarinn, Ari Már – Ari Már Sveit Elsu Björnsdóttur 900 Sveit Guðrúnar J. Ólafsdóttur 884 Næsta mánudag verður spiluð síð- asta umferðin sem jafnframt er síð- asti spiladagur fyrir jól. Milli jóla og nýárs verður spilaður tvímenningur „barometer“ með tölvugefnum spil- um. Mótið er jafnframt minningar- mót um látinn félaga, Benedikt Sig- urjónsson. Norðurlandsmót í sveitakeppni Helgina 22. og 23. nóvember fór fram Norðurlandsmót í sveitakeppni sem haldin var í umsjón Bridsfélags Siglufjarðar. Norðurlandsmeistari í sveita- keppni varð sveit Ólafs Jónssonar sem vann alla sína leiki með nokkr- um yfirburðum. Í sveit Ólafs spiluðu auk hans Ari Már Arason, Páll Ágúst Jónsson og Jóhann Stefánsson. Sveitin hlaut alls 108 stig, í öðru sæti varð sveit Eyjólfs Sigurðssonar frá Sauðárkróki með 84 stig og í þriðja sæti sveit Dalvíkurskjálftans Dalvík með 82 stig. Þrátt fyrir mikla yfir- burði sveitar Ólafs voru nú ekki allt- af jólin hjá þeim í baráttunni. Í leik sveitarfélaga Ólafs þeirra Páls og Jóhanns við þær Guðrúnu Ólafsdótt- ur og Kristínar Bogadóttur í sveit Önnu Láru Hertervig lentu þeir í slíkum ógöngum að stærri tala hefur ekki verið skráð við bridsborð á Siglufirði svo elstu menn muna. Sagnir gengu þannig: Páll, tveir tigl- ar „multi“ Kristín dobl, Jóhann 3 spaðar Guðrún dobl, Jóhann redobl, pass, pass pass. Jóhann fékk 3 slagi og Guðrún og Kristín skráðu ánægð- ar í sinn dálk 3.400 sem eins og áður sagði mun vera met í siglfirskri bridssögu. Þrátt fyrir þessar ham- farir vann sveit Ólafs leikinn 19- 11. Baráttan um bronsstigin heldur áfram, en sá sem fær flest bronsstig yfir starfsárið hlýtur sæmdarheitið besti spilari félagsins. Staða efstu manna er nú þessi. Stefán Benediktsson 134 Anton Sigurbjörnsson 126 Bogi Sigurbjörnsson 116 Þorsteinn Jóhannsson 107 Sigurður Hafliðason 82 Tveir spilarar, þeir Sigurður Haf- liðason og Sigfús Steingrímsson eru nú efstir og jafnir slemmukóngabar- áttunni með 10 punkta. Sjö spilarar koma þar á eftir allir með 7 punkta. Stjórn Bridgefélags Siglufjarðar sendir öllum bridgespilurum og öðr- um sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 11. desember hófst tveggja kvölda jólaeinmenningur. Mjög góð þátttaka er í mótinu eða 28 manns. Spilaður er barómeter ein- menningur með 2 spilum á milli manna. Staða efstu manna eftir fyrra kvöldið er þessi: Magnús Guðmundsson 39 Guðjón Einarsson 37 Auðunn Hermannsson 30 Kristján Már Gunnarsson 29 Ólafur Steinason 25 Þórður Sigurðsson 25 Höskuldur Gunnarsson 23 Birgir Pálsson 22 Síðara kvöld mótsins verður spilað 18. desember nk. Þetta er síðasta mót ársins. Spilamennska hefst síð- an að nýju eftir áramót 8. janúar á eins kvölds tvímenning. Nánari upp- lýsingar má finna á heimasíðu fé- lagsins: www.bridge.is/fel/selfoss. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 9. desember var spil- aður Mitchell-tvímenningur. Úrslit urðu þessi. Norður/suður Jón Pálmason – Stefán Ólafsson 205 Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 179 Sigurður Hallgr. – Sófus Berthelsen 175 Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 164 Austur/vestur Friðrik Hermannss. – Auðunn Guðm. 196 Sigurður Emilsson – Stígur Herlaufsen 187 Hermann Valsteinss. – Jón Sævaldsson 187 Jón Ól. Bjarnas. – Ásmundur Þórarins. 171 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.