Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 38
LISTIR 38 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S egja má að ferðasaga Guð- ríðar Þorbjarnardóttur hafi hafist að nýju árið 1998 þegar leikverk Brynju Benediktsdóttur, Ferðir Guðríðar, var frumsýnt. Á síðustu árum hefur verkið síðan ver- ið sýnt vítt og breitt um Norður- Ameríku, á Írlandi, Grænlandi, í Færeyjum, Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi og Austurríki. Nú í sum- ar lá leið sýningarinnar svo til Kró- atíu þar sem verkið var sýnt á al- þjóðlegri leiklistarhátíð sem Þjóðleikhúsið í Pula stóð fyrir í borg- unum Pula, Porec og Optija seinni- hluta ágústmánaðar. „Á hverju ári er haldin alþjóðleg listahátíð þarna við Adríahafið, ann- að árið er það leiklistarhátíð en hitt árið kvikmyndahátíð. Að sumarlagi er leikhúsunum lokað og leikið úti undir berum himni, meðal annars í rómversku hringleikahúsi sem er eitt af stærstu hringleikahúsum sem enn eru til í heiminum,“ segir Brynja Benediktsdóttir, höfundur og leik- stjóri Ferða Guðríðar. En með henni í för til Króatíu voru Þórunn Erna Clausen sem lék Guðríði, Jóhann Bjarni Pálmason ljósameistari, Er- lingur Gíslason, leikhússtjóri Skemmtileikhússins, auk þess sem móðir og systir Þórunnar, Elín Thorarensen og Ragnheiður Claus- en, fóru með. „Ég læt mér alltaf nægja litla áhöfn og reyni að gera eins mikið og hægt er sjálf, t.d. annaðhvort að keyra ljósin eða hljóðið. Þegar við komum út fengum við hins vegar tíu manna tæknilið frá Þjóðleikhúsinu í Pula til umráða sem átti að aðstoða okkur við uppsetningu sýning- arinnar á hverjum stað. Í þessum hópi ríkti mikil verkaskipting og agi, ekki eins og hjá okkur Íslending- unum sem vöðum bara í allt og redd- um okkur. Við máttum varla leggja hönd á plóg þótt við stýrðum auðvit- að sjálf hljóð- og ljósakerfinu á sýn- ingum,“ segir Brynja og brosir við tilhugsunina. Fengu höfðinglegar móttökur Spurð um tildrög þess að ferðir Guðríðar lágu til Króatíu segir Brynja að sýningunni hafi einfald- lega verið boðið. „Mér skilst að Zelko Vukmirica, sem var listrænn stjórnandi hátíðarinnar, hefi séð sýninguna þegar við sýndum hana í Graz í fyrra og í kjölfarið barst okk- ur síðan opinbert boð um að koma með hana til Króatíu. Á síðustu ár- um höfum við farið víða með Ferðir Guðríðar þannig að sýningin er greinilega farin að spyrjast út. Raunar hef ég aldrei þurft að sækj- ast eftir því að fara með sýninguna út, mér hafa einfaldlega borist boð upp í hendurnar. Hins vegar hef ég aðeins getað þegið þau boð þar sem ferðalögin eru að hluta eða öllu leyti fjármögnuð erlendis frá því ég hef ekki fjármagn til að standa straum af ferðakostnaðinum hjálparlaust.“ Að sögn Brynju var ferðalagið sjálft ansi strembið. „Ferðin bæði út og heim tók okkur 21 klukkustund hvora leið og lá um fimm lönd. Ástæðan fyrir þessu var að við vor- um að reyna að ferðast eins ódýrt og hægt var. Þegar út kom fengum við höfðinglegar móttökur og Króatar báru okkur hreinlega á höndum sér. Á þeim níu dögum sem við vorum úti sýndum við þrjár sýningar, þ.e. eina sýningu í hverri borg. Okkur gafst því góður tími til að skoða landið sem var mjög ánægjulegt. Mér fannst í raun afar athyglisvert að koma aftur til Króatíu því seint á áttunda ára- tugnum fórum við í leikferð með sýn- inguna Inuk um öll landsvæði fyrr- verandi Júgóslavíu,“ segir Brynja. Spurð hvort hún hafi fundið mik- inn mun svarar Brynja að þótt ekki hafi kannski verið hægt að sjá mik- inn mun hafi mátt skynja hann. „Landsvæðið þar sem við vorum á ferð var raunar eitt af fáum svæðum sem sluppu nánast við allar spreng- ingar svo maður varð ekki beinlínis var við eyðilegginguna. Aftur á móti skynjaði maður á fólkinu þessa djúpu sorg, því undantekningarlaust allir þekkja einhvern sem var þátt- takandi í stríðinu á einn eða annan hátt. Þannig að það snertir alla, þótt húsin þeirra stæðu enn ósprengd. Í raun má segja að öll þróun þjóð- félagsins hafi stöðvast í um áratug. Zelko Vukmirica, listrænn stjórn- andi hátíðarinnar, var fyrir stríð t.d. einn þekktasti gamanleikari lands- ins og missti í raun tíu ár úr leiklist- arferli sínum sökum stríðsins, en í dag starfar hann sem leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. Hann lýsti því einmitt fyrir okkur hversu erfitt það hefði verið fyrir hann að takast á við það að geta ekki sinnt list sinni svo árum skipti.“ Með ný leikverk í smíðum Þótt Ferðir Guðríðar hafi verið sýndar víða um lönd við ýmsar að- stæður var verkið í fyrsta sinn leikið utanhúss í Króatíu. „Vegna hitans á sumrin á þessu svæði er öllum leik- húsum lokað og leikið undir berum himni. Við sýndum alltaf fremur seint á kvöldin því við urðum að bíða eftir því að myrkur skylli áður en hægt var að sýna. Ég hreinlega dáð- ist að Þórunni, því hún naut sín svo vel, hvort heldur var í listaverka- garðinum eða í hringleikahúsinu þar sem við sýndum. Hún var svo glæsi- leg á sviðinu með stóra bakteppið, sem Rebekka Rán Samper málaði, er bar við stjörnubjartan himininn. En þótt sýnt væri úti átti Þórunn ekki í neinum vandræðum með að láta allan textann berast þar sem hún er svo kröftugur leikari. Það eina sem var magnað upp var hljóð- mynd Margrétar Örnólfsdóttur sem notuð er í sýningunni. En hljóm- burðurinn í þessum gömlu hring- leika- og útileikhúsum er náttúrlega yfirleitt mjög góður, enda staðirnir byggðir með það í huga að leikið væri í þeim.“ Að sögn Brynju var afar gaman að komast svona nálægt Róm, þangað sem Guðríður Þorbjarnardóttir gekk á sínum tíma. „Leiksýningunni lýkur á suðurgöngu Guðríðar á ell- eftu öld, svo okkur fannst því afar skemmtilegt að vera í næsta ná- grenni við Róm. En takmarkið er auðvitað að geta sýnt leiksýninguna í sjálfri Rómaborg einhvern tímann í framtíðinni,“ segir Brynja og upp- lýsir blaðamann um að hún og Er- lingur Gíslason, maður hennar, séu á leið til Rómaborgar til tveggja mán- aða dvalar. „Við Erlingur erum á förum til Rómar til að fá næði til að skrifa ný leikverk. Það fylgir því nefnilega svo ótrúlega mikið umstang að reka leik- hús á borð við Skemmtihúsið að það er nauðsynlegt að komast aðeins burt til þess nánast að fá vinnufrið. Svo er auðvitað ekkert verra að feta í fótspor Guðríðar,“ segir Brynja kímin. Innt eftir því að hverju hún sé að vinna vill Brynja sem minnst gefa upp um það. „Ég er með þrjú verk í smíðum, en vil eiginlega sem minnst um þau segja svona fyrirfram. Kannski má það ekki, því þá verður ef til vill ekkert úr þeim.“ Allar leiðir liggja til Rómar „Ég hreinlega dáðist að Þórunni, því hún naut sín svo vel hvort held- ur var í listaverkagarðinum eða í hringleikahúsinu þar sem við sýnd- um,“ segir Brynja Benediktsdóttir um leik Þórunnar Ernu Clausen. Brynja Benediktsdóttir, höfundur og leikstjóri, og Erlingur Gíslason, leik- hússtjóri Skemmtileikhússins, ásamt Zelko Vukmirica, listrænum stjórn- anda alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar í Króatíu (lengst t.v.). silja@mbl.is Leiksýningin Ferðir Guðríðar hefur farið víða á undanförnum árum og nú í sumar var hún sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Króatíu. Silja Björk Huldudóttir náði tali af Brynju Benediktsdóttur, höfundi og leikstjóra sýningarinnar, rétt áður en hún hélt til Rómar, líkt og Guðríður forðum. Skólavörðustíg 6 B • 101 Reykjavík • Sími 551 7505 Komdu í prinsessudekur hjá okkur fyrir jólin. Með öllum andlitsböðum fylgir glaðningur. Gef›u dekur! Erum með gjafabréf og glæsilega gjafakassa í úrvali - tilvaldar jólagjafir. Dekur fyrir jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.