Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 72
Morgunblaðið/Brynjar Gauti JÓLASKREYTINGUM fjölgar með hverjum deginum sem líður að jólum. Í dag er þriðji sunnudagur í aðventu og næsta víst að margir nýti tækifærið til að færa hús sín í fallegan jólabúning. Ekki má gleyma að njóta fegurðarinnar sem fylgir þessum árstíma. Þrátt fyrir að hesturinn á myndinni snúi afturendanum í ljósadýrðina í Hafnarfirði fylgir honum ró og áminning um, að okkur er hollt að líta upp frá því sem við höfum fyrir stafni, staldra við og líta í kringum okkur. Gægist upp úr stórgrýtinu MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. Á HÚSAVÍK hefur frá því í haust staðið yfir starfsendurmenntun fyrir öryrkja sem ekki á sinn líka hérlendis, að sögn Frið- finns Hermannssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Sextán öryrkjar taka þátt í verkefninu, þar sem reynt er að finna „heildstæða lausn á þessu vandamáli; [við] skiljum fólk ekki eftir þeg- ar líkamlegri endurhæfingu lýkur heldur fylgjum við því alla leið“, segir Friðfinnur í samtali við Morgunblaðið. Kona sem tekur þátt í verkefninu segir „stórkostlegt að vakna á morgnana til þess að gera eitthvað sérstakt. Að finna tilgang“. Stjórnendur og þátttakendur í verkefn- inu eru sammála um að það hafi tekist geysilega vel og Friðfinnur segir um mik- ilvægt mál að ræða fyrir þjóðarbúið í heild. „Við getum ekki sætt okkur við að í þjóð- félaginu skuli stór hópur fólks vera óham- ingjusamur; gefist upp og geri ekki neitt. Eitthvað verður því að gera.“ Önnur kvennanna sem Morgunblaðið ræddi við segir: „Það eru allir mjög upp- örvandi sem koma að þessu og maður getur því ekki annað en verið uppörvandi sjálfur og verið hamingjusamur með tækifærið. Þetta er stærsti happdrættisvinningur sem ég hef fengið á ævinni.“ Þær eru sammála um að tækifæri eins og þær fengu geti verið stórt skref inn í fram- tíðina. Margir í hópnum íhugi framhalds- nám og sumir séu þegar ákveðnir við hvað þeir ætli sér að starfa í framtíðinni. „Það má heldur ekki gleyma því að það að taka þátt í svona verkefni eflir sjálfs- traustið ofboðslega mikið. Og það er eitt það allra mikilvægasta fyrir okkur sem höf- um setið úti í horni. Öryrki er niðrandi orð á Íslandi; mér finnst stundum eins og fólk líti á öryrkja sem bagga á þjóðfélaginu,“ segir önnur þeirra. Friðfinnur Hermannsson lýsir því yfir í viðtali við Morgunblaðið að Þingeyinga dreymi um að í sýslunni byggist upp „stór- iðja“ í heilbrigðisþjónustu. Hann segist reyndar finna fyrir talsverðri gagnrýni á sig; sumum þyki hann allt of bjartsýnn og með of háleitar hugmyndir. Þetta sé nú ljóta vitleysan; hann ætti bara að halda sig við bókhaldið! „En ég hef lagt á það áherslu, og tala af eigin reynslu, að það sem skiptir máli er að við erum komin af stað. Hvar sem við endum erum við að fara eitthvað!“ Þingeyingar fengu fimm milljónir króna á fjárlögum á þessu ári í verkefnið og fá jafn mikið á næsta ári. Þá hafa þeir sótt um þróunarstyrk á vegum Leonardo- áætlunar Evrópusambandsins í samstarfi við fleiri. „Stærsti happdrættisvinn- ingur sem ég hef fengið“  Öryrkjar blómstra / 10 Sextán öryrkjar á Húsavík taka þátt í óvenjulegu verkefni DOKTOR Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræð- ingur telur kvennagagnagrunninn „Kvennaslóð- ir“ ekki samrýmast siðareglum Háskóla Íslands, þar sem þar sé um að ræða þjónustu sem ein- göngu er fyrir annað kynið. Kvennaslóðum er ætlað að færa konur nær fjölmiðlum og við- skiptalífinu þegar leitað er að sérfræðingum. Jóhann segir margítrekað í nýútgefnum siða- reglum Háskólans að ekki skuli mismuna fólki með tilliti til kynferðis þess og fleiri þátta. Því sé sérstakur gagnagrunnur sem eingöngu þjónar konum í greinilegri mótsögn við siðareglurnar. Jóhann segir sérlega slæmt að slíkar mótsagnir sé að finna í orðum og athöfnum Háskólans og hefur því ákveðið að kæra gagnagrunninn til siðanefndar Háskólans. Hann sendi strax fyr- irspurn til skrifstofu rektors um hvernig hægt væri að kæra til siðanefndar. „Síðan hefur ekki borist svar utan að skeyti barst sem í stóð að svars væri að vænta. Ég tel það ekki þjóna jafnréttishugsun að beita mis- munun. Þegar femínistar tala um jafnrétti eru þeir oftast að tala um jöfnun hópa en ekki jafn- rétti. Jafnrétti er jafn réttur, bæði lagalegur og raunverulegur, ekki mismunun.“ Jóhann segir mikilvægt að í siðanefndinni sitji hlutlausir að- ilar. „Vitandi það að að minnsta kosti eitt mál sem fer fyrir nefndina og hugsanlega það fyrsta snýr að mismunandi túlkun á því hvað mannrétt- indi eru væri í hæsta máta undarlegt ef ein- staklingar sem hafa mjög ákveðnar skoðanir í þeim málum væru skipaðir í nefndina. Því væri jafn undarlegt að skipa mannréttindasinna, eins og mig, og það væri að skipa hópjöfnunarsinna eins og einhverja þeirra femínista sem við Há- skólann starfa,“ segir Jóhann. Vill kæra kvennagagnagrunn HÁHYRNINGURINN Keikó, sem veiddur var við Ísland á sínum tíma og var í Vestmannaeyjum í nokkur ár, er allur. Svo virðist sem háhyrning- urinn hafi fengið bráða lungnabólgu og drapst hann í Taknesbugt í Noregi síðdegis á föstudag. Hallur Hallsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og talsmaður Keikó-samtakanna hér á landi, segir að dauði Keikós hafi komið verulega á óvart enda hafi hann verið við góða heilsu og unað sér vel í Noregi. „Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan í menn því hann hafði verið við mjög góða heilsu. Það var ennþá markmiðið að sleppa honum enda hafa menn alltaf haft þann eindregna vilja að láta á það reyna að sleppa honum út í villta náttúruna,“ sagði Hallur. Að sögn Halls tóku gæslumenn Keikós eftir því að hann var kominn með pest á miðvikudag og á fimmtudag hafði hann misst matarlyst og var daufur. Sjúkdómurinn ágerðist hratt og um klukk- an 16 á föstudag var Keikó allur. Hann varð 27 ára en meðalaldur villtra háhyrninga er 30 til 35 ár. Nú eru liðin rúm fimm ár síðan Keikó var fluttur til Íslands með herflutningavél og settur í sjókví við Vestmannaeyjar til að búa hann undir frelsið í hafinu. Þar var honum kennt að veiða og einnig var honum sleppt úr kví sinni í Klettsvík í þeirri von að hann myndi ná að tengjast öðrum háhyrningum. Morgunblaðið/Sigurgeir Keikó leikur listir sínar í sjókvínni í Klettsvík. Drapst úr bráðri lungnabólgu Háhyrningurinn Keikó allur í Noregi BJARNI Benediktsson, formaður allsherjar- nefndar Alþingis, upplýsti á Alþingi á laugardags- morgun að hann hefði óskað eftir því að reiknað yrði út hversu mikið eftirlaunaskuldbinding rík- isins ætti eftir að aukast vegna þeirra tillagna sem fram kæmu í frumvarpi um eftirlaun æðstu emb- ættismanna ríkisins og breytingartillögum við það. Gerir hann ráð fyrir því að þeir útreikningar liggi fyrir áður en frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi. Umræður um frumvarpið hófust á laug- ardagsmorgun. Þar lagði Þuríður Backman, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fram breytingartillögu við frumvarpið. Vill hún að tillaga um 50% álag á þingfararkaup formanna stjórnmálaflokka verði fellt út úr frumvarpinu. En til vara að álagið verði 15%. Stjórnarmeiri- hlutinn stefnir að því að gera frumvarpið að lög- um á mánudag. Þá er jafnframt stefnt að því að þingmenn fari í jólafrí. Útreikningar liggi fyrir um helgina ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.