Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 39 PÍANÓLEIKARINN frægi, Rud- olf Serkin, sagði einhverju sinni að alltaf ætti að brjóta hljómplötu eftir fyrstu hlustun. Maður ætti aldrei að hlýða á sama tónlistarflutninginn tvisvar, betra væri að heyra einhvern annan flutning á sömu tónlist; sígild tónlist væri lifandi og hver tónlistar- flutningur einstakur. Nú hefur Serkin sjálfsagt verið að gera að gamni sínu, en samt má spyrja sig að því hvort tónlistarflutn- ingur í stúdíói, klipptur og skorinn í tölvu áður en hann er gefinn út á plötu eða geisladiski, sé yfir höfuð lif- andi. Hann er að minnsta kosti ekki eins lifandi og tónlist sem er leikin eða sungin á sviði fyrir framan áheyr- endur. Í tónleikasal skapast sérstakt andrúmsloft þegar áheyrendur eru hrifnir, og það hvetur tónlistarfólkið til enn frekari dáða. Það gerist ekki í stúdíói þegar eini áheyrandinn er upptökustjóri í illu skapi yfir að þurfa að taka sama atriðið upp aftur og aft- ur. Þetta gildir auðvitað ekki um geisladiska er innihalda upptökur af vel heppnuðum tónleikum. Þegar hlustað er á slíka diska er maður hálf- partinn kominn á tónleikana sjálfa og getur notið stemningarinnar heima í stofu. Svoleiðis stemning er auðfund- in á nýútkomnum geisladiski með stórsöngvurunum Gunnari Guð- björnssyni og Kristni Sigmundssyni í fylgd með Jónasi Ingimundarsyni pí- anóleikara. Geisladiskurinn er upp- taka frá tónleikum sem haldnir voru í Salnum í Kópavogi í febrúar í fyrra. Greinilegt er að það hefur verið ein- stök upplifun. Þarna eru aðallega arí- ur og dúettar úr óperum á borð við Töfraflautu Mozarts, Ástardrykk Donizettis og Fást Gounods, og á milli eru atriðin kynnt af öðrum hvor- um söngvaranum, eða þá af píanó- leikaranum. Flutningur þeirra allra er í fremstu röð, söngurinn í senn til- finningaríkur og agaður, og píanó- leikur Jónasar kraftmikill og örugg- ur. Túlkunin er ávallt sannfærandi og í anda þess tónskálds sem í hlut á. Eina sem finna má að er að Gunnar er ekki alveg kominn í gang í upphafi dagskrárinnar, hæstu tónarnir eru þar eilítið óeðlilegir, en það lagast er á líður. Það væri að æra óstöðugan að telja upp hvert einasta atriði geisladisk- sins, en þó verð ég að nefna Una furt- iva lagrima úr Ástardrykknum, sem Gunnar syngur svo fallega að maður þarf að draga fram vasaklútinn. Geð- veikislegur hlátur Kristins í hlutverki djöfulsins í óperu Gounods myndi á hinn bóginn sóma sér í hvaða hryll- ingsmynd sem er, og kynningar þeirra félaga á ýmsum óperum og persónunum sem þær fjalla um eru oftar en ekki verulega fyndnar. Að minnsta kosti heyrast áheyrendurnir æpa og veina af hlátri. Upptakan, sem var í höndum Sveins Kjartanssonar og Vigfúsar Ingvarssonar, er í senn hljómmikil og skýr. Geisladiskurinn er því ekki að- eins skemmtilegur, hann hefur líka sérstöðu þegar haft er í huga að tón- leikaupptökur eru sjaldan gefnar út á Íslandi. Fyrir tónelskandi fólk er diskurinn kærkomin jólagjöf og örugglega ekki af þeirri gerðinni sem verður brotinn eftir fyrstu hlustun. Mefistófeles hlær TÓNLIST Geisladiskur Tónlist eftir Mozart, Donizetti, Smetana, Gounod, Bizet, Jónas Ingimundarson og Bjarna Þorsteinsson. Flytjendur: Kristinn Sigmundsson, Gunn- ar Guðbjörnsson og Jónas Ingimund- arson. KRISTINN, GUNNAR, JÓNAS Jónas Sen ÞAÐ kann sjálfsagt einhverjum að þykja það í bakkafullan læk borið að gefa út geisladisk með sígildum jóla- lögum. Slíkir diskar skipta ekki bara hundruðum, heldur þúsundum. Ný útgáfa af þessu tagi þarf því að hafa meira en lítið til brunns að bera til að vekja athygli og áhuga. Á jólaföstu óma þessi lög úr hverju skúmaskoti í ótrúlegri fjölbreytni útsetninga, ís- lenskra sem erlendra, og satt að segja er fátt af því sem rís upp úr því að vera klén meðalmennska, – eða jafnvel hrein lágkúra. Það voru því öll efasemdarmerki á lofti þegar gagnrýnandi stakk nýjum diski Gunnars Gunnarssonar, Des, í fóninn, en þó um leið forvitni, því Gunnar er þekktur að því að vera af- bragðsgóður og fjölhæfur músíkant, píanóleikari og organisti, jafnvígur á spuna og djass sem klassík. Það var því talsverð ánægja að heyra að hér hefur vel til tekist. Gunnar leikur hér í skálm-stíl, sem grundvallast á því að í vinstri hendi er bassatónn sleginn á fyrsta og þriðja taktslagi á móti hljómum á öðru og fjórða taktslagi, og hef ég Gunnar grunaðan um að hafa numið þennan stíl að einhverju leyti af Ingi- mari Eydal sem var feiknaflinkur skálmari. Gunnar hefur áður gefið út tvær plötur í þessum stíl, Skálm og Stef. En hafi Gunnar einhvern tíma verið nemi í skálmkúnstinni, þá sýnir hann það hér, að hann hefur náð fantagóðum tökum á þessum leikstíl, og gert hann að sínum á mjög fag- mannlegan og persónulegan máta, og að því leyti tekur Des fyrri tveim- ur diskunum talsvert fram. Í skálminu skiptir hljómanotkun eða hljómaval miklu máli. Hljóma- ferlið á móti bassalínunni litar allt lagferlið og gefur hverri útsetningu sinn sérstaka blæ og karakter. Þar sýnir Gunnar mikla hugmyndaauðgi og staka smekkvísi. Útsetningin á lagi Kaldalóns, Nóttin var sú ágæt ein, er gott dæmi um þetta, þar sem fallega kryddaðir hljómar í viðlaginu skapa músíkalskt mótvægi við hefð- bundnari hljómaval lagsins sjálfs. En engu er þó ofaukið, – laginu er leyft að njóta sín í sínum hrífandi einfaldleika, – aðeins einu sinni, – það var líka einmitt nóg, og það skynjaði Gunnar. Í nokkrum laganna smíðar Gunn- ar inngang, eða intro, sem eiga það sameiginlegt að vera músíkalskur upptaktur að því sem koma skal. Inngangurinn að laginu Jólasveinn- inn kemur í kvöld er einstaklega skemmtilegur og vel heppnaður, – eins og lítil Bach-invention byggð á stefi og hrynmótífi lagsins, og fyrr en varir rennur þetta litla forspil átakalaust inn í lagið. Millikaflinn er listilega útfærður í laufléttu rag- time-skálmi, en Gunnar minnir á upphafið og tengslin við Bach með lítilli trillu á lokatóni lagins. Þetta er ein allra besta útsetningin á diskin- um, og eru þær þó margar góðar. Litlir núansar eins og þeir sem hér er lýst eru einmitt það sem gerir þennan disk svo ljúfan og skemmti- legan að margheyrð lögin verða þess virði að hlusta á þau einu sinni enn. Með frábærum útsetningum sýnir Gunnar Gunnarsson hér enn hve flinkur tónlistarmaður hann er. En ekki má gleyma spilamennskunni; – þar er Gunnar sannarlega í fremstu röð. Lagavalið á diskinum er gott og fjölbreytt, sígild amerísk lög, eins og The Christmas Song og Have Your- self a Merry Little Christmas og sí- gild íslensk lög, þar á meðal Hin fyrstu jól Ingibjargar Þorbergs og Jólin alls staðar eftir Jón Sigurðsson í bland við lög með öllu meiri helgiblæ, eins og Ó, hve dýrðleg er að sjá og Nóttin var sú ágæt ein. Nokkur norræn jólalög prýða disk- inn líka, og að þeim er fengur. Öll úrvinnsla, – upptaka og frá- gangur disksins eru aðstandendum hans til sóma. Smekklegt jólaskálm TÓNLIST Geisladiskar Gunnar Gunnarsson píanóleikari leikur eigin útsetningar á sígildum jólalögum, íslenskum og erlendum. Dimma gefur út. Sígild jólalög Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.