Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Uppboð til styrktar Krabbameinssjúkum börnum Sunnudaginn 14. desember kl. 16.00 verður haldið uppboð í Nike-búðinni, Laugavegi 6, á árituðum íþróttatreyjum. Allur ágóði af uppboðinu mun renna til Félags krabbameinssjúkra barna. Þeir íþróttamenn sem m.a. hafa gefið áritaða treyju eru: Jóhannes K. Guðjónsson, Jay Jay Okocha, Þórður Guðjónsson, Youri Djorkaeff, Ólafur Ingi Skúlason, Ólafur Stefánsson. VÍST er að hvorki þarf að kynna höfund þeirrar ævisögu sem hér um ræðir né þann sem fjallað er um. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son segist lengi hafa gengið með það í maganum að skrifa um Hall- dór Kiljan Laxness, en upphaflega hafi ætlunin verið sú að beina sjónum að pólitískum hugmyndum skáldsins og stjórnmálaafskiptum. Síðan hafi hann komist að raun um að ævisaga Halldórs væri kjörið viðfangsefni. „Skýringin er auðvit- að sú að Halldór er svo áhrifamik- ill,“ segir Hannes. „Ég er þeirrar skoðunar að hann hljóti að teljast einhver mesti Íslendingur 20. ald- arinnar.“ Hannes kveðst hafa viljað fjalla um Halldór af öfgaleysi og án þeirrar dýrkunar sem einkennt hafi umfjöllun margra um skáldið. En um leið hafi hann kappkostað að fjalla um Halldór af góðvild, skilningi og samúð. „Það sem ég reyndi að gera var umfram allt að skrifa lipran og læsilegan texta, velja úr það sem væri fróðlegt og skemmtilegt í ævi Halldórs. Ég gerði það með því að skoða öll skjöl sem ég gat fundið, bæði hér á Íslandi og erlendis, og ýmsar bækur þar sem nafn Halldórs kemur fyrir. Úr þessu reyndi ég að smíða sæmilega læsilega heild.“ Halldór, Kiljan og Laxness Eins og fram hefur komið verð- ur verk Hannesar í þremur bind- um og kveðst hann hafa byrjað á því að skrifa uppkast að þeim öll- um. Fyrir tveimur árum hafi hann farið að vinna markvisst að fyrsta hlutanum, sem ber titilinn Halldór. Þar er fjallað um fyrstu þrjátíu ár- in í lífi skáldsins. „Meginstefið í því bindi er ástin og þroskinn. Togstreitan í sál skáldsins um það hvort hann eigi að helga líf sitt listinni eða hvort hann eigi að stunda veraldlegri iðju, eða jafnvel hvort hann eigi að ganga í klaust- ur. Í öðru bindinu, Kiljan, segir frá baráttu hans fyrir viðurkenningu og frama, baráttu hans fyrir því sem hann taldi vera betra þjóð- félag. Þannig að við getum sagt að annar hlutinn, sem fjallar um árin 1932 til 1952, sé baráttusaga. Þriðja bindið, Laxness, sem spann- ar árin frá því hann verður fimm- tugur og þar til hann fellur frá ár- ið 1998, þegar hann fær Nóbelsverðlaunin og situr á frið- arstóli á Gljúfrasteini, fjallar síðan um viðurkenninguna eða sigur- gönguna.“ Í leit að sjálfum sér Hannes segir að sá hluti ævi Halldórs sem fjallað er um í fyrsta bindinu einkennist af leit hans að sjálfum sér. „Halldór er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að vígjast þessum heimi eða ekki og hann kynnist ýmsum nýjum stefnum og straumum. Hann verð- ur kaþólskur og kastar síðan kaþ- ólskunni, hann kynnist ýmsum konum og reynir fyrir sér sem rit- höfundur í Danmörku aðeins sautján ára gamall. Og í Vestur- heimi reynir hann að verða kvik- myndahöfundur. Þetta tekst nú ekki eins vel og hann hafði vonað. Þannig að segja má að eitt meg- instefið í þessu bindi sé að enginn verður óbarinn biskup. Í bókinni er sagt frá ýmsum for- vitnilegum atburðum, eins og trú- lofun Halldórs og Helgu Jóhanns- dóttur árið 1920, sem slitnaði upp úr tveimur árum síðar við drama- tískar aðstæður. Sagt er frá mis- heppnaðri vesturför hans skömmu eftir það, þegar honum var ekki hleypt inn í Bandaríkin og hann varð að sigla aftur til Evrópu á sama skipi. Þá er sagt frá ást- arævintýrum Halldórs árin 1921 og 1924 í Flatey á Breiðafirði og ævintýralegum ferðum hans korn- ungs og bláfátæks um alla Evrópu, allt niður til Sikileyjar, svo nokkuð sé nefnt,“ segir Hannes. „Í lok þessa bindis er Halldór orðinn þroskaður rithöfundur sem er búinn að gera upp við sig að hann ætlar að starfa á Íslandi og skrifa á íslensku, en vill auðvitað gjarnan slá í gegn á erlendri grundu. Salka Valka er fyrsta þroskaða skáldverkið hans, en seinni hluti sögunnar kom út á þrí- tugsafmæli Halldórs, 23. apríl 1932.“ Ástarþríhyrningur endurtekið stef í verkum Halldórs Höfundurinn segir það hafa runnið upp fyrir sér við rannsókn- ir á ævi Halldórs hvað hann hafi verið margbrotinn og flókinn per- sónuleiki. Hann hafi einnig komist að því að margt í skáldverkum Halldórs sé endurspeglun á atrið- um úr lífi hans. „Svo ég nefni eitt dæmi átti Halldór góða vinkonu sem var gift og var með honum á Þingvöllum sumarið 1924. Í Vef- aranum mikla frá Kasmír gerist það einmitt að Steinn Elliði er með Diljá, sem er þá gift, á Þingvöllum. Þetta er hliðstæða. Svo set ég fram þá tilgátu að Steinn Elliði sé settur saman úr þremur mönnum: Í útliti og í framkomu sé hann eins og Davíð Stefánsson, að eðlisein- kenni hans séu að sumu leyti Jó- hanns skálds Jónssonar og í þriðja lagi er hann auðvitað sjálfsmynd Halldórs sjálfs. Eitt er athyglisvert, bæði í Vef- aranum og í mörgum síðari verk- um Halldórs. Það er alltaf sami ástarþríhyrningurinn í þeim. Hann er dálítið frábrugðinn hefðbundn- um ástarþríhyrningum vegna þess að hann felst í því að piltur elskar stúlku og stúlka elskar pilt, en pilturinn elskar hugsjón jafnvel enn meira en stúlkuna og yfirgefur þess vegna stúlkuna. Til dæmis sjáum við þetta gerast með Stein Elliða og Diljá. Steinn Elliði elsk- ar Diljá og hún elskar hann, en Steinn Elliði yfirgefur Diljá og fer í klaustrið. Við sjáum að Ólafur Kárason yfirgefur sínar meyjar og helgar líf sitt skáldskapnum. Bjartur í Sumarhúsum sinnir ekki konum sínum eða stjúpdóttur, heldur er upptekinn af sveitabú- skapnum. Arnas Arnaeus er annað slíkt dæmi, hann elskar Snæfríði Íslandssól og Snæfríður elskar Arnas, en eigi að síður yfirgefur Arnas Snæfríði fyrir bækur Ís- lands. Og sama er að segja um meginstefið í Paradísarheimt og í Gerplu, þar sem Þormóður Kol- brúnarskáld elskar konu sína og hún hann, en Þormóður yfirgefur hana fyrir hetjuhugsjónina og hefndarskylduna. Þess vegna held ég að ástin skipti mjög miklu máli í verkum skáldsins. Allar bækur „Allar bækur Hall- dórs eru ástarsögur“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að fyrsta bindi verks hans um Halldór Kiljan Laxness fjalli um ástina og þroskann. Aðalheiður Inga Þorsteins- dóttir ræddi við Hannes um umdeilda ævisögu nóbelskáldsins. Guðmundur Bergkvist Hannes Hólmsteinn Gissurarson á slóðum Halldórs Kiljans Laxness, á Rauða torginu í Moskvu. Halldór Kiljan Laxness eftir heim- komuna frá Sikiley árið 1926, með barðastóran hatt og hornspangagler- augu. ’ Segja má að eittmeginstefið í þessu bindi sé að enginn verður óbarinn biskup, ‘ Laugavegi 54, sími 552 5201 Jólakjólar Stærðir 36-46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.