Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 43
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 43 1. Ein er sú íþrótt, ef íþrótt skyldi kalla, sem hefur sérstöðu meðal allra íþróttagreina, en það eru hnefaleikar (einnig nefndir box með erlendu tökuorði). Í hnefaleikum stefnir keppandinn með vilja að því að meiða and- stæðing sinn, valda honum sársauka og líkamstjóni, einkum með höggum á höfuð. Oft hljótast af leikum þessum stórslys, þegar augu lemjast til blindu eða höfuðkúpa brotn- ar; og staðtölur sýna að þeir sem miklum ár- angri ná í hnefaleikum og fá nöfn sín skráð í heimsmetabækur, hljóta fyrr eða síðar að gjalda frægðina með skemmdum á ýmsum líffærum, einkum á heilanum. Sálfræðingar segja okkur að í mannlegu eðli búi ýmsar frum- stæðar eða dýrslegar hvatir, og þyk- ir það sannast á mörgum voðaverk- um sem unnin hafa verið í heiminum á liðnum tímum og enn eru framin á vorum dögum. Líklega getum við, mörg okkar að minnsta kosti, sann- reynt þetta ef við skyggnumst djúpt inn í hugskot okkar sjálfra. En þá er það hlutverk okkar sem köllumst vera siðmenntaðir menn að bæla slíkar hvatir, hafa stjórn á þeim og beina þeim inn á heilbrigðar eða skaðlausar brautir. Og svo lengi sem sögur herma hafa þjóðfélög veraldar reynt að hafa hemil á ýmsum skað- vænlegum athöfnum manna með því að setja lög og reglur sem banna slíkar illgjörðir: „Þú skalt ekki stela, þú skalt ekki mann deyða …“ Ein þeirra meingjörða sem sið- vænir menn líta óhýrum augum á vorum dögum eru hnefaleikarnir. Þeir sem best mega um skaðsemina dæma, svo sem læknar og aðrir þjónar heilbrigðinnar, hafa um langa tíð barist fyrir því að þessi óhæfa yrði af ráðin með öllu. Fyrir allmörgum árum voru Svíar, sú mikla menningarþjóð, komnir vel á veg með að setja lögbann á leika þessa. En þá urðu þeir fyrir þeirri ógæfu að eignast mann sem þótti vera þvílíkur garpur í barsmíðum að hann komst í flokk afreksmanna á mælikvarða heimsins. Og þá var ekki að sökum að spyrja, óðara blinduðust Svíar af frægðarljóm- anum, enginn þar í landi minntist framar á bann við boxinu. Að vísu var Ingimar hinn sænski fljótlega barinn niður í gólfið af bandarísku vöðvatrölli, og er hann úr sögunni; en þá höfðu hnefadýrkendur í Sví- þjóð aftur fengið byr í seglin, og „íþróttin“ var orðin föst í sessi. Íslendingar hafa hinsvegar aldrei verið nærri því að eignast heims- meistara í hnefaleikum fremur en í flestum öðrum íþróttagreinum, og því tókst friðarmönnum, sem áður fyrr voru í meirihluta á Alþingi, að fá lögfest bann við þessum bardaga- leik. Fyrir þessa samþykkt hlutu þeir, og íslenska þjóðin öll, hrós frið- armanna um víða veröld eins og maklegt var. Munu flestir hafa vænst þess að nú væru hnefaleikar með öllu brottrækir af landi voru. Erlendir friðarmenn horfðu til okk- ar með aðdáun, töluðu um lögbann okkar sem loflegt eftirdæmi og börðust fyrir samskonar lagagjörn- ingum í sínum heimalöndum. En friðurinn entist aðeins um nokkurra ára skeið. Pústravinir upphófust á nýjan leik og reyndu hvað eftir annað að fá Alþingi til að afnema bardagabannið. Og á næst- síðustu setu þingsins vöktu pústra- vinir hnefaleikamálið enn upp og tókst loks með fagurgala og þrot- lausu suði að fá samþykkta nýja heimild fyrir hnefaleikunum. Svo var látið heita sem um væri að ræða sérstaka tegund af boxi, göfuga eða meinlausa, sem þeir kalla „ólymp- íska hnefaleika“ sem ekki væru hættulegir lífi manna og líffærum eins og gamla aðferðin. En höggin eru þau sömu og tilgangurinn er sá sami: að meiða andstæðinginn og að kynda undir dýrslegu eðli keppenda og áhorfenda. Hnefaleikar hafa sama ætlunarverk sem skylmingaleikar Rómverja í gamla daga þegar afbrotamenn og ófrjálsir þrælar voru látnir berjast til ör- kumla eða bana til augnayndis fyrir hinn hálfvillta borgarmúg. En nú hefur komið í ljós að sú aðferð sem nýju lögin heimila er einnig háskaleg: Í op- inberri keppni sem fram fór í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum dögum var ungur maður lostinn rothöggi með þeim afleið- ingum að blóð rann inn á heila hans, og mátti litlu muna að hann léti lífið á stundinni. Hann var fluttur milli heims og heljar til Reykjavíkur þar sem fimum læknum tókst að bjarga lífi hans – að minnsta kosti um sinn; en þegar þetta er ritað liggur hann enn á sjúkrahúsi í nákvæmri gæslu hjúkrunarfólks. Áður en atleikur manndýranna fengist lögfestur á Alþingi gengu margir friðflytjendur fram fyrir skjöldu, brýndu mál sitt og höfðu uppi skynsamlegar fortölur. Í þeim flokki voru einkum læknar; þeir hvarvetna í heiminum baráttumenn á móti hnefaleikum eins og fyrr er getið og vænta má. Þeir mega gerst um dæma, því það kemur í þeirra hlut að tjasla í ofbeldismennina þeg- ar búið er að berja þá sundur og saman. Þrír læknar eru mér sér- staklega í minni sem fluttu frið- arboðskapinn af þekkingu og mann- kærleika: Árni Björnsson, Katrín Fjeldsted og Ólafur Hergill Odds- son. Þess hefði mátt vænta að al- þingismenn legðu hlustir við orðum Katrínar þar sem hún var í þeirra hópi, fulltrúi fyrir stærsta stjórn- málaflokk þjóðarinnar. En svo virt- ist sem þeir hefðu korktappa í eyr- um þegar Katrín reyndi að brýna raust sína; og í næstu alþingiskosn- ingum var henni goldin fram- hleypnin með því að fella hana brott af þinginu. Hollvinir hrottanna vildu ekki heyra neina kvenlega kvein- stafi í hásölum karlmennskunnar. Enn er ótalinn einn geigvænlegur háski sem fylgir hnefaleikum: Þeir menn sem þá hafa lært og iðkað eru allfúsir að beita þeim þegar þeir reiðast og vilja lúskra á óvinum sín- um. Þá geta þeir barið andstæðing- inn, sem sjaldnast hefur lært hina „göfugu“ hnefaíþrótt, af sérstakri fimi og áhrifamætti án þess að sá ólærði komi vörnum við. Og raunar er engu betra þótt sá sem fyrir árás- inni verður kunni nokkuð fyrir sér í hinum lærðu handalögmálum; ein- vígið verður bara enn langstæðara og blóðugra þegar hnefafautinn fær endurgjald í sinni eigin mynt. Kannski er þetta háskalegasta af- leiðing hnefaleikanna þótt ekki sé oft um hana rætt. Í slíkum höggorr- ustum eru engir hanskar eða hjálm- ar til hlífðar; berir hnúarnir eru látnir dynja uns beinin brotna og blóðið flýtur. Ég hef heyrt ýmsar frásagnir af slíkum atrennum þar sem þjóðkunnir menn hafa átt hlut að máli. Sjálfur varð ég ungur vitni að einum slíkum hnúabardaga sem er efni til þessa greinarkorns og sem lýst verður hér á eftir. 2. Ég er fæddur og upp alinn í sveit á Norðurlandi, fjarri allri áflogatækni nútímans. Að sjálfsögðu tók ég þátt í margskonar sveinaleikum og tusk- aðist við jafnaldra mína eftir því sem kraftar leyfðu. Skotbardaga háðum við með heimagerðum byssum af tré og höggorrustur með trésverðum, en höfðum potthlemma fyrir skildi. Aldrei meiddist nokkur svo orð væri á gerandi í leikum okk- ar, enda giltu nokkur óskráð, en þó óhagganleg lögmál til varúðar í áflogum og bardögum, meðal annars þessi: 1) Aldrei má kasta grjóti. 2) Aldrei má reyta hár andstæðings. 3) Aldrei má meiða nef, augu eða önnur viðkvæm líffæri. 4) Aldrei má sparka í fallinn and- stæðing. Á ungum aldri var ég settur til náms í Laugaskóla í Reykjadal. Ég var langyngstur allra nemenda og því vanhæfur til að taka þátt í áflog- um eða öðrum aflraunum sem skóla- sveinar þreyttu stöku sinnum. En ég fylgdist með því sem fram fór, og það kom aldrei fyrir að nokkur meiddist í þessu tuski svo að orð væri á gerandi. Og enginn þessara ungu Laugasveina hafði lært hnefa- leika, taki menn eftir því! Eftir tveggja vetra vist á Laugum settist ég í þriðja bekk Mennta- skólans í Reykjavík, fimmtán vetra að aldri. Ekki var algengt að sveinar flygjust á í þeim skóla, enda hittust nemendur þar aðeins í kennslu- stundum, og einnig á stöku kvöld- fundum þar sem hugurinn beindist að öðru en áflogum. Þó var ein und- antekning, en það var svonefndur „gangaslagur“ sem var fastur liður í skólalífinu. Í frímínútum var öllum nemendum skylt að fara út úr skóla- stofunum, og hafði rektor falið sjöttabekkingum að sjá um að því boði væri hlýtt. Þá var það leikur námssveina í neðri bekkjum að lát- ast vera ófúsir til útgöngunnar, en hinir eldri höfðu það hlutverk að ryðja þeim út úr stofunum. Þeir sem stærstir voru og sterkastir í sjötta bekk mynduðu síðan varnarvegg fyrir þveran gang á neðstu hæð skólans, en neðribekkingar reyndu á móti að brjóta sér leið inn í ganginn og stofurnar. Gerðust við þetta áhlaup allmikil og ruðningar, en aldrei var pústrum beitt, og örsjald- an urðu menn fyrir nokkrum áföll- um. Fyrir kom að hinir yngri fengu rofið skjaldborgina og troðist inn í sína skólastofu, og voru þeir eftir það friðhelgir innan dyra. Einhverju sinni bar svo við þegar vörn lögregluliðsins hafði bilað að tveir námssveinar stóðu allt í einu öndverðir á miðjum ganginum. Ann- ar var sjöttabekkingur, mikill vexti og sýnilega rammur að afli; hinn var í fjórða bekk, góður meðalmaður á hæð og dálítið kunnur sem fim- leikamaður. Ég þekkti hann vel, enda var hann aðeins einum bekk á undan mér í skólanum; glaðvær pilt- ur og skemmtinn. Þessir skólabræð- ur mínir eru nú báðir andaðir, og af hlífðarsemi við minningu þeirra nefni ég þá ekki sínum réttu nöfn- um; segjum að sá stóri hafi heitið Óttar, en hinn smávaxnari Guð- mundur. Skiptir nú engum togum, þeir setja sig í stellingar og búast til bardaga. Ég sá þegar í stað að það voru hnefaleikar sem þarna skyldu þreyttir. Ég hafði séð aðfarir þessar í bandarískum kvikmyndum og vissi nokkurn veginn hvernig þær fara fram. Einnig hafði ég séð grimma hana berjast heima í sveitinni og minntist gjörla hvernig þeir höguðu sér: Þeir hölluðu sér fram, teygðu hálsinn og tinuðu höfðinu; síðan hoppuðu þeir til atlögu þegar minnst varði og hjuggu með gogg- inum í háls eða höfuð andstæðings- ins; helst reyndu þeir að gogga í augun. Og skólasveinarnir líktust víghönunum, nema hvað þeir notuðu hendurnar í staðinn fyrir gogginn. Þeir stikluðu fótum, lutu fram og horfðu upp á við, krepptu hnefa og terrðu arma eftir settum reglum, albúnir hvort sem vera skyldi til varnar eða sóknar. Ég þóttist óðara sjá að þeir væru báðir alvanir box- arar, hreyfingarnar sýndu að þeir kunnu þessa íþrótt út í hörgul. Skólasystkini þeirra hörfuðu frá til að veita keppendunum nóg svig- rúm, og horfðu með æsingi á upp- rennandi einvígi. Sjálfur hopaði ég út í horn og húkti þar óhultur meðal annarra áhorfenda. Og síðan tóku hnefarnir að skjótast fram og högg- in að dynja, ýmist á brjóst eða höf- uð. Í fyrstu náði Guðmundur að koma nokkrum fimlegum höggum á Óttar, en ekki nógu þungum; og við þetta var sem Óttar espaðist í sókn- inni og gætti sín betur í vörninni. Þá kom líka í ljós að hann hafði algera yfirburði í einvíginu; hann var bæði stærri og sterkari, og Guðmundur náði sjaldan að snerta hann með sín- um ofstuttu armleggjum. En Guð- mundur var gripinn æði og ofsa, hann vildi ekki gefast upp, hann kunni að boxa og skyldi sýna það; einbeittur á svip hélt hann hinum réttu varnarstellingum boxarans og þoldi höggin af óbilandi staðfestu. En nú hafði Óttar þrautprófað yf- irburði sína og sýndist lítið þurfa fyrir bardaganum að hafa. Hann gætti þess að halda Guðmundi í hæfilegri fjarlægð með vinstra handlegg og veitti honum síðan voðaþung högg hvert af öðru með hægra hnefanum. Hverju höggi fylgdi hann eftir með kipringi í aug- um og grimmdarlegum herpingi í svip. Oftast barði hann Guðmund í andlitið – á nefið, munninn, hökuna, vangann og augabrúnirnar. Brátt tók blóðið að streyma úr nösunum, varirnar sprungu og hægri brúnin rifnaði og hékk niður fyrir augað. Eftir nokkra stund var allt andlitið orðið eins og eitt eldrautt blæðandi sár. Úr mér sjálfum var nú allur spenningur horfinn, og ég hnipraði mig saman sem fjærst ég gat, gagn- tekinn af ógn og hryllingi – og með- aumkun með Guðmundi skólabróður mínum sem hlaut að þola slíka mis- þyrmingu í hugrekki sínu. Þessi stóri fantur drepur hann, hugsaði ég, hann hættir ekki fyrr en Guð- mundur liggur dauður! En einmitt í þessu vetfangi rudd- ust bekkjarbræður Guðmundar fram á milli bardagamannanna og skökkuðu leikinn. Þeir gripu undir arma félaga síns og drösluðu honum á braut, og sást hann ekki framar þann daginn. Skólastarfið hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist, með kennslustundum og frímínútum til skipta fram undir kvöld. En heimur hins unga sveita- drengs var ekki samur eftir atburði þessa skólamorguns. Siðareglur bernskunnar, sem hann hafði haldið að væru algilt náttúrulögmál, höfðu verið brotnar í rúst, og nú var því líkast sem hann hefði ekki lengur fast land undir fót- um. Í fyrsta skipti á ævinni hafði hann kynnst grimmd heimsins, villidýrið í manninum hafði brotist úr viðjum og opinberast fyrir sjónum hans í allri sinni ógn. Og æ síðan hefur hann haft við- bjóð á hnefaleikum, sem hann veit að eru einvörðungu skálkaskjól grimmdarinnar, útrás fyrir dýrseðli mannsins, þótt reynt sé að skreyta þá með nafni drengilegra íþrótta. Með hnúum og hnefum – æskuminning úr menntaskóla Jónas Kristjánsson skrifar um hnefaleika ’Hollvinir hrottannavildu ekki heyra neina kvenlega kveinstafi í há- sölum karlmennsk- unnar.‘ Jónas Kristjánsson Höfundur er íslenskufræðingur ættaður frá Fremstafelli. tíðkast hefur í skipaskoðunum hér á landi, en jafnframt skoða vel hvaða möguleikar eru í stöðunni. Eftirfar- andi gæti verið valkostur: 1) Flokkunarfélög taki yfir búnaðarskoðun í flokkuðum skip- um ef eigandi æskir þess. 2) Siglingastofnun heldur áfram skoðunum í óflokkuðum skipum. 3) Með skírskotun til nýrra skipa verði gerð krafa um að skip yfir 24 m í skráningarlengd frá og með ákveðnum tíma verði í flokki. 4) Minnstu bátar þurfi ekki sérstaka ,,hreinlætisskoðun“, þar með verði aflétt árlegri kvaðabundinni skoð- un. Þess í stað gæti komið eftirlit Fiskistofu sem er með virkt eft- irlit í höfnum landsins. Varðandi atriði 1) þá hefur áður komið fram að stjórnvöld víða, þ.e. fánaríkið, framselja til flokk- unarfélaga búnaðarskoðun, þar inni- falið er skoðun á fjarskiptabúnaði. Því skyldi það ekki vera framkvæm- anlegt í fiskiskipum á sömu for- sendum. Hvað varðar búnaðarskoð- un má vitna til þess sem Páll Kristinsson verkfræðingur, Lloyd’s Register á Íslandi, ritar í Skrúfuna 1990: ,,Auk hefðbundinna skoðana hafa flokkunarfélögin mjög góða að- stöðu til að taka að sér lögbundnar skoðanir um allan heim, byggðar á stöðlum (reglum) viðkomandi ríkis þar sem skipið kemur til hafnar. Það hefur mikla kosti í för með sér að hafa einn aðila (flokkunarfélag) ábyrgan fyrir þessu tæknilega eft- irliti með skipinu, þ.e. bæði reglu- bundnum- og lögbundnum skoðunum á meðan á byggingu skips stendur og eins allan endingartíma þess.“ Að byggja upp færni Flokkunarfélögin eru með sínar regl- ur og staðla stöðugt í endurskoðun. Það gerist með stöðugu flæði upplýs- inga og reynslu milli hinna mörgu eininga sem mynda eitt flokk- unarfélag. Þau starfrækja rannsókn- arstofur, ráðgjafarfyrirtæki, safna miklu magni tölfræðilegra upplýs- inga er varða skip, búnað, siglingar og sjóslys, sumt af því beint komið frá sérhæfðum skoðunarmönnum. Fyrirhugað breytt skoðunarferli virðist ekki til þess fallið að byggja frekari brýr milli skipasviðs, gæða- sviðs og skoðunarsviðs Siglingastofn- unar, fá nauðsynlegt flæði á milli sviða. Þvert á móti er verið að klippa á slíkt flæði með því að afleggja skoð- unarsviðið, slíta menn úr tengslum við umhverfið. Þó á skoðunarsvið að vera til staðar til að fylgjast með nýju skoðunaraðilunum, sjá um hafnarrík- iseftirlit. Net sem byggt hefur verið upp um landið í formi umdæm- isskrifstofa á að leggja niður. Þó á partur af því að vera áfram. Spyrja mætti hvaða svonefndar A- stofur eru til staðar, sem hafa byggt upp færni og getu til að annast heild- arskoðanir skipa. Greinarhöfundur hélt að tilskipun Evrópusambandsins nr. 94/57/EB hefði gildi hér á landi, þar sem fjallað er um viðurkenndar stofnanir, kröfur sem gerðar eru samkvæmt viðaukum A og B o.s.frv. Ekki verður farið nánar út í það hér. Lokaorð Niðurstaða mín er sú að það er ekki verið að nýta þá aðila rétt sem fyrir eru í skipaumhverfinu og geta annast skoðanir. Þá er verið að fjölga aðilum sem eiga að sinna því sem kalla mætti heildarskoðun skipa, ekki fækka. Það hafa ekki verið færð nein rök fyrir því að þessi breyting leiði til einfaldari og betri þjónustu, meiri skilvirkni o.s.frv. Þessi breyting hef- ur ekkert með langtímaáætlun um öryggismál sjófarenda að gera að mínu áliti. Þá eru flestir viðmæl- endur mínir sammála um að þessi breyting hefur aukinn kostnað í för með sér, en það er efni í aðra grein. Ég vil beina því til stjórnvalda sem hafa með þennan málaflokk að gera að flýta sér hægt og vanda sig í þeim skrefum sem stigin verða. Ástæða væri til að efna til faglegrar ráð- stefnu um skipaskoðanir, þar sem málefnið væri reifað frá öllum hlið- um. Höfundur er sjálfstætt starfandi skipaverkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.