Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 51
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÁSGERÐUR RUNÓLFSDÓTTIR,
Furugerði 9,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 16. desember kl. 15.00.
Guðfinna Olbrys, Anthony Olbrys,
Erik Georg Olbrys,
Mitchell Davíð Olbrys, Clare Olbrys,
Jennifer Ása Olbrys,
Kim Sólveig Olbrys.
Okkar kæra,
STEINUNN HELGADÓTTIR
frá Skutulsey,
Efstalandi 4,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 7. desember, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn
16. desember kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Systkini hinnar látnu,
Tómas Rögnvaldsson og fjölskylda.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON,
Hlégerði 16,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 9. desember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðju-
daginn 16. desember kl. 13.30.
Ingibjörg Steingrímsdóttir,
Gréta Björgvinsdóttir, Bjarni Jónsson,
Guðmundur Jón Björgvinsson,
Baldvin Björgvinsson,
Rakel Tanja, Róbert Bjarni,
Davíð Rúnar, Íris Andrea,
Aníta Lena, Dagur Freyr og Tumi.
Elskuleg systir okkar, mágkona, frænka og
vinkona,
ANNA SIGURBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Dúfnahólum 4,
Reykjavík,
sem andaðist þriðjudaginn 2. desember, verð-
ur jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn
15. desember kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Landspítalann háskólasjúkrahús.
Margrét Hafsteinsdóttir,
Erla Hafsteinsdóttir,
Stefán Hafsteinsson
og aðrir aðstandendur.
Systir okkar, mágkona og frænka,
ÞORBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
Seljahlíð,
áður Freyjugötu 1,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 16. desember kl. 13.30.
Magnús S. Magnússon, Kristín Þ. Gunnsteinsdóttir,
Ársæll Magnússon, Guðrún Óskarsdóttir,
Ingveldur H. Húbertsdóttir
og frændfólk.
mikil því þú varst virk í ýmsu fé-
lagsstarfi svo sem Slysavarnafélag-
inu og nú seinni ár varstu virkur
þátttakandi í félagstarfi Blindra-
félagsins og Bergmáli.
Það var hefð að við færum saman
í bíltúra um jólin til að skoða jóla-
skreytingarnar á höfuðborgar-
svæðinu. Þá var Hafnarfjarðar-
rúnturinn á sumrin ómissandi fyrir
þig enda var þá farið á æskuslóðir
þínar sem þú unnir svo mjög. Þær
voru ófáar sögurnar um æsku þína
í hrauninu í Hafnarfirði, sem þú
sagðir okkur í þessum ferðum.
Ferðin okkar mömmu með þér
upp í Borgarnes 25. okt. sl. á eftir
að vera mér lengi minnisstæð því
þú varst svo hress og kát í henni.
Mjög gaman var að sitja með þér
og ræða landsins gagn og nauð-
synjar því þú varst vel að þér í
flestum málum og fylgdist vel með
því sem var að gerast og það var
sjaldan komið að tómum kofunum
hjá þér enda hafðir þú ákveðnar
skoðanir og varst ófeimin við að
láta þær í ljós.
Þótt þú hafir verið orðin þetta
fullorðin kom andlát þitt okkur á
óvart því heilsuhraust hefur þú allt-
af verið. Það er svo erfitt að átta
sig á því að þú ert ekki hér lengur
með okkur, tilbúin með kaffið á
könnunni þegar við komum upp til
þín, mömmu og pabba í smáspjall.
Hvíl í friði.
Valgerður Birna Lýðsdóttir.
Día var mín gamla og góða
frænka og er margs að minnast
þegar hugurinn reikar um farinn
veg. Bernskuminningarnar
streyma fram og er mér þá efst í
huga sameiginlegt jólahald þeirra
systra, móður minnar Ásdísar og
Díu á heimili hennar og Óskars á
Njálsgötunni. En þar áttum við
fjölskyldurnar margar gleðiríkar
stundir saman.
Día var aðeins 58 ára að aldri
þegar Óskar féll frá en þau Óskar
eignuðust tvö mannvænleg börn,
þau Guðbjörgu og Kristján Vídalín,
sem bæði eru á lífi.
Día og Óskar byggðu sér hús í
Safamýrinni nokkrum árum áður
en Óskar lést.
Þetta var fjölskylduhús því Guð-
björg dóttir þeirra og maður henn-
ar Lýður Björnsson sagnfræðingur
byggðu þar líka. Þar bjó hún í 36 ár
og leið vel.
Díu frænku minni verður ekki
lýst með fáum orðum en ung var
hún að árum er hún varð fyrir
þeirri sorg að missa föður sinn í
sjóinn. Stóð þá Guðbjörg móðir
hennar ein uppi með fimm börn,
sem sum voru komin nokkuð á
legg. Þetta voru erfiðir tímar,
kreppa og atvinnuleysi og bjuggu
þau við þröngan kost eins og flestir
á þeim árum.
Kreppuárin voru hörð fyrir ein-
stæða alþýðukonu í þá daga, því
var lífið oft harðneskjulegt og
óblítt. Día og þau systkinin öll fóru
snemma að vinna við að draga
björg í bú og komst Día sterk í
gegnum þessi ár. Þetta var mikill
og harður skóli en að sama skapi
þroskavænlegur.
Það var svo margt sem prýddi
hana Díu fræknu mína. Eitt af því
var glaðværð og hæfileikinn til að
slá á léttari strengi tilverunnar.
Hafði hún glöggt auga fyrir hinu
broslega og skemmtilega í lífinu og
gerði sér far um að njóta líðandi
stundar. Söngelsk var hún og hafði
mikið yndi af tónlist. Hún sagði vel
og skemmtilega frá og var alveg
stálminnug, einkum á gömlu tím-
ana, og sagði hún mér oft sögur af
sjálfri mér þegar ég var barn. Við
Día áttum það sameiginlegt að hafa
áhuga á draumum og var hún afar
draumspök kona. Greind var hún
og fróð þó ekki hafi hún átt völ á
langri skólagöngu.
Hin seinni ár fór sjón hennar ört
hnignandi og varð hún að lokum
blind. Gekk hún þá í Blindrafélagið
og sótti þar reglulega félagsstarf
sem og hjá líknarfélaginu Berg-
máli. Þar eignaðist hún tryggan og
góðan vinahóp sem hún mat mikils.
Varð það henni mikil hvatning og
hjálp við að takast á við lífið á nýj-
um og breyttum forsendum. Það
tókst henni vel þó mikið hafi tekið á
andlegt og líkamlegt þrek hennar.
Elsku Día frænka, nú er komið
að leiðarlokum að sinni. Þú gróð-
ursettir svo mörg frækorn gleði,
vináttu og frændsemi á lífsleiðinni
sem halda áfram að lifa í ættingjum
og vinum bæði í tímanlegum og
andlegum skilningi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Blessuð sé minning þín.
Elínborg Lárusdóttir.
Við þessa frétt að þú sért dáin er
ekki annað hægt að segja en að ég
hafi lamast í smástund. Aldrei bjóst
ég við að þessi veikindi þín myndu
hafa þessar afleiðingar.
Þegar mér var sagt að þú hefðir
dáið að morgni 29. nóvember sl.
hrönnuðust upp minningarnar.
Strætóferðirnar niður í bæ, sögurn-
ar sem þú sagðir mér í þeim ferð-
um, flestar ef ekki allar búnar til á
staðnum.
Þó þú værir 68 árum eldri en ég
náðum við ótrúlega vel saman. Það
að þú hefur fylgst svona vel með
öllu sem var að gerast í heiminum
og minn áhugi á sögu hafa haft
mikið að segja þar. Sama hvað um-
ræðuefnið var þá hafðir þú skoðun
á því hvort sem rætt var um pólitík
eða rokktónlist. Oft held ég reynd-
ar að þú hafir tekið þér öndverða
skoðun við mína bara til að vera
ósammála, þar sem rökræður voru
í miklu uppáhaldi hjá þér.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með
þér,
– hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm.
(Halldór Kiljan Laxness.)
Þakka þér fyrir öll þessi ár sem
við áttum saman.
Elsku langamma, nú hefur þú
fengið hvíldina miklu.
Minning þín lifir að eilífu.
Lýður Óskar Haraldsson
Þegar við erum ung
er eins og allt sé eilíft.
Minningarnar úr
æsku gerðust þannig
á björtum sumardög-
um og fólkið sem er hluti af þess-
um minningum er brosandi og kátt.
Þannig eru líka mínar fyrstu minn-
ÞORLÁKUR
RUNÓLFSSON
✝ Þorlákur Run-ólfsson fæddist á
Vesturgötu 44 í
Reykjavík 2. mars
1929. Hann lést í
Landspítalanum,
Fossvogi, 29. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Bústaðakirkju 8.
desember.
ingar um Þorlák Run-
ólfsson og þannig mun
ég minnast hans.
Þetta mikla gæðablóð
var giftur föðursystur
minni, Magneu, og
hittust fjölskyldurnar
því oft við hátíðleg
tækifæri. Þar var
Láki einn af föstu
punktunum, hann og
Magga með krakkana
sína fjóra, og oft var
þá líf í tuskunum.
Hann taldi það þó
aldrei eftir sér að gefa
sér tíma til þess að
tala við okkur krakkana, sem öll
litu á hann, lögreglumanninn, með
mikilli lotningu. Og eftir því sem
við urðum eldri þá breyttust
kannski umræðuefnin, en alltaf gaf
hann sér tíma til að ræða málin.
En Láki var svo miklu meira en
það. Hann var ótrúlega mikið ljúf-
menni, meira en flestir aðrir sem
ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann
gat verið góðlátlega stríðinn en
aldrei sá ég hann skipta skapi.
Láki og Magga bjuggu sér fallegt
heimili í Langagerðinu, þar sem
þau bjuggu í tæp 50 ár, og þar var
alltaf gott að koma. Ekki síst var
vinátta þeirra hjóna við móður
mína, eftir að faðir minn lést,
ómetanleg. Í huga mínum var sam-
band þeirra hjóna einstakt og það
var aðdáunarvert að sjá hversu
Magga lagði mikið á sig til þess að
gera honum lífið bærilegra eftir að
heilsu hans fór að hraka.
Nú er komið að leiðarlokum, ég
vill þakka fyrir góðar minningar
sem ég á um ljúfan dreng. Blessuð
sé minning hans.
Anna Kristinsdóttir.