Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 59 Þú einfaldlega verslar í Reykjanesbæ fyrir andvirði gistingarinnar 10.800 kr. og notar kvittanirnar sem greiðslu fyrir glæsigistingu á Hótel Keflavík. Fyrstir panta fyrstir fá. Pantanir í síma 420 7000. Ísland sækjum það heim                                        ÞAÐ var sannarlega gaman að hlýða á síðustu tónleika Stórsveit- arinnar í Ráðhúsinu í síðustu viku, þar sem Vestur-Íslendingurinn Gills stjórnaði af mikilli innlifun. Hljómsveitin lék ljómandi vel. Jólalögin með Kristjönu, sem söng að vanda eins og flestum finnst að eigi að syngja sveiflutónlist, féllu fólki í geð með jólin svona skammt undan. Stórsveitinni fer stöðugt fram og er það sérstök ánægja að upplifa, hversu trompetarnir og básúnurn- ar hafa styrkst jafnt og þétt und- anfarin örfá ár. Saxarnir hafa verið miklu betur á sig komnir lengi vel og góðum slagverksleikurum, bass- istum og píanóleikurum fjölgar. Þökk sé tónlistaruppeldi í skólum landsins með Tónlistarskóla FÍH í fararbroddi. Þessir tónleikar fóru ákaflega vel fram og átti þar efnisvalið mik- inn hlut að máli. Stórsveitir mega ekki leika fyrir almenning fram- úrstefnutónlist eina saman, ef þær ætla að finna sér viðurværi. Það er aðeins afmarkaður hópur, sem hlýðir á slíka tónlist sér til ánægju. Hnetubrjóturinn hans Duke reyndist mátulega gamall framúr- stefnujazz fyrir hlustendur að þessu sinni. Hefðbundna stórsveit- arsveiflu þarf fólk alltaf að heyra á slíkum tónleikum. Blanda af nýju og gömlu er upp- eldislega góð fyrir blandaðan hóp áheyrenda, enda var sveitinni sér- staklega vel tekið á tónleikunum. Eftir að hafa fylgt Stórsveitinni í gegnum árin, með Sæbjörn Jóns- son og Sigurð Flosason í farar- broddi, þykir mönnum vera kom- inn tími til að snöggtum betur verði gert af hálfu opinberra aðila til að tryggja rekstur sveitarinnar og þar með öryggi hennar og til- veru. Hljómsveitina skipa mennt- aðir atvinnumenn, sem leggja líka sína vigt á vogarskálarnar í klass- íska geiranum, sinfónískum, kirkjulegum og víðar. Margir þeirra eru það önnum kafnir, að oft verður að kalla inn varamenn til að bjarga ýmsum uppákomum. Slíkt er auðvitað vegna þess, að verið er að sinna launaðri vinnu til að draga fram lífið. Ekki er hér verið að tala um að setja menn á laun í þessari áhugamannahljóm- sveit, en gott væri að reksturinn stæði svo vel undir sér að gefa mætti félögunum jólabónus, þegar annars vel rekin sveit skilaði tekjuafgangi í lok árs. Til þess verður að auka tillegg Reykjavík- urborgar og mun fleiri verða að koma að málum. Stórsveitin er fyrir löngu orðin hluti af menningarsamfélagi okkar. Henni er fagnað á Jazzhátíðum og vonandi á Listahátíðum framtíðar. Þegar hún leikur er tyllidagur. Það er borginni til mikils sóma, að halda Stórsveitartónleika í Ráð- húsinu og bjóða borgarbúum til þeirra. Tónleikarnir ættu aðeins að vera fleiri. Hvernig væri að láta jafngildi einna til tveggja heiðurslista- mannalauna renna til sveitarinnar árlega auk útvarps- og sjónvarps- flutnings af og til? Hvar eru tón- elsku menntamálaráðherrarnir og útvarpsstjórarnir? Samfélagið verður að hlúa að sínum bestu listamönnum og eðli- legt að þeir fái sína örvun, svo að áhugi þeirra fyrir því að standa sig vel dofni ekki. Stórsveit Reykjavíkur, gleðileg jól og farsæl komandi ár með þökk fyrir þau liðnu. HRAFN PÁLSSON, Tómasarhaga 25, Reykjavík. Jóla- og nýárskveðja til Stórsveitar Reykjavíkur Frá Hrafni Pálssyni Pipar og salt kvarnir Verð kr. 2.900 Klapparstíg 44, sími 562 3614 Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.