Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ P étur Steingrímsson í Nesi er alinn upp á bökkum Laxár í Að- aldal. Undurfagurt umhverfi árinnar hefur verið umgjörð- in um líf hans og nið- ur hennar undir- tónninn. Pétur lagðist í víking um tíma og vann við iðn sína, plötu- og ketilsmíði, víða um land. Hann undi sér hvergi lengi fyrr en hann sneri aftur heim á árbakkann, því áin tog- aði svo sterkt. Meira en sex áratugir eru liðnir frá því Pétur fór að kasta flugu fyrir stórlaxa og sprettharða silunga í Laxá. Hann var langt innan við fermingu þegar hann dró Maríufisk- inn sinn, 18 punda lax. Síðan hefur hann veitt í Laxá á hverju sumri, ut- an einu sinni að hann fékk engan þótt hann reyndi allt sumarið. Und- anfarin 30 sumur hefur Pétur leið- beint laxveiðimönnum af mörgum þjóðernum um þá dularheima sem leynast undir yfirborði árinnar fyrir landi Ness. Hann þekkir þar hvern hyl og skoru, bakka og breiðu. Ekki síst skynjar hann hvernig nábúarnir í djúpinu hugsa og hvar þeir eru lík- legastir til að halda sig hverju sinni. Innblástur á árbakkanum Pétur er löngu landskunnur flugu- hnýtari og kann skil á aragrúa sí- gildra veiðiflugna úr ýmsum áttum. Síðast en ekki síst hefur hann samið uppskriftir að eigin flugum og marg- ar hugmyndir hefur hann fengið á bökkum Laxár í Aðaldal. Birta him- insins og blikið á ánni hefur verið honum innblástur í þeirri völundar- smíð. Eins hefur hann lagað margar sígildar laxaflugur að þeim sérstöku aðstæðum sem ríkja í Laxá. Pétur birtir uppskriftir að rúm- lega 200 laxaflugum, þar af um 40 af sínum eigin uppskriftum, í bókinni glæsilegu, Veldu flugu. Auk upp- skriftanna gerir Pétur grein fyrir grundvallaratriðum fluguhnýtinga- fræða, lýsir þróun laxaflugna og út- skýrir hráefni til fluguhnýtinga. Þá hefur hann skráð fjölda veiðisagna og lýsir ánni sinni hjartfólgnu allt frá upptökum í Mývatni til sjávar í Skjálfanda. Bókin er prýdd fjölda lit- mynda frá veiðum í Laxá og af laxa- flugum. Aðspurður sagðist Pétur hafa byrjað ritun bókarinnar í kring- um árið 2000, eða kannski aðeins fyrr. En hvernig valdi hann flugurn- ar sem fjallað er um í bókinni? „Margt af þeim eru flugur sem ég hef veitt á í gegnum árin og hannað sjálfur eða breytt sumum þeirra svo þær henti betur í veiðina sem við stundum hér í Laxá.“ En hvað hefur þú hannað margar flugur sem ekki er sagt frá í bókinni? „Það er hellingur alveg, sem ég segi ekki frá. Maður verður að halda einhverjum leyndarmálum fyrir sjálfan sig,“ segir Pétur og hlær. Húsbændur og hjú Pétur á dagbækur sem hann hefur fært í minnisstæð atvik frá um helm- ingi leiðsöguferilsins, það er síðustu 15 til 16 árin. Sumar frásagnirnar rifjaði hann upp með hjálp dagbók- anna, en aðrar voru honum í fersku minni. Veiðimennirnir sem Pétur hefur fylgt til veiða eru af mörgum þjóðernum og ólíkir persónuleikar. Hann lýsir gjarnan samskiptum við þá í þriðju persónu og nefnir þá veiðimanninn húsbónda og sjálfan sig þjón. Þú gefur „húsbændunum“ misjafnar einkunnir? „Já, já, að sjálfsögðu. Þeir eru mis- jafnir. Mjög margir hafa orðið vinir mínir og ég er í sambandi við þá utan veiðitímans bæði í síma og með bréfaskriftum, en lítið í tölvupósti.“ Eru einhverjir þeirra þér sérstak- lega kærir? „Já, til dæmis Bandaríkjamaður- inn William Young. Við tölumst við svona vikulega að minnsta kosti. Annar hvor hringir og svo skrifum við oft. Við konan mín, Anna María Aradóttir, höfum heimsótt hann tvisvar til Bandaríkjanna. Við ætl- uðum að fara til hans í þriðja skiptið í haust, en fórum til Finnlands í stað- inn. Anna María er þaðan.“ Pétur hefur ekki farið til veiða með William Young erlendis og seg- ist ekki kæra sig mikið um það. Hann telur sig fá að veiða alveg nóg hér heima. Pétur segist heldur ekki geta gumað af veiðum sínum í er- lendum ám. Það eina sem sé í frásög- ur færandi er að einu sinni fékk hann einn lax í ánni Cree, sem er lítil á í Skotlandi. Hins vegar hefur hann sankað að sér miklum upplýsingum um veiðar erlendis og ekki síst út- lendar laxaflugur. „Ég les allt um flugur sem hönd á festir og sæki mikið í efni frá Am- eríku og einnig frá Englandi og Skotlandi, einkanlega um þessar gömlu og sígildu flugur. Eins hef ég sótt í efni frá Noregi. Gamlar sígild- ar norskar flugur eru mjög áhuga- verðar, því þær eru mikið öðruvísi hnýttar en þessar ensku. Það hefur reynst mér vel að hnýta þær norsku fyrir Laxá.“ Aðspurður sagðist Pétur ekki hafa tekið neinar norskar flugur með í bókinni. Hann segist auðveldlega geta safnað efni í aðra bók um áhugaverðar flugur. Grundvallarrit um flugur Í bókinni Veldu flugu er fjallað um fluguhnýtingar og uppbyggingu flugna frá grunni. Þetta er því grundvallarrit í flugufræðum. Eins birtir Pétur orðalista yfir helstu hug- tök fræðanna á ensku og íslensku. Hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann skrifaði þetta hafa verið að honum þótti svo leiðinleg nöfn notuð um margt sem tengist þessu, bæði nöfn á efni og áhöldum. Pétur reyndi að finna eitthvað skárra í staðinn og smíðaði mörg nýyrði, hvort sem þau verða notuð eða ekki. Pétur hefur einnig rannsakað þró- un veiðiflugna í tímans rás. Hvert skyldi þróunin stefna? „Flugurnar eru að smækka, að ég held yfirleitt alls staðar. Sumir Am- eríkanar hafa beðið mig að hnýta fyrir sig flugur allt niður í númer 16 fyrir laxinn sem þeir eru að veiða úti. Ég hef svo sem fengið á þetta lax, en er persónulega miklu hrifnari af því að veiða á litlar einkrækjur, núm- er 8, 10 og 12. Það er ótrúlega gaman – held að það sé alveg toppurinn. Það er svo rosalega gaman að þreyta lax- inn á svona flugu að það er alveg ótrúlegt. Hann á að vísu meiri möguleika í viðureigninni, en þessar litlu ein- krækjur halda samt ótrúlega vel. Þær særa skepnuna lítið, fara yfir- leitt bara í skinnið, en ekki inn í bein, og sitja þar alveg pikkfastar.“ Pétri finnst íslenskir veiðimenn einnig hafa tilhneigingu til að minnka sínar flugur. Hann telur það vera mjög af hinu góða og gera íþróttina miklu skemmtilegri. Í bókinni talar Pétur um flugu- hnýtingar sem listgrein. Eru þær það? „Já, vissulega, ef menn taka þær þannig. Listin er fólgin í því að gera flugurnar fallega og fallegar. Stund- um hnýti ég flugur til skrauts og þá ekki á venjulega öngla heldur á ein- hverjar nælur. Oft gef ég þetta vin- um mínum. Stundum hnýti ég ekta veiðiflugur til skrauts, en stundum ekkert endilega eftir uppskriftum heldur læt hugmyndaflugið ráða.“ Fluguhnýtingar eru keppnisgrein og stundum hefur Pétur sent flugur sínar í keppnir. Einhvern tíma tók hann þátt í norsku keppninni Scand- inavian Open, en segist ekki hafa fengið annað út úr því en diploma. Það hafa líka verið keppnir hér. „Ég tók einhvern tíma þátt, held það hafi verið 1985, í keppni sem Litla flugan, eða Kristján Kristjánsson, var með. Þá fékk ég bæði 1. og 3. verðlaun. Ég sendi flugur öðru sinni í keppni hjá honum og fékk þá 2. verðlaun.“ Skemmtilegra að vernda lífið Það kemur glöggt fram í skrifum Péturs að hann leggur mikla áherslu á að veiða og sleppa. Hann byrjaði á því sem drengur og sleppti þá sínum eftirminnilegasta laxi. Nýgengin 16 punda hrygna tók hjá honum Sweep- silungaflugu nr. 16. Pétur tók eftir því að annar fiskur fylgdi henni og vék aldrei frá. Það var hængurinn. Um síðir var hrygnan komin upp að bakkanum og hængurinn með. Pétur sleppti hrygnunni, en sagði ekki frá atvikinu í 40 ár. Hann segir að á þessum árum hefði það verið talið nálgast geðbilun að sleppa veiddum laxi. En þetta var ekki eina tilvikið. „Oft þegar verið var að veiða í klak missti ég þá „óvart“ þegar verið var að lyfta þeim í kistuna. Ég vildi held- ur láta þá vera í ánni og hrygna þar og vil það enn. Það þarf enginn að veiða sér lax í matinn í dag. Eldislax- inn er svo ódýr – hann er ódýrari en ýsa. Ég vil sleppa villta laxinum sem allra mest. Af því sem við sleppum held ég að það lifi af svona 99%. Við merkjum marga laxa með því að skjóta númeruðu plastmerki í bak- uggann á þeim. Það hefur komið fyr- ir að við höfum veitt sömu laxana aft- ur.“ En eru veiðimennirnir í Laxá al- mennt sáttir við að sleppa löxunum? „Allir Ameríkanarnir sem veiða hjá okkur eru mjög sáttir við það. Það er frekar að Evrópumenn vilji halda fiskinum. Þeir eru ekki komnir jafn mikið inn á þetta friðunarsjón- armið. Mér finnst alltaf skemmti- legra að varðveita líf en að eyða því.“ Þú berð augljóslega ekki mikla virðingu fyrir maðkaveiðimönnum og kallar þá „ormaskaula“. Hefur þú aldrei veitt á maðk sjálfur? „Mér leiddist maðkaveiðin og fann mig aldrei í því að veiða á maðk. Það er engin list að veiða á maðk, fjarri því þótt sumir haldi því fram. Við vöndumst við fluguna frá barnæsku. Faðir minn var mikill flugumaður og veiddi lítið á annað. Ef veitt var á orm eða spón þá vildi hann fremur láta aðra gera það, einhverja sem verið var að veiða með. Það var alveg eins með mig. Ég lærði strax að fara með flugustöng og hef haldið því. Stundum kastaði ég spæni fyrir lax og ég hef veitt lax á spón, en hef ekk- ert gaman af því. Ég kastaði því al- gjörlega fyrir róða og veiði ekki á neitt nema fluguna núna.“ Hefur ekki orðið mikil þróun í gerð veiðistanga frá því þú hófst veiðar? „Ja, hérna, hérna, hér. Þessar gömlu ensku Hardy-stengur voru eins og símastaurar. Menn voru slit- uppgefnir eftir daginn að bera þetta. Pabbi átti Milward. Þær voru úr skornum og límdum bambus með stálteini innan í. Það var fremur þungt, en Hardyinn miklu þyngri. Ég átti Hardy-stöng, alveg blý- þunga, þegar ég fór að komast að- eins til manns og á hana enn. Pabbi keypti hana úr einhverju dánarbúi og gaf mér. Það var erfiði að halda á henni allan daginn, en hægt að kasta langt með henni.“ Hvernig stangir notar þú í dag? „Það fer eftir veiðistöðum og hvaða línur maður ætlar að nota. Uppáhaldsstöngin mín er uppá- haldsstöngin hans Williams Young. Hann gaf mér hana þegar hann var að fara í haust, sagðist vilja að ég ætti stöngina. Það er 16 feta löng Spey-stöng af Sage-gerð. Svo erum við með aðra 14 feta Sage. Ég á líka 15 feta Orvis og aðra 14 feta sem heitir Fibatube og er ensk. Ákaflega létt og þægileg stöng. Ég er gjarnan með flotlínu á henni og sökklínu á Orvisnum. Og flotlínu á 16 feta stönginni að sjálfsögðu því það er hægt að kasta næstum yfir ána hvar sem er með henni.“ Hægt að byggja stofninn upp Laxastofninn í Laxá í Aðaldal hef- ur átt í vök að verjast, líkt og víðar. Pétur hefur tvímælalausa trú á að það sé hægt að ná laxastofninum í Laxá upp í það sem hann var sterk- astur – sé það gert þegar í dag, en það megi ekki dragast. En er nóg að sleppa veiddum fiski til þess að svo verði? „Ég mundi telja að það þurfi ekk- ert annað þegar fram líða stundir. Það er gott að sleppa svolitlu af klak- laxi meðan hitt er að komast upp.“ Heldur þú að það náist samstaða um það? „Já, ég veit ekki annað en að búið sé að ákveða að veiða alfarið á flugu í ánni næsta sumar og sleppa öllum veiddum fiski sem á sér lífsvon. Ormaskaularnir verða að fara eitt- hvert annað eða að læra að haga sér eins og menn.“ En hvenær ætlar þú að opinbera öll leyndarmálin sem ekki rötuðu í þessa bók? „Ég veit ekki hvort mér endist aldur til þess. Ég er að minnsta kosti ekki farinn að leggja drög að annarri flugubók. Ég á ýmislegt annað til sem ég hef skrifað, en ég veit ekki hvort nokkur vill gefa það út. Það er frumsamið efni, töluvert af ljóðum og sögum bæði stuttum og lengri sögum.“ Þú hefur kafað býsna djúpt eftir fróðleik í Veldu flugu. „Já, hann var ekki tekinn inn í einu vetfangi. Ég hef lengi lesið alls konar bækur og þetta er tómstunda- gaman og áhugamál – eða della. En ég held ég fari að hætta þessu og snúa mér að golfinu. Þar er alveg sama sveiflan og með flugustöng. Nákvæmlega sama. Golfið er eina íþróttin sem ég er svolítið skotinn í. Ef maður vill skammta sér launin sjálfur þá er annaðhvort að setjast á Alþingi eða gerast atvinnumaður í golfi!“ Pétur Steingrímsson í Laxárnesi í Aðaldal er vel þekktur meðal áhugamanna um fluguveiðar. Ný bók hans, Veldu flugu, inniheldur á þriðja hundrað uppskrifta að hans eigin flugum og annarra auk fjölda frásagna og náttúrulýsinga frá bökkum Laxár í Aðaldal. Guðni Einarsson heyrði í Pétri í tilefni af útkomu bókarinnar, sem ætluð er almennum lesendum ekki síður en veiðimönnum. Fluguhnýtingar eru listgrein Ljósmynd/Páll Stefánsson „Það þarf enginn að veiða sér lax í matinn í dag. Eldislaxinn er svo ódýr – hann er ódýrari en ýsa. Ég vil sleppa villta laxinum sem allra mest,“ segir Pétur Steingrímsson fluguhnýtari í Laxárnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.