Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Með stofnun nýrra útgerðarfyrir- tækja, togarakaupum og áfram- haldandi uppbyggingu vélbátaút- gerðar á árinu 1907 hófst nýtt vaxtarskeið í íslenskum sjávarút- vegi. Hér er fjallað um kjör sjó- manna á togurum á fyrsta hluta 20. aldar. Margir Íslendingarmunu kannast viðsögur af lífi ogstarfi togaramannaá fyrstu áratugum 20. aldar. Flestar greina þær frá næsta ofurmannlegu erfiði, vökum og vinnuhörku skipstjóra, en jafn- framt frá miklum tekjum togara- manna, yfirmanna jafnt sem undir- manna, og nánast öllum ber þeim saman um að aðbúnaður á togurum hafi verið stórum betri en á eldri skipum. Í augum þeirra, sem voru að komast á manndómsaldur og verða gjaldgengir til sjósóknar í upphafi togaraaldar, voru togararnir skip framtíðarinnar. Unga menn dreymdi ekki um skipsrúm á skútu á öndverðri 20. öld; þeir vildu kom- ast á togara. Þar var framtíðin og tekjuvonin mest. Að komast á tog- ara var sæmd, fólk leit upp til tog- aramanna, þeir voru allt í senn, hetjur hafsins, menn nýja tímans, drógu meira í þjóðarbúið en aðrir og báru sjálfir meira út býtum en annað vinnandi fólk. Yfir þeim var blær ævintýrsins, sem ávallt leikur um fulltrúa nýrra tíma og starfa, ekki síst ef þau eru vel launuð og áhættusöm. Sjómennska eða búhokur Tryggvi Ófeigsson, skipstjóri og útgerðarmaður, var um margt dæmigerður fyrir fyrstu kynslóð ís- lenskra togaramanna. Hann var af fátækum kominn, ólst upp suður með sjó, á Vatnsleysuströnd, í Hafnarfirði og Leiru, og kynntist sjómennsku fyrst á áraskipum. Á bernskuárunum í Hafnarfirði varð hann vitni að komu og útgerð fyrsta íslenska togarans, Coot, og er fjöl- skyldan var flutt suður í Leiru, fylgdist hann ásamt félögum sínum og jafnöldrum gjörla með veiðum breskra togara á Faxaflóa. Eins og svo margir aðrir ungling- ar í íslenskum sjávarplássum þess- ara ára átti Tryggvi í raun aðeins um tvennt að velja: sjómennsku eða búhokur og stopula daglaunavinnu í landi. Að eigin sögn afréð hann „þegar á barnsaldri, að reyna að komast á togara eins fljótt og þess væri von fyrir aldurs sakir.“ Skömmu eftir fermingu tók hann að spyrjast fyrir um skipsrúm á tog- urum, og tókst á vertíðinni 1914 að komast sem háseti á hollenska togarann Ocean I, sem gerður var út frá Hafnarfirði. Til þess að fá plássið varð hann þó að ljúga til um aldur, segjast vera 18 ára, þótt enn vantaði fjóra mánuði í afmælið. Árið eftir, 1915, réðst Tryggvi háseti á togarann Braga frá Reykjavík og var þar, uns hann fór í Stýrimanna- skólann haustið 1917. Komunni um borð í Braga og viðurværinu þar lýsti Tryggvi á skemmtilegan hátt: Engar bryggjur voru komnar í Reykjavík á þessum tíma fyrir togarana og þeir lágu útá. Ekki man ég, hver ferjaði mig um borð í Braga, en menn voru greiðugir að skutla mönnum útí skip sín og tóku ekkert fyrir. Þegar ég kom uppá dekkið á togaranum, þá sá ég þar myndarlegan mann, og hann var að fara aftur dekkið. Hann virtist vera einn um borð. Þessi maður reyndist vera Guðmundur Arason, átti heima á Lindargötu 6. Ég fylgdi honum eftir. Þegar Guðmundur var kominn niður í káetu, tók hann fram ket- bakka, brauðbakka, mysuost og margarín. Hann fór að háma í sig kjötið, en ég þorði ekki að nefna, hvort ég mætti fá mér með honum bita af kjötinu, þessum jólamat, maður var ekki vanur að heiman að háma í sig kjöt hvunndags, allra sízt fínt spaðkjöt, þegar komið var fram í vertíðarbyrjun. Ég spurði hæv- ersklega, hvort ég mætti fá mér brauðbita, því að ég var svangur af hinni löngu göngu minni. Guðmund- ur hélt það nú og sagði: „Um borð í togara átt þú að vinna eins og þú getur og éta eins og þú getur. Þetta er það lögmál, sem rík- ir á togurunum.“ Ég fór nú að snarla í mig brauðið með margaríninu og sneið mér drjúggóða sneið af mysuostinum of- aná og fékk mér síðan aðra og þá enn aðra. Þá sagði Guðmundur: „Þykir þér svona góður múr- steinninn?“ Ég þóttist vita, að hann ætti við mysuostinn og svaraði: Jú, mér þykir góður mysuostur, en ég hélt að það væri ekki ætlazt til, að ég færi að borða kjöt svona strax.“ Guðmundur hélt það, að mér væri óhætt að fá mér kjötbita, og lét ég ekki segja mér það tvisvar. Þegar ég hafði borðað mig saddan, segir Guðmundur, að ég skuli fara strax framí lúkar og taka mér koju, og séu þær neðstu lakastar, sem ég reyndar vissi. Annars var ágætur lúkar í Braga. ------ Það var ket einu sinni á dag á togurunum, steikt eða soðið, og á næturnar var það einnig á borðum, þá kalt, með brauðinu og teinu. Þetta var enski togaramaturinn, sem við höfðum tekið upp, alltaf veizlur um borð, jafnvel jólakaka daglega, sem meðlæti með kaffi. „Þrælaöldin“ Ekki var að undra, þótt ungum piltum, sem alist höfðu upp við næsta fábreyttan kost íslenskrar al- þýðu, þætti mikið til mataræðisins á togurunum koma. Öllum heimildum ber saman um, að það hafi verið ríkulegt og miklu betra en á skút- unum, þar sem grautar og soðinn fiskur voru helsta viðurværi, en kjöt lítið og oft lélegt. Á móti var hins vegar krafist mikillar vinnu og urðu togaramenn tíðum að standa sólar- hringum saman, er verið var að veiðum og í aðgerð. Skipstjórar réðu því einir, hvort og hve mikið menn fengu að hvílast, og segir Tryggvi Ófeigsson t.d. frá því, að Jón Jóhannsson, skipstjóri á Braga, hafi haft þann sið að lofa mönnum sínum að sofa í u.þ.b. fjóra tíma eft- ir svo sem hálfs annars sólarhrings vökur. Það mun hafa þótt næsta lítil vinnuharka á þessum tíma og í end- urminningum Guðmundar Halldórs Guðmundssonar er vinnulaginu á togurunum lýst sem „þrælkun“ og fyrsti hluti togaraaldar kallaður „þrælaöldin“. Guðmundur Halldór segir ýmsar sögur af vinnuhörkunni og vökunum á togurunum, m.a. eina þar sem skipverjar fengu að sofa tvisvar, tvo tíma í hvort skipti, í veiðiför, sem stóð í samtals 140 klukkustundir. Áhrifum og orsökum þessa vinnulags lýsti hann með svo- felldum orðum: Ég hef oft reynt að velta því fyrir mér, hversvegna togaraeigendur héldu þessu dauðahaldi í þrælk- Bókarkafli Á öndverðri 20. öld varð bylting í sjávarútvegi Íslendinga þegar vélin leysti af hólmi árar og segl. Allir vildu eignast vélbát eða togara. Jón Þ. Þór greinir frá upphafi vélvæðingar fiskiskipaflotans, útgerðinni, upphafi síldveiða við Ísland á síðari öld- um, landhelgis- og hafréttarmálum, fiskverkun og fiskverslun og haf- og fiskirannsóknum. Ljósmynd/ Magnús Ólafsson – Ljósmyndasafn Reykjavíkur Þar til hafnargerð hófst í Reykjavík árið 1913, varð að flytja afla togaranna, vistir, kol og annað sem þeir þurftu á að halda á milli skips og lands á smábátum. Myndin er tekin á Steinbryggjunni árið 1905. Skútur liggja á ytri höfn- inni þar sem togarar lögðust einnig þegar þeir komu til sögunnar. Ljósmynd/ Ljósmyndasafn Austurlands Saltfiskverkun á Seyðisfirði á fyrri hluta 20. aldar. Sjómennskan og samtökin w w w .d es ig n .is ' 2 0 0 3Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrktar blindum Tilvalinjólagjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.