Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 9 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir og Félag húseigenda á Spáni hafa nú undirritað samning um sæti til Alicante sumarið 2004 fyrir aðila að Félagi húseigenda á Spáni. Beint flug alla miðvikudaga í sumar tryggja þér þægilega ferð í glæsilegum nýjum þotum og þægilegasta ferðatíma í sólina í sumar. Sala er nú hafin og geta aðilar að Félagi húseigenda á Spáni snúið sér til Heimsferða og bókað sæti nú þegar. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 16.970 Flug aðra leiðina, 25. apríl, með sköttum, húseigendaafslætti og með VR ávísun að verðmæti kr. 5.000. M.v. vefbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða síma er kr. 1.500 á mann. Verð kr. 20.990 Fargjald, með húseigendaafslætti, fyrir fullorðinn með sköttum, að frádreginni VR ávísun að verðmæti kr. 5.000. Gildir frá 19. maí. M.v. vefbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða síma er kr. 1.500 á mann. Verð kr. 25.990 Fargjald, með húseigendaafslætti, fyrir fullorðinn með sköttum, án VR ávísunar. Gildir frá 19. mái. M.v. vefbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða síma er kr. 1.500 á mann. Dagsetningar í sumar · 7. apr. 04 - Páskaferð* · 21. apr. 04 - Aðeins heimflug · 25. apr. 04 · 19. maí 04 · 26. maí 04 · 2. jún. 04 · 9. jún. 04 · 16. jún. 04 · 23. jún. 04 · 30. jún. 04 · 7. júl. 04 · 14. júl. 04 · 21. júl. 04 · 28. júl. 04 · 4. ágú. 04 · 11. ágú. 04 · 18. ágú. 04 · 25. ágú. 04 · 1. sept.04 · 8. sept.04 · 15. sept.04 · 22. sept.04 · 29. sept.04 · 6. okt. 04 · 13. okt. 04 · 20. okt. 04 - Aðeins heimflug 500 fyrstu sætin á ótrúlegu verði Salan er hafin Bókaðu sæti og tryggðu þér afslátt Félags húseigenda á Spáni 30% verðlækkun til Alicante í sumar Fyrstu 500 sætin Afsláttur færist á bókanir við uppgjör ferða Sæti verður að staðfesta við bókun Flugsæti til Alicante frá kr. 16.970 sumarið 2004 * Fargjald í páskaferðina er hærra. TILRAUNIR með nýtt lyf Íslenskr- ar erfðagreiningar (ÍE) sem á að hafa áhrif á fólk sem er með erfðavísi sem veldur hjartaáföllum hefjast eftir áramót, og mun hinn virti bandaríski sérfræðingur dr. Eric Topol, yfir- maður hjarta- og æðadeildar Cleve- land Clinic í Bandaríkjunum, vera ráðgjafi við uppsetningu og fram- kvæmd lyfjaprófanna. Dr. Topol hefur mikla reynslu á sviði hjartalækninga og erfðafræði, og hefur ennfremur mikla reynslu af því að prófa lyf á stórum hópum og á sú reynsla eflaust eftir að verða verð- mæt í þessu samstarfi. „Það sem við erum að prófa er lyfjameðferð sem er sérhönnuð út frá sérstökum erfðavísi sem ákveðnir einstaklingar eru með, og veldur hjartaáföllum. Við ætlum að setja á stað prófanir á lyfinu þar sem fólk sem hefur þennan erfðavísi og gefa því annaðhvort lyfið eða lyfleysu og sjá hvaða áhrif það hefur,“ segir dr. Topol í samtali við Morgunblaðið. Kannað á 180 Íslendingum Fyrsta skrefið verður að prófa hvernig gengur með lítinn hóp, u.þ.b. 180 Íslendinga. Vinna við það fer í gang strax eftir áramót, og mun taka 3 til 4 mánuði. Ef það gengur vel fara á stað prófanir á nokkur þúsund ein- staklingum, bæði hér, í Bandaríkjun- um og jafnvel víðar, sem reiknað er með að fari í gang um mitt næsta ár, og standi í eitt og hálft eða tvö ár. Ef niðurstöður úr þessum prófunum ganga að vonum má því vonast til þess að lyfið verði tilbúið til fram- leiðslu eftir tvö til tvö og hálft ár, fyr- ir mitt ár 2006, segir dr. Topol. Það sem er öðruvísi við þessar lyfjaprófanir er að allir í hópunum sem lyfið er prófað á eru með þennan ákveðna erfðavísi sem sýnt hefur verið fram á að veldur hjartasjúk- dómum, í stað þess að hafa hóp fólks sem ekki er vitað hvort hafi erfðavís- inn eða ekki en er með hjartasjúk- dóma, eins og gert væri ef um hef- bundnar lyfjaprófanir að ræða, segir dr. Topol. „Hugmyndin á bak við þetta er að hætta að þreifa sig áfram í myrkrinu, hætta þessum heimskulegu þróunum sem maður heyrir um og kosta 800 milljónir dollara eða yfir milljarð dollara. Okkar aðferð gengur hraðar fyrir sig og eykur líkurnar á vel- gengni, svo þetta er mun fljótlegra. Á móti kemur að þegar upp er staðið hefur lyfið ekki jafnalmenn not og lyf sem þróuð eru á hefbundinn hátt, það nýtist bara þeim sem eru með þetta ákveðna gen sem veldur hjartaáföll- um. Þetta er sérhæft lyf við sérhæfðu vandamáli, og það er alveg nýr hugs- unarháttur í lyfjaframleiðslu,“ segir dr. Topol. Þessi sértæku lyf sem eru bara notuð á takmarkaðan hóp njóta mjög takmarkaðrar hylli hjá lyfjafyrir- tækjum, sem kjósa heldur að fram- leiða lyf sem hægt er að selja stórum hópi í miklu magni. Þeirra þumal- puttaregla er að lyf sem fer í fram- leiðslu verði að geta skapað einn milljarð dollara í tekjur á ári til að það borgi sig að framleiða það. „Erum að sjá gjörbreytta framtíð“ Ef tilraunirnar ganga vel getur það breytt öllu í baráttunni við arf- genga sjúkdóma, segir dr. Topol. „Það breytir þessu algerlega, þá er- um við ekki lengur að tala um að allir noti sömu lyfin heldur verði þau sér- tækari, fólk með þennan erfðavísi fengi eina tegund meðferðar og fólk með annan erfðavísi fengi aðra með- ferð.“ „Við sjáum gjörbreytta framtíð, mjög spennandi og mjög ólíka því sem við eigum að venjast í dag. Í dag erum við með einhverja risaeðlu, frumstæðan þankagang þar sem ein stærð á að passa öllum. Það gengur bara ekki upp,“ segir hann. Dr. Topol segir að þó megi ekki ganga of langt í þessari erfðafræði- legu hugsun, og erfðir séu ekki það eina sem hafi áhrif á það hvort og hvenær fólk fái hjartaáföll. „Við þekkjum enn ekki öll genin svo við vitum ekki hvort fólk sem hef- ur alls enga erfðavísa sem valda hjartasjúkdómum getur fengið hjartaáfall. Við einfaldlega vitum það ekki. Kannski þarf maður að hafa erfðavísi og stunda óheilbrigt líferni, eða kannski eru það bara erfðirnar sem skipta máli. Fólk ætti samt sem áður að reyna að halda lágu kólester- óli, halda þyngdinni niðri, stunda lík- amsrækt og sleppa því að reykja. Eftir tíu ár gæti verið að við vitum meira, en ég sé ekki fram nokkurn- tíma að segja við sjúkling að hann sé ekki með neina erfðavísa sem valda hjartasjúkdómum svo hann ætti endilega að reykja,“ segir dr. Topol. Það sem þessi þekking getur hjálpað við er að fólk sem greinist með þessa erfðavísa sem valda hjartaáföllum snemma í lífinu geta þá gert sér grein fyrir því og tekið upp heilbrigðara líferni en það hefði kannski annars gert, og þannig bar- ist gegn þessum slæmu erfðavísum. ÍE hefur prófanir á lyfi eftir áramót Morgunblaðið/Árni Sæberg Dr. Eric Topol reifaði rannsóknir sínar við starfsmenn ÍE. Nýr hugsunar- háttur í lyfja- framleiðslu Lyf við arfgengum sjúkdómum verða í framtíðinni hönnuð sérstaklega fyrir ákveðna erfðagalla. Brjánn Jónasson ræddi um lyfjrannsóknir við dr. Eric Topol. brjann@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.