Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er langur vegur frá Inuvik á norðvestur- svæðum Kanada til Reykjavíkur. „Við lögðum af stað í 36 stiga frosti en þrátt fyrir nokkra flug- leggi er þetta ekki svo ólíkt – við erum í það minnsta áfram í einhverri vík,“ segir Georgina Stefansson, sem er dóttir Alex, sem Vilhjálmur átti með inúítakonunni Fanný Pannigablúk. Hún starfar að byggðamálum í heimabæ sínum og hefur ekki fyrr komið til Evrópu. Þau hjónin, hún og Frank Thistle, sem er ætt- aður frá Skotlandi, eru hingað komin í tengslum við útkomu bókar Gísla Pálssonar, mannfræð- ings og prófessors, Frægð og firnindi, ævi Vil- hjálms Stefánssonar, en Georgina og systkini hennar veittu Gísla upplýsingar um afa sinn vegna ritunar bókarinnar. „Ég var bara krakki þegar afi Vilhjálmur dó, sá hann aldrei og þekkti hann því ekki, en pabbi talaði oft um hann við okkur og hann tengdist okkur meira þegar for- síðumynd birtist af honum í tímaritinu Life skömmu eftir að hann féll frá,“ segir Georgina. Heilablóðfall dró Vilhjálm til dauða 26. ágúst 1962, en þá var Georgina 15 ára. „Bækurnar hans voru til heima, greinar og fleira, en pabbi gerði okkur grein fyrir þessu efni og sýndi okkur myndir af afa. En við vissum ekki hvað hann var mikilvægur og frægur fyrr en eftir að hann var fallinn frá.“ Eðlilegt fjölskyldulíf Georgina segir að fjölskyldulífið hafi verið eðlilegt og fjölskyldan hafi ekki rætt mikið um Vilhjálm dags daglega. Foreldrar sínir hafi stundað veiðar eins og aðrir, verið góðir veiði- menn og ekki þurft á utanaðkomandi aðstoð að halda. „Hann var okkur svo fjarlægur. Hann var eins og draumur. Við vissum af honum og að hann var til en sáum hann aldrei. Stundum furð- uðum við okkur á því að hann skyldi ekki reyna að ná sambandi við pabba en þetta truflaði okkur ekki neitt og það var enginn biturleiki. Við þurft- um ekki á honum að halda. Við hugsuðum ekki um að við ættum fjarlæga fjölskyldu og það breytti engu í lífi okkar.“ Í bók Gísla segir Georgina frá fyrstu kynnum sínum af vesturíslenskum ættingjum, en hún kynntist fyrst Vilhjálmi Ingimar Josephson á Vancouvereyju. „Það var áhugavert að hitta ætt- ingja en það raskaði ekki ró minni. Hins vegar var ég hissa þegar Gísli hafði fyrst samband og sagði þá: „Nú, þeir geta þá fundið okkur“.“ Vilhjálmur talaði ekki mikið um inúíta- fjölskyldu sína og lengi vel var hún ekki almennt í umræðunni. „Þegar ég var í 4. eða 5. bekk vissi ég lítið um hann en kennarinn minn vildi að ég skrifaði um hann í árbókina og ég gerði það, en þessi skrif kveiktu í Gísla. Bókin segir söguna og það verður mikil fengur að henni á ensku.“ Georgina virðist vera dæmigerður brúneygður inúíti. Hún er yngst sex systkina og segir að stundum hafi verið gantast með uppruna þeirra í föðurætt. Nú fái hún tækifæri til að kynnast honum og allt bendi meðal annars til að þau verði hjá íslenskum ættingjum um jólin, en hjón- in komu hingað með stuðningi frá kanadíska flugfélaginu Canadian North, utanríkisráðuneyt- inu, umhverfisráðuneytinu, kanadíska sendi- ráðinu á Íslandi, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Háskóla Íslands og Máls og menningar, sem gef- ur bók Gísla Pálssonar út, . „Einn bróðir minn og ein systir mín eru ljósari á hörund en gengur og gerist í Inuvik og auk þess eru þau hávaxnari en aðrir. Mér fannst þetta skrýtið og stundum var okkur strítt á upprunanum. Ef við veiktumst var öðruvísi litarhætti eða þynnra blóði stundum kennt um.“ Sonardóttir Vilhjálms Stefánssonar, landkönnuðar, á Íslandi í fyrsta sinn Strítt á litarhætti og þynnra blóði Fyrir tæplega öld kom Vilhjálmur Stefánsson, land- könnuður, á slóðir inúíta á norðvestursvæðum Kanada, en þar búa barnabörn hans og barnabarnabörn. Eitt þeirra, Georgina Stefansson, kom til Íslands í fyrsta sinn á föstudag og Steinþór Guðbjartsson sat fyrir henni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Georgina Stefansson með bók Gísla Pálssonar um afa sinn, Vilhjálm Stefánsson, landkönnuð. steg@mbl.is hnöttum sem munu ná yfir allt yf- irborð jarðar. EGNOS eykur nákvæmni staðsetninga GPS og GLONASS og þá eykur kerfið einnig áreiðanleika staðsetninga GPS- og GLONASS-kerfanna með því að tilkynna notendum ef bil- anir verða í kerfinu á innan við sex sekúndum. Flugmálastjórn tók að sér með samningi, sem undirritaður var árið 2000, að setja upp kerfið á Íslandi en samgönguráðuneytið fjármagnaði verkefnið. Heildar- verðmæti eftirlitsstöðvanna hér á landi er um 150 milljónir króna. Kostnaður af hálfu Íslendinga við uppsetninguna er um tólf milljónir nýtast við nákvæmt aðflug að flug- völlum, þar sem ekki er hefðbund- inn aðflugsbúnaður á jörðu niðri, sem þýðir að hægt er að spara mikla fjármuni í aðflugsbúnaði á flugvöllum. Þá mun kerfið auka nákvæmni í staðsetningu skipa, fólks og farartækja á landi. Alls eru 34 slíkar eftirlitsstöðvar í Evrópu ásamt fjórum móður- stöðvum. Eftirlitsstöðvarnar senda frá sér merki til EGNOS-kerfisins, sem kemur sem viðbót við banda- ríska GPS-kerfið og rússneska GLONASS-kerfið. EGNOS er skref í uppbyggingu á evrópska gervihnattaleiðsögukerfinu Gali- leo, sem byggt verður á 30 gervi- TVÆR nýjar eftirlitsstöðvar sem tengjast EGNOS-gervihnattakerfi Evrópsku geimferðastofnunarinn- ar (ESA) voru vígðar á föstudag í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykja- víkurflugvelli. Eftirlitsstöðvarnar eru í Reykjavík og á Egilsstöðum og munu m.a. auka stöðugleika og nákvæmni GPS kerfisins úr innan við 20 metrum í innan við 5 metra. Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, vígði stöðvarnar ásamt Dominique Detain, fulltrúa ESA. EGNOS-kerfið mun þjóna allri Evrópu eftir að það verður að fullu komið í notkun á næsta ári. Í framtíðinni mun það gagnast á landi, sjó og í lofti og mun m.a. króna en Evrópska geimferða- stofnunin leggur til búnaðinn. Með EGNOS verður til fyrsta gervihnattaleiðsögukerfið, sem er byggt og hannað með þarfir fyr- irtækja og almennings í huga. Kostnaðurinn við það er um 300 milljónir evra eða tæpir 27 milljarðar íslenskra króna og er hann greiddur af ESA og fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins. Eftirlitsstöðvar tengdar EGNOS-gervihnattakerfi ESA vígðar á Íslandi Auka nákvæmni og stöð- ugleika GPS-kerfisins Morgunblaðið/Þorkell Sturla Böðvarsson vígði nýju stöðvarnar ásamt Dominique Detain, upplýs- ingafulltrúa ESA. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri fylgdist með. EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg kvað í dag upp dóm um ráðgefandi álit vegna 5 spurninga sem Héraðs- dómur Reykjaness beindi til hans. Málið varðar skýringu á ákvæðum EES-samningsins og fríverslunar- samnings Íslands við Evrópubanda- lagið frá 1972 um uppruna sjávaraf- urða. Spurningarnar risu í tengslum við meðferð á máli Ríkislögreglustjór- ans á hendur þremur fyrirsvars- mönnum fiskvinnslufyrirtækis og út- flutningsfyrirtækis fyrir Héraðs- dómi Reykjaness. EFTA-dóm- stóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að vinnsla á heilfrystum fiski, sem fluttur var til Íslands frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, fæli ekki í sér nægilega meðferð þannig að hægt væri að líta þannig á að framleiðsluvaran væri upprunnin innan EES. Embætti ríkislögreglustjóra segir, að þetta sé fyrsta refsimálið þar sem send hafi verið beiðni um ráðgefandi álit til EFTA dómstólsins. Ríkislög- reglustjórinn hafi með máli þessu þurft að bregðast við ört stækkandi og flóknari málum þar sem skýring á íslenskum refsiákvæðum dragi dám af skýringum Evrópuréttar og al- þjóðlegum samningum eins og EES samningnum. Af þessum sökum sé það einnig ánægjulegt að niðurstaða dómsins um skýringar þeirra reglna sem í hlut eigi skuli vera í samræmi við túlkun embættisins á þeim. EFTA-dómstóllinn sammála embætti ríkislögreglustjóra VARÐSKIPIÐ Óðinn stóð bát að ólöglegum veiðum í Ísafjarðardjúpi um þrjúleytið á föstudag. Farið var með bátinn til Ísafjarðar þar sem tekin var lögregluskýrsla af skip- stjóranum. Aflinn var gerður upp- tækur og settur í kæligeymslu á Ísa- firði. Ísafjarðardjúp Bátur að ólög- legum veiðum FJÓRAR tillögur bárust í samkeppni sem Alcoa og verktakahópurinn Bechtel-HRV efndu til meðal arki- tekta hér á landi um hönnun á fyr- irhuguðu álveri Fjarðaáls í Reyðar- firði. Fjórir hópar arkitektastofa höfðu verið valdir í forvali og bárust tillögur frá Arkitektastofunni OÖ og Suðaustanátta landslagsarkitektúr, ATL Design Group, sem Arkís, THG og Landark standa að, TARK Teikni- stofunni, Batteríinu og Landslagi og fjórði hópurinn samanstendur af VA- arkitektum, Arkitektur.is, Landmót- un og Holm & Grut Architects. Stefnt er að því að tilkynna um val á sigurtillögunni í lok janúar næst- komandi. Arkitektahóparnir munu kynna tillögur sínar fyrir sérstakri valnefnd, sem í eiga sæti fulltrúar Al- coa, Bechtel-HRV, Fjarðabyggðar og ráðgjafar Alcoa frá Carnegie Mellon- háskólanum í Bandaríkjunum. Sá hópur sem vinnur samkeppnina mun taka að sér að hanna útlit, umhverfi og innra rými álversins. Fjórar til- lögur að hönnun ál- vers Alcoa ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.