Morgunblaðið - 14.12.2003, Page 57

Morgunblaðið - 14.12.2003, Page 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2003 57 NÝ endurbætt hárgreiðslustofa var opnuð á dögunum í Háholti 14 í Mosfellsbæ þar sem áður var Hár- hús Önnu Silfu. Nýja hárgreiðslu- stofan heitir ARISTÓ – hárstofa og eru eigendur hennar fyrrum starfs- menn Hárhússins þær Inga Lilja, Jónheiður og Guðrún Elva. Boðið er upp á alla almenna hárþjónustu og hefur vöruúrval verið aukið. Opnunartími ARISTÓ – hárstofu er virka daga kl. 9-18 og laugar- daga kl. 9-13 eða eftir samkomu- lagi, segir í fréttatilkynningu. Eigendur stofunnar, þær Inga Lilja, Jónheiður og Guðrún Elva. Ný hárgreiðslustofa opnuð HÆSTIRÉTTUR telur að Heilsa ehf. hafi brotið samkeppnislög með ófullnægjandi verðmerkingum í versluninni Heilsuhúsinu við Skóla- vörðustíg. Hefur rétturinn því sýkn- að samkeppnisráð af kröfum Heilsu sem krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að sekta fyrir- tækið um 400 þúsund krónur. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að skv. 31. gr. samkeppnislaga skuli fyrirtæki sem selji vörur til neyt- enda, merkja vöru sína með sölu- verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyr- ir neytendur að sjá það. Hæstiréttur segir að hluti söluvarnings Heilsu hafi ekki verið verðmerktur með þeim hætti sem mælt sé fyrir um í samkeppnislögum og reglum þar að lútandi. Þess í stað hafi fyrirtækið komið fyrir í verslun sinni svoköll- uðum verðskanna en með því að bera strikamerkingu á söluhlut að skann- anum kom söluverðið fram á honum. Þessi aðferð gat að mati réttarins ekki komið í stað þeirra aðferða við verðmerkingar sem lög og reglur mæla fyrir um. Málið var dæmt ný- verið af hæstaréttardómurunum Gunnlaugi Claessen, Árna Kolbeins- syni og Ingibjörgu Benediktsdóttur. Lögmaður Heilsu ehf. var Stefán Geir Þórisson hrl. og lögmaður sam- keppnisráðs Karl Axelsson hrl. Samkeppnislög brotin með ónógum verðmerkingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.