Morgunblaðið - 19.12.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 19.12.2003, Síða 1
Jólaljósin á húsunum Húseigendur lýsa upp svartasta skammdegið | Daglegt líf Útgáfa tónlistar á mynddiskum hefur stóraukist | Fólk í fréttum Stjörnurnar heim í stofu Fólkið í dag Bækur | Hvað gerir rithöfund að rithöfundi? Fatahönnun | Samsýning nemenda við Listaháskóla Íslands STOFNAÐ 1913 344. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is SÖNGVARINN Michael Jack- son var í gær formlega ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni. Er ákæran í níu liðum og verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsi. Á fréttamannafundi, sem Tom Sneddon saksóknari efndi til, voru ákæruatriðin ekki út- skýrð að öðru leyti en því, að sjö þeirra væru um kynferðislegt ofbeldi og tvö um það, að Jackson hefði gefið barni áfengi með það í huga að misbjóða því. Jackson hefur kallað ákærurnar „lygi“ og for- eldrar hans segja, að tilgangur saksóknaranna sé sá einn að niðurlægja son þeirra. Búist er við, að málið gegn Jackson eigi eftir að valda gífurlegu fjölmiðlafári í Bandaríkjunum og jafnvel víðar. Jackson ákærður Michael Jackson Santa Maria. AFP. JÖKLU var í gær veitt í hjáveitugöng þar sem hún mun renna uns Kárahnjúkastífla er fullgerð. Möl og stórgrýti var rutt út í far- veg Jöklu skammt neðan stíflustæðisins, uns haftið lokaðist og áin byrjaði að flæða inn í göngin. Stjórnuðu yfirmenn Impregilo á Ís- landi verkinu ásamt verkstjórum og tók á þriðju klukkustund að loka farveginum. Hjárennslisgöngin eru tvenn, annars veg- ar þau sem Jökla rennur nú um og hins veg- ar göng nokkru ofar í bergstálinu. Lítið var í ánni og rann hún því með mestu spekt inn í göngin og út úr þeim 835 metrum neðar. Morgunblaðið/Þorkell Jökla rann spök í sinn nýja farveg  Jökulsá/44 HERSTJÓRN Bandaríkja- manna í Írak telur nú, að leið- toga andspyrnunnar í landinu sé fyrst og fremst að leita meðal tiltölulega lágtsettra foringja í stjórnarhernum og stjórnar- flokknum fyrrverandi. Til þess benda skjöl, sem fundust við handtöku Saddams Husseins, og hafa þau nú þegar leitt til þess, að fjöldi manna hefur verið handtekinn. John Abizaid hershöfðingi sagði í gær, að til að kveða niður andspyrnuna og árásir á her- menn bandamanna yrði að handtaka eða ráða niðurlögum þessa hóps. Sagði hann, að í að- gerðum síðustu daga hefðu margir þessara manna, meðal annars millistjórnendur í Baath- flokki Saddams, verið handtekn- ir. Nánari fréttir af handtöku Saddams eru enn að berast og kom það fram hjá ABC-sjón- varpsstöðinni bandarísku í gær, að hvíti og gulrauði leigubíllinn, sem Saddam hafði til taks, hefði meðal annars komið upp um felustað hans. Bandaríkjamenn höfðu veður af því, að hann not- aði leigubíl til að fara á milli staða og „feiti maðurinn“, sem svo er kallaður, Qusay Rassoul, sem sagði til frænda síns, stað- festi það. Þegar hann sagði líka, að Saddam gæti verið á svæðinu við Adwar voru flugvélar sendar á loft og úr þeim fannst bílinn. Lágtsettir foringjar sagðir stjórna árásum Leigubíllinn benti á felustað Saddams Husseins HÁTT í þriðjungur Hollendinga veit ekki hvers vegna jólin, mesta hátíð kristinna manna, eru haldin hátíðleg. Kemur það fram í nýrri könnun. Í könnuninni voru 750 Hollendingar, allt fullorðið fólk, spurt um tilefni jólahátíðarinnar og reyndist meira en fjórðungur þeirra ekki kunna á því skil. Nefndu sex prósent annan atburð en fæðingu Krists. Niðurstaðan var sú, að 29% mótmælenda voru ekki viss um tilefni jólanna og 26% kaþólskra manna. Þannig var því líka háttað með 35% þeirra, sem kváðust trúlaus- ir. Var könnunin gerð fyrir NCRV, sem er kristileg sjón- varpsstöð í Hollandi. Til hvers eru jólin? Haag. AFP. LIÐLEGA fimmtungur nemenda tveggja efstu bekkja grunnskóla lands- ins stundar tónlistarnám. Hefur ásókn í tónlistar- nám aukist mjög á síð- ustu sex árum. Fram kemur í niður- stöðum rannsóknar Rannsókna og greiningar meðal nemenda 9. og 10. bekkjar grunnskólanna að hlutfall nemenda í tón- listarnámi hefur aukist úr 13% árið 1997 í 20,4% í ár. Miðað er við að nem- endur sæki tíma einu sinni í viku eða oftar. Meiri aukning hefur orðið meðal pilta en stúlkna en þó er enn hærra hlutfall stúlkna í tónlist- arnámi, eða liðlega 22% á móti 18,8% meðal stráka. Hera Hallbera Björnsdóttir, félagsfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir að rann- sóknir sýni að það hafi forvarnargildi gagnvart vímuefnum þegar unglingar læri á hljóðfæri, með sama hætti og ástundun íþrótta og annars æskulýðs- og tómstundastarfs. Fimmtungur stundar tón- listarnám  Íþróttastarf/45             ♦ ♦ ♦ ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hótaði í gær að grípa til einhliða aðgerða gegn Palestínu- mönnum innan nokkurra mánaða, stæðu þeir ekki við sinn hluta Vegvísisins, áætlunar um frið í Mið- Austurlöndum. Sharon sagði, að ef Palestínumenn uppfylltu ekki skyldur sínar, myndi hann gangast sjálfur fyr- ir því að skilja á milli þeirra og Ísraela, flýta bygg- ingu múrsins, flytja Ísraelsher frá mörgum svæð- um og afnema ýmsar byggðir gyðinga á hernumdu svæðunum. Þá yrði komið upp nýrri öryggislínu. Hafa þessar yfirlýsingar Sharons verið harðlega gagnrýndar af Palestínumönnum og talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði, að hún samþykkti ekk- ert, sem ekki væri í samræmi við Vegvísinn. Hóta einhliða aðgerðum Herzliya. AFP. ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.