Morgunblaðið - 19.12.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.12.2003, Qupperneq 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EMBÆTTISMENN frá Íran og fulltrúar frá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni (IAEA) hafa gert samkomulag, sem fjallar um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um takmörkun á út- breiðslu kjarnavopna. Sam- komulagið felur í sér að vopna- eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna geta með óvæntum hætti heimsótt kjarnorkustöðv- ar og þá aðstöðu sem er til slíkra rannsókna í landinu. Íranar halda því fram að kjarnorkuáætlun þeirra sé unn- in í friðsamlegum tilgangi og hún sé sniðin að framleiðslu á rafmagni. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sakað stjórnvöld í Ír- an um að þróa kjarnavopn á laun. Barnaníð- ingar teknir LÖGREGLUMENN í Frakk- landi og á Spáni hafa handtekið alls liðlega 90 manns í tengslum við umfangsmikla rannsókn á síðum barnaníðinga á Netinu. Þeir sem eru í haldi hafa allir verið dæmdir einhvern tíma fyr- ir að hafa beitt börn kynferðis- legu ofbeldi. Lögregla í nokkr- um ríkjum, þ. á m. Bretlandi, beitir nú þeirri aðferð í leitinni að barnaníðingum að setja upp falsaðar vefsíður þar sem heitið er að hægt sé að finna barna- klám. En þá er hægt að afla upp- lýsinga um þá sem fara inn á síð- urnar og uppræta alþjóðlega hringa þeirra sem skiptast á slíku efni um Netið. DNA tengir Mijailovic við Lindh-morðið AGNETA Blidberg, yfirsak- sóknari í Stokkhólmi, sagði í út- varpsviðtali í gær, að DNA-sýni, sem tekin hafa verið úr Mijailo Mijailovic, tengi hann ótvírætt við morðið á Önnu Lindh, fyrr- um utanríkisráðherra Svíþjóð- ar. Sagði Blidberg að lífssýni hefðu fundist á hnífnum, sem notaður var við árásina á Lindh og á buxum sem fundust eftir morðið. Þegar hún var spurð hvort þessi lífssýni samsvöruðu erfðaefni Mijailovics svaraði hún játandi. Mijailovic var hand- tekinn 24. september, grunaður um morðið. Stríðsglæpa- maður dæmdur ALÞJÓÐLEGI stríðsglæpa- dómstóllinn í Haag dæmdi í gær Bosníu-Serbann Dragan Nikolic í 23 ára fang- elsi fyrir morð, pynt- ingar og nauðganir en hann var yfirmaður Susica- fangabúð- anna í stríð- inu í Bosníu 1992–1995. Um 8.000 manns, að- allega múslímar, voru í búðun- um og hefur Nikolic viðurkennt sum af brotunum sem hann var sakaður um. Hermenn Atlants- hafsbandalagsins handtóku Nikolic árið 2000 og fluttu hann til Haag. STUTT Íranar leyfa aðgang Dragan Nikolic beinzt að því að meistararnir hafi notað sérstaka efnablöndu sem þeir báru á viðinn eða meðhöndlað hann á sérstakan, nú óþekktan hátt eða notað mjög gamlan efnivið til smíð- innar úr fornum viðum. En bandarísku vísindamennirnir tveir telja að svarið sé að finna í sól- inni. Stradivari fæddist einu ári eftir að hið svonefnda Maunder-skeið hófst, en svo kalla stjarnfræðingar tímabilið milli 1645 og 1715, er lægð var í virkni sólarinnar og geislunar frá henni. Á þessu tímabili voru sól- blettir sjaldséðir á sólinni og þær ell- efu ára virknisveiflur hennar, sem í seinni tíð hafa verið svo greinilegar, lágu alveg niðri. Maunder-skeiðið fellur alveg saman við það sem veð- urfarsfræðingar kalla „Litlu ísöld“, þekkt kuldaskeið í Vestur-Evrópu. Áætlað er að kólnunin á veðurfari í álfunni hafi víða verið á bilinu 0,5 til 2 gráður á Celsíus. Vitnisburð um áhrif kuldaskeiðs- ins má lesa út úr árhringjum trjáa í fjallaskógum í Ölpunum. Það hægði á vexti trjánna yfir langt árabil og þegar trén vaxa hægar verður við- urinn þéttari. Samkvæmt kenningu vísindamannanna er þessi hægi vöxtur trjánna lykillinn að skýring- unni á hinum einstæðu hljómeig- inleikum viðarins í tréhljóðfærum Cremona-meistaranna, sem vitað er að sóttu við til hljóðfærasmíðinnar (aðallega hlyn og greni) í tré úr fjallaskógum ítölsku Alpanna. TÍMABUNDIN lægð í útgeislun sól- ar kann að hafa verið ein helzta for- sendan fyrir hinum fullkomna hljómi Stradivarius-fiðlanna, sem smíðaðar voru á sautjándu öld. Eftir því sem vísindamenn við Col- umbia- og Tennessee-háskóla í Bandaríkjunum segja frá í grein í vísindaritinu Dendrochronologia og vitnað er til á fréttavef BBC, hafði minni geislun frá sólinni þau áhrif í Evrópu á 17. öld, að vetur urðu harðari og sumur svalari, sem hægði á trjávexti og gerði viðinn betri til hljóðfærasmíði. Engin hljóðfæri seljast nú á dög- um við hærra verði en þau sem ítalski fiðlusmiðurinn Antonio Stradivari setti saman. Hann var fæddur árið 1644 og rak hljóðfæra- smíðastofu sína í borginni Cremona. Hann lézt þar árið 1737. Alls er talið að Stradivari hafi á langri starfsævi sinni smíðað um 1.100 hljóðfæri – fiðlur, lágfiðlur, selló og gítara. Um 600 þeirra eru enn til. Stradivari smíðaði rómuðustu fiðlu allra tíma, sem kölluð er „Messías“ og lögð var lokahönd á árið 1716. En hvað er það sem gerir hljóminn úr Stradiv- ari-hljóðfærum svo einstæðan? Ein útbreiddasta kenningin er sú, að ítölsku hljóðfærasmíðameist- ararnir á síðari hluta 17. og fram á 18. öld hafi búið yfir „leyni- uppskrift“ eða einhverri tækni við smíðina sem ekki hafi varðveitzt heimildir um. Hafa tilgátur aðallega Reuters Stradivarius-gátan leyst? Franski fiðlusmiðurinn Etienne Vatelot með tvær Stradivarius-fiðlur. SILFURGRÁR er öruggasti litur- inn á bílum en brúnn, svartur og grænn eru hættulegastir, að sögn vísindamanna við háskólann í Auckland á Nýja-Sjálandi. Kannað var hvernig fylgnin væri milli ákveðinna lita og þess hvaða bílar lentu oftast í alvarlegum um- ferðaróhöppum. Í ljós kom að hætt- an virtist vera um 50% minni í silf- urlituðum bíl en hvítum og er sagt í fréttinni að skýringin sé að silfur- grái bíllinn sjáist svo vel. Við rannsóknina var tekið tillit til þátta eins og aldurs, kynferðis og menntunar bílstjóra og hvort þeir hefðu notað öryggisbelti. Silfurgráir bílar öruggastir París. AFP. önnur eiturefni á Halabja 16. mars 1988. Þegar hún er spurð um það hvernig refsa eigi Saddam verður hún fyrst sorgmædd á svip og segir að auðvitað muni ekkert vekja hina látnu til lífs á ný. Síðan verður Abd- ulqader hins vegar öllu æstari er hún ræðir handtöku Saddams. „Ef hann hefði fallið í mínar hend- ur, hefði ég bitið af honum holdið með eigin tönnum,“ segir hún. 5.000 manns biðu bana Halabja-maðurinn Abdulqader Hassan Mohammed segir að réttar- FÓLK sem lifði af efnavopnaárásina sem Saddam Hussein fyrirskipaði gegn íbúum bæjarins Halabja í norð- urhluta Íraks árið 1988 vill að forset- inn fyrrverandi verði tekinn af lífi fyrir glæpi sína gegn írösku þjóð- inni. Íbúar Halabja vilja ekki að Saddam verði leiddur fyrir alþjóð- legan dómstól, enda ólíklegt að slík- ur dómstóll myndi dæma Saddam til dauða. Amna Abdulqader missti tvo syni sína, dóttur, tengdadóttur og þrjú barnabörn þegar Saddam lét varpa sprengjum er báru sinnepsgas og höldin yfir Saddam þurfi að verða „réttlát og yfirgripsmikil“ en þriggja ára dóttir hans dó í árásinni á Hal- abja sem Saddam fyrirskipaði til að refsa Kúrdum í Norður-Írak fyrir að gera tilraun til uppreisnar. Talið er að um fimm þúsund manns, aðallega konur og börn, hafi dáið í árásinni. „Þegar ég nota orðið sanngjörn þá á ég við að niðurstaða þeirra verður að vera sú að hann verði tekinn af lífi. Ef þeir ekki hengja hann, geta réttarhöldin ekki talist hafa verið réttlát,“ segir Mohammed. „Fimm þúsund saklausar manneskjur voru drepnar. Það væru mikil mistök ef hann ekki yrði dæmdur til dauða.“ Þrír sona Mohammeds, Asou, Ahmed og Othman eru allir varan- lega skaddaðir eftir árásina á Hal- abja. „Ég myndi vilja hella sjóðandi olíu á höfuð Saddams og skera hold hans í bita,“ segir Nesrin, eiginkona Mohammeds. Amna Abdulqader segir að rétta eigi yfir Saddam og síðan hengja hann á torginu í Halabja þar sem nú er stytta af Omar Khawra, einum þeirra sem dó hinn örlagaríka dag 1988. Saddam verði líflátinn Halabja. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.