Morgunblaðið - 19.12.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.12.2003, Qupperneq 26
AKUREYRI 26 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. GLÆSILEGAR YFIRHAFNIR samkvæmisfatnaður leður hanskar - skinnkragar Opið öll kvöld til kl. 22:00 fram að jólum Jóladjass Ragnheiðar | Ragn- heiður Gröndal kemur fram á jóla- djasstónleikum í Deiglunni, Kaup- vangsstræti á Akureyri, á sunnudagskvöld, 21. desember, kl. 21. Með henni leika Jón Páll, gítarleikari, Haukur Gröndal, saxófónleikari og Daninn Morten Lundsby á kontrabassa. Flutt verða lög af nýj- um diski og brugðið upp ljúfri jóla- stemmningu, segir í frétt um tón- leikana. Einnig kemur fram að Ragnheiður hafi að undanförnu vakið athygli og verið tilnefnd til verðlauna í þremur flokkum hinna íslensku tónlistarverðlauna, sem besta söngkonan, bjartasta vonin og fyrir flutning ársins á laginu Ást.    FLUGAKADEMÍA Akureyrar sendi öllum kennurum í Mennta- skólanum á Akureyri kveðju í fyrradag, á 100 ára afmælisdegi flugsins. Með kveðjunni fylgdu eyrnatappar, til að nota þegar herflugvélar fljúga yfir Akureyri, og verkjatafla, við höfuðverkjum af völdum æfingaflugsins. Kenn- arar og annað starfsfólk MA hafa sem kunnugt kvartað yfir hávaða og ónæði á vinnustaðnum þegar herþotur af Keflavíkurflugvelli hafa athafnað sig í Eyjafirði við æfingar. Kveðjunni góðu frá flug- akademíunni fylgdi einnig mynd og nákvæmar upplýsingar um McDonnel Douglas F-15 flugvélar. Á ljósmyndinni sést hvar Jón Már Héðinsson skólameistari mátar hina vönduðu eyrnatappa, sem fastir eru saman með snúru svo þeir týnist síður. Ljósmynd/Sverrir Páll Eyrnatappar á aðventu SKÍÐAFÉLAG Akureyrar, SKA, fékk í gær afhent viðurkenningar- skjal fyrir barna- og unglingastarf og hefur félagið jafnframt rétt til þess að kalla sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ til næstu fjögurra ára. SKA er fyrsta félagið á landsbyggðinni sem hlýtur þessa viðurkenningu en alls hafa 8 íþróttafélög í landinu náð þeim áfanga. Ellert B. Schram, for- seti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, afhenti Tómasi Inga Jóns- syni, formanni SKA, skjalið við há- tíðlega athöfn í Íþróttahöllinni. Ellert sagði við það tækifæri að SKA uppfyllti þau skilyrði sem þarf til að geta kallað sig Fyrirmynd- arfélag ÍSÍ, m.a. varðandi fjármál, aðbúnað, unglingastarf og fé- lagsstarf almennt. Hann sagði fé- lagið vel í stakk búið til að taka við æskufólki og að mikilvægt væri að foreldrar gætu gengið að því vísu. Ellert sagði að félag sem skaraði fram úr og væri til fyrirmyndar ætti að geta fengið frekari fyrir- greiðslu í sveitarfélaginu fyrir vikið. Hann sagði að oft hafi það verið „skussar“ í rekstri félaga sem feng- ið hafi mest af peningum, þar sem verið væri að skera menn niður úr snörunni. „Íþróttastarf hefur mikið gildi, það eru gerðar miklar kröfur til okkar og það er því mjög mikilvægt að það sé öflugt starf í hverju sveit- arfélagi,“ sagði Ellert. Tómas Ingi sagði að ekki væri bara um fína nafnbót að ræða – heldur upplagt tækifæri til þess að efla starf félagsins enn frekar. Hann sagði að skíðavertíðin væri að komast í gang og horfir með bjart- sýni til vetrarins. Guðný Jóhann- esdóttir, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Akureyrarbæjar, var að vonum ánægð með þessa nafnbót Skíðafélagsins. Hún sagði að pen- ingavandræði íþróttafélaga færu oft hærra en það sem vel sé gert. Unn- ið er að því að ganga frá rekstr- arsamningum við félögin í bænum og sagðist Guðný vera bjartsýn fyr- ir þeirra hönd. Sigfús Helgason, varaformaður Íþróttabandalags Akureyrar, sagði að þessi dagur væri mesti íþrótta- viðburður ársins í bænum. Hann sagði ekki hlaupið að því að ná þess- um árangri sem væri stórkostlegur og mikið gleðiefni. Sigfús sagðist jafnframt vona að fleiri félög í bæn- um fylgdu í kjölfarið. Fyrir utan það að SKA fær rétt til að kalla sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, fær félagið m.a. að nota merki fyrirmyndarfélaga á bréfsefni, aug- lýsingar, búninga, kynningarefni og fleira. Skíðafélag Akur- eyrar í hóp fyrir- myndarfélaga ÍSÍ Morgunblaðið/Kristján Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, afhenti Tómasi Inga Jónssyni, formanni SKA, skjal til staðfestingar á því að félagið væri Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. UPPBYGGINGU Búmanna við Lindasíðu á Akureyri er lokið en fjórar síðustu raðhúsaíbúðirnar af 17 á svæðinu voru afhentar nýlega. Alls hafa því 33 íbúðir félagsins verið teknar í notkun í bænum en fyrir eiga Búmenn 16 íbúðir við Holta- og Melateig. Búmenn hófu uppbyggingu við Lindasíðu á árinu 2002 en íbúðirnar þar eru 3ja her- bergja um 95 fermetrar og fylgir bílskúr um helmingi þeirra. Bygg- ingafélagið Hyrna hefur byggt fyrir Búmenn á Akureyri. Að undanförnu hafa Búmenn ver- ið að skoða möguleg svæði fyrir áframhaldandi uppbyggingu á Ak- ureyri og hafa ýmis svæði verið skoðuð. Nokkur áhugi hefur verið á því að Búmenn byggi í landi Naus- tatúns og er stefnt að því að á næsta ári verði byggt á því svæði. Viðræður hafa einnig farið fram við bæjaryfirvöld á Akureyri um mögu- leika á þéttingu byggðar t.d. í inn- bænum.    Búmenn afhenda íbúðir SJÖ verkefni hlutu styrk úr Há- skólasjóði KEA, en til hans var stofnað fyrir rúmu ári og er þetta í fyrsta sinn er úthlutað er úr sjóðn- um. Háskólinn á Akureri og Kaup- félag Eyfirðinga gerðu með sér sam- komulag um styrktarverkefni og greiðir KEA 5 milljónir króna á ári í fimm ár. Þeir sem hlutu styrki nú eru Sig- rún Magnúsdóttir og Bragi Guð- mundsdóttir, 500 þúsund krónur, en verkefni þeirra er að gera margmiðl- unarvef um menningar- og atvinnu- sögu Eyjafjarðarsvæðisins. Sigrún hlaut einnig eina milljón króna til að vinna að uppbyggingu á útgáfu- starfsemi Háskólans á Akureyri, Ingi Rúnar Eðvarðsson, 500 þúsund krónur vegna rannsóknar á stjórn- unarháttum fyrirtækja á Akureyri, Kristín Sóley Björnsdóttir fékk sömu upphæð vegna verkefnis um menningarferðaþjónustu á Ak- ureyri, Bjarni Hjarðar er umsjón- armaður verkefnis sem nefnist: Rannsóknasetur í opinberri stefnu- mörkun og alþjóðaþróunarmálum. Elizabeth Fern hlaut 300 þúsund króna styrk vegna rannsóknar sem tengist barnavernd á Íslandi og Englandi og Adam Bridgen fékk 200 þúsund krónur vegna rannsóknar sem tengist upplýsingatækni. Alls var úthlutað nú 3,5 milljónum sem þýðir að á næsta ári verða 6,5 millj- ónir króna til úthlutunar. „Ég vona að þessi styrkir komi að góðu gagni og nýtist vel,“ sagði Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA. Hann sagði starfsemi háskólans skipta samfélagið nyrðra miklu máli og félagið vildi með þess- um hætti sýna vilja sinn í verki til að styrkja þá starfsemi. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Ak- ureyri, sagði rannsóknafé af skorn- um skammti, en KEA hefði með framsýni og rausnarlegum hætti bætt þar úr hvað háskólasamfélagið á Akureyri varðar. Sjö verkefni fá styrk úr há- skólasjóði KEA Smámyndasýning | Jónas Viðar bæjarlistamaður Akureyrar opnar smámyndasýningu í 02 Gallery á laugardag, 20. desember, kl. 14. Það er í Hafn- arstræti 101, Am- arohúsinu. Jónas Viðar stundaði listnám við Myndlistaskól- ann á Akureyri og Accademia Di Belle Arti di Carrara á Ítalíu. Sýningin stendur yfir til 23. desember og er opin dag- lega frá kl. 12 til 22.    Syngjum jólin inn | Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða á sunnudag, 21. desember, kl. 17 og 20.30. Fyrir síðustu jól var ákveðið að bjóða upp á tvenna tónleika vegna frábærrar aðsóknar á und- anförnum árum og gaf það mjög góða raun. Á efnisskránni er aðventu- og jólatónlist Lesarar eru: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Heiðdís Norð- fjörð, Lúðvík Áskelsson, Óskar Þór Halldórsson og Valgerður Valgarðs- dóttir, djákni. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jóla- sálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.