Morgunblaðið - 19.12.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 19.12.2003, Síða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kirkjur Íslands, 4. bindi, er komið út. Efnið er eftir ýmsa höfunda. Í þessu fjórða bindi ritrað- arinnar Kirkjur Ís- lands er fjallað í máli og myndum um sögu, muni og byggingarstíl hinna friðuðu kirkna á Eyrarbakka, í Gaulverjabæ, á Kot- strönd, Stokkseyri, Strönd, Úlfljóts- vatni og á Þingvöllum í Árnespró- fastsdæmi. Íslenskar kirkjur fyrri tíðar eru margbreytilegar, ýmist úr torfi eða timbri, tilhöggnu grjóti eða steypu – en eiga þó það sameig- inlegt að vera smáar í samanburði við kirkjur í öðrum löndum. Fjöldi ljósmynda, nýrra og gam- alla, auk teikninga, bæði frumteikn- inga og mælingarteikninga, sem gerðar voru sérstaklega í tilefni út- gáfunnar, eru birtar af kirkjunum sjálfum og helstu dýrgripum þeirra. Fjallað er um hin fornu menning- arverðmæti af sjónarhóli bygging- arlistar, stílfræði og þjóðminja- vörslu. Með þessu bindi lýkur umfjöllun um hinar 19 friðuðu kirkjur í Árnesprófastsdæmi, en í næsta bindi verða teknar fyrir friðaðar kirkjur í Skagafjarðarprófastsdæmi. Á landinu eru nú 204 friðaðar kirkjur sem um verður fjallað í næstu bind- um. Útgefendur eru Hið ísenska bók- menntafélag, Þjóðminjasafn Ís- lands, Húsafriðunarnefnd ríkisins og Biskupsstofa. Bókin er 285 bls. Verð: 3.990 kr. Kirkjur Lofræða um handritamergð – Hugleiðingar um bóksögu miðalda eftir Ezio Ornato er 36. bindi í rit- röðinni Ritsafn Sagnfræðistofn- unar sem Sagn- fræðistofnun Háskóla Íslands gefur út, en rit- stjóri hennar er Guðmundur Hálf- danarson prófessor. Þýðendur eru Björg Birgisdóttir og Már Jónsson, sem jafnframt skrifar inngangskafla um megindlegar handritarann- sóknir. Í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Saga bóka og skriftar á Vesturlöndum í fornöld geymir ótal ráðgátur sem ekki koma til af slælegri frammistöðu fræðimanna heldur er um að kenna skorti á efnivið, því fátt eitt er varðveitt af handritum og handritsbrotum. Aftur á móti bregður svo við að tugir þús- unda handrita sem til eru frá of- anverðum miðöldum hafa ekki verið rannsökuð sem vert væri, heldur liggja þau vanrækt og lítt þekkt í handritageymslum. Lofræðu um handritamergð er ætlað að vekja athygli og áhuga á þessum hand- ritum og bókin boðar magnaðar nið- urstöður til handa þeim fræðimönn- um og námsmönnum sem ákveða að taka þau til nákvæmrar og yf- irgripsmikillar athugunar.“ Ezio Ornato lærði við háskólann í Torino á Ítalíu og hefur starfað við rannsóknir hjá Franska rann- sóknaráðinu (CNRS) í París frá 1962. Hann hefur farið fyrir rann- sóknum á handritagerð á miðöldum og prentun bóka á 15. öld. Bókin er 158 bls., kilja. Verð: 3.200 kr. Hugleiðing Lærðu tákn- mál – dýra- litabók með táknum er fyrsta bókin af fjórum sem Félag heyrnarlausra mun gefa út. Í bókinni eru myndir af dýrum til að lita og mynd af tákni hvers dýrs. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Fé- lag heyrnarlausra hefur að und- anförnu orðið vart við mikinn áhuga barna á því að læra táknmál. Í ljósi þessa ákvað félagið að gefa út lita- bækur fyrir börn með það að mark- miði að hvetja til samskipta milli heyr- andi og heyrnarlausra barna og auka þekkingu barna á málsamfélagi heyrnarlausra og íslenska táknmál- inu.“ Á heimasíðu Námsgagnastofnunar er hægt að sjá hvernig táknin eru mynduð, slóðin er (www.nams- gagnastofnun.is); smellt er á Náms- efni á vef og valið Kennsluleiðbein- ingar. Bókin er til sölu hjá Félagi heyrn- arlausra og kostar 600 krónur. Hún fæst einnig hjá bókaversl- unum Máls og menningar, Penn- anum, Eymundssyni og Skólavöru- búðinni. Táknmál MAÐUR skyldi ætla að góður hljóðfæraleikari kysi að leika góða músík með góðri hljómsveit. Ein- hverra hluta vegna virðist þetta ekki eiga við um góða harmóniku- leikara nema í undantekningartil- vikum, ef marka má nýjan geisla- disk með hljóðritunum frá Harmónikuhátíð Reykjavíkur í sumar. Útsetningar eru oftar en ekki flatar og steindauðar og undir- leikurinn jafnvel niðursoðið og af- skaplega óáheyrilegt tölvuglamur. Besta dæmið um slíkt er í þriðja lagi plötunnar, músettunni ljúfu Indifference eftir Columbo og Mur- ena, þar sem andvana undirspilið stingur átakanlega í stúf við frá- bæran leik úkraínska harmóniku- snillingsins Igors Zavadskys. Þar hefði vissulega verið betra að heyra í harmónikuleikaranum einum, án undirspilsins. Það er ekki þar með sagt að „lifandi“ undirspil sé endi- lega betra. Killingberg Orkester leikur Rag of the Rags í afar slappri útsetningu sem býður ekki upp á nein tilþrif í hljóðfæraleikn- um. Það sem skarar framúr á disk- inum er leikur hollenska dúósins Accordéon Mèlancolique sem leikur Helena eftir Jean-Pierre Guiran, Matthías Kormáksson sem leikur Pustan eftir Godzinsky og Rut Berg Guðmundsdóttir með L’Insol- ante eftir Aurélien Noel. Þau Matthías og Rut eru meðal okkar allra efnilegustu harmónikuleikara og eiga vafalítið eftir að láta til sín taka í framtíðinni. Garðar Olgeirsson er reyndur og afar músíkalskur harmónikuleikari, og það er virkilega gaman að heyra hann leika eigið lag, Flökkustelp- una, en þar er undirleikurinn ein- hæfur og hefði betur verið sleppt. Garðar stendur fyllilega fyrir sínu einn og óstuddur. Það sama á við um Karl Jónatansson, sem leikur eigið lag, Daníel, með hljómsveit- inni Neistum. Harmónikan er lif- andi hljóðfæri, – ákaflega dýna- mýskt með mikil blæbrigði í tóni og styrk. Með henni verða einfaldlega að vera akústísk hljóðfæri, en ekki rafvædd, til að harmónikan njóti sín. Rafmagnsbassi, -gítar, -hljóm- borð og jafnvel trommuheili eins og í lagi Zavadskys henta ekki með þeirri stóru sál sem harmónikan er; þau draga hana niður og fletja út lifandi og kvikan tón hennar. Þá er harmónikan heldur ekki hópsál; – eiginleikar hennar njóta sín best þegar hún er ein, eða með öðrum akústískum hljóðfærum. Systurnar Ása, Ingunn og Hekla Eiríksdætur með Lillý eftir Karl Jónatansson leika prýðilega, en þar vantar þó herslumun til að leikur þeirra komist á flug, þar hefði mátt gera meira úr styrkleikabreyting- um og dýnamík í laginu. Pálmi Snorrason leikur Hríseyjarvalsinn sinn hins vegar fallega. Þetta er fínt lag hjá Pálma, með fagmann- legum kaflaskiptum úr dúr í moll. Jón Þorsteinn Reynisson og Svanur B. Reynisson leika prýði- lega hvor sitt einleikslagið. Annað á plötu Harmónikuhátíðar Reykjavíkur rís því miður ekki upp að þeim standard sem þar er best- ur, – einkum vegna fátæklegra út- setninga og einhæfs meðleiks. Það besta gefur hins vegar fyrirheit um að harmónikan eigi góða daga í vændum, með því hæfileikaríka fólki sem nú er að koma fram á sjónarsviðið. Góður harmónikuleikur í lélegum útsetningum TÓNLIST Harmónikuhátíð Reykjavíkur Hljóðritun frá Harmónikuhátíð Reykjavík- ur 2003. Flytjendur eru Karl Jón- atansson, Accordéon Mèlancolique, Igor Zavadsky, Killingberg Orkester, Matth- ías Kormáksson, Edwin Ericson, Ása, Ingunn og Hekla Eiríksdætur, Rut Berg Guðmundsdóttir, Sveinn Rúnar Björns- son, Pálmi Snorrason, Garðar Olgeirsson, Harmónikufélag Hornafjarðar, Jóhannes Ásbjörnsson og Gunnar H. Jónsson, Jón Þorsteinn Reynisson, Svanur B. Úlf- arsson og hljómsveitirnar Neistar, Smár- inn, Skagfirðingarnir, Afabandið, Skæru- liðarnir, Heiðanna ró, hljómsveit Karls Jónatanssonar og Eldborgarkvartettinn. Útgefandi: Harmónikumiðstöðin. GEISLAPLATA Bergþóra Jónsdóttir EDDA Björg- vinsdóttir hefur verið með uppi- stand undanfarn- ar vikur í Hádeg- isleikhúsinu í Iðnó. Síðasta sýning verður í hádeginu í dag vegna anna leik- konunnar en hún æfir um þessar mundir leikverkið „5 konur.is“ sem frumsýnt verður á næsta ári. Edda í hádeginu í Iðnó Edda Björgvinsdóttir Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Sýningu hins kunna, franska arki- tekts Dominique Perrault, lýkur á sunnudag. Þar gefur að líta tíu verk eftir Perrault, en sýningin er hingað komin að frumkvæði Alliance Fran- caise á Íslandi og með stuðningi franska sendiráðsins hérlendis. Hafnarhúsið er opið daglega frá kl. 10-17. Aðgangseyrir þar gildir samdægurs á Kjarvalsstaði og í Ás- mundarsafn. Á mánudögum er að- gangur ókeypis í öll húsin. Hafnarborg Tveimur sýningum lýkur í Hafn- arborg á mánudag: Seinni hluta Af- mælissýningar safnsins og jólasýn- ingunni Fyrstu jólin. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 3 Sýningu á innsetningu Áslaugar Örnu Stefánsdóttur, Kynsl, lýkur á sunnudag. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Sýningum lýkur ÓPERA Reykjavíkur gengst fyrir Carmen-tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20. Flutt eru atriði úr Carmen. Þar koma fram söngvararnir Rósalind Gísladóttir, Snorri Wium, Valgerður Guðnadóttir, Hrólfur Sæmundsson og Hrafnhildur Björnsdóttir. Carmen- tónleikar í Iðnó Skálholtskirkja kl. 20.30 Lof- gjörðarsveit Byrgisins heldur gospeltónleika og vill með því þakka Sunnlendingum fyrir góðar móttökur Byrgisins að Ljósafossi. Hljómsveitin SJER á báti, sem verið hefur hljómsveit Hala- leikhópsins í Reykjavík undanfarin ár, leikur með lofgjörðarsveitinni í nokkrum lögum. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ „HANN“ nefnist þessi skúlptúr eftir Maurizio Cattelan á sýningunni „Félagar“ í Listhúsinu í München í Þýska- landi. Eins og sjá má er fyrirmyndin Adolf Hitler. Á sýningunni getur að líta verk úr eigu kanadíska listaverkasafnarans Ydessa Hendeles en henni lýkur um miðjan febrúar á næsta ári. „Hann“ krýpur á kné Reuters AÐALFUNDUR BÍL mótmælir harðlega lappadrætti Ríkisstjórn- arinnar við það brýna verk að stuðla að öflugri framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Í ályktun fundarins, sem haldinn var á dögunum, segir: „Mennta- málaráðherra hefur lýst því sem forgangsverkefni að efla sjóð fyrir leikið sjónvarpsefni. Engu að síður er aðeins gert ráð fyrir 15 millj- ónum króna í þennan sjóð, annað árið í röð. Leikið efni í sjónvarpi er þjóð- arleikhús sem allir landsmenn fá notið án tillits til búsetu. Íslend- ingar hafa, eins og aðrar þjóðir, þörf fyrir að spegla líf sitt í þess- um öflugasta fjölmiðli samtímans. Börnum okkar er það nauðsyn að geta sótt sér fyrirmyndir, fróðleik og skemmtun í sjónvarpsefni sem sprottið er úr íslenskum raunveru- leika og íslenskri menningu. Það er því brýnt mennta- og menning- armál að reisa þetta merki. Þeir fjármunir sem hið opinbera setur í leikið sjónvarpsefni, skila sér með beinum hætti, eins og sýnt hefur verið fram á. Leikið ís- lenskt sjónvarpsefni er fjárfesting sem skilar ríkulegum arði, bæði fjárhagslegum og menningarleg- um. Þess vegna höfum við ekki efni á þeirri menningarlegu fátækt sem ríkir á þessu sviði.“ Aðalfundur BÍL skorar líka á Borgarstjóra og Borgarráð að móta framtíðartillögur um rekstur Borgarleikhúss, með það að mark- miði að tryggja landsmönnum glæsilegt og metnaðarfullt leikhús til framtíðar. Þá skorar aðalfundur BÍL á Ríkisútvarpið að auka hlut ís- lenskrar tónlistar í dagskrá sinni, jafnframt því að auka hljóðritun á íslenskri tónlist. BÍL ályktar um sjónvarpsefni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.