Morgunblaðið - 19.12.2003, Side 40

Morgunblaðið - 19.12.2003, Side 40
DAGLEGT LÍF 40 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólin eru nefnd hátíð ljóssins. Að vissu leyti eru þetta öfugmæli endaganga þau í garð á myrkasta tíma ársins. Á hinn bóginn bera þaumeð sér væntingar um bjartari tíð með hækkandi sól. Fólk hefur löngum tekið forskot á sæluna með því að leggja sig fram um að tendra ljós á þessum tíma og í þeim efnum sem öðrum eru sumir stórtækari en aðrir. Ljósmyndarar Morgunblaðsins fóru á stjá á dögunum og mynduðu nokkur hús sem fanga athygli gesta og gangandi vegna mynd- arlegra ljósaskreytinga. Ásetningur eigendanna er velþekktur: að lýsa upp svartasta skammdegið og kalla fram jólabarnið í okkur öllum. Þarf fimm til sex kílówött Einn af þeim sem var fyrstur til þess í borginni að skreyta íbúðarhús sitt í bak og fyrir með glæsilegum ljósaseríum var Smári Ingvarsson sem býr í Urriðahvísl 3 í Reykjavík. „Ég er líklega búinn að gera þetta í ein fjórtán ár en kannski ekki alveg svona mikið allan tímann,“ segir hann og vísar þar með til ævintýraljósalandsins í og við húsið hans. „Mér finnst mjög gaman að lífga svolítið upp á skammdegið með þessu og hafa fallegt í kringum mig.“ Smári játar þegar hann er spurður að því hvort gestir og gangandi veiti heimili hans ekki mikla athygli fyrir vikið og setur ekkert fyrir sig þótt ljós- anotkunin valdi því að rafmagnsreikningurinn fitni verulega á þessum tíma. „Þetta deilist yfir árið hvort eð er þannig að ég er lítið að hugsa um það. En ætli það séu ekki eitthvað í kringum 5–6 kílówött sem þarf til að keyra allar skreytingarnar.“ Keppni um ljósahús bæjarins Það má segja að keppnisskapið hafi fleytt Margréti Örlygsdóttur langt í því að lýsa upp húsið sitt og lóðina en hún býr á Borgarvegi 25 í Njarðvík. „Reykjanesbær hefur nú í nokkur ár staðið fyrir keppni þar sem ljósahús bæjarins er valið,“ segir hún og í ljós kemur að í þau þrjú skipti sem keppnin hefur verið haldin hefur hús hennar lent tvisvar í fyrsta sæti í keppninni og einu sinni í því þriðja. Það er þó ekki bara sigurviljinn sem rekur Margréti áfram. „Þetta lýsir einfaldlega upp skammdegið og ég væri alveg til í að hafa svona hús á móti mér. Svo hef ég alltaf haft gaman af skreytingum og er m.a.s. að byrja í Iðn- skólanum í Hafnarfirði í útstillingarhönnun þar sem verkefnin felast m.a. í því að skreyta.“ Hún segir ljósaperurnar á lóðinni skipta þúsundum og vissulega rjúki rafmagnsreikningurin upp á þess- um tíma. Á móti komi hins vegar að verðlaunin í ljósa- keppninni séu gjafabréf hjá hitaveitunni. „Þannig að það vegur þetta svolítið upp,“ segir hún. Biður um að fá að kíkja inn Á Austurgötu 31 í Hafnarfirði býr Sverrir Júlíusson og konan hans en þau hafa í mörg ár skreytt húsið sitt myndarlega um jólin. „Ég keypti húsið hálfónýtt, smíðaði það upp og gerði það eins og nýtt. Svo datt mér í hug að skreyta það svona og þetta hefur einfald- lega undið upp á sig. Og nú eru skreytingarnar alveg í toppi – það er ekkert hægt að gera meira.“ Hann segist hafa óskapleg gaman af skreyting- unum og þeirri athygli sem þær vekja. „Það er alltaf örtröð af fólki í kring að skoða húsið og það vill jafnvel fá að skoða inn í það líka,“ segir Sverrir sem gjarnan býður fólki inn ef svo ber undir. Þá hafa börnin í Lækjarskóla, sem er í næsta nágrenni, notið þess að koma í skipulagðar hópferðir að húsinu til að líta ljósadýrðina augum. Koma með börnin í myndatöku Magnús Sigurðsson sem býr á Melabraut 23 á Seltjarnarnesi tekur í sama streng en húsið hans er ljósum prýtt svo að eftir er tekið. „Ég hef alltaf ver- ið mikill ljósamaður og svo er bara gaman að hitta fólk hér úti á götu sem slær á öxlina á manni af því að því finnst þetta svo flott. Það skemmir ekki fyrir.“ Hann segir mikla umferð í kringum húsið. „Mæðurnar koma jafnvel með börnin til að taka jólamyndir af þeim hérna enda er ég m.a. með hreindýr úti í garði.“ Magnús heldur að hann sé með um 6.000 perur í skreytingunum hjá sér og vissulega setur dýrðin mark sitt á rafmagnsreikninginn. „Mælirinn snýst ansi hratt en þetta er bara eins og að reykja einn og hálfan eða tvo pakka á dag. Það er ekkert sem maður setur fyrir sig.“ Ljósin á húsunum Morgunblaðið/Jim Smart Melabraut 23 á Seltjarnarnesi: Magnús kvartar ekki undan vinnunni við upp- setninguna á ljósunum enda segist hann vera með góða aðstoðarmenn. „Í raun er þetta ekkert svo mikil vinna, það eru allir krókar fyrir hendi í húsinu því þetta er komið í góða rútínu. Svo er maður að læða ljósum í trén.“ Urriðakvísl 3 í Reykjavík: Seríurnar og skreytingarnar koma flestar frá landi jólaljósanna enda töluvert ódýrari þar en hér heima. „Þetta er allt keypt í Ameríku nema það sem er í gluggunum inni,“ segir Smári. Austurgata 31 í Hafnarfirði: Húsið gengur undir ýmsum nöfnum meðal bæjarbúa. „Það er kallað Jólahúsið og kon- ur kalla það Dúkkuhúsið. Svo eru aðrir sem kalla það Völ- undarhúsið,“ segir Sverrir, eigandi þess.  SKREYTINGAR Borgarvegur 25 í Njarðvík: Margrét hefur ekkert á móti þeirri athygli sem húsið hennar vekur. „Það koma meira að segja heilu rúturnar hingað með túristum sem sitja við gluggann og taka myndir,“ segir hún. ben@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.