Morgunblaðið - 19.12.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 19.12.2003, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 45 Unglingar sem fara oft ípartí eru töluvert lík-legri til að reykja,drekka og nota hass en þeir sem nær aldrei fara í partí. Því oftar sem unglingar stunda íþróttir eru þeir ólíklegri til að reykja, neyta áfengis og nota hass. Kemur þetta fram í rannsókn sem gerð var í vor meðal nemenda 9. og 10. bekkjar grunnskóla. Rannsóknir og greining hefur tekið saman skýrslu um menntun, menningu, tómstundir og íþrótta- iðkun íslenskra unglinga. Skýrslan er byggð á rannsóknum sem gerðar voru meðal allra nemenda í níunda og tíunda bekk grunnskóla landsins í mars síðastliðinn og sambæri- legum könnunum sem gerðar voru á árunum 1997 og 2000. Niðurstöð- urnar voru kynntar í gær fyrir fulltrúum menntamálaráðuneytis- ins en rannsóknin er gerð í sam- vinnu við ráðuneytið. Umhyggja foreldra mikilvæg Í skýrslunni er fjallað sérstak- lega um nokkur atriði. Fram kemur að þeir unglingar sem fá oft eða nær alltaf umhyggju og hlýju hjá foreldrum sínum eru mun ólíklegri til að reykja daglega en þeir ung- lingar sem sjaldan eða nær aldrei fá umhyggju hjá foreldrum sínum. Einungis rúmlega 8% stráka og stelpna sem fá umhyggju og hlýju reykja daglega en 25% stráka og 31% stúlkna sem fá sjaldan eða nær aldrei umhyggju hjá foreldrum sín- um. Hliðstæðar niðurstöður koma fram um ölvun og notkun á hassi. Einn af höfundum skýrslunnar, Hera Hallbera Björnsdóttir fé- lagsfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir að þetta staðfesti það sem fram hafi komið í fyrri rannsóknum að það skipti miklu máli að foreldrarnir verji tíma með börnum sínum. Hún segir að vímu- efnaneyslan sé dæmigerð fyrir fleiri þætti, til dæmis ofbeldi. Fram kemur að umhyggja og hlýja for- eldra dregur úr líkunum á því að unglingar beiti ofbeldi. Jafningjahópurinn Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að jafningjahópurinn hefur mikil áhrif á vímuefnaneyslu ung- linga. Kemur fram að líklegra er að unglingar reyki daglega eftir því sem fleiri vinir þeirra reykja sígar- ettur. Þannig segjast um og undir 10% þeirra reykja daglega sem segja að nokkrir, fáir eða engir vina þeirra reyki sígarettur samanborið við rúmlega helming þeirra sem segja að flestir eða allir vinir þeirra reyki. Hliðstæður niðurstöður koma fram þegar unglingarnir eru spurð- ir að því hvort þeir hafi orðið ölvaðir síðastliðna 30 daga og hvort þeir hafi notað hass. Tæplega 7% þeirra stráka sem eiga fáa eða enga vini sem nota hass hafa notað hass ein- hvern tímann um ævina en 87% þeirra sem segja flesta eða alla vini sína nota hass. Er þetta talið sýna að unglingar séu líklegri til að nota hass eftir því sem fleiri vina þeirra nota efnið. Partíin hafa slæm áhrif Félags-, íþrótta- og tómstunda- starf hefur veruleg áhrif á vímuefn- anotkun unglinga. Þeir sem fara oft í partí eru töluvert líklegri til að reykja daglega en þeir sem nær aldrei sækja slíkar veislur í heima- húsum. Tæplega 3% þeirra sem segjast nær aldrei fara í partí reykja daglega en 43% þeirra sem oft fara. Ekki kemur fram munur á daglegum reykingum þeirra nem- enda sem sækja félagsmiðstöðvar. Íþróttir hafa þveröfug áhrif. Því oftar sem unglingarnir stunda íþróttir þeim mun ólíklegri eru þeir til að reykja. Þannig segjast rúmlega 16% þeirra sem nær aldrei stunda íþróttir reykja daglega á móti tæp- lega 5% þeirra sem stunda íþróttir. Svipað mynstur má sjá varðandi áfengisneyslu og hassnotkun, eins og sést á meðfylgjandi súluriti. Þó kemur fram að íþróttaiðkun virðist hafa minni áhrif til að draga úr áfengisneyslu en reykingum og að meiri ölvun virðist vera meðal þeirra ungmenna sem sækja fé- lagsmiðstöðvarnar en þeirra sem lítinn þátt taka í starfi þeirra. Loks kemur fram að því oftar sem ung- lingar stunda íþróttir þeim mun ólíklegri eru þeir til að hafa notað hass einhvern tímann um ævina. Hera Hallbera segir þessar tölur sýna hvað íþróttastarfið sé mikil- vægt í forvörnum. Raunar eigi það við um allt tómstundastarf sem unglingar sæki og sé undir stjórn ábyrgs fólks, svo sem þjálfara, leið- beinenda, foreldra og kennara. Spurð um niðurstöðurnar varð- andi félagsmiðstöðvarnar segir Hera að þær séu í samræmi við það sem fram hafi komið í fyrri rann- sóknum. Auk þeirra krakka sem stundi félagsstarf í félagsmiðstöðv- unum sæki þangað unglingar sem kannski séu á gráa svæðinu og geti lent beggja vegna hryggjar, séu kannski með brotið bakland en að hugsa sinn gang. Hera segir miklu betra að þessir unglingar hangi í fé- lagsmiðstöðvunum en annars stað- ar því þar sé starfsfólk sem geti ef til vill náð til þeirra. Rætt um framhaldið Hera Hallbera segir að fátt komi á óvart þegar niðurstöður könnun- arinnar eru bornar saman við fyrri kannanir. Hér staðfestist margt sem áður hafi komið fram. Niðurstöðurnar voru kynntar fulltrúum menntamálaráðuneytis- ins í gær og segir Hera að fram hafi komið áhugi ráðuneytismanna að hefja umræður um það hvernig best væri að nýta þessar upplýsingar innan skólakerfisins og íþrótta- og öðru æskulýðsstarfi. Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda níunda og tíunda bekkjar grunnskóla Íþróttastarf er góð for- vörn gegn vímuefnum            +* **,-%,",*) ,',./," 01/, %%,",2113,$, *,,4',,$,  4,%,'  +* **, $ ,',./,",01/, %%,",2113,$,%, *,,4' ,",4,%,4-,',*% ,5*67,'46,",$  8%) *  ,",%) *  9 ///,$,,", * ,'*  31, ,,4',,$,  4, %%,-  ///,$,,", *,'* ,31, , 4',,",4,%,4-,',*% ,5*67,'4 ,",$ ,8%) *  ,",%) *  9 ///,$,, ",,  '$, $,& ,,4',,$  ,4, ", ///,$,, ",,  ,'$, $,& ,,4',,",4 %,4-,',*% ,5*67,'46,",$  8%) *  ,",%) *  9 (-% (*)  :; <5*$  45* (-% (*)  :; <5*$  45* (-% (*)  :; <5*$  45*                             07= 017= >=7? 17@ >17@ =371 A7. 0.73 >7?27. 007..7..7=0273 =7A?7> 0070 0@70 272 017> =A7> 07= 017. =?7@ 370 007@ =27= ?=7A 0=7= 0A70 2070 2@7@ 2>72 2@72 0A7@ 0=7. @7A >37= A?71 =71 =173 A27A 271 >73 0>7= 3A72 0172 .70 A71 ?7. 0372 017= ?73 >7@                                                                                             inn í hjáveitugöngin. Þau eru 835 m löng, með um 2% halla og nokkru ofar í bergstálinu er munni annarra hjáveituganga, 752 m langra, sem taka við yfirfallsvatni í aftakaflóðum. Áin getur mest farið í um 1300 rúmmetra á sekúndu í aftakaflóðum, en rennslið í gær- morgun var meinhægt, eða á milli 15 og 20 rúmmetrar á sekúndu. Fram eftir degi var meira efni rutt í stíflugarðinn, en í framhald- inu verða gerðir tveir aðrir varn- argarðar rétt neðar í ánni. Haft var eftir gangamönnum á vettvangi að nú myndu Arnarfells- menn taka áframhaldandi ganga- gerð við stífluna yfir eftir áramót- in, en næst liggur fyrir að gera efnisflutninga- og þéttingargöng inn undir Kárahnjúkastíflu ásamt einhverjum viðbótargöngum við stíflustæðið. Aðrar fréttir af framgangi Kára- hnjúkaverkefnisins eru þær helst- ar að 1200 tonna risabor, sá fyrsti af þremur sem nota á við virkj- unarframkvæmdina, er kominn í land á Reyðarfirði, 180 þúsund rúmmetrar af efni eru nú komnir í Kárahnjúkastíflu og búið að bora 250 metra af kapal- og stöðv- arhússgöngum innst í Fljótsdal. kið úr vegi úkastíflu Morgunblaðið/Þorkell in að renna í rúmlega 800 metra löng hjáveitugöng. metra langt ferðalag í nýjum hjáveitugöngum mpregilo S.p.A., gaumgæfir rennslið. reyna að ð þessum arverkefni yndastigi, rstigi geti egir Davíð tir hinna ða, en þeir áhersla er fjármagn og þannig nnsóknar- verkefnin séu styrkt hverju sinni. Rannsóknarsjóður starfar undir menntamálaráðuneyti en hann varð til úr Vísindasjóði annars vegar og Tæknisjóði hins vegar. Tækniþróun- arsjóður starfar á vegum iðnaðar- ráðuneytis en honum er ætlað að styrkja verkefni á frumstigi nýsköp- unar. Að sögn Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra, sem situr í Vísinda- og tækniráði, er mikið lagt upp úr því að efla samstarf milli rannsóknarstofnana, þar með talið háskóla, og atvinnulífsins. Hann seg- ir að aukið fé til samkeppnissjóða verði til þess að þeir sem stundi rannsóknir geti keppt sín á milli um fjármagn í krafti sinnar sérþekking- ar. Áherslan á verkefnatengda styrki geri það að verkum að grunn- ur til samstarfs aukist. Þannig sé einstökum stofnunum ekki veittur styrkur heldur verði sótt um styrki í þessa sjóði á grunni vel skilgreindra og rökstuddra rannsóknarverkefna. Aðstoð við sprotafyrirtæki hefur skort Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist vonast til að þetta fyrirkomu- lag auki svigrúm í styrkveitingum. „Tækniþróunarsjóður starfar í raun á nýju sviði sem ríkið hefur ekki staðið sig á, að mínu mati, fram til þessa. Við verðum vör við það í ráðu- neytinu að það er mjög mikið af góð- um hugmyndum uppi en hins vegar hefur skort aðstoð við sprotafyrir- tæki og nýsköpun á þessu stigi. Von- andi skapast með þessu meira svig- rúm þannig að hægt sé að forgangsraða og taka inn ný fræða- svið í rannsóknum sem var mjög erf- itt í hinu gamla niðurnjörvaða fyr- irkomulagi,“ segir Valgerður Sverrisdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart niráðs; Hallgrímur Jónasson, Tómas Ingi Ol- gerður Sverrisdóttir og Hafliði P. Gíslason.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.