Morgunblaðið - 19.12.2003, Side 72

Morgunblaðið - 19.12.2003, Side 72
72 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Beini framhald ... HEYRÐU, SEGÐU MÉR, HVAR Á PABBI ÞINN HEIMA? © DARGAUD © DARGAUD Á MEÐAN ÉG BEIÐ LAS ÉG BLAÐIÐ YÐAR. STÓRKOSTLEG- AR GREINAR UM FJÁRMÁLA- HEIMINN OG ÁHRIFAMÁTT PENINGA!... ÞÆR ERU RUNNAR ÚR PENNA DAVÍÐS LÁRUSS, EINS AF OKKAR BESTU BLAÐA- MÖNNUM ... ÞAÐ ER EINMITT UM HANN SEM ÉG VILDI RÆÐA VIÐ YÐUR ... TAKK, SPENCER DAVÍÐ HEFUR NÚ Í NOKKRAR VIKUR BEINT SJÓNUM SÍNUM SÉRSTAKLEGA AÐ EINUM STÓRLAXI: AXEL RUTH- MANN ... ... FJÁRMÁLAMANNINUM? ... BANKASTJÓRA ALHEIMS SVINDLARABANKANS! ... EKKI BEINT HEIÐARLEGUR EINSTAK- LINGUR EFTIR ÞVÍ SEM ÉG BEST VEIT ... ÞÉR MEINIÐ EÐALSVIKAHRAPPUR! TENGIST ÝMSU: PENINGAÞVÆTTI, VALDARÁNUM, VOPNASSÖLU O.FL. ... ALDREI HÆGT AÐ SANNA NEITT Á HANN! RUTHMANN HEFUR ALDREI VERIÐ HRIFINN AF "FRÓÐLEIKSFÚSUM" MÖNNUM. ÉG GERI RÁÐ FYRIR AÐ DAVÍÐ HAFI LENT Í ... "ERFIÐLEIKUM"!... HANN HEFUR HREIN- LEGA GUFAÐ UPP! VIÐ HÖFUM EKKI HAFT NEINAR SPURNIR AF HONUM Í SEX DAGA! SÍÐASTA ÞRIÐJUDAG KOM HANN TIL MÍN Á SKRIFSTOFUNA ... HANN VAR A FARA TIL PARÍSAR ÞAR SEM HANN ÆTLAÐI AÐ HITTA "TENGILIÐ" SEM ÁTTI Að HAFA MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM RUTH- MANN! HANN KOM Á HÓTELIÐ Í PARÍS Á MIÐVIKUDAGINN OG ... SÍÐAN EKKI SÖGUNA MEIR! ... LANG Í BURTU... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG las í Morgunblaðinu 15. desem- ber, í Bréfum til blaðsins, pistilinn Uppástól, sem fjallar um vísuna Uppá stól stendur mín kanna. Ég las kvöldið áður í bókinni Paradís bernsku minnar, sem var gefin út 1948 á Akureyri og er eftir Evu Hjálmarsdóttur, en þar segir höf- undur sögu sem amma hennar sagði henni um þessa vísu. Konu nokkra dreymdi að huldukona kæmi til sín með stóra mjólkurkönnu. Hún bað konuna að gefa sér mjólk í hana handa börnum sínum því kýrin sín væri óborin. Hún kvað: Níu nóttum fyrir jól kem ég til manna. Uppá háum stól, stól, stendur mín kanna. Um morguninn þegar hún kom fram í búrið sitt stóð þar á stól stærðar mjólkurkanna sem hún kannaðist við úr draumnum. Fór hún þá að mjólka í snatri og fyllti könnu sem óðar hvarf þegar konan sneri sér við. Gekk þetta svo þangað til á jóla- dagsmorgun. Var þá kannan horfin en á stólnum lá forkunnarfagur silki- klútur. Það voru laun huldukonunn- ar fyrir greiðviknina. Gleðileg jól. JÓHANNA D. SKAFTADÓTTIR, bókasafnsfræðingur, Flyðrugranda 14. Uppá háum stól Frá Jóhönnu D. Skaftadóttur SÆLIR þingmenn og ráðherrar! Mikil er reisn ykkar. Eftir að hafa þrætt í gegnum frumvarp ykkar um eftirlaunarétt forsetans, ráðherra, hæstaréttardómara og ykkar sjálfra setur mig hljóðan. Nýlega urðu þrætur í þinginu um nýsett lög ykkar um auknar bætur handa öryrkjum. Þá var allt dæmið kostnaðarmetið og talið af sumum þingmönnum „vel í lagt“. Pétur H. Blöndal tryggingastærð- fræðingur og þingmaður gengst upp í því að hlutverki að vera skósveinn Davíðs þegar kemur að tölum og út- reikningum talar á þingi og í fjöl- miðlum um það hversu mikið hver 4ra manna fjölskylda þyrfti að greiða til að hægt væri að greiða „bætur“ til öryrkja. Í þeirri umræðu sem nú er vegna eftirlaunaréttar forréttindastéttar- innar í landinu sem þið eruð búin að skapa er sama Pétri gjörsamlega fyrirmunað að reikna nokkurn skap- aðan hlut út. Enn síður talar hann um „bætur“ í þessu samhengi. Og enn þá síður reiknar hann út hvað þessar greiðslur ykkur til handa muni kosta hvern einstakling eða hverja fjölskyldu. Stærðfræðikunn- átta Péturs er heillum horfin. Helstu rök ykkar eru þau að erfitt sé fyrir fyrrverandi þingmenn og ráðherra að sækja sér annað starf eftir þingsetu og ráðherrasetu. Einnig nefnið þið skýrari reglur um eftirlaunarétt ykkar. Pétur H. Blöndal hefur fullyrt að verði frumvarpið að lögum leiði það jafnvel til lægri greiðslna úr ríkis- sjóði en nú er. En tekur fram að hann hafi nú ekki reiknað það út. Sjálfur tryggingastærðfræðingurinn sem hefur haft góðar tekjur í gegn- um árin af því að reikna út slík mál, á nú í erfiðleikum með útreikninga þessa dagana fyrir jólin. Svo mikið hlakkar hann til að fá sína jólagjöf. Einbeitingarskortur þar á ferðinni væntanlega. Eða er það græðgin sem truflar Pétur? Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur orðið sér enn einu sinni til minnkunar með hroka sínum og lé- legum fimmaurabröndurum. Getur Davíð flýtt þessum fjöl- skylduerfðagalla svo maður tali í gamni? Össur Skarphéðinsson sem ýmsir aðrir talsmenn þessarar hækkunar talar um að menn eigi að geta hætt störfum með reisn. Það má benda á að hægt er leita sér aðstoðar víða sem þið þingmenn og ráðherrar hafið dundað ykkur við finna upp fyrir almúgann. Auk þess er til líknardeild sem heilbrigðisráð- herra getur haft hönd í bagga varð- andi innlagnir úr því þið eru svona aðframkomnir af þreytu ásamt léleg- um lífsmörkum. Svo maður tali í gamni. Þetta frumvarp endurspeglar þá veruleikafirringu sem verið hefur fylgifiskur Davíðs Oddsonar frá upp- hafi ferils hans sem stjórnmála- manns. Þetta er hrein og klár geð- veiki svo maður tali í gamni Það eru blautar og kaldar tusk- urnar sem almenningur fær í jóla- gjöf frá þessari ríkisstjórn og þing- mönnum. Þessi framganga þingmanna er hrein sérhagsmunagæsla. Í upphafi síns stjórnmálaferils á landsvísu lagði Davíð sérstaka áherslu á að sértækar aðgerðir væru liðin tíð. Sjóðasukk skyldi burt. Er það áfengið sem fer virkilega svona illa með ráðherrann svo maður spyrji að gamni sínu. Kannski er rétt að leggja til að for- seti þingsins ráði sálfræðinga og fé- lagsráðgjafa til að vinna með ykkur þingmönnum og ráðherrum til að auðvelda ykkur þessar gríðarlegu breytingar á ykkar högum sem hljóta að taka verulega í pyngjuna og sjálfstraustið. Að lokum legg ég til að stofnaður verði sérstakur styrktarsjóður sem veiti Davíð Oddssyni árlegan reisn- arstyrk að upphæð 400 þúsund krón- ur og verði sjóðurinn í varðveislu Búnaðarbankans. Úthlutun fari fram fyrir hver jól. Auk þess fái Davíð rannsókn hjá læknum Tryggingastofnunar í þeirri von að hann komist á hin feitu kjör öryrkja svo maður tali í gamni. HAFÞÓR BALDVINSSON, rithöfundur, Hátúni 10, Reykjavík. Opið bréf til þing- manna og ráðherra Frá Hafþóri Baldvinssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.