Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ w w w .jp v.is S TÓ R V IR K I Á D Æ M A LA U S U V E R Ð I 1.306 blaðsíður • 5.000 ljósmyndir 3 SÆ T I „Hvergi veikur punktur á þessari bók. Stórkostlega vandað ritsafn.“ Jón Svanur Jóhannsson VIÐSKIPTABLAÐIÐ „Stórglæsileg.“ MORGUNBLAÐIÐ ÖLDIN ÖLL Í EINU BINDI Saga umbrotamestu tíma lands og þjóðar, sem hefur áður komið út í þremur bindum, hefur nú verið sameinuð í eitt veglegt verk. Kr. 9.980 (Leiðbeinandi útsöluverð) VERÐ FRÁ 1. JAN. kr. 12.980 TILBOÐ TIL ÁRAMÓTA METSÖLUL I ST I M O R G U N B L A Ð S I N S a l m e n n t e f n i 1 8 . d e s e m b e r FORELDRAR íslenskra barna þekkja mun minna til þeirra tölvu- leikja sem börn þeirra spila á Net- inu en foreldrar barna á öðrum Norðurlöndum og á Írlandi. 77% ís- lenskra stráka eru að spila tölvu- leiki þegar þeir eru á Netinu en 61% stelpna notar Netið mest til að senda og taka á móti tölvupósti. Strákarnir vilja spila hasarleiki (61%) á borð við Half-life en stelp- urnar eru hrifnari af svokölluðum guðaleikjum (35%), t.d. Sims. Næst- vinsælast hjá strákunum er spila íþróttaleiki (49%) en hjá stelpum eru þrautaleikir á borð við Tetris næstvinsælastir (26%). Íslensk börn spila tölvuleiki á Netinu oftar en börn á hinum Norðurlöndum og á Írlandi, en tíminn sem þau eyða við þessa iðju sína er þó ekki marktækt meiri en hjá öðrum börnum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könn- unar verkefnisins SAFT sem er rannsóknar- og fræðsluverkefni um örugga netnotkun barna. Verkefnið er stutt af „Safer Internet Action Plan“ áætlun Evrópusambandsins um öryggi á Netinu og eru sjö stofnanir frá fimm löndum aðilar að verkefninu. Þátttökulöndin eru Danmörk, Írland, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Heimili og skóli – lands- samtök foreldra er aðili að sam- starfshópnum fyrir hönd Íslands. 45% spila leiki í gegnum Netið í minna en klst. á viku Könnunin náði bæði til barna og foreldra. 972 börn á aldrinum 9–16 ára tóku þátt í könnuninni með því að svara spurningalistum og var dreifingin jöfn yfir landið. Hringt var í foreldra barna á aldrinum 9– 16 ára Könnun meðal barna var gerð í janúar og febrúar á þessu ári en foreldrakönnunin var gerð í des- ember á síðasta ári. Framkvæmda- aðili var Gallup. Bent skal á að könnunin náði einvörðungu til tölvu- leikjanotkunar barna í gegnum Net- ið en ekki til notkunar annarra tölvuleikja t.d. þeirra sem spilaðir eru í leikjatölvum á borð við Play Station og Nintendo. 5% íslenskra barna spila tölvu- leiki í 15 klukkustundir eða meira á viku. 45% barnanna eru minna en eina klukkustund á viku í tölvu- leikjum á Netinu. Börn á þeim lönd- um sem könnunin náði til spila tölvuleiki á Netinu í að meðaltali 2,3 klukkustundir á viku. Öll íslensk börn á aldrinum 9–16 ára hafa ein- hvern tímann farið á Netið. Flest börn byrja að nota Netið að ráði á aldrinum 8–10 ára. Þá þurfa for- eldrarnir að vera vel vakandi, segir Sigurþór Gunnlaugsson, verkefnis- stjóri SAFT á Íslandi. Þess má geta að samkvæmt könnuninni spila írsk börn mun sjaldnar og styttra í einu tölvuleiki í gegnum Netið en börn á Norður- löndunum. Ósamræmi um eftirlit Foreldrar íslenskra barna eru meðvitaðir um hvað börn þeirra eru að gera á Netinu, þ.e. flestir telja börnin sín vera að spila tölvuleiki eða spjalla. Samkvæmt könunninni telja foreldrar sig fylgjast miklu meira með netnokun barna sinna en börnin sjálf segja að þeir geri. 67% íslenskra barna segja að foreldrar sínir sitji ekki hjá sér þegar þau eru á Netinu en 60% foreldra sagðist gera það. Þegar börnin voru spurð hversu mikið foreldrar þekkja til leikjanna sem þau spiluðu á Netinu skar Ís- land sig sérstaklega úr. 17% ís- lenskra barna sögðu foreldra sína ekkert þekkja til leikjanna en hlut- fallið var á bilinu 10–14% á hinum löndunum. Þá sögðu 11% íslenskra barna að foreldrar sínir þekktu mjög vel til leikjanna en hlutfallið var mun hærra í hinum löndunum eða á bilinu 23–29%. Íslensk og sænsk börn spila sjaldnast leiki með fjölskyldu eða vinum á Netinu en 52% íslenskra barna segjast spila leikina ein. „Samskipti barna og foreldra eru marktækt minnst hér á Íslandi og það finnst okkur áhugavert að skoða frekar,“ segir Sigurþór um þessa niðurstöðu. „Við viljum hvetja til meiri samskipta. Við erum alls ekki að segja að Netið sé vont. En þetta er eins og umferðin, það þarf að læra ákveðnar grunnreglur.“ Sigurþór bendir á að best sé að hafa heimilistölvuna á sameiginlegu svæði fjölskyldunnar á heimilinu, en ekki lokaða inn í herbergi barnanna eða unglinganna. „Við viljum hvetja foreldra til að setjast niður með börnum sínum og jafnvel hafa netkvöld með fjölskyld- unni. Það er hægt að finna enda- laust af upplýsingum um allt milli himins og jarðar á Netinu sem gam- an og fróðlegt er að skoða saman.“ Könnun á netnotkun barna á Íslandi, í Skandinavíu og á Írlandi Strákarnir spila en stelp- urnar spjalla                        !    "  # "    $ % &'("% &      ) *           !         ++ ,        -   ./  +    01 2  034  + ,35  + 61 7/376  + 71 81 74375  + .1 9       -    "  641 :    .71 73.  + 7.1 ./1 7<1 751 .71 771 741 781 7,1 .61 761 701 701 .01 ./1 ./1 741 7/1 7,1 .01 7<1 781 .81 81 4 51 ./1 7,1 761 0,1 43<   736   730     ) 2   () = & )   5<. -  > 537,  TIL AÐ ganga úr skugga um hvers konar tölvuleik barn er að spila geta foreldrar farið inn á heimasíð- una www.pegi.info. Síðan er rekin af samtökum tölvuleikjaframleið- anda. Þar er hægt að fá upplýs- ingar um leiki, hvað þeir innihalda og fyrir hvaða aldurshóp þeir henta. Á síðunni er valinn hnapp- urinn search game til að kalla fram upplýsingar um þann leik sem leit- að er að. Þekkir þú leikinn? Í KJÖLFAR þeirrar umræðu sem varð í desember síðastliðnum um of- beldisfulla tölvuleiki lýsti Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra þeirri skoðun sinni að setja yrði reglur um skoðun tölvuleikja, en á þeim tímapunkti var við það miðað að ákvæði um slíkt yrði sett inn í frumvarp um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum sem til stóð að leggja fram á síðasta þingi. Í því frumvarpi er gert ráð fyrir að núverandi fyrirkomulagi á skoð- un kvikmynda verði breytt í veiga- miklum atriðum. Framlagningu frumvarpsins var síðan frestað fram yfir alþingiskosningar. Samkvæmt upplýsingum úr menntamálaráðu- neytinu má þess vænta að nýr menntamálaráðherra taki ákvörðun um framlagningu frumvarpsins á Alþingi eftir áramót. Foreldrar ánægðir með merkingar Skífan merkir á íslensku alla tölvuleiki grófa ofbeldisleiki sem ekki eru taldir henta börnum yngri en 16 ára. Ólafur Þór Jóelsson, deildarstjóri tölvuleikjadeildar Skíf- unnar, segir merkingarnar hafa gef- ist vel og að foreldrar og aðrir kaupendur tölvuleikja taki tillit til þeirra. Viðbrögðin við merkingun- um hafi verið jákvæð en ákveðið var að merkja leikina eftir að mikil um- ræða um ofbeldisfulla tölvuleiki var í þjóðfélaginu í lok síðasta árs. „Foreldrar hafa tekið þessu mjög vel,“ segir Ólafur, „til dæmis núna fyrir jólin og síðustu jól hafa for- eldrar, sem hafa komið með óska- lista barna sinna í búðirnar, kosið að kaupa ekki ákveðinn tölvuleik [sem er ekki talinn henta börnum yngri en 16 ára] og frekar valið hentugri leiki. Þá held ég að þetta hafi náð tilgangi sínum.“ Ákvæði um tölvuleiki átti að vera í frumvarpi sem var frestað á síðasta þingi Morgunblaðið/Árni Sæberg „Inniheldur gróft ofbeldi,“ stendur á viðvörunarmiða á þessum tölvu- leikjum í verslunum Skífunnar. Viðskiptavinir hafa tekið þessu vel. Viðvaranir á tölvu- leikjum Skífunnar HÉRAÐSDÓMUR Reykjanessdæmdi í gær bílainnflytjanda í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot árið 1999. Ákærði játaði sakir að þessu leyti, en neitaði sök hvað varðaði tilraun til tollsvika og tollsvik við innflutninginn. Var hann sýknaður af þeim ákærulið þar sem ekki tókst að sanna sök. Um var að ræða sjö ameríska jeppa sem ákærði flutti til landsins og var hann sakaður um að hafa reynt að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda upp á 3,5 milljónir króna. Ósannað þótti að ákærði hefði fengið seljanda jeppanna í Kanada til að gefa út tvo vörureikninga fyrir hvern jeppa, og í framhaldi aðeins lagt fram hærri reikninginn við tollmeðferð þeirra. Málið dæmdi Jónas Jóhannsson. Verjandi var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi var Hjalti Pálmason fulltrúi ríkislögreglustjóra. Sýknaður af ákæru um tollsvik SUÐURVERK í Hafnarfirði átti lægstu tilboð í gerð Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu vegna Kárahnjúka- virkjunar. Stíflurnar koma sín hvor- um megin við stóru Kárahnjúkastífl- una við Hálslón sem Impregilo er byrjað á að reisa. Tilboð Suðurverks voru töluvert undir áætlun Lands- virkjunar og ráðgjafa hennar. Alls bárust fimm tilboð í gerð Sauð- árdalsstíflu, sem verður allt að 25 metra há, 1.100 m löng og rúmmálið 1,5 milljón rúmmetrar. Kostnaðar- áætlun ráðgjafa Landsvirkjunar hljóðaði upp á rúma 1,4 milljarða króna en Suðurverk bauð rúmlega 754 milljónir kr. í verkið, eða aðeins 52,6% af kostnaðaráætlun. Önnur til- boð í Sauðárdalsstíflu komu frá Kubbi, Norðurtaki og Hetti, sem sameiginlega buðu rétt rúman millj- arð króna í verkið, ET og Afrek buðu 1,1 milljarð króna, Impregilo og Arn- arfell buðu saman nærri 1,3 milljarða og langhæsta boð kom frá Ísafli, 1,8 milljarðar, sem er sameiginlegt félag Ístaks, E.Pihl & Sön og Íslenskra að- alverktaka. Alls bárust þrjú tilboð í gerð Desj- arárstíflu, sem verður allt að 60 m á hæð, 1.100 m löng og rúmmálið 2,8 milljón rúmmetrar. Verður þetta næststærsta stífla landsins á eftir Kárahnjúkastíflu. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 2,7 milljarða króna. Til- boð Suðurverks var upp á ríflega 1,6 milljarða, sem er 61,5% af áætluninni. Hin tilboðin komu frá Impregilo og Arnarfelli, 2,6 milljarðar, og Ísafli, sem bauð tæpa þrjá milljarða. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að nú verði farið yfir tilboðin í samstarfi við ráðgjafa fyrirtækisins. Suðurverk hefur talsvert komið að virkjunarframkvæmdum á vegum Landsvirkjunar. Suðurverk bauð lægst í tvær stíflur við Hálslón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.