Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 38
LANDIÐ 38 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borgarnes | Eins og fyrri ár fengu fréttamenn í Jólaútvarpi Óðals FM 101,3 bæjarráð og sveit- arstjóra Borgarbyggðar í hringborðsumræður til skrafs um helstu málefni sveitarfélagsins. Mætt voru Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri, og þau Helga Halldórsdóttir, Finnbogi Rögnvalds- son og Þorvaldur T. Jónsson. Stjórnendur úr hópi nemenda voru þau Bjarki Kristjánsson og Edda Bergsveinsdóttir. Þeim til aðstoðar var þrautreyndur fréttamaður, Gísli Einarsson. Hefð hefur skapast fyrir hringborðsumræðum sveitarstjórnarmanna í Jólaútvarpinu. Hlustand- inn fær úttekt á því sem gert hefur verið á árinu sem er að líða og hvað sé í vændum. Um þetta leyti hafa sveitarstjórnarmenn yfirleitt nýlokið afgreiðslu fjárhagsáætlunar og því hentar þessi tími vel til að koma upplýsingum til skila í beinni útsendingu í Borgarnesi. Að mati Páls var eftirminnilegast á árinu hversu farsællega húsnæðismál Varmalands- skóla leystust, að Borgfirðingahátíð hefði heppn- ast vel og er að festa sig í sessi sem alvöru við- burður eins og Búnaðarbankamótið hefur gert. Þorvaldur T. Jónsson sagðist skynja að Borg- arbyggð væri að komast upp úr þeirri lægð sem fylgir þeim samdrætti sem einkennt hefur land- búnaðarhéruð í samfélagslegu og atvinnulegu til- liti. Helgu Halldórsdóttur fannst ánægjulegt að uppkaup gamalla húsa, áhrif háskólanna á stöðu sveitarfélagsins o.fl. Lokaumræðan snerist um hvað bæjarstjórnarmenn hygðust hafa í jólamat- inn. Helga ætlar að borða svínahamborgarhrygg með brúnuðum kartöflum, Þorvaldur hefur lambahamborgarhrygg, Páll ætlar að breyta til og snæða hangikjöt, en Finnbogi sagðist hingað til hafa verið neyddur til þess að éta svín og taldi lík- legt að svo yrði aftur um þessi jól þótt hann kysi helst lambið. Tónlistarskólinn væri loksins kominn í nýtt hús- næði og að íbúum Borgarbyggðar hefur fjölgað. Auk þess minntist hún á að mikið hefur verið unn- ið að skipulagsmálum á árinu og er deiliskipulag fyrir Gamla miðbæinn og Rauða torgið á næsta leiti. Finnbogi Rögnvaldsson sagði að hann væri ánægður með að rekstur sveitarfélagsins væri nú í jafnvægi og menn virtust vera að ná sífellt betri tökum á rekstri þess. Auk þess var rætt um fjölmörg áhugaverð og brýn málefni s.s skipulagsmál, aukið atvinnuleysi, Pallborðsumræður í beinni útsendingu Morgunblaðið/Guðrún Vala F.v. Bjarki Kristjánsson, Edda Bergsveinsdóttir, Gísli Einarsson, Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri, Þorvaldur T. Jónsson, Helga Halldórsdóttir og Finnbogi Rögnvaldsson. Hrunamannahreppur | Það var sann- arlega mikill hátíðardagur á Flúðum síðastliðinn fimmtudag þegar nýr leik- skóli var tekinn formlega í notkun að viðstöddum fjölda fólks. Séra Eiríkur Jóhannsson, sókn- arprestur í Hruna, blessaði húsið. Ávörp fluttu Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri, Bettý Grétarsdóttir leik- skólastjóri og Sigurður Ingi Jóhanns- son, oddviti Hrunamannahrepps. Bygging hússins, sem er rétt við Flúðaskóla, hófst í fyrravor og var áætlað að verktakar skiluðu húsinu til- búnu til notkunar 1. ágúst. Vegna þess að einstaka verktakar stóðu sig ekki sem skyldi hefur verkið dregist og byggingunni ekki lokið fyrr en nú á dögunum. Nýi leikskólinn er 433 fermetrar að flatarmáli. Sem stendur eru 54 börn í skólanum en fleiri bætast í hópinn eftir áramót og telst það gott hlutfall af 760 manna sveitarfélagi. Alls getur skólinn tekið 65 börn. Hann er deildarskiptur í þrjár deildir, starfsmenn eru tólf, þó ekki allir í fullu starfi. Leikskólastjóri er Bettý Grétarsdóttir sem fyrr segir. Þau börn sem þess óska geta fengið heita máltíð úr eldhúsi Flúðaskóla. Kostnaður við leikskólabygginguna er tæpar eitt hundrað milljónir króna. Leikskóli hefur verið starfandi hér í Hrunamannahreppi um alllangt árabil og hefur verið kallaður Undraland. Það húsnæði sem leikskólinn starfaði í áður og var á lofti íþróttahússins var óhent- ugt og orðið allt of lítið. Það var því ekki um annað að ræða í vaxandi sveit- arfélagi en að ráðast í nýja leik- skólabyggingu. Jafnframt opnun skólans voru litlu jólin haldin fyrir nemendur barnaskól- ans og var glatt á hjalla í hinu nýja og rúmgóða Undralandi. Morgunblaðið/Sigurður Hinn nýi leikskóli Undraland á Flúðum. Nýr leikskóli á Flúðum Grundarfjörður | Um nokkra ára skeið hefur það tíðkast í Grund- arfirði að félagasamtök, fólk og fyrirtæki taki höndum saman og hefji formlega jólaundirbúninginn með ýmsum uppákomum. Sem oft áður var það laugardagur fyrir fyrsta sunnudag í aðventu sem fyrir valinu varð. Lionsmenn tóku daginn snemma og reistu jólatré á mið- bæjarsvæðinu en ljós þess voru síðan tendruð kl. 18. Kvenfélagið stóð fyrir fjölskyldudegi í sam- komuhúsinu þar sem voru sölubás- ar með ýmsum varningi og börn úr Tónlistarskóla Grundarfjarðar léku jólalög. Verslanir sem voru komnar í jólabúninginn voru með ýmis tilboð og höfðu lengur opið en venjulega. Um kvöldið var síðan sögustund í Sögumiðstöðinni þar sem fólk fékk jólastemninguna í æð hjá sagnasnillingunum Inga Hans og Sigurborgu Hannesdóttur. Þegar fólk síðan gekk heim til sín í kvöld- stillunni gat það virt fyrir sér öll jólaljósin sem tendruð höfðu verið þennan daginn. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Dansað var í kringum jólatréð við undirleik Friðriks V. Stefánssonar. Jólastund í Grundarfirði Oddfellow-félagar gefið gifssög og aðgerðarljós, minningarsjóður Eiríks í Ási hefur gefið hjarta- stuðtæki og Rauði krossinn hjóla- stól og ýmis smááhöld. Læknar heilsugæslunnar sýndu tækin og sögðu frá notkunarmöguleikum þeirra. Í máli þeirra kom fram að jafnt smáar gjafir sem stórar nýt- ast heilsugæslunni afar vel. Rangárþing eystra | Nýverið var efnt til þakkarsamsætis hjá heilsugæslunni á Hvolsvelli vegna gjafa sem stöðinni hafa verið færðar af ýmsum félagasam- tökum í sveitarfélaginu. Kven- félögin hafa fært heilsugæslunni sjúkrarúm sem hægt er að lána út til fólks svo hægt sé að hugsa lengur um það heima við. Þá hafa Morgunblaðið/Steinunn Ósk Guðmundur Benediktsson læknir, Hildur Ágústsdóttir, Guðný Valberg, Sóley Ástvaldsdóttir, Brynja Bergsveinsdóttir, Agnes Antonsdóttir, framkvæmdastjóri heilsugæslunnar, Katrín Birna Viðarsdóttir með Bjarna í fanginu, Sigríður Erlendsdóttir, Sigurborg Óskarsdóttir, Her- mann Árnason, Guðjón Guðmundsson, Þorsteinn Njálsson læknir, Pét- ur Guðmundsson, Guðmundur Svavarsson og Þórir Kolbeinsson læknir. Félagasamtökum þakkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.